Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað hiPhone 5 seldur í Kína Nýjasta útgáfa iPhone-símans vinsæla frá Apple er komin í verslanir í Kína. Það er að segja fölsuð útgáfa af honum. Síminn, sem gengur nú undir nafninu hiPhone 5, en ekki iPhone 5, er seldur fyrir litlar 200 yuan, sem jafngildir um 3.600 krónum. Síminn er seldur í netversluninni Taobao en í sömu verslun fæst dýrari útgáfa af símanum sem kostar 800 yuan, sem jafngildir um 14.500 krónum. Sá sími er sagður „meira alvöru“ að því er Reuters hefur eftir kínverskum farsímasala í Shanghai. Hönnun símans byggir á sögusögnum af því hvernig nýi iPhone 5 síminn mun koma til með að líta út. Það er að segja, hann er þynnri og ekki með jafn bogadregnum hornum og iPhone 4. Ný spjaldtölva fyrir dagblöð Bandaríska útgáfufyrirtækið Tribune Co. hefur hafið vinnu við þróun á nýrri spjaldtölvu. Ætlar útgáfufyrirtækið, sem er eitt stærsta í útgáfubransanum í Bandaríkjunum, að nota tölv- una til að koma lesendum til að lesa stafræna útgáfu af dag- blöðum sem það gefur út. Með- al þessara dagblaða eru Chi- cago Tribune, The Baltimore Sun og L.A. Times. Samkvæmt frétt CNN af málinu ætlar fyrir- tækið að bjóða tölvuna ókeypis eða á mjög vægu verði fyrir þá sem samþykkja að gerast áskrif- endur að einhverju blaðanna sem fyrirtækið gefur út. Angry Birds- matreiðslubók Finnski tölvuleikjaframleiðand- inn Rovio, sem stendur á bak við snjallsímaleikinn Angry Birds, hyggst gefa út matreiðslubók undir merkjum Angry Birds. Ætl- unin er að gera einnig fjöldann allan af öðrum vörum undir merki tölvuleiksins vinsæla sem sló fyrst í gegn þegar hann kom út fyrir iPhone-snjallsíma. Mat- reiðslubókin sem Rovio hefur í smíðum heitir Bad Piggies’ Egg Recipes, en eins og nafnið gefur til kynna munu þar vera að finna uppskriftir að eggjaréttum. Verða réttirnir í bókinni allt frá hefð- bundnum hrærðum eggjum til framandi rétta á borð við eggja- kulambu og eggja-sushi. Verðmætast í einn dag Banda- ríska tölvu- fyrirtækið Apple varð í vikunni verðmæt- asta fyrir- tæki heims. Tók Apple þá fram úr olíufélaginu Exxon sem hefur vermt fyrsta sætið á listanum. Það var þó ekki lengi sem Apple hélt fyrsta sætinu því sama dag og það náði þessum árangri féllu hlutabréf í félaginu. Þar með var Apple aftur komið nið- ur fyrir Exxon á listanum. Það þýðir þó ekki að það muni vera þannig áfram en vöxtur Apple hefur verið gríðarlegur á undan- förnum mánuðum og árum. Þ ýskur dómari sam- þykkti kröfu banda- ríska fyrirtækis- ins Apple um að suðurkóreska fyrirtækið Sam- sung ætti ekki rétt á að selja Galaxy Tab-spjaldtölvur sínar innan Evrópusambandsins. Í síðustu viku samþykkti ástr- alskur dómari sambærilega kröfu Apple þar í landi. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir Apple sem mun að öllum líkindum styrkja stöðu sína á spjald- tölvumarkaðnum verulega við þetta. Samsung hefur verið einn harðasti samkeppnisaðili fyrirtækisins á þessum nýja markaði. Bannið gildir aðeins tíma- bundið og verður Apple að sýna fram á að Samsung hafi brotið á þeim einkaleyfum sem Apple á. Fyrirtækin hafa staðið í langvarandi deilum um nokkurt skeið og hafa mál- sóknir verið höfðaðar víða um heim á báða bóga. Meðal þess sem deilt er um er hönnunin á Galaxy Tab-tölvunni en hún er sláandi lík hönnun á iPad- spjaldtölvunni frá Apple. Vilja stjórnendur Apple meina að Samsung hafi stolið hönnun- inni. Nái Apple að sýna fram á að hönnuninni hafi í raun verið stolið og að Samsung hafi not- að einkaleyfisvarðar lausnir Apple í Galaxy Tab mun bann- ið verða staðfest og öll sala á Galaxy Tab verður stöðvuð til frambúðar. Það myndi hafa mikil áhrif á suðurkóreska tæknirisann en spjaldtölvu- markaðurinn hefur farið ört vaxandi á undanförnum mán- uðum. Komist dómari hins vegar seinna að þeirri niður- stöðu að Samsung brjóti ekki á neinum einkaleyfum mun Apple þurfa að borga Samsung skaðabætur vegna tapaðra viðskipta. Staða Apple á þessum markaði mun að öllu líkindum styrkjast við brotthvarf Sam- sung af