Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 76
76 Lífsstíll 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Þessi matur hjálpar þér að sofna
n Fimm matvæli sem hafa róandi og svæfandi áhrif
S
értu í vafa um hvort þú eigir að
fá þér bita á kvöldin fyrir svefn-
inn þá eru hér fimm matvæli
sem gætu hjálpað.
Kirsuber eru náttúruleg upp-
spretta hormónsins melatóníns sem
stýrir lífklukku okkar og þar með
svefni. Vísindamenn hafa rannsakað
berin og komist að því að þau inni-
halda mikið magn af melatóníni.
Borðir þú þau um það bil klukku-
stund fyrir svefn munt þú eiga auð-
veldara með að sofna.
Bananar innihalda kalíum og
magnesíum en bæði efnin hafa
vöðvaslakandi áhrif. Í þeim má
einnig finna L-tryptophan amínó-
sýrur sem breytast í melatónin og
serótónín sem er róandi taugaboð-
efni. Flóuð mjólk hefur sömu áhrif
og bananar.
Margir taka melatónín við svefn-
leysi en hafrar eru ríkir af efninu og
það gæti því hjálpað að fá sér skál af
hafragraut fyrir svefninn. Hafrarnir
eru einnig kolvetnaríkur matur en
slík matvæli auka insúlínframleiðslu
og þar með svefnörvandi efnin
tryptó fan og serótónín í heila. Þau
hjálpa þér að slaka á og senda þig þar
með auðveldar inn í draumaheima.
Það sama á við um ristað brauð.
Fjallað er um þetta á síð-
unni caring.com en sam-
kvæmt þessu má því
segja að kvöldsnarl gæti
verið af hinu góða þegar
kemur að því að sofna.
Auk þess sem það get-
ur verið erfiðara að
festa svefn ef maginn
er tómur.
P
áskarnir eru krúttleg há-
tíð og mér finnst að við ætt-
um að leyfa okkur að vera
minna hátíðleg en hugsa
því meira um vorið og vera
glöð. Maturinn sem ég valdi er þann-
ig – pínu fínn en samt sumarlegur,“
segir fréttakonan Karen Kjartans-
dóttir sem féllst á að deila uppskrift
með lesendum DV. Páskalæri varð
fyrir valinu en Karen, sem setti á sig
blúndusvuntu af þessu tilefni, heldur
mikið upp á lambakjöt. „Lambið
er hægt að matreiða á svo margvís-
legan hátt og er alltaf jafn gott,“ seg-
ir Karen og bætir við að þau hjónin
hafi gaman af því að bjóða fólki í mat.
„ Okkur þykir ofsalega gaman að elda
og verðum örugglega með matarboð
um páskana. Þá grillar maðurinn
minn gjarnan en ég bý til eitthvað
meðlæti inni í eldhúsi. Við erum þó
sjaldan voðalega hátíðleg enda erum
við með þrjú lítil börn og bjóðum
helst fólki með börn til okkar.“
Karen hefur síðustu mánuði verið
í fæðingarorlofi en hún mun mæta
aftur til vinnu á fréttastofu Stöðvar 2
á mánudaginn. Meðfram því að njóta
lífsins heima með litla barninu hef-
ur hún notað fæðingarorlofið til að
koma sér í gott form. Aðspurð segist
hún þó ekki aðhyllast neinar öfgar í
mataræðinu. „Ef maður er duglegur
að hreyfa sig getur maður notið þess
að borða án þess að fá samviskubit.
Sjálf nota ég lítið af sósum en mann-
inum mínum finnst ómissandi að
hafa alvöru béarnaise með lærinu,“
segir hún og bætir við að hún kíki
gjarnan á síðurnar lambakjot.is og is-
lenskt.is til að fá hugmyndir að girni-
legum réttum.
„Mér tekst afskaplega illa að fara
alveg eftir uppskriftum og nota yfir-
leitt um það bil þrisvar til fjórum
sinnum meira af hvítlauk en þær
segja til um. Uppskriftin að lamba-
lærinu er úr smiðju Úlfars Finn-
björnssonar en meðlætið er frá
Nönnu Rögnvaldardóttur en mér
þykja þau alveg svakalega fær matar-
gúrú.“
indiana@dv.is
Páskarnir eru
krúttleg hátíð
n Fréttakonan Karen Kjartansdóttir borðar án þess að fá samviskubit
Páskalamb
Hráefni
n 1,5 kg kartöflur, skrældar og skornar í
þunnar sneiðar
n 2 laukar, skrældir og skornir í sneiðar
n ½ l vatn
n 50 gr smjör
n salt og nýmalaður pipar
n 1–1½ msk. lambakraftur
n 1 lambalæri,
n 4–6 hvítlauksgeirar, skornir í báta
n 2–3 rósmaríngreinar
n 1 msk. rifinn sítrónubörkur
Leiðbeiningar
Setjið kartöflur og lauk í stórt eldfast mót,
nógu stórt til að lambalærið passi ofan í
það.
Setjið vatn í pott ásamt smjöri og lamba-
krafti og hleypið suðunni upp.
Hellið soðinu yfir kartöflurnar og kryddið yfir
með salti og pipar.
