Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 19
Erlent | 19Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Ó eirðirnar í London og víðar um Bretland, virð- ast nú fara minnkandi. Yfir 1.500 manns hafa verið handtekin síðan á sunnudaginn og undirskrifta- listi gengur á netinu þar sem krafist er harðra refsinga yfir óeirðarseggjum. Fólk og yfirvöld eru þó enn á varðbergi og hefur Scotland Yard gefið út þá yfirlýs- ingu að fólk megi beita vopnum á óeirðarseggi telji það sér vera ógnað. Þannig getur fólk var- ið sig fyrir rétti jafnvel þó hinn meinti óeirðarseggur hafi ekkert haft í hyggju. David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í ræðu á þinginu á fimmtudag að lögreglan hefði ekki tekið nógu vel á óeirðunum, meðal annars hafi lögreglumenn ver- ið of fáir. Hann sagði þó að vel gengi að koma böndum á óeirðarseggi, meðal annars fyrir tilstilli eftirlitsmyndavéla sem hafi náð mörgum andlit- um á mynd. Réttlætið myndi ná fram að ganga. Hann sagði óeirðirnar ekki snúast um póli- tík eða fátækt, heldur einfald- lega um þjófnaði. Snýst um hatur á kerfinu „Þeir kalla þetta glæpaöldu og ránsfarald. Þetta snýst samt ekki um það. Þetta snýst um innilegt hatur á kerfinu,“ sagði atvinnu- laus íbúi í Hackney-hverfinu í London. Hann sagði fordóma lögreglunnar og skort á tæki- færum ástæðu fyrir því að hann og félagar hans tækju þátt í að ræna. Hann segir hverfið sitt skiptast í tvo heima og kvartaði yfir því að fleira millistéttarfólk kæmi í hverfið til að ýta þeim til hliðar, að búðir hækkuðu verðin í kjölfarið og að fólk hefði ekki efni á leigunni. „Við erum út- lagar, enginn vill okkur lengur.“ Hann segir menntun vera einu leiðina til að koma sér úr því ástandi sem hann búi við. Hins vegar geri niðurskurður þeim ekki kleift að afla sér menntunar. Mismunandi ástæður að baki Hugarfar hans er lýsandi fyrir marga sem hafa tekið þátt í óeirðunum. Þeim finnst samfé- lagið ekkert gera fyrir sig og mik- inn skort vera á tækifærum. Margir velta fyrir sér hvað valdi því að svo margir taki upp á því að ræna og rupla. Bent hefur verið á að hópeðli fólks sé mjög sterkt í svona óeirðum, þegar einn byrjar fylgja fleiri í kjölfar- ið. Sálfræðingar segja fólk missa alla siðferðiskennd í stórum hópum. Dæmi er um að ellefu ára stúlka hafi brotist inn í fata- verslun og stolið fötum en hún sagðist hafa gert það að áeggjan hóps 30 drengja á hennar aldri. Faðir hennar sagði hana auð- veldlega láta undan þrýstingi og brýndi fyrir henni að biðjast af- sökunar fyrir rétti. Þá er einnig bent á að valda- lausu fólki finnist það allt í einu valdamikið og jaðri það við fíkn. Í raun er ómögulegt að finna eina einfalda skýringu á því hvers vegna fólk rænir búðir. Hópurinn er fjölbreyttur og má nefna að námsmenn í fjölmiðla- fræði, endurskoðun og verk- fræði eru á meðal þeirra sem taka þátt í óeirðunum. Því má ætla að margar mismunandi ástæður séu fyrir ránum og grip- deildum. Kenna ýmist niðurskurði eða velferðarkefri um Menn hafa ýmist viljað kenna niðurskurði, sem bitnað hafi verst á fátækustu íbúum lands- ins, um ástandið eða þá velferð- arsamfélaginu, sem ali af sér kynslóð sem hafi engan skiln- ing á samfélaginu sem hún búi í og sé alveg sama um það. Lang- flestir eru þó sammála um órétt- mæti óeirðanna, sama hverju þeir vilja kenna ástandinu um og hversu mikla samúð menn hafa með fólkinu. Samkvæmt tölfræði frá hag- stofu Bretlands átti eitt prósent íbúa Bretlands fimmtung af auðinum þar í landi árið 2003. Þá skipti auðugri helmingur Bretlands með sér 93 prósent- um af auðinum. Niðurskurð- ur hafi ef til vill ekki verið til að bæta úr misskiptingunni. Mike Hardy prófessor seg- ir vandann ekki einugis fólg- inn í því að bilið á milli ríkra og fátækra sé svo mikið held- ur líka nálægðin á milli. „Mis- skiptingin er miklu sýnilegri,“ segir Hardy. Þar sem ríkt fólk og fátækt fólk býr í svo mikilli nálægð ýtir það undir löng- unn hinna fátæku í að lifa sam- kvæmt lífsstíl sem það hefur ekki efni á. Áhrif á ímynd Bretlands „Nei, Bretland er ekki fullt af konunglegum brúðkaupum, te- drykkju og fólki sem talar eins og Mary Poppins. Bretland hefur, líkt og aðrir staðir, sínar myrku hliðar vonbrigða, græðgi og tortryggni, sem takast þarf á við,“ skrifar rithöfundurinn Caroline Jaine á pakistanska fréttavefinn Dawn. Ásýnd Bretlands hefur tölu- vert breyst í augum umheims- ins í kjölfar óeirðanna og hler- anahneykslisins sem skók Bretland fyrir stuttu. Úr Mið- Austurlöndum heyrast nú gagn- rýnisraddir sem ásaka Breta fyr- ir hræsni þar sem margir hinir sömu og hafa gagnrýnt ofbeldi gegn mótmælendum í Mið- Austurlöndum kalli nú eftir því að hernum verði beitt. Þá leggur sýrlenska ríkisfréttastofan Sana aðgerðir lögreglu í Bretlandi að jöfnu við aðgerðir hersins í Sýr- landi. Þá hafa margir Egyptar lýst yfir reiði sinni þar sem þeir hafi barist gegn einræðisherra en óeirðarseggir hafi engan málstað. „Þetta snýst um hatur á kerfinu“ n Óeirðir virðast fara minnkandi n Cameron sagði lögreglu ekki hafa brugðist rétt við n Breytt ímynd Bretlands Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Bretland Cameron kannar ástandið David Cameron sagði að lögreglan hefði ekki brugðist við á réttan hátt, en varði þó niðurskurð til lögreglunnar. Brennandi hús Mörg hús hafa verið brennd í óeirðunum. Mynd reuterS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.