Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 24
É g talaði endalaust sem krakki. Bara út í eitt,“ segir útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdótt- ir sem hefur unnið hug og hjörtu landsmanna í þátt- unum Virkir morgnar á Rás 2. „Mér er sagt að hún sé alveg eins og ég,“ segir hún um dótt- ur sína Aðalheiði Helgu sem er með í för þegar Gunna Dís sest niður til að ræða við blaða- mann DV. Það leynir sér ekki að sú stutta er eins og mamma hennar. Hún heldur uppi hörkusamræðum. Helsta mál á dagskrá, kókómjólk. Gunna Dís er fædd og upp- alin á Vopnafirði. Hún lét mik- ið til sín taka í sveitinni sem barn og reyndi að stjórna fjöl- skyldumeðlimum með harðri hendi þegar kom að bústörf- unum. Gunna Dís var fyrir- myndarkrakki en fann svo vill- inginn í sér þegar hún fór að heiman til að fara í nám við Menntaskólann á Akureyri. Gunna Dís, öfgafull að eigin sögn, hljóp af sér hornin á frek- ar stuttum tíma en kúventi þá og gerðist húsmóðir. Hún spyr hvort að allir eigi ekki örugg- lega að baki eina trúlofun fyrir tvítugt og hlær. Eftir að hafa unnið á flestum einkareknu útvarpsstöðvum landsins ákvað hún að söðla algerlega um í miðju góðær- inu. Hún fékk nóg af æsingn- um, pakkaði öllu sínu niður og fór til Chile. Gunna Dís er mikill húmor- isti og það á því vel við að hún hafi kynnst ástinni í lífi sínu á skemmtun Framsóknarflokks- ins eftir að hann hafði boðið ömmu hennar upp í dans. Refir og ríkidæmi „Ég er fædd á Vopnafirði á heilsugæslustöðinni þar. Í einhverju bakherbergi,“ seg- ir Gunna Dís og brosir. „Ég er uppalin á bænum Ytri-Hlíð í Vesturárdal og ólst þar upp ásamt þremur bræðrum.“ Það var mikil nánd í sveitinni og afi og amma bjuggu á næsta bæ sem og föðurbróðir Gunnu Dísar. Það var mikill búskapur á jörðinni og nóg um að vera fyr- ir unga stúlku. „Við vorum með sauðfjárbúskap, ein 520 ær- gildi sem er nú töluvert. Amma og afi voru svo með beljur.“ Foreldrar Gunnu Dísar voru á meðal þeirra fjölmörgu bænda sem tóku þátt í loð- dýraræktunarbylgjunni sem reið yfir á níunda áratugnum. „Mamma og pabbi leiddust út í refabúskap þegar allir áttu að verða ríkir af því. Það var alveg hræðilegur búskapur sem gekk ekki vel hjá neinum svo ég viti til. Því miður létu alltof marg- ir bændur til leiðast og margir fóru flatt á því og voru í basli næstu árin. Við reistum refa- hús og daglega var maður lát- inn brynna þessum kvikind- um.“ Stjórnaði með harðri hendi En Gunna Dís var ekki bara málglöð sem barn því hún var líka dugleg. „Maður var allt- af úti og tók fullan þátt í öllu. Maður sá fullt af hlutum sem maður átti eflaust ekki að sjá en það var ekkert spáð í það. Ég var dugleg, stoppaði ekki mikið og var kjaftfor. Ef einhver var að stríða mér, eldri krakk- ar til dæmis, þá svarði ég fyrir mig. Ég á bróður sem er fimm árum eldri en ég. Við vorum góðir vinir en slógumst líka mjög mikið. Þannig að ég var örugglega svolítill gaur, en á sama tíma var ég líka mikil stelpustelpa og hafði fljótt sterkar skoðanir á því hvaða fötum ég ætti að vera í.“ Gunna Dís var ákveðin og ef hlutirnir þóknuðust henni ekki þá lét hún vita af því. „Ég labbaði á eftir pabba og þeim þegar þeir voru í fjárhúsunum. Gekk á eftir þeim og tuðaði ef mér fannst þeir ekki gera hlut- ina rétt.“ Hvítar plastbuxur og Skítamórall Þegar Gunna Dís var 16 ára flutti hún að heiman og fór í nám á Akureyri. „Mig lang- aði reyndar ekkert að heiman á þessum tímapunkti. Eins lít- ill bær og Vopnafjörður er þá var það bara miðpunktur al- heimsins. Ég átti líka kærasta og hafði allt til alls. En þeg- ar skólaskyldunni lauk þurfti maður að velja á milli. Að fara í skóla í öðru byggðarlagi eða vinna heima. Það var ekkert annað í boði.