mörkuðum í Evrópu og Ástralíu þó hugsanlega snúi Samsung aftur til baka. Apple hefur þegar náð góðri fótfestu á þessum nýja markaði en fyr- irtækið setti á markað fyrstu spjaldtölvuna sem náði ein- hverjum vinsældum. Dómari samþykkir kröfur Apple n Samsung bannað að selja Galaxy Tab í Evrópu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni Tækni tvö Galaxy Tab og iPad þykja ansi lík tæki. Apple þvingaði Amazon til að breyta þjónustunni sem veitt er í gegnum iOS-viðbót bóka- búðarinnar með því setja strangari reglur. Amazon var ekki lengi að svara fyrir sig og hefur nú opnað viðbót fyrir öll stýrikerfi sem aðgengileg er á netinu. Viðbótin er í raun bara vefsíða byggð upp með HTML5-vefstöðlum og er hún hönnuð og þróuð fyrir Saf- ari- og Chrome-vafra og hef- ur verið gerð sérstök útgáfa af viðbótinni sem hentar iPad- spjaldtölvum frá Apple vel. Á yfirborðinu er nýja Kindle Cloud Reader viðbótin keimlík Kindle iOS og Andro- id-viðbótinni. Til að nálgast allar þær bækur sem þú hefur keypt í gegnum Kindle-versl- unina þarftu einungis að skrá þig inn á Amazon í gegnum vefviðbótina. Þú þarft auð- vitað að vera með virka net- tengingu til að samhæfa tölv- una við verslunina. Viðbótin býður hins vegar upp á vist- unarmöguleika sem gerir þér kleift að nálgast þær bækur sem þú hefur þegar sótt með tölvunni í gegnum viðbótina þegar þú ert ekki tengdur við netið. Allir geta notað viðbótina Viðbótin var opnuð á mið- vikudagsmorgun en viðbót- in gerir notendum Amazon kleift að bæði lesa bækur sem þegar hafa verið keyptar og að kaupa nýjar bækur. Bækurnar eru svo aðgengilegar þrátt fyr- ir að nettenging rofni. Þannig hefur Amazon komið því fyr- ir að viðskiptavinir sínir geti notað iPad-tölvur sínar sem lestölvur án þess að hala nið- ur þar til gerðri viðbót. Það eina sem þeir þurfa að gera er að opna vefsíðuna read.ama- zon.com og þá er viðbótin til- búin. Það á eftir að koma í ljós hvernig Apple mun bregð- ast við þessum breytingum en fyrirtækið gæti allt eins ákveðið að gera HTML5-við- bætur óvirkar í Safari-vafra iPad-spjaldtölvunnar frá fyr- irtækinu. Þannig gæti fyrir- tækið aftur þvingað fyrirtæki og útgáfur til að hlíta reglum fyrirtækisins. Það myndu þó að öllum líkindum hafa ein- hver áhrif á stöðu Apple á spjaldtölvumarkaðnum. Reglubreyting ástæða viðbótarinnar Líklegast verður að telja að reglubreytingar sem Apple gerði í App Store-markaðnum fyrir viðbætur fyrir iOS-tæki hafi komið Amazon á skrið með nýju vefviðbótina. Nýju reglurnar fólu í sér að ekki mátti tengja yfir á vefverslan- ir utan App Store til að kaupa efni fyrir viðbætur. Amazon, Barnes&Noble, Google Bo- oks og Kobo fóru öll eftir fyr- irmælum Apple og tóku út tengil í lesviðbótum sínum á vefverslanir. Það hafði í för með sér miklar takmarkir fyrir notendur viðbótanna sem nú hafa verið leystar. Fleiri fyrirtæki hafa notað HTML5-vefsíður til að fara fram hjá reglum Apple um þær viðbætur sem fá að fara inn á App Store-markaðinn. Apple fer yfir allar viðbæt- ur sem boðnar eru til sölu á markaðssvæðinu og hefur fyrirtækið sett víðtækar regl- ur um hvernig viðbæturnar séu uppbyggðar. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journ- al sem er samkvæmt nýleg- um tölum mest lesna dag- blað heims setti til að mynda nýverið af stað heimasíðu byggða á HTML5-vefstöðlum til að leysa af hólmi iOS-við- bót blaðsins. Talsmenn Kobo hafa að sama skapi tilkynnt að þeir hafi sambærilega síðu í vinnslu hjá sér. n Amazon hefur opnað HTML5-vefviðbót fyrir iOS og Android-tæki n Komast þannig fram hjá reglum Apple og Google n Skýþjónusta sem gerir allar tölvur að lestölvum Amazon með nýja vefviðbót Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni „Bækurnar eru svo aðgengi- legar þrátt fyrir að nettenging rofni. Allir geta notað viðbótina Viðbótin sem Amazon hefur opnað er opin öllum með Chrome- eða Safari-vafra. Þá er viðbótin einnig sérstaklega hönnuð með iPad-spjaldtölvur í huga. Mynd EyþóR áRnASOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.