Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 39
Ættfræði | 39Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Föstudaginn 12. ágúst 40 ára Krzysztof Kulikowski Hringbraut 110, Reykjavík Simon Winterling Þóroddsstöðum, Stað Rodelio Servano Manalo Kleppi starfsmhúsi, Reykjavík Jón Ásti Ársælsson Syðra-Seli, Selfossi Sveinbjörn Yngvi Gestsson Háteigsvegi 31, Reykjavík Ingvi Gunnarsson Þrastarhöfða 59, Mosfellsbæ Eiríkur Pétur Eiríksson Hjartar Klapparhlíð 7, Mosf. Róbert Þórhallsson Espigerði 4, Reykjavík Jóhanna Sigríður Pálsdóttir Bárugranda 5, Reykjavík Pétur P. Pétursson Gvendargeisla 158, Reykjavík 50 ára Margrét Magna Árnadóttir Hallfreðarstöðum 2, Egilsst. Regína Jónsdóttir Viðarrima 48, Reykjavík Ómar Sæberg Gylfason Arnarsíðu 4f, Akureyri Gunnar Guðmannsson Sunnubraut 1, Dalvík Þorvaldur R. Kristjánsson Austurbyggð 1, Akureyri Sigurbjörg Hjartardóttir Hjallabraut 6, Hafnarfirði Aðalheiður G. Halldórsdóttir Hrafnshöfða 17, Mosf. Guðmunda I. Þorbjörnsdóttir Heiðargerði 11, Vogum Þórhalli Einarsson Brúnastöðum 73, Reykjavík Ólafur Sigurðsson Öldugötu 10, Dalvík Rakel Árnadóttir Háaleitisbraut 34, Reykjavík Sigvaldi Hafsteinn Jónsson Breiðvangi 3, Hafnarfirði Zakaria Bin Ali Skipholti 12, Reykjavík Mieczyslawa Walus Asparskógum 22, Akranesi Magnús Eiríkur Eyjólfsson Goðakór 2, Kópavogi Þuríður L. Rósenbergsdóttir Stekkjargerði 12, Akureyri Álfheiður Vilhjálmsdóttir Naustabryggju 14, Reykjavík 60 ára Gróa Finnsdóttir Framnesvegi 29, Reykjavík Svavar Helgason Lautasmára 4, Kópavogi Íris Sigrid Guðmundsdóttir Laxabakka 7, Selfossi Eyjólfur Kristmundsson Sóltúni 8, Selfossi Skúli Bergmann Garðarsson Hólmaflöt 3, Akranesi Vigdís H. Pálsdóttir Tjarnargötu 14, Reykjavík Ingibjörg Sigurðardóttir Frostaskjóli 65, Reykjavík Ingólfur H. Matthíasson Kirkjuvegi 39, Reykjanesbæ Bjarni Vilhjálmsson Grófarsmára 33, Kópavogi Einar Guttormur Kristjánsson Stokkhólmi Freydís Sjöfn Magnúsdóttir Hraunstíg 1, Bakkafirði Sigurður Sveinbjörnsson Rituhólum 8, Reykjavík 70 ára Sigríður Margrét Sigurðardóttir Urðarbakka 24, RVK Gréta Sigrún Tryggvadóttir Árgerði, Dalvík Ásgerður Ágústsdóttir Flyðrugranda 20, Reykjavík Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir Furugrund 18, Kópavogi Sonja O. Garðarsson Kambagerði 2, Akureyri Bjarni Þ. Guðmundsson Keilufelli 11, Reykjavík 75 ára Sæbjörg Eiríksdóttir Eyjabakka 13, Reykjavík Einar Ingólfsson Bergstaðastræti 48a, Reykjavík Jóhanna Guðmundsdóttir Grænumörk 2, Selfossi Óli Örn Tryggvason Hulduborgum 5, Reykjavík Gústaf Þ. Einarsson Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi Guðrún Ásgerður Jónsdóttir Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ Guðlaugur H. Jörundsson Bollagörðum 57, Seltjarnarn. 