Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað H allbjörn Hjartarson er ekki að fara með rétt mál þeg­ ar hann heldur því fram að kántrýhátíðir hafi verið lagðar af vegna einhverrar meinsemdar og öfundsemi í hans garð. Kántrýhátíðir, sem voru ákaf­ lega skemmtilegar samkomur, urðu einfaldlega of stórar fyrir lítið þorp,“ segir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skagastrandar, um ummæli Hall­ björns Hjartarsonar. Í viðtali við DV á miðvikudaginn sagði Hallbjörn að hætt hefði verið með Kántrýdaga á sínum tíma, sem voru upprunalega hans hugmynd, vegna öfundar í hans garð. Hann hefði verið of stórt núm­ er fyrir bæinn og þess vegna hafi há­ tíðin verið sett af. Sveitarstjórinn vísar þessum ásökunum á bug. Hátíðin annars eðlis núna Hann segir ástæðu þess að hætt hafi verið við hátíðina hafa verið þá að hún hafi verið orðin of stór fyrir bæ­ inn. „Þegar áhættan af því hvort ein­ hver aðsókn yrði, var komin hátt í 15 milljónir var það orðið of mikið fyrir 600 manna byggð. Sú áhætta byggðist að hluta til á yfirgengilegum kröfum ríkisvaldsins um greiðslur fyrir lög­ gæslu og öryggisvörslu. Allur kostn­ aður við hátíðarhaldið og skemmt­ anir umfram styrki og auglýsingasölu var borinn uppi af sveitarsjóði og það hefði í raun verið mjög óábyrgt af sveitarstjórn að halda áfram að taka þá áhættu með skattfé íbúanna, þótt um mikla og góða kynningu á sveitar­ félaginu hafi verið að ræða.“ Hann segir Kántrýdaga sem haldnir eru núna ekki vera eins og fyrri hátíðir. „Kántrýdagar eru ann­ ars eðlis og byggja meira á sjálf­ sprottnum áhuga og þátttöku íbú­ anna sem skreyta hús og götur, setja upp markaði, koma saman og taka lagið, hlusta á aðra fremja tónlist eða njóta fjölbreytilegrar skemmtunar og menningar sem í boði er. Þeir gestir sem koma á Kántrýdaga finna þessa stemningu og njóta alls þessa með íbúunum þar sem kántrýtónlistin og klæðnaður í anda hennar er í háveg­ um hafður.“ Hallbjörn er mikils metinn Magnús segir það einnig af og frá að Hallbjörn sé ekki mikils metinn í bæn­ um. „Að Hallbjörn sé á einhvern hátt settur til hliðar á Kántrýdögum er ekki rétt. Hann hefur ekki haft áhuga á að taka beinan þátt í dagskránni og verður að vitna til hans sjálfs þar sem hann segist vera hættur að syngja op­ inberlega. Kántrýbær er hins vegar ein meginstoðin í hátíðinni og kántrýút­ varpið leikur að sjálfsögðu hlutverk og skiptir máli á Kántrýdögum sem „menningar aukinn við Húnvetnska strönd“ svo vitnað sé í kántrýkónginn sjálfan. Það er ekki rétt að sveitarstjórn hafi komið á einhvern hátt illa fram við Hallbjörn nema síður sé. Hann og kántrýútvarpið hafa notið ýmiss konar stuðnings frá sveitarfélaginu. Er þess skemmst að minnast að í sumar var veittur sérstakur styrkur að upphæð 2,5 milljónir króna til uppsetningar á Kántrýsetrinu honum til heiðurs og hans tónlistarferli. Það safn er nú sýn­ ing í Kántrýbæ og fjallar um líf og starf Hallbjörns Hjartarsonar.“ Lög Hallbjörns sungin á gleði- og sorgarstundum Honum finnast ásakanir Hallbjörns óréttlátar. „Það er í raun mjög ómak­ legt af Hallbirni að sverta samfélag sitt með þeim hætti sem hann gerir því Skagstrendingar hafa haft hann í góðum metum. Á Kántrýdögum 2009 var hann heiðraður sérstaklega þar sem það var skjalfest að hann og hans lífsstarf væri vel metið og virt. Tónlist hans og ýmis uppátæki hafa fallið í góðan jarðveg og íbúarnir syngja lögin hans á bæði gleði­ og sorgarstundum. Þetta veit Hallbjörn fullvel og ætti ekki að láta vanlíðan sína bitna á saklausu fólki.“ Hátíð Hallbjörns varð of vinsæl n Sveitarstjórinn á Skagaströnd segir kántrýhátíð Hallbjörns Hjartarsonar hafa verið lagða af vegna of mikillar aðsóknar n Hallbjörn er ósáttur við Kántrýdaga Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Mótmælir Hallbirni „Á Kántrýdögum 2009 var hann heiðraður sérstaklega þar sem það var skjalfest að hann og hans lífs- starf væri vel metið og virt,“ segir Magnús B. Jónsson,sveitarstjóri Skagastrandar. Ómaklegt Sveita- stjórinn segir það ekki sanngjarnt af Halbirni að láta vanlíðan sína bitna á saklausu fólki. Hann sé mikils metin í bæjarfélaginu. Fjölskylda í sjálfheldu Björgunarsveitin Hérað á Egils­ stöðum