Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað
Grillað inni
Það hefur lengi verið reynt að
fanga hið eftirsótta grillbragð án
þess að þurfa notast við grillið
sjálft. Sleppa þannig við reykinn,
sótið og umstangið sem fylgir.
Tækjaframleiðandinn Element tel-
ur sig hafa fundið lausnina með
Indoor Smokeless BBQ-grillinu.
Um er að ræða lítið „grill“ sem er
bæði gas og rafmagnshella. Grillið
hitar breiðu af hraunmolum og á
að skapa grillbragðið eftirsótta en
vera um leið laust við reyk og sót.
Þá er það sérstaklega hannað til að
fanga fituna sem kemur frá matn-
um. Kostar ytra 225 dollara eða
28.500 krónur.
Svalur undir
sænginni
Ef þér er alltaf of heitt á nóttunni
en vilt samt geta verið með sæng
eða lak þá gæti nýja rúmviftan frá
Brookestone verið lausnin. Viftan
stendur við endann á rúminu og
blæs hlýju eða köldu lofti und-
ir sængina hjá þér. Fjarstýrður
rofi er svo á náttborðinu til þess
að kveikja og slökkva. Viftan fæst
meðal annars á amazon.com og
kostar 99 dali eða um 12.500 kr.
Google
skerst í
leikinn
Það er ekki bara Microsoft sem
er að senda frá sér spjaldtölvu.
Google sendir á næstunni frá sér
spjaldtölvuna Nexus 7 en hún
verður með android-stýrikerfi líkt
og símarnir frá Google. Tölvan er
unnin í samvinnu við Asus sem
hefur verið leiðandi í fartölvum
undanfarin misseri. Ýmsum upp-
lýsingum um vélina og mynd-
um var lekið á netið nýlega en
ekkert af því hefur verið staðfest
af Google. Samkvæmt því mun
skjárinn verða með 1280 x 800
upplausn, 1,3 GHz Tegra 3 örgjafa,
1GB af RAM og 12-core GeForce
GPU. Spjaldtölvan verður fáanleg
með 8GB og 16GB minni.
iPad fær
samkeppni
H
ugbúnaðarrisinn Microsoft
kynnti um síðustu helgi
nýjustu afurð sína; spjald-
tölvuna Surface. Microsoft,
sem lengst af hefur framleitt
hugbúnað á borð við Windows og
Office, hefur í auknum mæli einbeitt
sér að tölvum og farsímum undan-
farin ár. Surface er spjaldtölva í anda
iPad og gæti veitt Apple og Samsung
mikla samkeppni á þeim markaði.
Tæknifrumskógurinn
Fyrir hinn venjulega síma- og tölvu-
notanda getur tæknifrumskógurinn
verið ansi ógnvænlegur. Til að draga
upp einfalda mynd af honum má
skipta honum í þrennt um þessar
mundir. Þar að segja spjaldtölvu- og
farsímamarkaðnum.
Valið stendur í dag á milli þriggja
stýrikerfa; Apple, Android og
Windows. Apple framleiðir iPhone og
iPad, Samsung, auk fjölda annarra,
notast við Android-stýrikerfi og
Microsoft og Nokia til dæmis notast
við Windows-stýrkikerfið. Það nýjasta
er Windows 8 og er það væntanlegt
innan skamms.
Hingað til hafa iPhone og
Android-símar, aðallega Samsung,
haft yfirburði á snjallsímamarkaðn-
um. iPad hefur hins vegar haft mikla
yfirburði á spjaldtölvumarkaðnum.
Samsung hefur verið að gera ágæt-
is hluti með spjaldtölvu með
Android-viðmóti en ekki komist ná-
lægt Apple í sölutölum. Microsoft
hefur hins vegar verið að sækja í sig
veðrið á þessum markaði og mik-
ið af gagnrýninni sem Windows 7
fékk, verið svarað með Windows 8.
Nú kemur svo spjaldtölvan Surface
sem sameinar borðtölvuna, snjall-
símann og Xbox 360 leikjatölvuna.
