Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Side 10
Dæmdur í hálfs árs fangelsi n Börkur Birgisson dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni B örkur Birgisson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa föstu- daginn 27. apríl síðastliðinn í tvígang kallað Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara ,,tussu. “ Þetta gerðist í Héraðsdómi Reykjaness er hún kvað upp úrskurðarorð um afplánun eftir- stöðva dóms. Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins hrækti Börkur á hana inni í dómsalnum. Hrákinn hafnaði á skikkju og hægra handarbaki dóm- arans. Börkur neitaði sök að hluta. Hann viðurkenndi að hafa hrækt á héraðs- dómarann en sagðist hafa verið að kalla aðra manneskju sem stödd var dómsalnum „tussu.“ Samkvæmt frumskýrslu lög- reglunnar frá umræddum degi var hún kl. 11.12 að flytja Börk frá Litla- Hrauni að Héraðsdómi Reykjaness. Í skýrslunni kemur fram að mál- flutningur hafi farið fram í héraðs- dómi og hlé verið gert. Eftir hlé hafi ákærði orðið æstur og tekið að stara á dómarann. Hafi dómarinn, Sandra Baldvinsdóttir, óskað eftir því að Börk- ur myndi ekki stara á sig. Hafi Börkur orðið enn æstari og héraðsdómari þá gert hlé. Eftir hlé hafi Börkur hnerrað með orðunum ,,tussa“. Hafi dómar- inn beðið verjanda Barkar um að hafa hemil á honum. Aftur hafi hann þá hnerrað orðið ,,tussa“. Dómarinn hafi þá lokið við að lesa upp úrskurðarorð sín og í fram- haldi yfirgefið dómsalinn. Hafi Börkur þá gengið í átt að honum og hrækt á hann. Í framhaldinu hafi ákærði verið færður í handjárn. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að háttsemi Barkar í máli þessu hafi ver- ið ósæmileg og niðr- andi og var hann sakfelldur fyr- ir að hrækja á héraðs- dómara og kalla hann ,,tussu.“ Heimsóttu Fjöl- skylduhjálpina Hannes Bjarnason forsetafram- bjóðandi og eiginkona hans, Charlotte Kvalvik heimsóttu Fjöl- skylduhjálpina á miðvikudag og aðstoðuðu sjálfboðaliða þar við úthlutun og pökkun á matvæl- um. Hannes segir að það sé hrópandi ósamræmi í tölum stjórnvalda um að íslenskt efna- hagslíf sé hér á uppleið en á meðan sé metfjöldi sem sæki sér aðstoð hjá hjálparstofnunum. „Við hjónin höfum verið hjá Fjöl- skylduhjálpinni í allan dag. Þar höfum meðal annarra starfa unnið við að pakka brauði og grænmeti í neytendapakkningar. Við tókum líka virkan þátt í því að deila út matvörum til þurf- andi fólks,“ sagði Hannes á Face- book-síðu sinni. Í mál við ríkið Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi, stendur nú í skaðabóta- máli gegn íslenska ríkinu vegna símhlerana lögreglunnar sem voru framkvæmdar gagnvart Einari. Lögreglan hleraði síma Einars árið 2009 vegna rann- sóknar í máli sem Einar var grunaður um aðild að. Málið var látið niður falla gagnvart Einari og hefur hann því heimild til að láta reyna á gagnvart lögum hvort hann eigi rétt til miskabóta. „Þetta er hefðbundið miskabótamál á grundvelli laga um meðferð sakamála,“ segir lögmaður Einars í samtali við DV. Einar var í síðustu viku sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt árás á konu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum. Í fangelsi Börkur Birgis- son var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi Fyrir dóm til að Fá dómi FramFylgt n Sigurður Hreinn og Maria vilja fá Dróma til að fylgja niðurstöðu Hæstaréttar S igurður Hreinn Sigurðsson og Maria Elvira Mendez Pinedo hafa höfðað enn eitt málið gegn Dróma vegna gengislána sem þau tóku hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Þau hafa unnið tvö mál gegn Dróma fyr- ir Hæstarétti en félagið hefur þráast við að endurreikna lán þeirra hjóna í samræmi við dómana. Fyrri dómur- inn snéri að gengistryggingu en sá síðari um hvaða vextir lánið ætti að bera. Drómi er félag sem innheimt- ir lán sem Frjálsi fjárfestingarbank- inn og SPRON áttu hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Drómi hefur sagt að enn séu margir óvissuþættir sem ekki er búið að leysa úr en lögmaður hjón- anna segir dóminn skýran. Sigurð- ur