Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 32
32 Sniðugt tækni- dót fyrir skólann n Til er fullt af tæknidóti sem getur hjálpað þér mikið í skólanum n Sumt er ekki nauðsynlegt en getur breytt vinnuaðferðum þínum til hins betra n DV tók saman lista yfir sex sniðug tæki til að nota í skólanum Kindle-lestölva Til að spara þér kostnaðinn við að kaupa skólabækur getur þú einfaldlega notað Kindle- lestölvu og leigt þér skólabækurnar í gengum Amazon. Þú getur reyndar ekki fengið íslenskar námsbækur hjá Amazon en þú getur fengið flestar þær erlendu bækur sem þú þarft að nota í menntaskóla og háskóla. Þú getur sparað þér háar fjárhæðir með því að leigja bækurnar í stað þess að kaupa þær þó að þú þurfir að leggja út smá kostnað fyrir Kindle-tölvunni. Handhægur skanni Það er kannski ekki bráð nauðsyn að vera með skanna á sér en það getur engu að síður verið mjög sniðugt. Tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum og núna geturðu verið með ágætan skanna með þér í skólatöskunni. Þú rennir honum bara yfir það skjal sem þú vilt geyma í tölvunni þinni og skanninn vistar afrit á SD-minniskort sem hægt er að stinga í flestar fartölvur og kortalesara. Flip Camera Ef þú mátt taka upp fyrirlestrana þína er Flip Camera snilldargræja til að nota til að taka ekki bara upp hljóð heldur myndband af kennslu- stundinni. Þannig getur þú slakað á og hlusta á það sem kennarinn hefur að segja og tekið virkan þátt í umræðunum sem myndast oftar en ekki í góðum kennslu- stundum. Þegar þú vilt svo rifja upp tímana þína geturðu endur- upplifað alla kennslustundina á tölvuskjánum þínum eða í sjónvarpinu. Stafrænn penni Það er ekki fyrir alla að nota lyklaborð á fartölvu til að taka glósur. Með stafrænum penna getur þú skrifað með bleki á blað en niðurhalað handskrifuðum textanum inn í tölvuna þína til betri geymslu. Penninn geymir allt að 40 handskrifaðar blaðsíður í innbyggðu minni þannig að þú ættir að komast upp með að tappa einu sinni af pennanum á dag. USB-lykill Það er algjör nauðsyn fyrir þig að vera með USB-lykil í skól- anum. Það er ekki lengur hægt að treysta á að geta skilað gögnum og skjölum á diskettum eða á skrifuðum geisla- diskum. Þú getur notað USB-lykil til að geyma fyrirlesturinn þinn sem þú þarft að flytja í tíma eða vinnsluskjal af ritgerðinni sem þú ert að vinna. Þú getur líka notað lykilinn til að geyma öryggisafrit af glósunum þínum. Netbook-fartölva Fyrir þá sem hafa vanist því að taka niður glósur með fartölvu eru litlu netbook-fartölvurnar frábær lausn. Slíkar tölvur fást fyrir talsvert minni pening en venjulegar fartölvur en nýtast engu að síður alveg jafn vel og jafnvel betur en slíkar tölvur. Það sem einkennir netbook-fartölvur er hversu litlar og léttar þær eru. Þær eru yfirleitt einfaldari en stærri og hefðbundnari fartölvur og eru fyrir vikið talsvert hraðvirkari og eyða minna rafmagni. Þú ættir að geta komist leikandi í gegnum heilan dag í skólanum án þess að þurfa að setja tölvuna í samband við rafmagn. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http:// www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 9. ágúst. Sýna þarf persó- nuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 6000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Stöðupróf í albönsku, bosnísku, ei- stnesku, filippísku, finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, sinhala, taílensku, ungversku og víetnömsku verða 15. september kl. 16:00. Skráning í þessi próf hefst í lok ágúst. Nánari upplýs- ingar um þau próf má nálgast á skrifstofu skólans eftir 9. ágúst. Rektor. STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2011 Stöðupróf á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Danska (6 einingar*), mán. 15. ágúst kl. 18:00. Enska (9 einingar*), mið. 17. ágúst kl. 16:00 Franska (12 einingar*), þri. 16. ágúst kl. 16:00. Ítalska (12 einingar*), þri. 16. ágúst kl. 16:00. Mathematics,103, 203 og 263, mán. 15. ágúst kl. 16:00. Norska (6 einingar*), mán. 15. ágúst kl. 18:00. Spænska (12 einingar*), þri. 16. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði 103, 203 og 263, mán. 15. ágúst kl. 16:00. Sænska (6 einingar*), mán. 15. ágúst kl. 18:00. Þýska (12 einingar*), þri. 16. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. www.mh.is dv e h f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.