Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Qupperneq 13
leigja húsnæðið af fjárfestingarfélag- inu í tíu ár, með möguleika á áfram- haldandi leigu til fimm ára. Um þetta segir í samningnum: „Seljandi mun leigja alla eignina að Digranesveg 1 af kaupanda/D-1 ehf. til 10 ára með möguleika á áframhaldandi leigu til 5 ára. Leiguverð miðast við 120 mánaða regluna og verð- ur því 0,83% af kostnaðarverði sem skilar húsinu í það ástand sem leigusamningur mun til- greina og SPK hefur ákveðið.“ IceCapital var því þarna búið að tryggja sér leiguteikjur í að minnsta kosti tíu ár af fasteign sem greitt hafði verið fyrir með yfirtöku skulda. Stjórn Sparisjóðs Kópavogs ósátt Sú staðreynd að sömu aðilar, Birgir Ómar, Jón Kristjánsson og Páll Þór skrifuðu undir kaup- samninginn fyrir hönd IceCapi- tal og sátu í stjórn sparisjóðs- ins, olli titringi innan stjórnar Sparisjóðs Kópavogs. Þetta var vegna þess að þeir tengdust báðum félögunum; voru hlut- hafar í IceCapital í gegnum Sund og stofnfjáreigendur og stjórnend- ur í Sparisjóði Kópavogs. Titringur- inn varð til þess að á stjórnarfundi hjá sparisjóðnum þann 20. júní 2007 var ákveðið að taka aftur fyrir þær ákvarðanir sem höfðu verið sam- þykktar á stjórnarfundi sjóðsins í byrjun apríl það ár, meðal annars stofnun IceCapital og sölu á hluta- bréfum í D-1 til IceCapital sem og gerð leigusamnings milli fjárfest- ingafélagsins og sparisjóðsins. Í fundargerðinni frá 20. júní kem- ur fram að titringurinn í stjórninni hafi beinst að því að þegar stjórn Sparisjóðsins í Kópavogi samþykkti umrædd viðskipti í byrjun apríl hefði ekki legið fyrir hverjir yrðu í stjórn IceCapital. Svo segir í fundargerð- inni sem DV hefur undir höndum: „Eftir að IceCapital var skráð kom fram ábending um að óheppilegt væri að sömu menn sætu í stjórnum IceCapital og SPK og kynni það að orka tvímælis hvort ákvörðun stjórn- arinnar frá 2. apríl s.l. stæðist ákvæði 2. mgr. 55. gr. laga nr. 161/200 um fjármálafyrirtæki.“ Stjórn Sparisjóðs- ins í Kópavogi lét vinna lögfræðiálit um þessa ákvörðun sína um stofnun IceCapital og var ákvörðunin lögð aftur fyrir stjórnina. Fyrri ákvörðun stjórnarinnar var samþykkt einróma á fundinum í júní og var hún því ekki felld úr gildi. Þann 17. júlí 2007 seldi Sparisjóð- ur Kópavogs svo 40 prósenta eignarhlut sinn í Ice- capital til Sunds þar sem Byr hafði farið fram á að eignarhlutur sjóðsins yrði seldur vegna yfirvofandi sam- einingar hans við Byr. Þótti stjórn- endum Byrs óheppilegt að eiga stór- an hlut í fjárfestingarfélagi ásamt eigendum Sunds sem jafnframt yrðu stórir stofnfjáreigendur í Byr eftir sameininguna. Samkvæmt kaup- samningi átti Sund að greiða rúm- lega 575 milljónir króna fyrir þennan 40 prósenta eignarhluta í IceCapital. Kaupverðiðið átti allt að greiðast í reiðufé. Kaupverðið hækkaði um 440 milljónir Í nóvember 2007, þegar IceCapi- tal var að fullu orðið eign Sunds og Sparisjóður Kópavogs var runninn inn í Byr, seldi IceCapital eignar- haldsfélagið D-1 til Byrs fyrir tæp- lega 987 milljónir króna, samkvæmt kaupsamningi. Kaupverðið hafði þá hækkað um tæpar 440 milljónir króna frá því IceCapital keypti eign- arhaldsfélagið af Sparisjóði Kópa- vogs nokkrum mánuðum áður. Líkt og áður segir er líklegt að ein skýr- ingin á þessari hækkun sé sú að fé- lagið var skuldsettara vegna fram- kvæmdanna við byggingu hússins á Digranesvegi. Tilkynning um breyt- ingu á stjórn D-1 vegna kaupa Byrs á félaginu barst embætti ríkisskatt- stjóra í lok janúar 2008. Þá höfðu sparisjóðsstjórar Byrs, Ragn- ar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, meðal ann- ars sest í stjórn D-1. Greiðsla kaupverðsins fór þannig fram að Byr greiddi skuld D-1 við IceCapital upp á rúmlega 868 milljónir króna, en þessi skuld var væntan- lega tilkomin út af bygging- arkostnaði hússins, með yf- irtöku á nærri 30 milljóna króna skuld við verktaka sem unnið hafði að byggingunni á Digranesvegi auk tæplega 90 milljóna króna greiðslu í reiðufé. Í viðauka við kaup- samninginn kom fram að stærsti hluti kaupverðsins hefði verið yfirtekin fram- kvæmdafjármögnun, bygg- ingakostnaður hússins að Digranesvegi, upp á nærri 870 