Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Page 12
12 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Þ rír af helstu stjórnendum Sparisjóðs Kópavogs, Jón Kristjánsson, Páll Þór Magn- ússon og Birgir Ómar Har- aldsson, létu sparisjóðinn selja fjárfestingarfélagi í sinni eigu og sparisjóðsins, IceCapital ehf., rúmlega 2.000 fermetra fasteign að Digranesvegi 1 í Kópavogi í byrjun apríl árið 2007. Inni í kaupsamn- ingnum var ákvæði um að spari- sjóðurinn myndi leigja fasteignina í tíu ár. IceCapital seldi sparisjóðnum Byr svo fasteignina fyrir rúmlega 400 milljónum króna meira í nóvember 2007 en Sparisjóður Kópavogs sam- einaðist Byr sumarið 2007. Þegar Byr keypti eignina af IceCapital var fjárfestingarfélag þeirra Jóns og Páls Þórs, Sund, eini eigandi IceCapi- tal eftir að hafa keypt 40 prósenta eignarhlut Sparisjóðs Kópavogs í félaginu. Þetta kemur fram í kaup- samningunum í viðskiptunum og öðrum gögnum sem DV hefur undir höndum. Stjórn Byrs sendi ábendingu um umrætt mál til Fjármálaeftirlitsins og sérstaks saksóknara í fyrra vegna gruns um að umboðssvik og auðg- unarbrot hefðu átt sér stað í viðskipt- unum. Fjármálaeftirlitið og sérstakur saksóknari hafa ekki rannsakað mál- ið sérstaklega eftir því sem DV kemst næst. Jón, Páll og Birgir Ómar sátu í stjórn eða varastjórn sparisjóðsins á tímabilinu frá sameiningu Spari- sjóðs Kópavogs við Byr og þar til eft- ir hrunið 2008. Jón og Páll eru einna þekktastir fyrir að vera eigendur og helstu stjórnendur fjárfestingar- félagsins Sunds sem var þriðji stærsti hluthafi Byrs árið 2008 með rúmlega 6 prósenta eignarhluta. Sundsmenn voru einnig meðal stærstu hluthafa fjárfestingarbankans VBS. Páll er tengdur Jóni þannig að hann er giftur systur hans, Gabriellu Kristjánsdóttur, og Birgir Ómar er kvæntur föðursystur Jóns, Hrafnhildi Jóakimsdóttur. Þremenningarnir tengjast því fjölskylduböndum og hafa unnið náið saman í viðskiptum á síðastliðnum árum. Verðmatið 763 milljónir Fasteignin sem um ræðir er staðsett á brúnni yfir Hafnarfjarðarveg við Hamraborg í Kópavogi. Byr, trygg- ingafélagið Allianz og verðbréfafyr- irtækið Virðing eru með skrifstofur í húsinu í dag en Landsbankinn var þar áður til húsa meðal annars. Eins og segir í verðmati sem fasteignasal- inn Dan Valgarð Wiium vann vegna viðskipta IceCapital og Sparisjóðs Kópavogs er fasteignin „frábærlega staðsett í miðbæ Kópavogs“ og hef- ur „geysimikið auglýsingagildi“. Dan Valgarð komst að þeirri niðurstöðu í lok mars 2007 að húsið væri rúmlega 763 milljóna króna virði. Tilkynnt var um flutning á höf- uðstöðvum Sparisjóðs Kópavogs úr Hlíðasmára og að Digranesvegi 1 í ársbyrjun 2007. Þá var drifið í því að klára húsið sem litið var á sem fram- tíðarhúsnæði fyrir Sparisjóð Kópa- vogs. Með sameiningu sparisjóðs- ins við Byr var einu af útibúum Byrs komið fyrir í húsinu. Birgir Ómar báðum megin við borðið Í kaupsamningnum milli IceCapital og Sparisjóðs Kópavogs frá því í byrj- un apríl 2007 kemur fram að kaup- verð hússins hafi verið 550 milljónir og var það fundið út frá skuldastöðu eignarhaldsfélagsins sem hélt utan um húsið, D-1 ehf. Rúmlega 200 milljóna króna munur var því á kaupverði hússins og verðmatinu sem var unnið vegna viðskiptanna en þetta skýrist væntanlega af því að ekki var búið að ljúka framkvæmd- unum við húsið. Viðskiptin fóru þannig að