80 ára Sigurður Guðmundsson Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði Halldóra G. Júlíusdóttir Smáraflöt 10, Garðabæ Þórarinn A. Guðjónsson Stífluseli 5, Reykjavík 85 ára Guðmundur Friðriksson Tröllagili 3, Akureyri Kristín B. Tómasdóttir Blikahólum 2, Reykjavík Laugardaginn 13. ágúst 40 ára Glascor A. Sepulveda Benner Hvolstúni 12, Hvolsvelli Krzysztof Wladyslaw Kapera Gerðavegi 25, Garði Hanna Rún Eiríksdóttir Flókagötu 45, Reykjavík Bragi Páll Sigurðsson Heimavöllum 1, Reykjanesbæ Grétar Strange Brattholti 13, Mosfellsbæ Sigríður Svanborgardóttir Engjahlíð 5, Hafnarfirði Elías Þór Pétursson Baugholti 17, Reykjanesbæ Sigurður Þór Steingrímsson Berjarima 34, Reykjavík Rúnar Þröstur Steingrímsson Miðstræti 22, Neskaupst. Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson Gautlandi 17, RVK Guðrún Tinna Thorlacius Hofgörðum 7, Seltjarnarnesi Þórir Erlendsson Hólagötu 39, Reykjanesbæ 50 ára Pawel Ceremanski Brjánsstöðum 2, Selfossi Linda Kristín Oddsdóttir Heiðarhrauni 12, Grindavík Lúðvík Þór Blöndal Brekkubyggð 9, Blönduósi Haraldur Ólason Hjalladæl 10, Eyrarbakka Ægir Þór Harðarson Engjaseli 70, Reykjavík Smári Helgason Sundstræti 36, Ísafirði Elín Hildur Ástráðsdóttir Esjugrund 27, Reykjavík Elín Jónína Jónsdóttir Holtabrún 1, Bolungarvík Halldóra Halldórsdóttir Urðarbraut 1, Reykjanesbæ Rúnar Ingi Þórðarson Berjavöllum 4, Hafnarfirði Elín H. Blöndal Sigurjónsdóttir Reykjum 1, Varmahlíð Jóhann Ásgrímur Jónsson Hringbraut 128f, Reykjan. Hulda Hauksdóttir Garðavegi 4, Reykjanesbæ 60 ára Pavel Siuzev Sambyggð 8, Þorlákshöfn Sveinn Jónsson Burknavöllum 21, Hafnarfirði Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir Hjallabraut 64, Hafnarf. Sigríður Erla Elefsen Álfhólsvegi 55, Kópavogi Jónas Vignir Karlesson Hindarlundi 6, Akureyri Pétur Bjarnason Skagfirðingabraut 23, Sauðárkróki Elín Kolbeinsdóttir Grasarima 4, Reykjavík Garðar Hilmarsson Engjaseli 31, Reykjavík Auðbjörg Lilja Lindberg Grundartjörn 1, Selfossi Bergsteinn R. Sörensen Kleppsvegi 44, Reykjavík Guðbjörg B. Petersen Bogahlíð 17, Reykjavík 70 ára Þorgrímur Ólafsson Byggðarholti 25, Mosfellsbæ 75 ára Jón Lárus Bergsveinsson Suðurtúni 35, Álftanesi Ingólfur Sigurgeirsson Lönguhlíð 3, Reykjavík Guðrún Helgadóttir Birkimel 6a, Reykjavík Þórir Sigurbjörnsson Hamravík 28, Reykjavík 80 ára Ásgeir Þórir Sigurjónsson Akurgerði 17, Vogum Erla Dagmar Ólafsdóttir Ljósheimum 8a, Reykjavík Eyþór Einarsson Kirkjuhvoli, Hvolsvelli Ragnhildur S. Jónsdóttir Háteigi 2b, Reykjanesbæ Ingibjörg Einarsdóttir Lautasmára 3, Kópavogi Svavar Björgvinsson Borgargarði 1, Djúpavogi 85 ára Margrét Bjarnadóttir Hringbraut 50, Reykjavík Margrét Sigurjónsdóttir Háaleitisbraut 44, Reykjavík Magnús Þorsteinsson Hæðargarði 29, Reykjavík Ólafur Magnússon Nýbýlavegi 44, Kópavogi 90 ára Kristín Sigurðardóttir Grænumörk 5, Selfossi Sunnudaginn 1 4. ágúst 40 ára Elona Stanislavsdóttir Kirkjubæjarbraut 9, Vestm. Jón Vigfús Bjarnason Helgugötu 1, Borgarnesi Guðríður Baldvinsdóttir Lóni 2, Kópaskeri Ingibjörg Ásgeirsdóttir Steinagerði 2, Reykjavík Bryndís Erla Sigurðardóttir Kirkjustétt 7, Reykjavík Stefán Þór Pálsson Suðurreykjum 1, Mosfellsbæ Ásta Björg Jónsdóttir Ósbraut 2, Garði Drífa Hjördís Thorstensen Mánagötu 6, Reykjavík Ástríður Kristín Ómarsdóttir Eiðistorgi 