Þetta er í raun einu skrefi lengra en
Apple því þar ertu með sama við-
mótið í iPad, iPhone og iPod en ekki
þegar kemur að borðtölvunni, þó
það sé svipað. Apple stefnir þó hik-
laust í þessa átt líka með samræmd-
um stýrikerfum.
Brúar bilið
Greg Harper, sem heldur úti síðunni
harpervision.tv, sérhæfir sig í um-
fjöllun og gagnrýni á því nýjasta sem
gerist í tækniheimum. Hann sagði í
viðtali við ABC-fréttastofuna um síð-
ustu helgi að Surface og Windows 8
væri bilið á milli Apple og Android.
„Það sem Apple hefur haft fram
yfir Android er þessi heildarupplifun
og öryggið. Það er að segja tengingin
á milli tækjanna, sameiginlega við-
mótið og öryggið sem fylgir þessu
lokaða kerfi. Android er mun opnara
og almennara. Sem er meira heill-
andi fyrir hugbúnaðarframleiðend-
ur en því fylgja líka vírusar og önn-
ur öryggisvandamál. Microsoft er
þarna mitt á milli og býður núna
upp á þessa sömu heildarupplifun
og Apple. Það er að segja að þú ert
með sama viðmótið í borðtölvunni,
spjaldtölvunni, símanum og jafnvel
leikjatölvunni. Auk þess að vera með
meira öryggi.
En á endanum snýst þetta allt um
„apps“ og þar hefur Apple hingað til
haft vinninginn, í spjaldtölvunum að
minnsta kosti,“ en til eru um 250 þús-
und „apps“ eða forrit fyrir iPad og
önnur 500 þúsund fyrir iPhone sem
einnig er hægt að nota í iPad.
Kostir Surface
Eitt af því sem vakti hvað mesta
athygli við kynninguna á Microsoft
Surface hjá hinum almenna notanda
var hönnunin. Skjárinn er meira
„Wide Screen“ en á öðrum spjald-
tölvum og bakhliðin er gerð úr efni
sem á ekki að geta rispast.
Þá er hægt að taka út hluta af bak-
hlið tölvunnar til að láta hana standa
og fer því ekkert fyrir honum þegar
hann er ekki í notkun.
Mesta athygli vakti þó hulstur
tölvunnar sem ver skjáinn. Það er
fest á með segli en er um leið lykla-
borð. Þannig að þegar þú ert með
fótinn úti og hulstrið á tölvunni á
borðinu ertu með lyklaborð áfast
tölvunni. Ekkert auka dót og ekkert
vesen en það er einmitt það sem hef-
ur fælt suma notendur frá spjaldtölv-
um hingað til.
Surface mun koma í tveimur út-
gáfum; Surface og Surface Pro. Sú
fyrrnefnda verður keyrð á Windows
RT-stýrikerfi sem eru takmark-
aðra en Windows 8-stýrikerfið.
Surface Pro verður hins vegar með
Windows 8 og getur því keyrt sömu
forrit og hvaða PC borðtölva sem er.
Þannig að „apps“ munu ekki skipta
jafn miklu máli og með „venjulegu“
Surface-vélina.
Hvort Microsoft nær að veita
Apple verðuga samkeppni verð-
ur tíminn að leiða í ljós en það er
ljóst að Surface kemur með ýms-
ar skemmtilegar nýjungar á mark-
aðinn. Það sem mun hafa mikið að
segja er hvort Microsoft geti laðað
hugbúnaðarframleiðendur að „app-
borðinu“.
asgeir@dv.is
n Microsoft kynnir spjaldtölvu n Brúar bilið á milli Apple og Android
Steven Sinofsky Forseti Windows- og Windows Live-deildar Microsoft kynnir gripinn.
Microsoft Surface Hér sést hversu
örþunn vélin er og hvernig hún lítur út með hulstrinu sem einnig er lyklaborð.