Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Síða 36
36 | Sakamál 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Tjaldsvæðið er nýlega komið á nýjan stað á Flúðum, rétt við litlu laxá. Mjög góð leikaðsstaða fyrir börn, blakvöllur og skemmtileg afþreying fyrir fjölskylduna. Tjaldsvæðið á Flúðum Frábært tjaldsvæði með nokkrum flötum og vel staðsett í útjaðri Akureyrar Nú er búið að malbika alla leið að svæðinu og því skemmtilegra að koma. Tjaldsvæðið við Hamra Þ essi saga hefst árið 1895 í Golden Gate-garðinum í San Francisco í Bandaríkj- unum. Einn góðan veður- dag var Cordelia Botkin á rölti í garð- inum og hitti þar mann að nafni John Preston Dunning sem var þar í mestu makindum á reiðhjóli sínu. Þrátt fyrir að Cordelia væri fjöru- tíu og eins árs og níu árum eldri en John – og að þau væru bæði í hjóna- bandi – kviknaði einhver neisti hjá þeim. Þegar þar var komið sögu var John hátt skrifaður fréttamaður Associated Press og hafði meðal annars unnið að fréttaöflun í Chile og á Samóa-eyjum. Hann hafði ver- ið á Samóa-eyjum 1889 þegar sjó- herir Bandaríkjanna og Bretlands lentu í þrátefli við sjóher Þýskalands vegna skiptra skoðana ríkjanna um hver skyldi verða höfðingi eyjanna, en valið stóð á milli að minnsta kosti þriggja manna. Líkur á að stríð bryt- ist út voru vissulega til staðar en þá gekk fellibylur yfir eyjarnar með þeim afleiðingum að flest herskipa Þýskalands og Bandaríkjanna sukku. Þótti fréttaflutningur Johns Dunn- ing af hamförunum og afleiðingum þeirra vera með miklum ágætum. Drykkja og fjárhættuspil En allt að einu. Árið 1896 sagði Mary Elizabeth, eiginkona Johns, skil- ið við hann. Hún var enda mikil trúmanneskja og hug- nuðust ekki hjúskap- arbrot ektamannsins. Mary Elizabeth brá á það ráð að fara með dóttur þeirra til Dover í Delaware og dvelja þar hjá föður sínum John B. Penington, fyrrver- andi þingmanni. Cordelia var þá búin að yfirgefa eigin- mann sinn, en naut þó fjárhagslegs stuðnings hans, og var orðin ást- kona Johns og félagi. John Dunning var mikill drykkju- bolti og féll í ónáð hjá Associated Press og var rekinn þegar upp komst að hann hafði dregið sér 4.000 dali af fé fréttastof- unnar til að borga spila- skuldir sem hann hafði stofnað til. Drykkju- skapur hans varð síðar til þess að hann var lát- inn taka pokann sinn hjá dagblaði í Salt Lake City sem og einu dagblaði í San Francisco . Þá var fokið í flest skjól hjá okkar manni og hann flutti inn til Cordeliu Botkin. Cordelia tekur til sinna ráða Ástarsamband Johns og Cordeliu entist í hartnær þrjú ár en þá, í mars 1898, fékk John annað tækifæri hjá Associated Press og átti að sjá um fréttaflutning af spænsk-amer- íska stríðinu. Þegar John fór frá San Francisco tjáði hann grátandi Cordeliu að hann kæmi ekki til hennar á ný. John sættist við eiginkonu sína áður en hann fór til Kúbu og segir sagan að hann hafi komið að björgun sjóliða af spænskum herskipum sem sökkt var í byrjun júlí 1898. En því miður fyrir hann þá féllu fréttir hans í skuggann af fréttum annarra frétta- manna á Kúbu. En Cordelia sat ekki auð- um höndum og sendi nafn- laus bréf til Mary Eliza- beth þar sem hún reifaði í smáatriðum hliðarspor Johns. Hinn 9. ágúst 1898 fékk Mary Elizabeth send- ingu sem stíluð var á hana og systur hennar í Dover. Sendingin innihélt kon- fektöskju og stutta orðsend- ingu: „Ástarkveðja til þín og barnsins.“ Mary Elizabeth var mik- ill sælgætisgrís og innbyrti þrjá mola og deildi hinum með þeim sem þá sátu á ver- önd heimilis föður hennar. Banvænir molar Eftir að hafa liðið miklar kvalir í tvo daga gáfu Mary Elizabeth og eldri systir hennar, Ida Harriet, upp önd- ina en aðrir sem bragðað höfðu á góðgætinu sluppu með skrekkinn. Rannsókn leiddi í ljós að konfekt- molarnir höfðu innihaldið arsenik. Faðir Mary Elizabeth tók eftir því að rithöndinni á orðsending- unni svipaði til rithandarinnar á ill- gjörnu bréfunum sem Mary Eliza- beth hafði fengið og hann síðan geymt. Lögreglunni tókst að rekja konfektöskjuna til verslunar í San Francisco og þaðan til hinnar kald- rifjuðu og bitru Cordeliu Botkin. Cordelia Botkin neitaði sök í málinu en fullyrðingar hennar féllu í grýttan jarðveg. Hún var sak- felld fyrir morð í desember 1898 og sama niðurstaða fékkst við endur- upptöku málsins árið 1904. Cord- elia fékk lífstíðardóm og safnað- ist til feðra sinna árið 1910 í San Quentin-fangelsinu. Sjálfur hafði John Dunning látist tveimur árum áður, en ferill hans var þá að engu orðinn vegna upplýsinga sem fram höfðu komið við réttarhöldin. Banvænn konfektmoli n Cordelia Botkin var bandarískt morðkvendi n Hún lagði fæð á eigin- konu fyrrverandi ástmanns síns n Biturð Cordeliu kostaði tvö mannslíf„ Sendingin innihélt konfektöskju og stutta orðsendingu: „Ást- arkveðja til þín og barns- ins.“ Bitur ástkona Samtímateikning frá réttarhöldunum yfir Cordeliu Botkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.