var kölluð út eftir hádegi á fimmtudag þegar fjögurra manna fjölskylda komst í sjálfheldu í Hett­ inum. Var hún stödd í Aurunum fyrir ofan sumarbústaðahverfið á Úlfs­ stöðum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Fjölskyldan var að klöngrast í klettunum og var allt í einu komin í þá stöðu að foreldrarnir treystu sér ekki lengra, hvorki upp né niður, með börnin sem eru fimm og átta ára gömul. Björgunarsveitin fór á staðinn og aðstoðaði fjölskylduna við að komast niður á jafnsléttu. „Beittir okkur allar ofbeldi“ „Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir þeim ummælum sem þú, Gunn­ ar Þorsteinsson, hefur látið falla í fjölmiðlum að undanförnu.“ Þetta skrifaði Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein þeirra sjö kvenna sem sökuðu Gunnar í Krossinum um kynferðis­ legt áreiti, í ítarlegu bréfi til fjölmiðla á fimmtudag. Í bréfinu, sem ber yfir­ skriftina Leyst úr lygaflækju, svarar hún ýmsum ummælum Gunnars í fjölmiðlum. Meðal þess sem kemur fram í greininni er að Ólöf Dóra sakar fyrr­ verandi eiginkonu Gunnars, Ingi­ björgu Guðnadóttur, um að hafa orðið vitni að því þegar Gunnar áreitti eina konuna sem þá var að­ eins 15 ára gömul. „Gunnar, þú komst aftan að Val­ dísi þegar hún var 15 ára gömul, straukst henni upp kviðinn, innan­ klæða, og upp á brjóst. Síðan niður kviðinn á ný og hendur þínar voru á leið niður í buxur þegar Ingibjörg, fyrrverandi kona þín, kom þar að.“ Ingibjörg Guðnadóttir sendi frá sér yfirlýsingu þegar Krossmálið komst í hámæli þar sem hún þvertók fyrir að hafa orðið vitni að nokkru óeðlilegu í samskiptum Gunnars við stúlkurnar á árum áður. Ólöf Dóra gagnrýnir einnig harð­ lega ummæli Gunnars þess efnis að Sólveig Guðnadóttir, systir Ingibjarg­ ar, fyrrverandi eiginkonu Gunnars, hafi aðeins stigið fram sem þolandi til stuðnings systur sinni og hinar hafi bæst í hópinn þeim stuðnings. „Þú afsakar brot þín sem „galgopa­ leg samskipti“. Hið sanna: Gunnar, þú beittir okkur allar kynferðislegu áreiti/ofbeldi af ýmsum toga og það á ekkert sammerkt með „galgopaleg­ um samskiptum“!“ Bréfið má lesa í heild sinni á DV.is. 10. ágúst síðastliðinn Róttæki sumarháskólinn tekur til starfa um helgina: Róttæknin innan rammans „Þú getur verið róttækur svo lengi sem þú sprengir ekki rammann,“ segir listamaðurinn Ásmundur Ás­ mundsson, einn kennara við Rót­ tæka sumarháskólann. Skólinn sem ber skammstöfunina RóSu hefst með pompi og prakt á laugardag og stendur yfir í viku. Námsstofur skól­ ans eru afar mismunandi en barátta fyrir efnahagslegu réttlæti, femín­ isma, lýðræði og réttindum minni­ hlutahópa rennur sem rauður þráð­ ur í gegnum námið. Í námsstofunni „Er sumarið tím­ inn fyrir róttækni?“ ætlar Ásmundur að fjalla um samskipti listamannsins við stofnunina út frá eigin reynslu í listheiminum. „Þú getur verið óskaplega róttækur án þess að fara út fyrir rammann sem einhverjir hafa ákveðið hvar eigi að liggja. Þú getur verið anarkisti eða hvað sem er en ef þú vogar þér að hreyfa við ramman­ um þá verða viðbrögðin heiftarleg,“ segir Ásmundur sem hótað var mál­ sókn fyrr á árinu vegna verksins „Fal­ legasta bók í heimi“ sem hann var meðhöfundur að. Sjálfur kannast Ásmundur ekki við að vera róttækur í nálgun sinni á list. „Ég held að í verkunum mínum sé ég svolítið að ýta á þær stofnanir eða listasöfn sem ég er að vinna með. Þannig að það er verið að þenja út einhver mörk, og kannski virkar það eins og það sé einhver róttækni eða andóf í því – ég veit ekki. Annars sýn­ ist mér að listamenn séu nú yfirleitt frekar stilltir hér á landi.“ Ásmundur segir að í námsstofunni muni hann meðal annars velta því upp hversu háðir eða óháðir listamenn séu þeim liststofnunum sem þeir starfa með. Að sögn Viðars Þorsteinssonar kennara við þennan óhefðbundna skóla hafa viðtökurnar verið fram­ ar öllum vonum og má búast við að fjöldi fólks sæki námsstofurnar. Stundaskrá skólans má nálgast á heimasíðunni; sumarhaskolinn. perspiredbyiceland.com. jonbjarki@dv.is Stilltir listamenn „Mér sýnist listamenn nú yfirleitt vera frekar stilltir hér á landi,“ segir Ásmundur Ásmundsson, listamaður og kennari við RóSu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.