Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Aldrei of seint að læra skyndihjálp: Bjargaði lífi eiginmannsins „Hann fer inn í eldhús, opnar ís- skápinn og nær sér í flatköku. Svo heyri ég bara dynk og fer fram í eld- hús. Þar sé ég hann liggjandi á gólf- inu,“ segir 79 ára kona sem bjargaði lífi eiginmanns síns sem fékk hjarta- áfall sunnudagskvöldið 26. júní síð- astliðinn. Konan, sem vill ekki láta nafns síns getið, vildi segja sögu sína og varpa ljósi á mikilvægi þess að kunna skyndihjálp. Hjónin, sem eru búsett á höfuð- borgarsvæðinu, höfðu verið að horfa á sjónvarpið áður en ósköpin dundu yfir. Þau stóðu upp, konan fór inn í svefnherbergi en eiginmaður hennar fór fram í eldhús að fá sér flatköku. Skömmu síðar heyrði kon- an dynk og kom hún að eiginmanni sínum þar sem hann lá á eldhúsgólf- inu í andarslitrunum. „Ég legg hann eins og á að gera og byrja svo að hnoða,“ segir konan. Við fallið braut maðurinn, sem verð- ur 85 ára síðar á árinu, bæði rófu- bein og ristarbein í öðrum fætinum. Og við hjartahnoðið brákaðist einnig rifbein eins og oft vill gerast. Konan segist hafa hringt strax í neyðarlín- una og tók það sjúkraflutningamenn aðeins nokkrar mínútur að koma á staðinn. „Hann man ekki eftir neinu, en hjartað fór fljótlega af stað eftir að ég byrjaði að hnoða,“ segir konan sem vill koma á framfæri þökkum til hjartalæknisins Hjartar Odds- sonar sem meðhöndlaði eiginmann hennar. „Hann þurfti að vera á spítala í þrjá daga og það var ákveðið að láta hann fá gangráð strax daginn eftir,“ segir konan sem tvisvar áður hefur þurft að beita skyndihjálp. Hún reyndi að bjarga lífi nágranna síns fyrir margt löngu sem fékk hjarta- áfall. Lífgunartilraunir báru hins vegar ekki árangur. Eiginmaður hennar fékk einnig hjartaáfall fyrir um tíu árum og voru það snör við- brögð eiginkonunnar sem björguðu lífi hans. „Ég hvet alla til að fara á skyndi- hjálparnámskeið,“ segir konan sem hefur haldið kunnáttu sinni við síðan hún fór fyrst á skyndihjálpar- námskeið. Hún verður áttræð síðar á árinu og segir að það sé aldrei of seint að læra skyndihjálp. „Ég held að sérstaklega eldra fólk sé ekkert endilega vel að sér um skyndihjálp. En ef höfuðið er í lagi er aldrei of seint að læra hana.“ Aðspurð hvernig manni hennar líði í dag segir konan að hann sé all- ur að koma til. „Hann gerir allt sem gera þarf. Hann ryksugar en hann er svolítið slappur. Við ætlum nú samt upp á hálendið seinna í ágúst eins og við höfum gert í áratugi og vera í sumarbústað,“ segir konan en hjón- in hafa verið gift í um 60 ár. einar@dv.is Var dæmdur fyrir nauðgun við tjaldstæði í Hornafjarðarbæ árið 2005: Áfram í varðhaldi Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tutt- ugu og fimm ára manni sem grun- aður er um nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðna versl- unarmannahelgi. Hann verður í gæsluvarðhaldi til 2. september næstkomandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Árnessýslu var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum vegna almannahags- muna, þar sem maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður vegna kynferðisbrota og verið dæmdur fyr- ir. Maðurinn var dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot árið 2006. Hann var þá dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir nauðgun. Málinu var áfrýj- að til Hæstaréttar, sem staðfesti fyrri niður stöðu, en mildaði refsinguna úr 24 mánuðum í 18. Refsiminnkunin kom til vegna aldurs ákærða sem var þá aðeins 20 ára. Einnig voru bætur þolanda lækkaðar um 200.000 krón- ur, úr einni milljón. Framburður stúlkunnar var tal- in mjög trúverðugur. Nauðgunin átt sér stað 2. júlí 2005 við tjald- stæði í Hrossabithaga í Hornafjarð- arbæ. Maðurinn hitti þar stúlku þar sem hún hafði tjaldað ásamt vinum sínum og beðið hana um að rölta aðeins með sér. Hann beitti hana síðan ofbeldi og nauðgaði í trjálundi, meðal annars með því að halda um háls hennar og rífa í hár hennar svo hún hlaut áverka. Maðurinn er nú grunaður um að hafa ráðist á konu við salerni í dalnum á Þjóðhátíð. Þolandinn, sem er tvítug kona, segir manninn hafa nauðgað sér við salernin í Herjólfsdal á milli klukk- an 4 og 5 aðfaranótt mánudags. Mað- urinn var handtekinn síðar sömu nótt. Búist er við að rannsókninni ljúki í þessum mánuði og málið fari þá til rík- issaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út.  