Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Þreyttur á þögninni reglustjóri hafði haft samband við safnið þann 11. maí 2007 og óskað eftir því að umrædd gögn yrðu stað- sett á safninu. Það var gert og ríkis- lögreglustjóri látinn vita þegar þau voru tilbúin til afgreiðslu. Gögnin voru hins vegar aldrei sótt og var því gengið frá þeim aftur. Ríkislög- reglustjóri virðist því hafa vitað af tilvist skjalanna en vísvitandi sagt ósatt. Gamlar myndir komu í ljós Eftir umfjöllun DV og Kompáss, á ár- unum 2007 og 2008, um hin voveif- legu andlát í Daníelsslipp komu upp á yfirborðið gamlar ljósmyndir af vett- vangi og Einari og Sturlu. Myndirnar voru í vörslu lögreglunnar er rötuðu aldrei inn í málsgögnin á sínum tíma. Það var ekki fyrr en lögreglumaður- inn sem tók myndirnar fór sjálfur og sótti þær í gagnageymslu lögregl- unnar að þær komu í ljós. Í kjölfarið fór ríkissaksóknari þess á leit við lög- reglustjórann á höfuðborgarsvæð- inu að farið yrði yfir rannsóknargögn málsins og settar fram athugasemdir og ábendingar. Var það gert og í grein- argerð frá lögreglustjóranum, undir- ritaðri af Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni koma fram alvarleg- ar athugasemdir við rannsókn máls- ins á sínum tíma. Í greinargerðinni segir að ekkert í gögnunum bendi þó til að dauða mannanna hafi borið að með refsi- verðum hætti en tekið er sérstak- lega fram að gögnin séu af skornum skammti. Þar stendur jafnframt að nauðsynlegt sé að mál sem þetta, þar sem tveir menn finnast látn- ir saman í bif- reið á víðangi, hljóti ítarlega rannsókn. Endurupp- töku synjað Í kjölfar greinar- gerðar lögreglu- stjórans á höfuð- borgarsvæðinu sem send var rík- issaksóknara fór embættið fram á það við lögreglustjórann að einstaka þættir málsins yrðu kannaðir. Í svari embættisins við því erindi kom fram að enn væri unnt að taka skýrslur, bæði af tilkynnanda og eiganda bíls- ins. Þá kom einnig fram að unnt væri að hafa uppi á vitnum sem hugsan- lega gætu hafa haft samskipti við Einar og Sturlu skömmu fyrir andlát þeirra. Ýmissa fleiri gagna var jafnframt unnt að afla, að því er kom fram í greinar- gerðinni. Þrátt fyrir að allar þessar upplýsingar lægju fyrir tók ríkissak- sóknari þá ákvörðun að synja ósk ætt- ingja mannanna um endurupptöku málsins. „Hann gerði sig bara að fífli“ „Valtýr (Sigurðsson, þáverandi ríkis- saksóknari, innsk. blm.) og Gísli Páls- son eru miklir vinir. Valtýr var saka- dómari og hann var allan tímann að vinna með þessum sömu mönnum,“ segir Ragnar og vísar til þeirra lög- reglumanna sem komu að málinu á sínum tíma og enn starfa innan lög- reglunnar. „Hvernig hann tók á þessu máli sem saksóknari er bara eitt stórt spurningarmerki. Hann gerði sig bara að fífli í rauninni.“ Ragnar sætti sig ekki við vinnu- brögð saksóknara og kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins. Hann er nú orðinn langþreyttur á að bíða úr- skurðar í málinu sem flakkað hefur á milli ráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis í rúmt ár. „Þetta er í annað skipti, í raun- inni, núna að umboðsmaður Alþing- is lokar málinu á þeim forsendum að ráðuneytið ætli að úrskurða efnislega og láta þann úr- skurð uppi á ákveðnum degi. Núna liggur fyrir hjá mér að fara aftur í umboðsmann og þá er það þriðja kvörtun- in. Þetta bara heitir þöggun að þeir svari ekki,“ segir Ragnar. Síðast gaf ráðuneyt- ið umboðs- manni þau svör að mál- inu yrði lokið eigi síðar en 7. júní síðastliðinn. Áður hafði úr- skurði verið lofað í