Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 42
42 | Lífsstíll 15.–17. júlí 2011 Helgarblað LungA á Seyðisfirði Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði dagana 11.–17. júlí. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru President Bongo úr Gus Gus ásamt Högna Egilssyni, Daníel Ágústi, Urði Hákonardóttur (Earth) og Davíð Þór Jónssyni og munu þau leika sérútbúið prógramm fyrir LungA. Ekkert aldurstakmark er á tón- leikana og frítt er inn fyrir 50 ára og eldri. Á LungA eru einnig margir viðburðir opnir öllum án endurgjalds. Öllum viðburðum LungA lýkur fyrir eða á miðnætti en ýmsar uppákomur eru í bænum í tengslum við hátíðina en selt er inn á þær sér. Bræðslan á Borgarfirði eystra Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra í sjöunda skipti dagana 22.–24. júlí. Í gegnum tíðina hafa komið fram á Bræðslunni tónlistar- menn á borð við Emilíönu Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Megas og Senuþjófana, Lay Low, KK og Ellen svo fáeinir séu nefndir. Í ár koma fram á hátíðinni írski óskarsverðlauna- hafinn Glen Hansard, hinir marg- rómuðu Hjálmar, hamingjuboltinn Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni Ritvélum framtíðarinnar, austfirsku gleðirokkararnir í Vax og trúbadorinn geðþekki Svavar Knútur. Fiskidagurinn mikli á Dalvík Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin árlega í Dalvíkurbyggð en þar bjóða fiskverkendur og aðrir íbúar bæjarfélagsins landsmönnum upp á dýrindis fiskrétti. Matseðillinn breytist ár frá ári en ávallt er boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Þar ber hæst fiskborgarana sem grillaðir eru á lengsta grilli á Íslandi. Grillið er færiband og á því stikna borgararnir á átta metra leið. Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla bjóða íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá hefur prýtt hátíðina. Danskir dagar í Stykkishólmi Danskir dagar eru gott dæmi um öflugt mannlíf og menningu í Stykkishólmi en þeir fara fram árlega og í ár verða þeir haldnir dagana 12.–14. ágúst. Dagskráin er fjöbreytt og ættu allir í fjöl- skyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Endanleg dagskrá verður kynnt innan skamms en meðal þess sem gert er ráð fyrir að verði á dagskrá eru fótboltamót, gönguferðir um Stykkishólm með leiðsögn, brekkusöngur, flugeldasýning og skrúðganga. Í túninu heima í Mosfellsbæ Bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin árlega síðustu helgina í ágúst. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga. Fjöbreyttir menningarviðburðir eru í boði, meðal annars tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir. Hátíðin hefst á föstudagskvöldi á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar en þaðan er farið í karnivalskrúðgöngu í Ullarnesbrekkur á milli Varmár og Köldukvíslar. Þar er tendraður varðeldur og brekkusöngur fer fram. Hápunktur hátíðarinnar er svo á laugardeginum þegar tónleikar fara fram á miðbæjartorginu. Bæjar- og útihátíðir um allt land í sumar n Nóg í boði fyrir þá sem vilja ferðast um landið n Bæir landsins lifna við á skemmti- legum útihátíðum n Tónleikar, listviðburðir, grillveislur og fleira um allt land Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er haldin árlega í Herjólfsdal um verslunar- mannahelgina. Hátíðin er ein fjölmennasta útihátíð sem haldin er hér á landi og mætir einvalalið tónlistarmanna yfirleitt þangað. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru Ari Eldjárn skemmtikraftur, Bjartmar og Bergrisarnir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Jón Jónsson, Fjallabræður og Ingó úr Veðurguðunum. Ein með öllu á Akureyri Ein með öllu verður haldin um verslunarmannahelgina á Akureyri. Hátíðin í ár verður mjúk og elskuleg eins og undanfarin ár. Lögð verður áhersla á að bæði bæjarbúar og gestir njóti lífsins og upplifi sanna Akureyrarstemningu. Í ár hefst hátíðin á trúbadorakvöldi á fimmtudagskvöldinu. Á föstudeginum verða óskalagatónleikar að vanda, á laugardeginum verða mömmur og möffins í Lystigarðinum og endað verður á sparitónleikum á sunnudags- kvöld. Dagskráin verður ævintýralega fjölbreytt og skemmtileg, flottar hljómsveitir og fullt af skemmtiatriðum og kærleiksríku fólki. Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tíunda skipti í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Innipúkinn teygir sig að þessu sinni yfir þrjá daga og fer fram föstudags- til sunnudagskvölds. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Jafnan er mikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir. Auk sjóðheitrar tónlistardagskrár á Iðnó verður ýmislegt til gamans gert í miðborginni og gamlir kunningjar á borð við pop-quiz, markað, veitingasölu og hinn margrómaða Cocktel-zeit kíkja í heimsókn. Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Edrú útivistarhátíð í Hvalfirði Edrú útivistarhátíðin í Hvalfirði verður haldin um verslunarmannahelgina en hátíðin er haldin á vegum SÁÁ og í samstarfi við aðra. Boðið verður upp á hugleiðslur, jóga, 12 spora fundi, fimmrithmadans, spádóma, svett og fyrirlestra um hamingju, gleði og gæsku auk þess sem farið verður í fjallgöngur, hjólreiðar, sjósund, grasaferðir, fjöruferðir, morgunleikfimi og víðavangshlaup. Það verður einnig skemmtidagskrá fyrir börnin en haldin verður söngvakeppni fyrir krakka, farið í leiki, íþróttamót, listasmiðju, spurningakeppni og knúskeppni. Þá mun Leikhús Lottu, Björgvin Franz og félagar, KK, Vintage Caravan, Of Monsters and Man meðal annars koma fram á kvöldvöku sem haldin verður við varðeld. Öll vímuefni eru bönnuð á hátíðinni. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmanna- helgina. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Allir á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalands- mótinu. Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og fjörkálfaklúbbar, leik- tæki fyrir börn og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er. Mýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísafirði. Sex eru inni á í einu, en jafnan eru liðin þó skipuð níu til fimmtán manns, því drullan þreytir menn fljótt. Vinahópar taka sig saman og mynda lið, einstaklingar taka þátt með skrapliðum svokölluðum. Á föstudeginum er skráningarkvöld, pepp- skemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttakendur. Skemmtistaðir eru opnir á föstudeginum og laugardeginum á Ísafirði. Á sunnudeginum er matur og dúndurball. Íþróttafélögin BÍ og KFÍ sjá um stóran hluta undirbúnings keppninnar, en mótið er þó rekið og skipulagt af Mýrarboltafélagi Íslands, félagasamtökum Ísfirðinga sem eru ekki í þessu vegna peninganna heldur skemmtunarinnar og bjórsins eftir á. 18 ára aldurslágmark er fyrir þátttöku, nema börnum er leyft að taka þátt í drulluteygjunni. Verslunarmannahelgin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.