Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 27
Forsetakosningar 27Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 Að baki grímunni Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Fjögurra ára úti á sjó með föður mínum í „hvalalundinum“ eins og ég kallaði það – þar sem um 30 hvalir dóluðu í kringum trilluna á Skjálfandaflóa.“ Hvað varst þú að gera síðasta laugardagskvöld? „Ég var í sumar­ bústað með fjölskyldunni.“ Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? „Ég þarf að skrifa pistla í dag, best að drífa mig á fætur.“ Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? „Ég er gjörn á að færa mig út fyrir þægindahringinn til að fá meira út úr lífinu og læra. Einu sinni fór ég í teygjustökk, það var svakalega erfitt að stíga fram af pallinum. Einu sinni keyrði ég viljandi af hraðbrautinni í Washington DC til að villast – það var ekki sniðugt.“ Við hvað ertu hrædd? „Óttann og óbreytt ástand.“ Hefur þú reykt kannabis? „Var það ekki forseti Bandaríkjanna sem svaraði „I never inhaled“?“ Hefur þú verið nakin í óbyggðum? „Að sjálfsögðu. Hver hefur það ekki?“ Hefur þú fengið innheimtubréf eða höfnun á greiðslukorti? „Já.“ Hefur þú upplifað óendurgoldna ást? „Já, á yngri árum.“ Hefur þú lent í klóm ræningja? „Já, í martröð (draumi).“ Hefur þú verið tekin af lögreglunni? „Já.“ Ef þú þyrftir að velja annað land til búsetu, hvaða land yrði það? „Land þar sem er öruggt að vera með börn og ávextir vaxa á trjám. Notalegt loftslag og hafið innan seilingar.“ Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? „Að vera forseti og hafa góð áhrif á samfélagið og lýðræðið.“ Hvenær og hvern kysstir þú síðast? „Manninn minn í morgun þegar ég vaknaði.“ Hefur þú gleymt afmælisdegi ein- hvers sem skiptir þig máli? „Já.“ Hver er uppáhaldssápuóperan þín? „Er lítið gefin fyrir sápur.“ Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? „Ég upplifi sjaldan einmanaleika því mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér.“ Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? „Grillaður lax og humar finnst mér afskaplega góður.“ Hver er sú versta? „Mér fannst rauðmagi hræðilegur þegar ég var barn. Það var skrítið en jafnframt áhugavert að smakka krókódíla­ og kengúrukjöt í Ástralíu.“ Hefur þú svikið einhvern? „Já.“ Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? „Já, stundum, eftir því hve stór þau eru. Með því að sýna iðrun og segja frá því.“ Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? „Sylvía Nótt var fyndin. Gaukur Úlfars semur ágætis leikrit.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? „Hugsa.“ Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? „Það er mitt einka­ mál – ekki til birtingar í DV.“ Hver er þinn æðsti draumur? „Að hafa góð áhrif á samfélagið.“ Andrea Ólafsdóttir„Var það ekki forseti Banda- ríkjanna sem svaraði „I never inhaled“? Keyrði viljandi af hraðbraut til að villast Hverjir styðja hvern? N ú þegar kosningabaráttan er senn á enda er ekki úr vegi að skoða þá aðila sem hafa stigið fram og lýst yfir stuðningi sín- um við forsetaframbjóðendurna op- inberlega. Fjölmargir frammámenn og frægðarfólk hefur stigið fram og sumir jafnvel þeyst fram á ritvöll netheima og ýmist dásamað sinn frambjóðanda eða lastað mótfram- bjóðendur. Að neðan má finna lista yfir nokkur þekkt nöfn sem hafa tekið afstöðu. Herdís Þorgeirsdóttir n Dögg Pálsdóttir, lögmaður n Myndlistahjónin Hulda Hákon og Jón Óskar n Elísabet Rónaldsdóttir, kvikmyndagerðar­ kona n Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona n Sigurlaug Ragnarsdóttir, systir Ómars Ragnarssonar n Natan Kolbeinsson, formaður ungra jafnað­ armanna í Reykjavík n Eiríkur Jónsson, blaðamaður n Lilja Skaftadóttir, stærsti eigandi DV n Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur n Hörður Torfason, tónlistarmaður n Guðrún Mínervudóttir, rithöfundur n Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor n Benedikt Erlingsson, leikstjóri n Helga Björnsson, fatahönnuður Andrea J. Ólafsdóttir n Þórður Björn Sigurðsson, fyrrverandi formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og núverandi starfsmaður þingflokks Hreyfingar­ innar n KK, tónlistarmaður n Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarkona n Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda n Marinó G. Njálsson, fyrrverandi forsvars­ maður Hagsmunasamtaka heimilanna Ari Trausti Guðmundsson n Elín Sveinsdóttir, dagskrárgerðarkona og eiginkona