október 2010. Nú um miðjan ágúst árið 2011 hafa enn engin svör borist frá ráðuneytinu. Telur málið stranda á vinnu- teymi „Þeim ber að vinna eftir stjórnsýslu- lögum í dag. Það voru engin stjórn- sýslulög fyrir tuttugu árum. Það voru engin upplýsingalög og við höfðum engan umboðsmann Alþingis. Þá af- greiddu þeir málin þannig að það var bara þögn. Það var bara haldið kjafti og fólki var hreinlega bara ekki svarað. Miðað við nýtt lagaumhverfi þá eiga þeir ekki að geta það,“ segir Ragnar og það er þungt í honum hljóðið. Hann segist vita til þess að Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra hafi mælt fyrir um að málið skyldi klárað og tel- ur Ragnar því að það strandi hjá ein- hverju vinnuteymi innan ráðuneytis- ins. „Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ragnar sem vill að andlátsmál bróður síns fái viðeigandi meðferð og að ljósi verði varpað á hvað gerðist í raun og veru í Daníelsslipp þann 1. mars árið 1985. Athugasemdir lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu n Eiginleg rannsókn virðist ekki hafa farið fram á vettvangi og fatnaði hinna látnu. n Samkvæmt lögregluskýrslu var bifreiðin flutt með dráttarbifreið á athafnasvæði ríkislögreglustjóra til frekari rannsóknar. Ekki er að finna í gögnum málsins að frekari rannsókn á bifreiðinni, til dæmis leit að fingraförum eða ummerkjum um innbrot í hana, hafi farið fram. n Ekki var kannað hvaða kveikjuláslykill var notaður við gangsetningu bifreiðar- innar en eigandi hennar hélt því fram að hann hafi skilið við hana læsta og án kveikjuláslykils. Eigandi bifreiðarinnar var ekki yfirheyrður vegna þessa. n Ekki var kannað hvort tengsl væru á milli eiganda bifreiðarinnar og piltanna. n Ekki var tekin sérstök skýrsla af tilkynnanda, einungis var látið nægja að hafa eftir honum framburð hans í lögregluskýrslu. n Engin tilraun var gerð til að leita að vitnum eða einhverjum þeim sem hefðu haft samskipti við hina látnu skömmu fyrir andlát þeirra. n Ekki var reynt að kortleggja ferðir piltanna síðustu klukkustundirnar fyrir lát þeirra. n Ekki virðist hafa verið rætt við aðstandendur um hvaða ástæður lægju að baki ef um sjálfsvíg var að ræða eða reynt með öðrum hætti að finna ástæður fyrir hugsanlegu tvöföldu sjálfsvígi. n Ekki var kannað með hvaða hætti Einar þór hlaut þá marbletti sem til- greindir eru í krufningarskýrslu. (Mar í nára og á kynfærasvæði). „Núna liggur fyrir hjá mér að fara aftur í um- boðsmann og þá er það þriðja kvörtunin. Þetta bara heitir þöggun að þeir svari ekki Lík Einars Hér sést hvar sl angan liggur inn um hliðarrúðu bílsins. Hvítt l ak hefur verið breitt yfir lík Einars. Fullviss um morð Björn Helgason er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem hefur mikinn áhuga á andlátsmálinu í Daníelsslipp. Hann segir málið aldrei hafa verið rannsakað. Segir málið ekki hafa verið rannsakað: Alveg ljóst að þetta var morð „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta var morð og allra sem hafa vit á þessum málum,“ segir Björn Helgason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum, um voveiflegt fráfall Einars og Sturlu. Björn kom sjálfur ekki að málinu á sínum tíma en hefur alltaf haft áhuga á því og þekkir öll máls- gögnin í bak og fyrir. „Þegar maður fer að skoða þessi gögn þá stangast hvað á annað. Fyrir utan það að þessi eiginlega vettvangsrannsókn byrjaði ekki fyrr en tæpum fimm tímum eftir að fyrst var komið að þannig að það hefði alveg verið hægt að spilla vettvangi,“ segir