Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 14
„Mér sýnist að skýrsla FME sem þið hafið fjallað um gefi það í skyn að þarna hafi eitthvað verið að verklag­ inu,“ segir Soffía Björgvinsdóttir, for­ maður slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík, um starfsemi sjóðsins. Hún og félagar hennar í slitastjórn sjóðs­ ins eru öll sammála því að það hafi komið mörgum á óvart hversu slæm staða sjóðsins virðist hafa verið. Það fé sem slitastjórnin fékk til umráða til að klára slitin er upp urið og virðist ljóst að stjórnin nái ekki að klára vinnu sína við slitin. Stjórnin hefur því farið fram á það við Fjármálaeftirlitið að skipta­ stjóri verði skipaður yfir þrotabúi sparisjóðsins og að skiptalok fari fram. Gríðarlegt tap Þegar sjóðurinn var tekinn yfir af rík­ inu í apríl 2010 var sjóðnum skipt upp í tvennt. Annars vegar SpKef, sem tók yfir allar eignir og innistæður gamla sparisjóðsins, og svo stóð eftir Spari­ sjóðurinn í Keflavík í umsjá slitastjórn­ arinnar. Í sparisjóðnum voru um 24 milljarðar í skuldum auk 100 milljóna í reiðufé sem áttu að fara til að ganga frá slitum sjóðsins. „Það fæst ekkert upp í þessar kröfur,“ staðfestir Soffía sem segir einnig stöðuna á útlánasafni sjóðsins hafa verið gríðarlega ofmetna í bókum sjóðsins. Þegar sjóðurinn var tekinn yfir var talið við fyrstu drög að sparisjóðurinn ætti um sjö milljarða inni við skiptin, en síðar kom í ljós að líklega yfirtók SpKef meiri skuldir en eignir frá gamla sparisjóðnum. Líklega er um að ræða þrjá til fjóra milljarða sem SpKef tók yfir og var síðar rennt inn í Landsbankann. Eins og DV hefur áður greint frá var rekstrartap sparisjóðsins um 46,5 milljarðar á árunum 2008 til apríl 2010. Þar að auki stendur eftir skuld spari­ sjóðsins upp á 24 milljarða auk þeirra þriggja til fjögurra milljarða af skuld­ um sem SpKef tók yfir umfram eignir. Eignasafn Sparisjóðsins í Keflavík hef­ ur því rýrnað um meira en sjötíu millj­ arða síðan í ársbyrjun 2008. Fjármunir slitastjórnar búnir Elvar Unnsteinsson, sem situr í slita­ stjórninni, staðfesti í samtali við DV að allir fjármunir sem stjórninni var úthlutað séu upp urnir. Slitastjórnin hefur því brugðið á það ráð að kalla eftir skiptalokum í sparisjóðnum. Það þýðir þó ekki slitastjórnin hafi náð að ljúka sínu verki. Ekki hefur verið tek­ in afstaða til ýmissa mögulegra rift­ unar­ og skaðabótamála svo dæmi sé tekið. Einnig á eftir að ljúka við kröfuhafaskrá sjóðsins. Elvar segir að ekki sé búið að taka afstöðu til þeirra sem lýstu yfir forgangskröfu í sjóðinn. Sumra þeirra hafi verið tekin afstaða til og verið neitað. Líklega má álykta sem svo að einhverjir þeirra sem fengu neitun muni láta reyna á þá niður­ stöðu fyrir dómi. Flestar forgangskröf­ ur voru greiddar að fullu þegar sjóður­ inn var tekin yfir af ríkinu en ef einhver krafa fæst viðurkennd sem forgangs­ krafa er ljóst að vandamál blasa við. Þá vaknar sú spurning hvernig verður farið með málið þegar stærsti hluti for­ gangskröfuhafa í búið eru búnir að fá greitt, en hinir sem eftir standa fá ekk­ ert greitt. Einnig hafa ýmsir kröfuhafar lýst yfir skuldajöfnunarrétti við sjóðinn og á eftir að taka afstöðu til þess hvern­ ig farið verði með mál þeirra. Allir aðilar sem DV hefur rætt við, bæði innan slitastjórnarinnar og utan, virðast vera gáttaðir á stöðu sjóðsins. Aðspurður um hvernig svona geti far­ ið segir Elvar: „Það virðist vera þann­ ig að yfirmenn þarna virðast hafa vals­ að með sjóðinn eins og þeim sýndist. Stjórnirnar, að minnsta kosti á tilteknu árabili, virðast ekki hafa haft það eftir­ lit sem vera ber. Innri endurskoðun virðist hafa brugðist og eftirlit eftirlits­ stofnana líka. Það má þó ekki gleyma því að FME tók út skýrslu um mánað­ armótin ágúst/september 2008.