Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Side 42
42 | Lífsstíll 15.–17. júlí 2011 Helgarblað LungA á Seyðisfirði Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði dagana 11.–17. júlí. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru President Bongo úr Gus Gus ásamt Högna Egilssyni, Daníel Ágústi, Urði Hákonardóttur (Earth) og Davíð Þór Jónssyni og munu þau leika sérútbúið prógramm fyrir LungA. Ekkert aldurstakmark er á tón- leikana og frítt er inn fyrir 50 ára og eldri. Á LungA eru einnig margir viðburðir opnir öllum án endurgjalds. Öllum viðburðum LungA lýkur fyrir eða á miðnætti en ýmsar uppákomur eru í bænum í tengslum við hátíðina en selt er inn á þær sér. Bræðslan á Borgarfirði eystra Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra í sjöunda skipti dagana 22.–24. júlí. Í gegnum tíðina hafa komið fram á Bræðslunni tónlistar- menn á borð við Emilíönu Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Megas og Senuþjófana, Lay Low, KK og Ellen svo fáeinir séu nefndir. Í ár koma fram á hátíðinni írski óskarsverðlauna- hafinn Glen Hansard, hinir marg- rómuðu Hjálmar, hamingjuboltinn Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni Ritvélum framtíðarinnar, austfirsku gleðirokkararnir í Vax og trúbadorinn geðþekki Svavar Knútur. Fiskidagurinn mikli á Dalvík Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin árlega í Dalvíkurbyggð en þar bjóða fiskverkendur og aðrir íbúar bæjarfélagsins landsmönnum upp á dýrindis fiskrétti. Matseðillinn breytist ár frá ári en ávallt er boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Þar ber hæst fiskborgarana sem grillaðir eru á lengsta grilli á Íslandi. Grillið er færiband og á því stikna borgararnir á átta metra leið. Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla bjóða íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá hefur prýtt hátíðina. Danskir dagar í Stykkishólmi Danskir dagar eru gott dæmi um öflugt mannlíf og menningu í Stykkishólmi en þeir fara fram árlega og í ár verða þeir haldnir dagana 12.–14. ágúst. Dagskráin er fjöbreytt og ættu allir í fjöl- skyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Endanleg dagskrá verður kynnt innan skamms en meðal þess sem gert er ráð fyrir að verði á dagskrá eru fótboltamót, gönguferðir um Stykkishólm með leiðsögn, brekkusöngur, flugeldasýning og skrúðganga. Í túninu heima í Mosfellsbæ Bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin árlega síðustu helgina í ágúst. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga. Fjöbreyttir menningarviðburðir eru í boði, meðal annars tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir. Hátíðin hefst á föstudagskvöldi á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar en þaðan er farið í karnivalskrúðgöngu í Ullarnesbrekkur á milli Varmár og Köldukvíslar. Þar er tendraður varðeldur og brekkusöngur fer fram. Hápunktur hátíðarinnar er svo á laugardeginum þegar tónleikar fara fram á miðbæjartorginu. Bæjar- og útihátíðir um allt land í sumar n Nóg í boði fyrir þá sem vilja ferðast um landið n Bæir landsins lifna við á skemmti- legum útihátíðum n Tónleikar, listviðburðir, grillveislur og fleira um allt land Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er haldin árlega í Herjólfsdal um verslunar- mannahelgina. Hátíðin er ein fjölmennasta útihátíð sem haldin er hér á landi og mætir einvalalið tónlistarmanna yfirleitt þangað. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru Ari Eldjárn skemmtikraftur, Bjartmar og Bergrisarnir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Jón Jónsson, Fjallabræður og Ingó úr Veðurguðunum. Ein með öllu á Akureyri Ein með öllu verður haldin um verslunarmannahelgina á Akureyri. Hátíðin í ár verður mjúk og elskuleg eins og undanfarin ár. Lögð verður áhersla á að bæði bæjarbúar og gestir njóti lífsins og upplifi sanna Akureyrarstemningu. Í ár hefst hátíðin á trúbadorakvöldi á fimmtudagskvöldinu. Á föstudeginum verða óskalagatónleikar að vanda, á laugardeginum verða mömmur og möffins í Lystigarðinum og endað verður á sparitónleikum á sunnudags- kvöld. Dagskráin verður ævintýralega fjölbreytt og skemmtileg, flottar hljómsveitir og fullt af skemmtiatriðum og kærleiksríku fólki. Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tíunda skipti í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Innipúkinn teygir sig að þessu sinni yfir þrjá daga og fer fram föstudags- til sunnudagskvölds. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Jafnan er mikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir. Auk sjóðheitrar tónlistardagskrár á Iðnó verður ýmislegt til gamans gert í miðborginni og gamlir kunningjar á borð við pop-quiz, markað, veitingasölu og hinn margrómaða Cocktel-zeit kíkja í heimsókn. Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Edrú útivistarhátíð í Hvalfirði Edrú útivistarhátíðin í Hvalfirði verður haldin um verslunarmannahelgina en hátíðin er haldin á vegum SÁÁ og í samstarfi við aðra. Boðið verður upp á hugleiðslur, jóga, 12 spora fundi, fimmrithmadans, spádóma, svett og fyrirlestra um hamingju, gleði og gæsku auk þess sem farið verður í fjallgöngur, hjólreiðar, sjósund, grasaferðir, fjöruferðir, morgunleikfimi og víðavangshlaup. Það verður einnig skemmtidagskrá fyrir börnin en haldin verður söngvakeppni fyrir krakka, farið í leiki, íþróttamót, listasmiðju, spurningakeppni og knúskeppni. Þá mun Leikhús Lottu, Björgvin Franz og félagar, KK, Vintage Caravan, Of Monsters and Man meðal annars koma fram á kvöldvöku sem haldin verður við varðeld. Öll vímuefni eru bönnuð á hátíðinni. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmanna- helgina. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Allir á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalands- mótinu. Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og fjörkálfaklúbbar, leik- tæki fyrir börn og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er. Mýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísafirði. Sex eru inni á í einu, en jafnan eru liðin þó skipuð níu til fimmtán manns, því drullan þreytir menn fljótt. Vinahópar taka sig saman og mynda lið, einstaklingar taka þátt með skrapliðum svokölluðum. Á föstudeginum er skráningarkvöld, pepp- skemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttakendur. Skemmtistaðir eru opnir á föstudeginum og laugardeginum á Ísafirði. Á sunnudeginum er matur og dúndurball. Íþróttafélögin BÍ og KFÍ sjá um stóran hluta undirbúnings keppninnar, en mótið er þó rekið og skipulagt af Mýrarboltafélagi Íslands, félagasamtökum Ísfirðinga sem eru ekki í þessu vegna peninganna heldur skemmtunarinnar og bjórsins eftir á. 18 ára aldurslágmark er fyrir þátttöku, nema börnum er leyft að taka þátt í drulluteygjunni. Verslunarmannahelgin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.