17, Seltjarnarn. Friðborg Jónsdóttir Flúðaseli 95, Reykjavík Viggó Magnússon Furugrund 6, Kópavogi 50 ára Ragnhildur Edda Ottósdóttir Lágmóa 14, Reykjanesbæ Þóra Björk Ólafsdóttir Ásbúðartröð 15, Hafnarfirði Elín Ósk Halldórsdóttir Smárarima 27, Reykjavík Guðbjörg María Ingólfsdóttir Arnartanga 14, Mosf. Lena Helgadóttir Kúrlandi 18, Reykjavík Pálmi Agnar Franken Ljósheimum 18, Reykjavík Ólafur Skúli Guðjónsson Ásgarðsvegi 4, Húsavík Magnús Brynjar Erlingsson Þykkvabæ 4, Reykjavík Sigrún Gissurardóttir Skólagerði 34, Kópavogi Helgi Hálfdánarson Æsuborgum 2, Reykjavík Herdís Jakobsdóttir Jakaseli 30, Reykjavík 60 ára Karl Axel Guðjónsson Mávabraut 6c, Reykjanesbæ Þórunn Guðmundsdóttir Katrínarlind 8, Reykjavík Kolbrún Gestsdóttir Klukkubergi 13, Hafnarfirði Elín Óskarsdóttir Sendiráði Stokkhólmi, Reykjavík Sigríður Kristbjörnsdóttir Heiðarási 2, Reykjavík Kristín Elídóttir Engihjalla 13, Kópavogi Guðný Ásta Ottesen Fálkagötu 29, Reykjavík 70 ára Anna Gertrud Stehn Atladóttir Kárastíg 9a, Reykjavík Kristín Guðjónsdóttir Sóleyjarima 11, Reykjavík Ragnheiður Björgvinsdóttir Yrsufelli 18, Reykjavík Grétar Þórarinsson Heiðarvegi 45, Vestmannaeyjum Guðlaug Íris Tryggvadóttir Munaðarhóli 23, Hellissandi Sveinn Ingólfsson Hvassaleiti 28, Reykjavík Guðjón Albertsson Lómasölum 2, Kópavogi Pétur Hermannsson Vallholti 35, Selfossi 75 ára Kristín H. Tryggvadóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði Guðlaug Hrafnh. Óskarsdóttir Suðurgötu 86, Hafnarfirði Gunnhildur B. Þorsteinsdóttir Hverfisgötu 33, Hafnarfirði Edda Þórarinsdóttir Bláhömrum 4, Reykjavík Valgeir Ásbjarnarson Brekkugötu 38, Akureyri 80 ára Jónbjörg Eyjólfsdóttir Gilsbakkavegi 13, Akureyri 85 ára Margrét Kjartansdóttir Sólvallagötu 74, Reykjavík Birna Björnsdóttir Ásholti 12, Reykjavík Ágústa Sigurðardóttir Garðbraut 41, Garði Guðríður Ólöf Kjartansdóttir Hjallabrekku 39, Kópavogi Sigfríður Jónsdóttir Sléttuvegi 13, Reykjavík Afmælisbörn helgarinnar Til hamingju! S igurjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Smára- götuna. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971, cand.odont- prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Ís- lands 1977, öðlaðist tannlækninga- leyfi 1978, stundaði framhaldsnám í fyrirbyggjandi tannlækningum við University of Alabama í Birmingham í Bandaríkjunum 1980–81, og fram- haldsnám við Oral Biology-deild sama háskóla 1989–91, lauk M.Sc.- prófi í Oral Biology 1991 og hefur einkaflugmannspróf frá 1986. Sigurjón var aðstoðartannlækn- ir hjá Ólafi G. Karlssyni í Reykjavík 1977, hefur verið tannlæknir á Húsa- vík frá haustinu 1977 að frátöldum árum í framhaldsnámi og hefur auk þess verið tannlæknir að hluta til í Noregi frá 2009. Sigurjón hefur skrifað fjölda fræðigreina í innlend og erlend fag- tímarit og fjölda greina um tann- lækningar, stjórnmál og umhverfis- mál í blöð og tímarit. Sigurjón var Questor scholaris MR 1969–70, sat í stúdentaráði Há- skóla Íslands 1975–76, var varamað- ur í stjórn Tannlæknafélags