Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 66
66 4.–10. apríl 2012 Páskablað Sakamál 53.411 dali kostaði mál Paul Ezra Rhoades, dauðadæmds fanga, í Idaho í Bandaríkjunum. Íbúar Idaho reiddust vegna málsins og voru ekki sáttir við að punga út 53.411 dölum, um 6,7 milljónum króna, svo unnt yrði að fullnægja „réttlætinu“. Ezra var 24 ár á dauðadeild og sögðu yfirvöld yfirvinnu hafa kostað 25.500 dali, og lyfja- og læknakostnaður, tækjaleiga og fæði hefði kostað yfir 27.800 dali. Ezra var tekinn af lífi í nóvember í fyrra.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxx R obert Buckanan læknir fæddist í Nova Scotia árið 1862. Hann útskrifaðist úr læknisfræði við Edinborgar-háskóla en opnaði sína eigin læknastofu í New York-borg árið 1886. Þrátt fyrir að stunda bari og gleðihús grimmt tókst honum engu að síður að gera læknastofu sína virta og stönduga. Þann 12. nóvember, 1890, skildi Robert við eiginkonu sína og sautján dögum síðar kvæntist hann Önnu nokkurri Sutherland, fyrrverandi hórumömmu sem var ljótari en erfðasyndin, með hárið litað appelsínugult og skartaði forláta vörtu á nefbroddinum. En hórmang Önnu hafði gengið vel og hún var þokkalega efnuð og með fagurgala fékk Robert hana til að ánafna sér auði sín- um í erfðaskrá. En skjólstæðingar Roberts læknis voru lítt upprifnir þegar þeir komust að fyrri starfa Önnu og töldu einnig að ásýnd hennar væri lítil prýði fyrir læknastofu hans, en hún var móttökustúlka þar. Því fór þeim fækkandi sem leituðu á læknastofu doktors Roberts og þar af leiðandi léttist pyngja hans fremur en hitt. Í apríl 1892 tilkynnti Robert að hann hygði á ferðalag til Skotlands og að hann yrði einn í för. En fjórum dögum fyrir fyrirhugaða ferð sló hann henni á frest sökum veikinda Önnu. Robert fékk tvo lækna til að sinna henni en allt kom fyrir ekki og Anna dó. Ro- bert beið ekki boðanna því þremur vikum síðar gekk hann að eiga fyrri konu sína á ný og heldur hafði nú vænkast hagur hans því hann hafði erft 50.000 Bandaríkjadali eftir Önnu sálugu. Robert læknir fór flatt á miklum áhuga sem hann sýndi máli Carlyle Harris, lækna- nema og samtíðarmanni Roberts, sem hafði myrt kærustu sína með morfíni. Robert hafði í heyranda hljóði fullyrt að hann gæti, andstætt Carlyle, komist upp með morð því hann gæti komið í veg fyrir sjáanleg einkenni morfíneitrunar, sem væru saman- skroppin sjáöldur. Það myndi hann gera með því að setja atrópine, sem unnið er úr sjáald- ursjurt, sem einnig er kölluð völvuauga, (e. belladonna), í augun að morði loknu. Fullyrðingar Roberts bárust til eyrna Ike White, blaðamanni hjá New York World, sem ákvað að rannsaka lækninn sjálfumglaða. Að lokum fór svo að lík Önnu var grafið upp og í ljós kom að ekkert athugavert var að sjá við augasteinana, engu að síður var Ro- bert læknir handtekinn og í mars 1893 hófust réttarhöld yfir honum. Meðan á réttarhöldunum stóð var gerð tilraun; ketti var lógað með morfíni og í kjöl- farið var atrópín sett í augu hans. Sjáöldrin voru eðlileg. Sagan segir að verjanda Roberts hafi næstum tekist að hrekja vitnisburð sérfræð- inga sem kom Robert afar illa, en þegar Ro- bert sjálfur settist í vitnastúkuna gerði hann allar vonir um sýknu að engu. Robert Buck- anan endaði ævina í rafmagnsstólnum í Sing Sing-fangelsinu 2. júlí 1895. Gortið varð lækni að falli Leyndi morði með sjáaldursjurt S tephanie Pistey frá Par- ker í Flórída var enginn engill og undirstrikaði það með eigin orðum þar sem hún sat í fang- elsi í Flórída vegna morðs á 16 ára dreng, Jacob Hendershot. „Síðan ég var 12 ára hef ég fund- ið það í öllum líkama mínum, í bókstaflega öllu – ég veit að þetta mun hljóma geðveikislega – en ég er þess fullviss að ég er vampíra og að hluta til varúlfur,“ sagði Stephanie í viðtali sem var sjónvarpað. Stephanie átti sér meinta vit- orðsmenn og haft hafði verið á orði að um væri að ræða ein- hvers konar költhóp. Stephanie vísaði öllum slíkum vangavelt- um til föðurhúsanna: „Þetta er enginn költhópur, þetta snertir meira minn eigin persónuleika.