“ Gunna Dís flutti á heima- vist Menntaskólans á Akureyri ásamt þremur vinkonum sín- um. „Þar má segja að ég hafi rasað svolítið út. Ég hafði alltaf verið til fyrirmyndar og aldrei bragðað áfengi. Samviskusöm og stóð mig vel í skóla. Það var fullkomið traust á milli mín og foreldra minna og ég réði mér í rauninni bara sjálf. En þegar ég fór að heim- an þá breyttust hlutirnir. Í dag myndi ég aldrei sleppa dóttur minni að heiman sextán ára gamalli. Ég umbreyttist í tölu- verðan villing, þetta var árið 1997 þegar hvítu plastbuxurn- ar og neonlitirnir komu sterkir inn og reifstemningin var alls- ráðandi. Ég var mikið í Sjall- anum og datt alveg inn í Skíta- móralsæðið. Þetta var allt svo nýtt og spennandi og mér fannst ég svo fullorðin þegar ég var í raun bara krakkaskítur. Ég ólst upp í mjög vernd- uðu umhverfi þar sem ég þurfti þó snemma að byrja að vinna fyrir mér og sýna ábyrgð. Ég held að ég hafi verið átta ára gömul þegar ég byrjaði að vaka yfir fé á nóttunni í sauð- burði. Þegar ég horfi á sautján ára krakka í dag þá finnst mér þeir bara vera börn en væntan- lega er það bara merki um það að ég sé að eldast og biturleik- inn að færast yfir. Mín kynslóð er samt heppin því að við sáum ekki það sem krakkar sjá í dag á netinu, alls konar viðbjóður sem maður var fullkomlega verndaður fyrir“. Trúlofunarbylgjan Þó að Gunna Dís hafi slett úr klaufunum eftir að hún flutti að heiman missti hún aldrei fæturna. Hún þakkar það sterku baklandi. „Ég var svona í ár að rasa út og svo kynntist ég strák og við byrjuðum að búa saman. Í ljósi þess að ég er alveg rosalega öfgafull og hann átti barn þá missti ég mig í hús- móðurhlutverkinu. Eldaði, var heima og tók námið af meiri alvöru. Við trúlofuðum okkur og allt. Það var allur pakkinn bara. Eiga annars ekki flestir eina trúlofun að baki?“ segir hún og hlær. „Á þessum tíma trúlofuðu sig allir, það kom svona trú- lofunarbylgja. En ég gerði það þó í góðri trú og þessi ást var hrein og sönn því maður hafði sennilega aldrei verið særður. Maður dembdi sér bara í þetta í einhverju svona sakleysi. En svo horfði ég upp á bróð- ur minn trúlofa sig seinna og ég hristi bara hausinn og besta vin minn trúlofa sig í þyrlu yfir Þórsmörk og það entist ekki nema nokkra mánuði. Þetta var í tísku og þótti töff. Það er margt vitlausara en það.“ Partur af prógramminu Gunna útskrifaðist úr MA 17. júní 2000 en daginn eftir var hún flutt til Reykjavíkur. „Ég hikaði ekkert við að flytja til höfuðborgarinnar. Ég var allt- af með einhvern draum í mag- anum frá því að ég var krakki að búa í stórborg. Ein í íbúð í borginni.“ Gunna Dís flutti suður ásamt unnustanum en fljót- lega skildu leiðir þeirra. „Þetta var nokkuð stormasamt sam- band enda er ég mjög drama- tísk. Þetta leið undir lok í árs- lok 2000. Bara eins og gengur og gerist. Við vorum bara ekki á sama stað. Hann var eldri og vildi fara að stofna fjölskyldu en ég var ekki alveg komin þagnað. Ég átti enn eftir að vera ung kona og finna sjálfa mig. Eins og mamma sagði við mig ein- hvertíman þegar ég var grenj- andi yfir þessu. „Gunna mín þetta er bara partur af progra- met. Að taka þetta á hnefan- um og gera hlutina ein. Er ekki betra að gera þetta núna en að fatta það allt í einu 28 ára göm- ul og kannski komin með tvö börn?““ Passaði ekki við raddirnar í barnakórnum Eftir framhaldsskóla tók Gunna Dís sér frí frá námi í eitt ár. Hún vann á leikskóla og á sólbaðsstofu en á kvöldin vann hún sem útvarpsmaður á FM 957. „Ég hafði byrjað á Frostrás- inni fyrir norðan. Ég hitti ein- hvern tíma eiganda stöðvar- innar sem fannst ég vera með flotta rödd og vildi fá mig í prufu. Hann sagði að ég væri með rödd fyrir útvarp. Mér hafði aldrei dottið það í hug áður því mér hafði nú frek- ar verið strítt á röddinni en hitt. Ég gat til dæmis aldrei verið í kór eða neitt svoleiðis. Þó svo að ég hafi alltaf verið syngjandi þegar ég var lítil. Á aðventu- kvöldum þandi ég raddbönd- in með hinum krökkunum og passaði engan veginn við hin- ar raddirnar í barnakórnum og hljómaði bara eins og fífl,“ segir Gunna Dís og hlær þegar hún hugsar til baka. „Þetta var bara ekki að gera sig. Það var bara eitthvað skrítið að þenja þetta. Þessi rifna rödd hljóm- aði bara alls ekki vel í sálmun- um.