Grunaður um nauðgun Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsuvarðhald yfir manni sem grunaður er um nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. É g bara virkilega vona, og hef í rauninni fulla trú, á að báðir aðilar geti fundið sameiginleg- an grundvöll og farsæla niður- stöðu,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Nem- endur og starfsmenn við skólann bíða nú spenntir eftir niðurstöðu rík- isstjórnarfundar í dag, föstudag, en á þriðjudaginn afhentu nemendur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra áskorun um að finna lausn á málefnum skólans hið fyrsta til að tryggja rekstur hans áfram. Eins og staðan er núna er þó óvíst hvort kennsla geti hafist í skólanum í haust. Jóhanna stóð ekki við sitt Um 30 nemendur Kvikmyndaskól- ans mættu fyrir framan Stjórnarráðið á þriðjudagsmorgun. Hittu þeir fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra er hún var í þann mund að hefja ríkisstjórnarfund. Nemendurnir af- hentu Jóhönnu undirskriftalista þar sem 3.600 manns höfðu lýst yfir stuðningi sínum við nemendur Kvik- myndaskólans. Haraldur Ari Karls- son, stofnandi Kínemu – nemenda- félags Kvikmyndaskólans, var sá sem afhenti Jóhönnu listann. „Hún virtist mjög jákvæð og sagði að þetta væri mál sem væri henni hugleikið. Hún sagði líka að þetta yrði fyrsta málið sem tekið yrði fyrir á fundinum.“ Þráinn hótaði að fella fjárlögin Athygli vakti þegar Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagðist ekki ætla að styðja fjárlög komandi árs – verði ekki fundin viðunandi lausn á málefnum Kvikmyndaskólans. Þetta sagði Þrá- inn í Síðdegisútvarpi Rásar 2 á þriðju- dag. Blaðamaður spurði Þráin nánar út í þessi ummæli. „Það er bara ekki hægt að draga þetta mál lengur. Það er fullt af fólki sem heldur að það sé að byrja í skólanum og ef engin lausn finnst þarf þetta fólk að fara í dýrara nám, sem er dýrara fyrir ríkið, eða á atvinnuleysisbætur, sem er enn dýr- ara fyrir ríkið. Ódýrasta lausnin er að gera skólanum kleift að starfa áfram.“ Menningarhatur í forheimsk- unnar landi „Það virðist vera svo mikið menning- arhatur hér á Íslandi að sumir hafa reynt að snúa ummælum mínum þannig að ég sé að reyna að kúga út fé handa sérstöku hugðarefni mínu,“ segir Þráinn og bætir við að hann- hafi ekki meiri áhuga á kvikmynda- gerð en öðrum kimum menningar þótt hann hafi unnið við hana. „Mér finnst menning, eða skapandi grein- ar eins og hún heitir á hagfræðimáli, vera undirstöðuatvinnugrein. Hún er stærri atvinnugrein en til að mynda landbúnaður en það ríkir einfaldlega hatur í garð menningar í þessu for- heimskunnar landi. Menn skilja ekki að það er ekki verið að eyða pening- um, heldur spara peninga og græða peninga þegar hlúð er almennilega að þessum skapandi greinum.“ Lausn hlýtur að vera í sjónmáli Þráinn tekur þó fram að hann sé von- góður um að lausn á málefnum Kvik- myndaskólans sé í nánd. „Ég veit að starfandi menntamálaráðherra, Svan- dís Svavarsdóttir, er dugmikil kona og ég hef orð hennar fyrir því að þetta verði leyst. Og því er ég feginn.“ Hilmar Oddson tekur í sama streng: „Ég hef ekki trú á öðru en að þetta leysist. Eins og staðan er núna ber ekki mikið í milli. Við fórum fram á 70 milljónir til að geta tryggt rekstur og miðast þær óskir við blóðug sárs- aukamörk. Nú er verið að fara í saum- ana á smæstu smáatriðum og verið að vinna tæknilega vinnu. Við erum ánægð með að það starf sé í gangi og ég er bara bjartsýnn.“ „Hatur í garð menningar“ „Það ríkir einfald- lega hatur í garð menningar í þessu for- heimskunnar landi. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands bíða enn eftir lausn á málefnum skólans n Þráinn Bertelsson segir óskiljanlegt menningarhatur koma niður á skapandi greinum Þráinn Bertelsson, þingmaður VG Segir menningarhatur vera eina ástæðu fyrir aðgerðarleysi gagnvart Kvikmynda- skólanum. Sofa fyrir framan Alþingi Nemendur Kvikmyndaskólans hafa mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda á táknrænan hátt með því að blunda fyrir framan Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.