Norður- lands 1978–80, ritari þess 1982–84, formaður þess 1984–85, sat í fræðslu- nefnd Tannlæknafélags Íslands 1984–85, í samninganefnd félagsins við Tryggingastofnun ríkisins 1986– 87, sat í ársþings- og endurmennt- unarnefnd Tannlæknafélags Íslands 1992–93, í gjaldskrárnefnd félagsins um skeið frá 1996 og var formaður Tannlæknafélags Íslands 2006–2009. Sigurjón var formaður Kríuvina- félags Húsavíkur frá stofnun 1979, var formaður Taflfélags Húsavíkur í nokkur ár, var kjörinn varabæjar- fulltrúi á Húsavík fyrir Víkverja 1986– 90, var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Húsavík 1994–2002, sat í bæjarráði Húsavíkur á sama tíma, sat í heilbrigðisnefnd Húsavíkur 1982– 86, í atvinnumálanefnd Húsavíkur 1986–90, í umhverfismálaráði Húsa- víkur 1990–95, í stjórn Fiskiðjusam- lags Húsavíkur hf. um skeið frá 1995 og hefur setið í ýmsum tíma- og verk- efnabundnum nefndum og ráðum á Húsavík. Sigurjón hefur stundað skógrækt um árabil, hefur verið einn af frum- herjum umhverfissamtakanna Hús- gull á Húsavík frá stofnun þeirra 1988, sat í fagráði Landgræðslu ríkis- ins 1994–97 og sat í stjórn Skógrækt- arfélags Húsavíkur og Skógræktar- félags Suður-Þingeyinga í nokkur ár. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 10.2. 1974, Snæ- dísi Gunnlaugsdóttur, f. 14.5. 1952, hdl. og framkvæmdastjóra Gesta- húsa Kaldbakskota á Húsavík. Hún er dóttir Gunnlaugs Þórðarsonar, f. 14.4. 1919, d. 20.5. 1998, hrl. í Reykja- vík, og k.h., Herdísar Þorvaldsdóttur, f. 15.10. 1923, leikkonu. Börn Sigurjóns og Snædísar eru Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, f. 22.10. 1973, líffræðingur og fram- kvæmdastjóri Húss og heilsu, bú- sett í Mosfellsbæ en sambýlismað- ur hennar er Pálmi Steingrímsson, f. 20.12. 1972, tölvunarfræðing- ur og eru börn þeirra Ísar Loki og Dalía Lind; Harpa Fönn Sigurjóns- dóttir, f. 17.8. 1981, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Framkvæmda- félag listamanna, búsett í Reykjavík; Benedikt Þorri, f. 15.9. 1983, stundar nú framhaldsnám í hagfræði við Há- skóla Íslands. Bræður Sigurjóns eru Stefán Benediktsson, f. 18.8. 1946, aðstoð- arskólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, kvæntur Svandísi Magn- úsdóttur flugfreyju og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Benediktsson, f. 4.4. 1950, sérfræðingur í krabba- meinslækningum en nú héraðs- læknir á Hvolsvelli, kvæntur Ingi- björgu Faaberg kennara og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sigurjóns voru Bene- dikt Sigurjónsson, f. 24.4. 1916, d. 16.10. 1986, hæstaréttardómari, og Guðfinna Fanney Stefánsdóttir, f. 9.12. 1905, d. 17.1. 