“ Um svipað leyti og Gunna Dís var svo að byrja í stjórn- mála- og fjölmiðlafræði í Há- skólanum bauðst henni ný vinna í útvarpi. „Mér var boð- ið að koma yfir á stöð sem hét Steríó. Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna þar var að ég hafði verið aðeins með Valla Sport og Sigga Hlö í Hausverk um helgar,“ en það var sjónvarps- þáttur sem þeir félagar voru með á sínum tíma og var í anda The Man Show. „Ég hafði kynnst þeim þeg- ar ég var að vinna á FM. Þá vantaði eitthvað „sidekick“ til að fara út í bæ og svona og leysa þá af þegar annar þeirra fór í frí. Þannig að ég var þarna í nokkrum hausverksþátt- um. Sem ég hef reyndar ekki séð síðan þá. Það gæti verið mjög áhugavert að skoða þetta núna. Mamma átti þetta á VHS en þetta var örugglega alveg skelfilegt.“ Þeir Sport og Hlö buðu Gunnu Dís að vera með sér í þætti á Steríó sem seinna varð Kiss FM. Áður en langt um leið var hún komin með sinn eigin þátt. „Þannig að háskólagang- an mín var svolítið þannig að ég var ekkert í skólanum. Ég var bara að vinna.“ Hætti og fór til Chile Fljótlega var Gunna Dís orðin dagskrárstjóri og líkaði starfið vel. „Þetta var mjög skemmti- legur tími og góður skóli.“ En 25 ára gömul ákvað hún skyndilega að hætta. Það var ferð til Chile sem breytti öllu. „Fyrst fór ég þangað með vinkonu minni sem er hálfur Chile-maður. Við fórum að heimsækja pabba hennar. Fór- um í ægilega fátækan bæ og þar heillaðist ég af því hvernig fólk- ið þarna lifði. Fólkið í kringum mig var hamingjusamt, hafði lítið og stólaði einhvern veg- inn bara hvert á annað. Og svo var líka veðrið, matargerðin og viðmótið bara yfirhöfuð yndis- legt hjá fólkinu.“ Gunna Dís kom heim aft- ur úr fríinu að þremur vikum liðnum en hafði þá ekki fengið nóg. „Þá bara pakkaði ég sam- an búslóðinni minni, hætti í vinnunni og fór aftur út.“ Aðspurð hvort hún eigi auðvelt með að söðla um segir Gunna Dís að svo hafi ekki ver- ið á þeim tíma. En eftir þessa reynslu eigi hún mun auðveld- ara með að taka stórar ákvarð- anir. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni því innst inni þarf ég rosalega mikið öryggi. En ég bara tók á stóra mínum þarna því ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti gert þetta. Ég hafði alltaf ætlað út sem skiptinemi eða au pair en metnaður minn í út- varpinu stoppaði mig alltaf.“ Lítill víking, Cosmopolitan og grátandi Gunna Dís En Gunna Dís var harðákveð- in í að láta verða af þessu þrátt fyrir að vera á báðum áttum. „Ég grenjaði á flugvellinum á leiðinni út aftur. Ég sat alein með einn lítinn víking og Cos- mopolitan-blað og hringdi í vinkonur mínar og mömmu. Sá eftir öllu saman og spurði sjálfa mig hvað í fjandanum ég væri að spá. En ég þurfti að gera þetta. Ég fékk bara eitthvert ógeð. Þetta var einhvern veginn í miðju góðærinu öllu og það var allt svo mikið feik hérna heima. Þetta var þegar Séð og heyrt blöðin settu stjörnu-hitt 24 | Viðtal 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir ólst upp á Vopnafirði þar sem hún stjórnaði í fjósinu með harðri hendi. Hún rasaði út sem unglingur á Akureyri og flúði svo góðærið til Chile. Gunna Dís ræddi við Ásgeir Jónsson um það þegar hún grét á Keflavíkurflugvelli, dóttir hennar barðist fyrir lífi sínu og þegar hún fann ástina óvænt á framsóknarþingi. „Ég hélt ekki á henni fyrr en hún var orðin fimm daga gömul. Féll fyrir dans- félaga ömmu Gunna Dís Sveitastelpan í Virkum morgnum. MynDiR EyþóR ÁRnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.