Blandið vel saman. Stingið 8–10 göt í
lambalæri með góðum hníf og troðið
hvítlauksbátum, rósmaríni og sítrónuberki
í götin.
Kryddið lærið með salti og pipar.
Leggið lærið ofan á kartöflurnar og bakið
við 180°C í 1 klst.
Takið þá lærið úr ofninum og haldið heitu.
Hækkið hitann í 220°C og bakið kartöflurnar
í 10 mínútur í viðbót.
Það þarf enga sósu með þessum rétti því
að kartöflurnar eru svo bragðmiklar og
safaríkar. Ég ætla samt sem áður að útbúa
einfalda béarnaise-sósu með því maðurinn
minn heldur svo mikið upp á svoleiðis
gúmmelaði.
Béarnaise-sósa
Hráefni
n 4 eggjarauður
n 400 gr bráðið smjör
n 1–2 msk. béarnaise-essens
n 1 msk. fáfnisgras (estragon)
salt og pipar
Leiðbeiningar
Ég skelli nú bara eggjarauðunum í hræri-
vélarskálina og þeyti í nokkrar mínútur og
bæti svo bráðnu smjörinu út í með matskeið
með hrærivélina í gangi á meðan. Síðast
bæti ég essensinum og kryddinu út í og
smakka til.
Gljáðar gulrætur með rauðlauk og engifer
Ofninn hitaður í 200°C. Gulræturnar skafnar
eða flysjaðar og toppurinn skorinn af.
Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í geira.
Olíu, sírópi, engifer, pipar og salti blandað
saman í eldföstu móti og gulrótunum og
lauknum velt upp úr leginum. Sett í ofninn,
engiferöli hellt í mótið og bakað í 30–40
mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar.
Bætið við meira engiferöli eða vatni eftir
þörfum, svo að gulræturnar brenni ekki.
n 500 gr gulrætur
n 1–2 rauðlaukar
n 2 msk. olía
n 2 tsk. hlynsíróp eða sykur
n 1 tsk. engifer, fínsaxað eða rifið
n nýmalaður pipar
n salt
n 200 ml lífrænt engiferöl til dæmis frá
Sólveigu Eiríks (í upphaflegu uppskriftinni
er samt lagt til að notað sé appelsínulím-
onaði)
n nokkrar greinar af fersku timjani (má
sleppa)
Páskalambið
Lambakjöt er í upp-
áhaldi hjá Karen en
hún og eiginmaður
hennar hafa gaman
af því að bjóða fólki í
mat.Mynd/Eyþór Árnason
róandi matvæli
Kvöldsnarl getur verið af
hinu góða.
Finndu þann
rétta – á netinu
Að kynnast öðru fólki á netinu
með náin kynni í huga á að
vera skemmtilegt. Farðu að
þessum ráðum og auktu lík-
urnar á að finna þann rétta eða
þá einu réttu.
stuttur prófíll
Ekki gera prófílinn
á stefnumótasíðunni að
ævisögu þinni. Gefðu aðeins
upp grunnupplýsingar
og skildu annað eftir fyrir
ímyndunaraflið.
Heiðarleiki
Gerðu öllum greiða og
ekki ljúga til um aldur. Bætti
ártalinu við myndina sem þú
velur af þér. Ekki gleyma að
velja mynd af þér brosandi
– þannig virkarðu mun
aðgengilegri.
svaraðu strax
Gleymdu gömlum
ráðum um að bíða í þrjá daga
eftir því að hringja til baka.
Á tímum Facebook ganga
hlutirnir hraðar. Ef áhugaverð
manneskja hefur samband við
þig skaltu svara um hæl. Daður
á netinu er leikur fjöldans –
það eru allar líkur á að fleiri
en þú hafir fengið bréf frá
viðkomandi.
spjallið í síma
Skipulegðu
símastefnumót áður en
þið hittist. Ef símtalið er
vandræðalegt geturðu
rétt ímyndað þér hvernig
stefnumótið væri. Ef aðilinn
neitar að spjalla við þig í síma
og vill heldur senda sms skaltu
snúa þér að næsta.
1
2
3
4
Náttúrulegur
litur á eggin
Það er skemmtilegur páskasiður
að blása úr eggjum og mála til
að hafa sem skraut. Það verður
þó enn skemmtilegra þegar
maður býr til málninguna sjálfur
úr náttúrulegum efnum. Til
dæmis færðu fallegan bleikan lit
úr rauðrófum og trönuberjum,
spínat gefur grænan lit, rauðkál
bláan blæ og notir þú kryddið
gullinrót færðu gulan lit. Þegar þú
býrð til málninguna þarftu fjóra
bolla af niðurskornum ávöxtum
eða grænmeti eða eina teskeið af
kryddinu. Það er sett í pott með
fjórum bollum af vatni. Út í það
fara svo tvær matskeiðar af ediki
og lok sett á pottinn. Þetta skal
sjóða og láta malla í 15 mínútur.
Látið kólna og setjið svo eitt egg í
einu út í litinn. Takið upp úr þegar
tilætluðum lit er náð og þurrkið.