Björn. „Ég hef 35 ára reynslu og veit alveg um hvað ég er að tala,“ bætir hann við. Ástæða þess að hann fékk áhuga á málinu er sú að hann telur það aldrei hafa verið rannsakað. Nýliði fékk málið í hendurnar Björn segist vita til þess að mjög færir lögreglumenn hafi farið á vettvang þegar málið kom upp en hins vegar sé sá háttur viðhafður í lögreglunni að mönnum er úthlutað málum. Það er því ekki sjálfgefið að þeir sem fari á vettvang haldi áfram við rannsóknina. „Sá sem fékk málið í hendur til rannsóknar, hann var algjör nýliði í rannsóknarlögreglunni þá og hann gaf sér bara forsendur. Hann rannsakaði þetta mál ekki neitt,“ fullyrðir Björn. „Hann var blautur á bak við eyrun og þetta fór bara ofan í skúffu. Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi verið maður til að ráða við þetta einn. Menn öðlast ekkert reynslu í svona málum fyrr en eftir mörg ár.“ Sá mikla annmarka á málinu Þegar Björn fékk gögn málsins í hendurnar sá hann strax að ekki var allt með felldu. „Ég sá þarna mikla annmarka á rann- sókninni. Það eru ákveðin atriði sem maður lítur alltaf til þegar maður fær svona mál til rannsóknar.“ Björn hefur sjálfur rannsakað fjölmörg dauðsföll og segir það klárt mál í sínum huga að Einar og Sturla hafi ekki framið sjálfsvíg, heldur hafi þeir verið myrtir. „Finnst þetta bara ljótt“ Björn segir fulla ástæðu til að taka andlátsmál Einars og Sturlu upp aftur, enda séu nægar forsendur fyrir því að það verði gert. Hann skilur ekki af hverju þetta er svona erfitt fyrir ríkissaksókn- ara. „Mér finnst þetta bara einhvern veginn þannig að tvær fjölskyldur hafa verið í spennu allt sitt líf. Auðvitað hvílir þetta afskaplega þungt á fólki. Það segir sig alveg sjálft. Mér finnst bara ljótt að saksóknari vilji ekki leyfa endurupptöku á þessu.“ Einar Þór Agnarsson Fannst látinn í Daníelsslipp ásamt félaga sínum Sturlu Stein- dóri Steinssyni þann 1. mars árið 1985. Eftir að Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hafði synjað endur- upptöku málsins birti hann yfirlit yfir málið og ástæður synjunar á heimasíðu embættisins. Þar komu fram við- kvæmar persónuupplýsingar úr málinu, meðal annars upplýsingar úr krufningar- skýrslum og gömlum sjúkraskýrslum. Aðstandendur voru ósáttir við birtingu þessara upplýsinga og kærðu málið til Persónuverndar. Þegar Persónuvernd óskaði skýringa á birtingu upplýsinganna fengust þau svör að ríkissaksóknari teldi ásakanir Ragnars, sem hann hefði sett fram opinberlega um slæleg vinnubrögð og samsæri lögreglunar til að koma í veg fyrir rannsókn á glæp, væru til þess fallnar að auka vantrú og tortryggni í garð yfirvalda. Slíkt væri alvarlegt eftir hrun bankakerfisins því reiði almennings gæti brotist út af minnsta tilefni. Ríkissaksókn- ari taldi það því skyldu sína að upplýsa almenning um staðreyndir málsins. Þann 22. júní 2010 úrskurðaði Persónvernd að ríkissaksóknara hefði verið óheimlt að birta umræddar upplýsingar á heimasíðu sinni og var embættinu gert að afmá þær tafarlaust af heimasíðu sinni. Nú rúmu ári síðar hefur það ekki enn verið gert. Ríkissaksóknari birti persónuupplýsingar: Virti ekki úrskurð Persónuverndar Fyrrverandi ríkissak- sóknari Valtýr Sigurðs- son birti viðkvæmar persónuupplýs- ingar á heimasíðu embættisins. Þær hafa ekki verið fjarlægðar þrátt fyrir úrskurð Persónu- verndar. „Sá sem fékk málið í hendur til rann- sóknar, hann var algjör nýliði í rannsóknarlög- reglunni þá og hann gaf sér bara forsendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.