Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 64
Það er gott að eiga 365! Þingmaður leitar að hjólhýsi n Hart hefur verið tekist á í þinginu í allan vetur en þing- menn eru komnir í langþráð sumarfrí. Þingmaðurinn Magnús Orri Schram virðist ætla að nýta sér fríið vel og ferðast um landið. „Myndi einhver vilja leigja mér hjólhýsi eða fellihýsi um miðj- an júlí?“ spurði þingmaðurinn á Facebook-síðu sinni á fimmtudag. Þegar þetta var skrifað var hins vegar enn lítið um svör og alls óvíst að Magn- ús Orri sé kom- inn með lausn á gistifyrir- komulagi á ferða- lagi sínu í sumar. Svívirtur fyrir stuðninginn n Bubbi Morthens tónlistarmaður segist hafa verið svívirtur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ólaf Ragn- ar Grímsson í forsetakosningun- um sem fram fara á laugardag. Bubbi gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann hafi einnig fengið föðurlegar ábendingar um að hann kunni ekki að kjósa rétt. Þá segir hann fólk hafa sagt við sig: „Bubbi minn, þú ert frábær tónlistarmaður en ert með glat- aðar skoðanir, þú ert helvítis útrásarmella.“ Tónlistarmað- urinn segist virða skoðanir annarra en segir: „Þessi móðursýki er kom- in út yfir allt.“ B ara af því okkur fannst að það væri gott að eiga hann,“ seg- ir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, aðspurður um af hverju fjölmiðlafyrirtækið keypti Hummer- bifreið af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, í ágúst í fyrra. Hummerinn er í eigu dótturfélags 365, Hverfiseigna ehf. DV fjallaði um kaup 365 á Humm- ernum af Jóni Ásgeiri í blaðinu á mið- vikudaginn. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að á bílnum hvíli kyrrsetningargerð frá Glitni upp á 200 milljónir en bankinn hefur sótt að fjárfestinum vegna aðkomu hans að rekstri Glitnis fyrir hrun. Þá sagði framkvæmdastjóri Hverfiseigna, Stef- án Hilmarsson, fjármálastjóri 365, að ýmsar ástæður væru fyrir því hvers vegna Hummerinn hafi verið keyptur. „Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki,“ sagði Stefán en fékkst ekki til út- skýra mál sitt nánar. Ari segir að bíllinn hafi verið talsvert notaður innan fyrirtækisins. Heimildir DV herma hins vegar að Hummerinn hafi staðið óhreyfður á bílastæði 365 í Skaftahlíðinni frá því síðasta haust og þar til fyrir nokkrum vikum. Ari vill ekki gefa upp hversu mikið 365 greiddi Jóni Ásgeiri fyrir bílinn. „Nei, það stendur ekki til. Ég rek ekki þetta einkafyrirtæki í fjölmiðlum. Ég gef engar upplýsingar um slík innan- húsmálefni til óviðkomandi aðila,“ sagði hann. En þá er það alla vega ljóst af hverju 365 keypti Hummer- inn: Það er gott að eiga Hummer. ingi@dv.is „Gott að eiga hann“ n Hummerinn stóð óhreyfður á bílastæði 365 í allan vetur Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 29. júní–1. júlí 2012 74. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Stendur með sjálfri sér n Forsetaframbjóðandinn Herdís Þorgeirsdóttir fór mikinn í viðtali við þá félaga Frosta logason og Þorkel Pétursson í útvarpsþættin- um Harmageddon sem fór í loft- ið á miðvikudag. Herdís spurði meðal annars strákana hvað þeir hefðu verið lengi í fjölmiðlum og benti þeim á ýmsa vankanta á umfjöllun fjölmiðla um opið bók- hald frambjóðenda. Hún ítrek- aði einnig að hún ein stæði á bak við framboð sitt og að mikilvægt væri að upplýsa um styrki til frambjóðenda fyrir kosningar þrátt fyrir að lög gerðu ráð fyrir því að bók- hald yrði opn- að eftir kosningar. „Það stendur enginn á bak við mig annar en ég sjálf,“ sagði Herdís. Mikið notaður Ari Edwald segir að Hummer sem 365 miðlar hafi keypt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í fyrra hafi verið mikið notaður innan fyrirtækisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.