Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 17
É g er bara í bið, fer líkleg- ast ekki fyrr en í septem- ber,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem bíður þess að fara í handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Íslendingar söfnuðu fjörutíu milljónum fyr- ir Guðmund Felix en aðgerðin ein og sér kostar um 20 milljónir, auk þess kemur hann til með að þurfa að búa þar allavega í tvö ár eftir að- gerðina. Guðmundur Felix missti handleggina við öxl í vinnuslysi þegar hann vann við háspennu- línu árið 1998. Veit ekki hvenær kallið kemur „Þetta tafðist vegna þess að maður sem átti að vera á undan mér í að- gerð, Ítali, átti að fara í aðgerð í janúar en það tafðist fram í maí vegna einhverra tæknilegra mála. Þá var ákveðið, þar sem það er svo stór hópur sem stendur að þessu, að taka sumarleyfi áður en það yrði byrjað á þessu. Hann fer svo í september og strax og hann er bú- inn þá fer ég á biðlista.“ Guðmundur mun þurfa að flytj- ast út um leið og hann er kom- inn á biðlista því hann veit aldrei hvenær kallið kemur. „Ég veit ekk- ert hvað biðin verður löng, hún getur verið frá einum degi og upp í tvö ár. Ég þarf bara að vera tilbúinn þegar þeir kalla, þetta veltur allt á því hvenær rétti gjafinn finnst. Þannig að maður fer úr einni bið- röð í aðra.“ Vanur biðinni Guðmundur Felix mun þurfa að búa úti í allavega tvö ár í kjölfar aðgerðarinnar og þarf á hjálp að halda fyrir hana. Hann fær góðan stuðning fjölskyldu og vina og er þakklátur fyrir það. „Ég mun þurfa hjálp áður en ég fer í aðgerðina. Yngri dóttir mín og mamma ætla að flytja með mér og pabbi líka en hann verður með annan fótinn heima á Íslandi.“ Hann segir að þó að biðin sé löng þá sé hún þess virði. „Þetta er auðvitað búið að taka á en ég er auðvitað orðinn vanur biðinni. Ég er búinn að vera að vesenast í þessu í mörg ár. Núna er maður allavega kominn með svar og pen- inginn og ég er á leiðinni, þannig að ég verð bara að vera þolinmóð- ur. Æfir alla daga Guðmundur Felix notar tímann meðan hann bíður til þess að byggja sig upp og ganga frá laus- um endum. Meðal annars að selja sólbaðsstofuna sem hann hefur átt undanfarin ár. „Ég er bara að ganga frá því að setja sólbaðsstof- una í sölu núna. Svo æfi ég alla daga því það skiptir miklu máli að vera í góðu líkamlegu formi þegar að þessu kemur. Ég er ekki búinn að vera með handleggi í 14 og 1/2 ár núna og vöðvarnir þarna uppi eru orðnir svo rýrir þannig að það verður nýtt átak fyrir mann að hafa hendur hangandi þarna.“ Fréttir 17Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 Mikið úrval af ullarfötum fyrir börn og fullorðna. Tilvalin í útileguna! „Auðvitað búið að taka á“ n Guðmundur Felix bíður enn eftir handleggjaágræðslu n Flytur líklegast út í september Bíður enn Guðmundur Felix bíður eftir kallinu. Hann flytur líklega út í september og veit ekki hversu löng biðin eftir réttum gjafa verður þá. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég veit ekkert hvað biðin verð- ur löng, hún getur verið frá einum degi og upp í tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.