Sigmundar Ernis Rúnarssonar n Karl Th. Birgisson, fjölmiðlamaður n Tolli Morthens, listamaður n Jón Þór Hannesson, stofnandi Saga Film n Helga Guðrún Johnsen, fyrrverandi frétta­ kona n Svavar Knútur, tónlistarmaður n Jón Rafnsson, tónlistarmaður n Sævar Karl Ólason, eigandi herrafata­ verslunar n Stefán Karl Stefánsson, leikari Hannes Bjarnason n Ragnar Bjarnason, íþróttakennari og bróðir Hannesar n Sveinn Arnar Sæmundsson, bæjarlistamað­ ur Akraness Ólafur Ragnar Grímsson n Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður n Bubbi Morthens, tónlistarmaður n Davíð Þorláksson, formaður Ungra sjálf­ stæðismanna n Snorri í Betel, trúarleiðtogi og kennari n Snorri Ásmundsson, listamaður n Gísli Örn Garðarson, leikari n Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona n Simmi og Jói, eigendur Hamborgarafa­ brikkunnar n Magnús Scheving, íþróttaálfur n Margrét Dagmar Ericsdóttir, kvikmynda­ framleiðandi Þóra Arnórsdóttir n Friðjón R. Friðjónsson, fyrrverandi aðstoðar­ maður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins n Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðarmaður n Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi forseta­ frambjóðandi n Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona n Svanhildur Hólm, fjölmiðlakona n Katrín Bessadóttir, sambýliskona Helga Seljan n Andrés Jónsson, almannatengill n Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV og núverandi starfsmaður Wikileaks n Katrín Júlíusdóttir, ráðherra n Bergur Ebbi, uppistandari n Dóri DNA, rappari og uppistandari n Hallgrímur Helgason, rithöfundur n Margrét K. Sverrisdóttir, fyrrverandi vara­ þingmaður n Bragi Ólafsson, rithöfundur n Felix Bergsson, leikari n Guðrún Agnarsdóttir, fyrrverandi forseta­ frambjóðandi n Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona n Njörður P. Njarðvík, skáld n Vilhjálmur Bjarnason, lektor n Skúli Gautason, leikari n Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur n Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir n Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra n Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari Retro Stefson n Tryggvi Gíslason, fyrrverandi rektor MA n Sindri Freysson, rithöfundur n Sigrún Eldjárn, myndlistamaður og dóttir Kristjáns Eldjárn n Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður n Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur og bloggari n Kjartan Ragnarsson, leikstjóri n Diljá Ámundadóttir, varaborgarfulltrúi n Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Lands­ sambands sjálfstæðiskvenna n Ingunn Snædal, skáld n Ingimar Karl Helgason, fréttamaður n Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri n Hildur Knútsdóttir, rithöfundur n Ari Sigvaldason, ljósmyndari n Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkju­ prestur n Sjón, rithöfundur n Halldóra Geirharðs, leikkona S kipta má frambjóðend- um lauslega í tvær fylk- ingar. Önnur fylkingin sam- anstendur af þeim Andreu, Ólafi og Herdísi. Þau hafa ögn pólitískari sýn á embættið en hinir frambjóðendurnir og vilja að forsetinn taki virkan þátt í opin- berum ákvörðunum og deilumál- um samtímans. Til að mynda segist Andrea ætla að leggja fram þing- frumvarp um leiðréttingu stökk- breyttra lána. Ólafi hefur verið tíð- rætt um það að sökum lítils trausts á þinginu gegni forsetaembættið sér- stöku hlutverki um þessar mund- ir. Jafnframt virðist hann líta svo á að forsetinn eigi að reka sjálfstæða utan ríkisstefnu. Herdís hyggst beita sér fyrir mannréttindum og er afar jákvæð gagnvart málskotsréttin- um. Slagorð hennar er: „Lýðræði er alltaf svarið.“ Hina fylkinguna skipa þau Ari, Hannes og Þóra. Þau hafa tals- vert íhaldssamari sýn á forseta- embættið en hinir frambjóðend- urnir og vilja frekar að forsetinn sé sameiningarafl en pólitískur aðili. Ari Trausti vill að forsetinn verði nokkurs konar umræðustjóri þjóðarinnar sem kynnir ólík sjón- armið fyrir fólki. Hannes leggur áherslu á að brúa bilið milli borgar og sveitar og lýsir sér sem fulltrúa alþýðunnar. Þóra Arnórsdóttir hef- ur hvatt til sameiningar og vill að forsetinn sé fulltrúi allrar þjóðar- innar, en ekki aðeins þeirra sem eru sammála honum. Jafnframt vill hún efla samráð forseta við fulltrúa allra stjórnmálaafla. Tvær fylkingar n Ólík sjónarmið takast á í aðdraganda kosninga Bessastaðir Deilt hefur verið um hlutverk forsetaembættisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.