milljónir og kaupverðið á hlutafé D-1 ehf. sem nam rúmum 82 milljónum króna. Kaupverðið á hlutafé félags- ins sjálfs, D-1, hækkaði þannig um meira en 80 milljónir króna á milli þess sem IceCapital keypti D-1 af Sparisjóði Kópavogs í apríl 2007 og þar til sama félag var selt til Byrs í nóvember sama ár. Þetta þýðir um 160 föld hækkun á verði hlutafjár- ins á rúmu hálfu ári. Svo virðist sem þessi 80 milljóna króna hagnaður hafi runnið óskiptur til IceCapital sem var í eigu Sunds. Deilt við Byr Kaup Sunds á hlutabréfum Spari- sjóðs Kópavogs í IceCapital urðu uppspretta deilna á milli forsvars- manna Sunds og starfsmanna Byrs eftir sameiningu sparisjóðanna tveggja. Þannig hélt Byr því fram að Sund hefði greitt ríflega 150 milljón- um króna of lítið fyrir hlut Sparisjóðs Kópavogs í IceCapital. Þetta mat sparisjóðsins byggði á minnisblaði sem Sigurður Jónsson, endurskoð- andi hjá KPMG, vann fyrir Byr. Mat Sigurðar byggði á því að kaupverð- ið á IceCapital hefði byggt á gömlu verðmati og því verið 106 milljón- um of lágt þar sem staða félagsins hefði verið betri þegar hlutur Spari- sjóðs Kópavogs í félaginu var seld- ur. Þá byggði Sigurður einnig á því að stofnfjárbréf í Byr og hlutabréf í MP Banka sem IceCapital átti hefðu verið verðlögð of lágt. Aftur skal tek- ið fram að að eigendur Sunds voru bæði ráðandi aðilar í IceCapital og Sparisjóði Kópavogs þegar viðskipt- in áttu sér stað. Af þessum sökum taldi Byr að Sund skuldaði Byr rúm- lega 150 milljónir króna og reyndi að innheimta skuldina. Páll Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sunds, var ekki sátt- ur við þessa kröfu Byrs og andmælti henni í tölvupósti til regluvarðar Byrs þann 17. desember 2007. „Verð að játa að ég skil ekki þessar bókhalds- færslur hjá SPK vegna IceCapital ehf. Og þar með þessa tölu 682.064.243.“ Sund hafði þá greitt þær rúmlega 575 milljónir sem félagið átti að greiða fyrir hlutinn í IceCapital samkvæmt kaupsamningi en eftir stóðu 106 milljónir króna sem Sund átti eftir að greiða samkvæmt mati Byrs. Eftir því sem DV kemst næst greiddi Sund aldrei þessar 106 milljónir króna til Byrs. Fréttir | 13Helgarblað 15.–17. júlí 2011 Dularfull fasteignaviðskipti Sunds send til saksóknara n Fjárfestingarfélagið Sund beggja vegna borðs í fasteignaviðskiptum n Seldu sér fasteign út úr Sparisjóði Kópavogs n Kaupverð hlutafjárins hækkaði 160 falt n Málið sent til Fjármálaeftirlits og saksóknara „Rukkuðu inn greiða“ Birgir Ómar Haraldsson og Jón Kristjáns- son voru þátttakendur í Exeter-málinu svokallaða sem dæmt var í fyrir skömmu. Stofnfjárbréf Birgis Ómars voru keypt af honum fyrir rúmlega 200 milljónir króna í fléttunni með lánsfjármagni frá Byr. Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson, æðstu stjórnendur Byrs, voru ákærðir fyrir umboðssvik út af kaupunum á bréfum Birgis Ómars sem þá var varamaður í stjórn Byrs. Kaupin á bréfum Birgis Ómars voru keyrð í gegn af því eigendum Sunds fannst að þeir ættu líka að geta fengið að losa sig við stofnfjárbréf sín á yfirverði inn í Exeter Holdings, líkt og Ragnar Z., Jón Þorsteinn og fleiri. Í dómnum kemur fram að Jón og Birgir Ómar hafi komið að máli við Jón Þorstein og beðið um að stofnfjárbréfin yrðu keypt af Birgi Ómari. Jón Þorsteinn bar því við að með beiðni sinni hefðu þeir Jón og Birgir Ómar verið að „rukka inn greiða“ sem átti rætur sínar að rekja til sameiningar Sparisjóðsins í Kópavogi og Byrs. Stjórn Byrs varð við þessari beiðni þeirra. Báðum megin við borðið Birgir Ómar Haraldsson, þáverandi stjórnarformaður Sparisjóðs Kópavogs og IceCapital, skrifaði undir kaupsamninginn fyrir hönd beggja aðila. Hann sést hér ásamt Carli Erlingssyni, þáverandi forstjóra Sparisjóðs Kópavogs. Rúmlega 400 milljóna munur Rúmlega 400 milljóna króna munur var á kaupverði hússins á Digranesvegi 1 þegar IceCapital keypti það af Sparisjóði Kópavogs og söluverði þess þegar IceCapital seldi það til Byrs. Undirskrift Birgis Ómars Undirskrift Birgis Ómars sést hér á kaupsamningnum á milli IceCapital og Sparisjóðs Kópavogs. Birgir Ómar undirritaði kaupsamninginn sem seljandi og kaupandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.