Hreinn segir það vera þreytandi að þurfa að standa í enn frekari málaferlum og sérstaklega sárt að nýjasta málið sé höfðað í þeim til- gangi að fá Dróma til að fara eftir fyrri dóm Hæstaréttar í sama málinu. Reiknaði lánin sjálfur Hæstiréttur komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að Dróma hafi ekki ver- ið heimilt að krefjast hærri vaxta- greiðslna aftur í tímann miðað við vaxtaviðmið Seðlabankans af lán- um sem bundin voru við gengi er- lendra mynta eftir að gengistrygging lána var dæmd ólögmæt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að slíkur endurútreikningur bryti gegn stjórn- arskránni. „Frjálsi fjárfestingabankinn, skilanefndin, hefur ekki komið með neina endurútreikninga þrátt fyrir að hafa lýst því strax yfir eftir dóminn í febrúar að þeirri vinnu yrði flýtt. Það hefur ekki bólað á neinum endur- útreikningum,“ segir Sigurður. Að loknum dómnum reiknaði lögmað- ur hjónanna lán þeirra upp á nýtt miðað við niðurstöðu dómsins. „En þeir hafa ekki samþykkt þá endurút- reikninga,“ segir Sigurður sem seg- ir Dróma telja að enn þurfi að fara í prófmál til að fá úr því skorið hvaða aðferð á að nota við endurútreikn- inginn. Mál Sigurðar og Mariu hef- ur ekki fengist samþykkt sem próf- mál fyrir dómstólum. Samráðshóp- ur fjármálafyrirtækja er með málið til meðferðar og eru prófmál vegna gengislána valin í hópnum. Sigurður segir að sitt mál hafi ekki hlotið náð í augum hópsins. „Drómi, og reyndar fleiri bankar, í þessum samráðshóp neituðu því, þeir bara vildu ekki okk- ar mál,“ útskýrir Sigurður. Óskiljanlegt umhverfi Sigurður segist hafa áhyggjur af stöðu þeirra sem þurfa að takast á við Dróma. Óskiljanlegt sé að stjórn- völd hafi gefið grænt ljós á að innlán einstaklinga sem voru hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum hafi verið færðar til Arion banka en skuldirnar inn í félagið Dróma. Hann bendir á að Drómi hafi ekki hag af öðru en að hámarka endurheimtur lánanna ólíkt viðskiptabönkunum sem hafa hag af því að halda við- skiptavinum og séu því líklegri til að koma til móts við þá. „Það eru mjög margir sem hafa átt í viðskiptum við Dróma sem bera þeim mjög illa söguna en Drómi er fyrst og fremst að reyna að hámarka endurheimtur í þrotabú,“ segir Sig- urður. „Þetta er mjög skrýtin staða og þar er fyrst og fremst yfir yfirvöldum að kvarta. Þetta er hreinlega misrétti að sumir fá þessa útreið á meðan aðrir, eins og viðskiptavinir Spari- sjóðs Keflavíkur séu núna komnir í viðskipti við Landsbankann.“ Sigurður telur þó að réttlæti verði að fást fyrir fleiri en þá sem tóku ólög- lega gengistryggð lán. Skoða þurfi til að mynda stöðu verðtryggðra lána og reyna að fá leiðréttingu fyrir fleiri en bara lítinn hóp skuldara. Óvissuþættirnir fleiri eftir dóm Að mati Sigurðar liggur ábyrgðin að vissu leyti hjá stjórnvöldum. „Það vantar aukin úrræði. Það vantar að framkvæmdavaldið geti rekið á eftir því að dómar hljóti fullnustu. Það eru vissulega einstakir alþingis- menn og ráðherrar sem hafa verið að reyna af veikum mætti virðist vera, að standa með þessu á einhvern hátt en það ber allt að sama brunninum. Það fellur dómur og hver nýr dómur kallar bara á nýja óvissuþætti,“ segir Sigurður sem vill að málin í kringum gengislánin fari að skýrast. Sigurður segist ekki skilja af hverju einstaklingar, eins og hann og eigin- kona sín, þurfi að höfða þriðja dóms- málið til að fá ólögmætt lán endur- reiknað. „Hvernig getur staðið á því að einstaklingur þurfi að fara af stað í þriðja dómsmálið til þess að fá úr þessu skorið?“ spyr hann. „Við höfum ekki verið gerð afturreka með málin okkar, þeim hefur ekki verið vísað frá, við höfum fengið niðurstöður en það er samt ekki nægjanlegt.“ Orðinn þreyttur Sigurður segist orðinn þreyttur á að berjast fyrir dómstólum. Hann er þó ekki búinn að gefast upp og vill að Drómi endur- reikni lánið sitt samkvæmt fyrri dómi Hæstaréttar. „Við höfum feng- ið niðurstöður en það er samt ekki nægjan- legt. 10 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.