Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 36
36 H áskóli Íslands heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í ár. Skólinn var settur í fyrsta sinn 17. júní 1911, á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar. Presta- skólinn, Læknaskólinn og Lög- fræðiskólinn voru þá sameinaðir og heimspekideild bætt við. Langþráð- ur draumur um íslenskan háskóla hafði ræst. Löng barátta fyrir háskóla Hugmyndir um íslenskan háskóla má rekja allt til 1828. Baldvin Ein- arsson viðraði hugmyndina í ritgerð sinni það ár og Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson héldu þeim hug- myndum sömuleiðis á lofti í kjöl- farið. Jón lagði fram bænarskrá á Alþingi árið 1845 sem fól í sér stofn- un þjóðskóla sem veitti embættis- mannspróf í lögfræði, læknisfræði og guðfræði. Prestaskóli var stofnaður tveimur árum síðar og var þá vísir að háskóladeild. Læknaskóli var stofn- aður 1876, en Jón Hjaltalín land- læknir hafði þá um árabil barist fyr- ir stofnun skóla til að mennta lækna, Lagaskóli komst hins vegar ekki á fót fyrr en 1908. Það var árið 1881 sem fyrsta laga- frumvarp um stofnun Háskólans var lagt fram. Benedikt Sveinsson lagði fram frumvarpið sem var samþykkt í neðri deild Alþingis en óafgreitt í efri deild. Fleiri frumvörp fylgdu í kjölfar- ið en án árangurs. Árið 1907 skoraði Guðmundur Björnsson landlæknir á landsstjórn að semja nýtt frumvarp um stofnun Háskólans. Frumvarpið var svo lagt fram á Alþingi 1909 en það var að norskri fyrirmynd. Það var samþykkt á alþingi sama ár en það var hins vegar ekki fyrr en tveim- ur árum síðar að Háskólinn var sett- ur í fyrsta sinn. Enginn í heimspeki- deild í upphafi Það var hátíðleg stemning á Alþingi þegar Háskólinn var settur. Athöfnin byrjaði á kórsöng undir stjórn Sig- fúsar Einarssonar og þá las Klem- ens Jónsson landritari upp ham- ingjuóskir frá Friðriki VIII konungi. Þá hélt Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskólans, ræðu eftir að hafa látið hrópa nífalt húrra fyrir konungi og gerði hann meðal annars hlutverk Háskólans að umtalsefni. 45 nemendur hófu nám í Háskól- anum fyrsta starfsárið. Fimm í guð- fræði, 23 í læknisfræði og 17 í lög- fræði. Enginn nam hins vegar við heimspekideild en hún var eina deildin sem ekki veitti embættis- mannapróf en undir deildina féllu meðal annars íslensk fræði. Meðal nemenda Háskólans var ein kona, Kristín Ólafsdóttir, og var hún bæði fyrst kvenna til að nema við Háskól- ann og fyrst kvenna til að ljúka prófi þaðan. Í dag eru konur hins vegar í meirihluta nemenda í Háskólanum. Þá lauk Tryggvi Þórhallsson, seinna forsætisráðherra, embættismanna- prófi í guðfræði eftir fyrsta starfsárið, með hæstu einkunn þeirra þriggja er luku því. Fyrstu árin fór starfsemi Háskól- ans fram í Alþingishúsinu. Það var ekki fyrr en 1940 sem Háskólinn flutti starfsemi sína í aðalbygginguna en hornsteinn var lagður að bygging- unni 1. desember 1936 en fyrsti des- ember er enn í dag haldinn hátíð- legur í Háskólanum. Fjárveitingar til Háskólans voru af skornum skammti og því var samþykkt á Alþingi 1933 að gefa Háskólanum leyfi til að reka happdrætti sem starfar enn í dag. Þannig var aðalbyggingin reist fyrir fé frá Happdrætti Háskólans og síðan þá hafa allar byggingar verið reistar fyrir fé frá happdrættinu. Vegleg afmælisdagskrá allt árið Háskólinn hefur nú þegar staðið fyr- ir veglegri afmælisdagskrá það sem af er ári og mun áfram standa að ýmsum viðburðum í tilefni afmælis- ins. Hvert svið innan Háskólans fær sinn mánuð. Til dæmis fékk hugvís- indasvið marsmánuð og stóð fyrir veglegri dagskrá þar sem boðið var meðal annars upp á fyrirlestrahlað- borð, örnámskeið, kvikmyndasýn- ingar og skemmtanadagskrá með fræðilegu ívafi. Þá var hátíðardagskrá 17. júní þar sem minnismerki var afhjúpað í Al- þingishúsinu og sýning um sögu Há- skólans var opin almenningi sama dag í húsinu. Afmælisdagskrá HÍ mun halda áfram og skipuleggur stúdentaráð nú listahátíð þar sem nemendum er gefinn kostur á að koma fram. Háskólinn 100 ára Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli í ár. Aðalbygg- ingin var reist fyrir happdrættisfé og tekin í notkun 1940. Alþingishúsið Háskólinn var til húsa í Alþingishúsinu fyrstu 29 árin. Aldarafmæli HÍ fagnað ÚTSÖLULOK laugardag 11-16 25-60% afsláttur Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.