“ Stephanie fullyrti að hún hefði neytt blóðs úr William Chase, 17 ára kærasta sínum, en hann hefði ekki deilt þessari ástríðu hennar; hann væri meira svona „wannabe“, sagði hún. „Ég veit ekki einu sinni af hverju okkur líkaði við hvort annað,“ sagði hún. Skammvinnt samband Jacob Hendershot hafði komið til Flórída seinni hluta júnímánað- ar 2011 til að dvelja um skeið hjá móður sinni. Hann hafði kynnst Stephanie og þrátt fyrir að þau væru afar ólík – hann bar kross um hálsinn, hún var með fimm- hyrnda stjörnu – drógust þau að hvort öðru. Stephanie var, sem fyrr segir, sannfærð um að hún væri vamp- íra, Jacob kom aftur á móti úr trú- aðri fjölskyldu og hafði meðal annars ferðast til Suður-Ameríku þar sem hann gróf brunna í sjálf- boðavinnu. Að sögn stjúpmóður hans, Tommae Hendershot, hafði sú lífsreynsla gert Jacob að betri manneskju. Fjórtánda júlí í fyrra narraði Stephanie Jacob til heimilis eins kunningja hennar, Joels Millshap. Þegar þar var komið sögu hafði Stephanie sagt skilið við kærasta sinn William Chase og tekið sam- an við Jacob. Reyndar var það skoðun rann- sóknarlögreglunnar sem rannsak- aði morðið að Jacob hefði á end- anum sagt Stephanie upp, eins og sagt er, og það hefði hleypt illu blóði í hana. Jacob barinn og myrtur Litlu munaði að Jacob Hender- shot næði að sleppa með skrekkinn. Með Stephanie í ráðum voru áðurnefndir Willi- am Chase og Joel Millshap, og þriðji kunningi Stephanie Jam- es T. Gay. William og Joel lýstu við yfirheyrslur síðar atburðum kvöldsins. Í fyrstu hafði Jacob sætt bar- smíðum og spörkum og stóð ofbeldið í allnokkurn tíma. Að lokum fékk James T. Gay nóg, hugnaðist ekki hvað átti sér stað og yfirgaf íbúðina. Þá tókst Jacob að flýja árásar- menn sína og komast út fyrir. En það var skammgóður vermir því William Chase náði í skottið á honum og herti að hálsi hans þar til hann var allur. Að því loknu reyndi annaðhvort William eða Joel að skera Jacob á háls en tókst ekki. Tvímenningarnir afklæddu síðan líkið af Jacob og fleygðu því, til bráðabirgða, inn í tóma bygg- ingu. Stephanie fullyrti að hún hefði ekki tekið þátt í morðinu – hún hefði gætt barna Tammie Lee Morris, þrítugrar vinkonu sinnar, þegar morðið var framið. Hálftíma síðar fékk Stephanie Tammy Lee til að aðstoða sig við að losna við líkið. Þær fóru með líkið í skóglendi skammt frá heim- ili Jacobs og földu það í ræsi. Um mánuður leið þar til það fannst. „Ég vildi blóðið“ Stephanie viðurkenndi að hafa hreinsað upp blóðið og sagði það hafi verið „svalt að sjá“. Aaron Wilson, hjá lögreglunni í Parker, vísaði á bug fullyrðing- um Stephanie um að Jacob hefði nauðgað henni, engar vísbending- ar styddu slíkar ásakanir. Á Facebook-síðu Stephanie setti hún eftirfarandi færslu 10. ágúst eftir að hún tók aftur saman við William Chase og „trúlofaðist“ honum: „[…] það var hann [Willi- am] sem drap Jacob Hendershot jæja ég lét leyfði honum að gera það mig langaði í blóðið.“ Þessi færsla, sem Stephanie fullyrti að væri verk óprúttins ein- staklings sem hefði komist inn á Facebook-síðu hennar, er í hróp- legu ósamræmi við þann snefil af iðrun sem hún sýndi í viðtalinu: „Jacob átti ekki skilið að deyja. Ég vissi ekki einu sinni að hann myndi deyja, en ég vissi reyndar að þeir ætluðu að ganga í skrokk á honum, og að mínu mati átti skíthællinn skilið að vera barinn sundur og saman. Hann átti ekki skilið að deyja.“ Ósakhæf Joel Millshap játaði á sig morð af annarri gráðu og fékk 25 ára dóm. Tammie Lee jataði aðild sína að morðinu og að hafa logið að lög- reglu og fékk þriggja ára dóm, á skilorði. „Vampíruvörn“ Stephanie varð til þess að hún varð úrskurð- uð sakhæf og gert að sæta vistun og meðferð á ríkisgeðsjúkrahúsi Flórída. Hún virðist ekkert vera í uppnámi yfir því að eiga hugsan- lega eftir að dvelja þar, jafnvel um aldur og ævi. „Frá því að ég var 10 ára sagði pabbi minn að ég myndi enda í fangelsi, lifa í fangelsi og rotna í fangelsi. […] Mér finnst allt eins líklegt að ég verði hér það sem eftir er ævi minnar,“ var haft eftir henni. William Chase hafði vonast eftir viðlíka mati og Stephanie fékk, en varð ekki að ósk sinni en talið er að hann nái einhvers kon- ar samkomulagi við ákæruvaldið. James T. Gay lét sig hverfa af vett- vangi og var ekki staddur þar þeg- ar Jacob var myrtur og ákæran á hendur honum hljóðaði upp á barsmíðar og annað ofbeldi. „ … ég veit að þetta mun hljóma geðveikislega – en ég er þess fullviss að ég er vampíra og að hluta til varúlfur. n Fullyrti að hún væri vampíra n Lét myrða kunningja sinn LANGAÐI Í BLÓÐIÐ Að hluta vampíra, að hluta varúlfur, að eigin sögn Stephanie Pistey var dæmd til vistunar á geðdeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.