1990, húsmóðir. Ætt Benedikt var sonur Sigurjóns, b. og oddvita í Hólakoti og á Skefilsstöð- um í Skagafirði Jónassonar, og k.h. Margrétar Sigurlaugar Stefánsdóttur húsfreyju. Fanney var kjördóttir Stefáns Gíslasonar, læknis í Vík í Mýrdal, og s.k.h., Önnu Jónsdóttur. Fanney var dóttir Guðbrands, b. á Loftsstöð- um í Mýrdal Þorsteinssonar, og k.h., Elínar Björnsdóttur húsfreyju. Sigurjón Benediktsson Tannlæknir á Húsavík 60 ára á sunnudag I ngibjörg er fædd á Hömrum í Grímsnesi og ólst þar upp. Eft- ir barnaskóla fór Ingibjörg að prestssetrinu að Mosfelli og undirbjó sig undir nám í Kenn- araskólanum. Hún tók inntökupróf í Kennaraskólann og hóf þar nám 1941 en varð að hætta námi vegna veikinda. Ingibjörg fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1942 þar sem hún lærði matreiðslu. Árið 1948 tók hún próf upp í annan bekk Kennaraskól- ans, lauk kennaraprófi 1951, lærði kyngreiningu hænuunga í Danmörku 1953, lauk stúdentsprófi frá Kennara- skólanum 1974, las líffræði við Há- skóla Íslands í nokkur misseri og sótti námskeið fyrir leiðsögumenn 1972. Eftir að Ingibjörg lauk prófi frá Kennaraskólanum var hún með smábarnaskóla heima hjá sér til árs- ins 1953. Hún kenndi við Landakots- skóla í Reykjavík 1954–57, var við einkakennslu 1957–79 og var for- fallakennari við æfingadeild Kenn- araskóla Íslands 1972 og prófdómari við Langholtsskóla vorið 1953. Ingibjörg starfaði við kyngrein- ingu á hænuungum á Suðvestur- landi á árunum 1954–96. Þá var hún leiðbeinandi og sjálfboðaliði í öldr- unarstarfi í fjóra vetur. Ingibjörg sat í stjórn Det Danske Selskab í Reykjavík frá 1980, hlaut viðurkenningu frá Búnaðarsam- bandi Suðurlands á landbúnaðar- sýningunni á Selfossi 1978, var for- maður Kattavinafélags Íslands 1988–90 og var síðan gjaldkeri félags- ins um skeið, starfaði í nefnd á veg- um Bandalags kvenna í Reykjavík, sat í stjórn Kvenfélags Langholts- sóknar, starfar í nefndum á vegum Kvenfélags Árbæjarsóknar og sat í stjórn Foreningen Dannebrog. Fjölskylda Ingibjörg giftist 5.10. 1941 Einari Tönsberg, f. 13.1. 1910, d. 23.5. 1986, framkvæmdastjóra. Hann var son- ur Hermanns Friðriks Tönsberg, bankastarfsmanns í Kaupmanna- höfn, og k.h., Johanne Marie Töns- berg húsmóður. Ingibjörg og Einar eignuðust einn son, Hermann Tönsberg, f. 1.8. 1943, bókhaldsráðgjafa sem búsettur er í Reykjavík, kvæntur Kristínu Arnar- dóttur, fulltrúa á Biskupsskrifstofu, og eiga þau fimm börn en Hermann átti tvö börn áður. Systkini Ingibjargar eru Guð- rún Jóhanna, f. 24.8. 1931, kennari í Reykjavík, hún var gift Bjarna Helga- syni leigubifreiðarstjóra og á hún sjö börn; Gunnar, f. 15.12. 1932, bóndi á Hömrum, kvæntur Kristínu Carol Chadwick og eiga þau tvö börn. Foreldrar Ingibjargar voru Jó- hannes Jónsson, f. 14.6. 1885, d. 20.2. 1968, bóndi á Hömrum í Grímsnesi, og k.h., Sigríður Bjarnadóttir, f. 14.2. 1893, d. 19.1. 1991, húsmóðir. Ætt Foreldrar Jóhannesar voru Jón, b. á Þórisstöðum í Grímsnesi Jóhanns- sonar, b. á Kotferju Hannessonar, í Kaldaðarnesi, og Rannveig Sveins- dóttir, Jónssonar. Foreldrar Sigríðar voru Bjarni, b. á Minnibæ Jörgensson, b. á Stærri- bæ Bjarnason, og Ragnhildur Jóns- dóttir, söðlasmiðs í Arakoti og síðar á Hömrum Björnssonar, silfursmiðs á Búrfelli Jónssonar. Ingibjörg verður að heiman á af- mælisdaginn. Ingibjörg Tönsberg Kennari í Reykjavík 90 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.