“ Að hans mati má spyrja sig hvers vegna ekki var gripið fyrr í taumana í stjórn sjóðsins. Sams konar hlutir hafi átt sér stað í hinum bönkunum á Íslandi en vegna smæðar Sparisjóðsins í Kefla­ vík er staða þrotabúsins mun verri en í hinum bönkunum. Tók ekki við skýrslunni Slitastjórn Sparisjóðsins í Keflavík var gert að greiða fyrir rannsókn Price­ waterhouseCoopers á Sparisjóðn­ um. Sú rannsókn var ítarleg og end­ aði í rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu til Fjármálaeftirlitsins og var hún af­ hent slitastjórninni með miklum kvöðum. Slitastjórnin fékk afhent eitt eintak og voru sett ýmis skilyrði fyrir því hvernig slitastjórnin mætti not­ færa sér skýrsluna. Elvar sagði í sam­ tali við DV að hann hefði staðið upp af fundi með FME og neitað að taka við skýrslunni með þeim skilmálum sem settir voru. Þær Soffía og Auður Ósk sem einnig sitja í slitastjórninni tóku á móti skýrslunni fyrir hönd slit­ astjórnarinnar. „Ég taldi afar óeðlilegt að okkur væru settar einhverjar sér­ stakar hömlur á því hvað við létum gera við skýrslu sem við vorum látin borga fyrir. Og ég tek fram að við vor­ um látin borga fyrir þrátt fyrir mót­ mæli af okkar hálfu,“ segir Elvar en ljóst er að PricewaterhouseCoopers fær að öllum líkindum ekki einu sinni alla sína reikninga greidda fyrir vinn­ una vegna stöðu sjóðsins. Samkvæmt heimildum DV er skýrsla PricewaterhouseCoopers um Sparisjóðinn í Keflavík ansi dapurleg á að líta. Einn viðmælenda sagði hana ansi svarta og er ljóst að ef skýrslan í heild sinni kemur fyrir sjónir almenn­ ings mun hún vekja mikla eftirtekt. Slitastjórnin hefur afhent sérstökum saksóknara afrit af skýrslunni og er það gert með vitund Fjármálaeftirlits­ ins. Það rennir stoðum undir áhyggj­ ur manna af því hvaða upplýsingar skýrslan hefur að geyma. DV hefur undir höndum hluta skýrslunnar og þar á meðal efnisyfirlit hennar. Þar kemur meðal annars fram að 21 blað­ síða er undirlögð umfjöllun um lána­ fyrirgreiðslur til starfsmanna. 21 blað­ síða til viðbótar fer undir afskriftir lána. Það er því ljóst að af nægu er að taka. Þær Auður Ósk og Soffía sem sitja í slita stjórninni vildu lítið tjá sig um innihald skýrslunnar við DV en Auð­ ur sagði þó að um væri að ræða stað­ festingu á því sem fram kom í skýrslu FME frá því í september 2008, það er að ýmislegt skrýtið hafi verið í gangi innan sjóðsins. 14 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað „Völsuðu með sjóðinn eins og þeim sýndist“ Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is n Slitastjórn Sparisjóðs Keflavíkur nær ekki að klára sína vinnu n Peningar sjóðsins duga ekki til að klára slitameðferð n Kemur öllum á óvart hversu slæm staðan er „Það fæst ekkert upp í þessar kröfur. „Yfirmenn þarna virðast hafa vals- að með sjóðinn eins og þeim sýndist. Kemur á óvart Þau Soffía, Auður og Elvar í slita­ stjórn Sparisjóðs Keflavíkur eru öll sammála um að það hafi komið mörgum á óvart hversu slæm staða sparisjóðsins var orðin. „Brú til brottfluttra“ 14. – 17. júlí 2011 „Vinir frá Vík í Mýrdal“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.