Ice- Capital keypti D-1 ehf. af Sparisjóði Kópavogs. Samkvæmt kaupsamn- ingnum átti IceCapital að greiða fyr- ir húsið með skuldajöfnun á hluta- fjárframlagi Sparisjóðs Kópavogs að upphæð tæplega 320 milljón- ir og eftirstöðvarnar, 230 milljónir, átti IceCapital að greiða í maí 2007. Um þetta segir í kaupsamningnum: „Áhvílandi lán á D-1 ehf., áætluð um kr. 550.000.000 skal kaupandi endur- fjármagna þannig: – Í fyrsta lagi með skuldajöfnun á hlutafjárframlagi Sparisjóðs Kópavogs að upphæð kr. 319.800.000 sbr. áskriftarskrá dags. 4. apríl 2007 og í öðru lagi eftirstöðvar kr. 230.200.000 eigi síðar en 15. maí 2007.“ Hlutaféð sjálft var svo keypt á 500 þúsund krónur. Athygli vekur að Birgir Ómar Har- aldsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Kópavogs og stjórnarformaður Ice- Capital, skrifaði undir kaupsamn- inginn fyrir hönd beggja aðila. Jón Kristjánsson og Páll Þór Magnússon skrifuðu svo einnig undir kaupsamn- inginn fyrir hönd IceCapital. Líkt og áður hefur komið fram voru Birgir Ómar, Jón Kristjánsson og Páll Þór Magnússon ráðandi aðilar í báðum félögunum, IceCapital og Sparisjóði Kópavogs. Sömuleiðis vekur athygli að hluthafasamkomulagið um stofn- un IceCapital á milli Sunds og Spari- sjóðsins í Kópavogi er dagsett sama dag, þann 4. apríl 2007, og samning- urinn um kaupin á fasteigninni á milli IceCapital og Sparisjóðsins í Kópa- vogi. IceCapital virðist því hafa verið stofnað gagngert til að eiga í þessum viðskiptum með D-1 og var stofnun félagsins drifin í gegn til þess. Leiga hluti af kaupsamningi Í kaupsamningnum á milli Spari- sjóðsins í Kópavogi og IceCapital var tekið fram að sparisjóðurinn myndi Dularfull fasteignaviðskipti Sunds send til saksóknara n Fjárfestingarfélagið Sund beggja vegna borðs í fasteignaviðskiptum n Seldu sér fasteign út úr Sparisjóði Kópavogs n Kaupverð hlutafjárins hækkaði 160 falt n Málið sent til Fjármálaeftirlits og saksóknara Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Grunur um lögbrot Stjórn Sparisjóðs Kópavogs taldi hugsanlegt að viðskiptin með D-1 brytu í bága við 55. grein laga um fjármálafyrirtæki. Sú grein fjallar um þátttöku stjórnarmanna í meðferð mála. „Stjórn fjármálafyrirtækis skal ekki taka þátt í ákvörðunum um einstök viðskipti, nema umfang þeirra sé verulegt miðað við stærð fyrirtækisins. Einstakir stjórnarmenn skulu ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar: 1. Viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í; eða 2. Viðskipti samkeppnisaðila þeirra aðila sem ræðir um í 1. tölul. Hið sama skal gilda um viðskipti aðila sem eru tengdir stjórnarmönnum persónulega eða fjárhagslega. Viðskiptaerindi stjórnarmanna, sem og fyrirtækja sem þeir eru í fyrirsvari fyrir, skulu lögð fyrir stjórn fjármálafyrirtækis, eða stjórnarformann félags, til samþykktar eða synjunar. Stjórn fjármálafyrirtækis er þó heimilt að setja almennar reglur um afgreiðslu slíkra mála þar sem fyrir fram er ákveðið hvaða viðskiptaerindi þurfi, og þurfi ekki, sér- staka umfjöllun stjórnar áður en til afgreiðslu þeirra kemur, sbr. 54. gr.“ Rúmlega 400 milljóna munur Rúmlega 400 milljóna króna munur var á kaupverði hússins á Digranesvegi 1 þegar IceCapital keypti það af Sparisjóði Kópavogs og söluverði þess þegar IceCapital seldi það til Byrs. 1. hluti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.