Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Síða 14
14 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað L aunamaður með um það bil 440 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir um 1.500 þús- und krónur í tekjuskatt á ári að útsvari meðtöldu. Hjálmar Gíslason, bloggari og starfsmaður Data Market, birt- ir á vefsíðu sinni sundurliðun á því í hvað ríkið notar skattpen- inga meðallaunamanns. 684 þúsund krónur af tekjuskatti borgarbúa í þessum tekju- flokki renna í útsvar til Reykja- víkurborgar. Afgangurinn af þeirri upp- hæð, ríflega 815 þúsund krón- ur, deilist síðan niður á ýmsa málaflokka. Launamaðurinn, sem við skulum kalla Mikael, borgar 267 krónur á ári til for- seta Íslands, rúmlega 3 þús- und krónur fara í Alþingi og 12 krónur renna til saksókn- ara Alþingis. Málshöfðunin á hendur Geir Haarde kostar því hvern launamann um 1 krónu á mánuði. Ríkisstjórn- in fær 281 krónu og Hæsti- réttur fær 160 krónur. Samtals fær æðsta stjórn ríkisins 5.060 krónur á ári af skattpeningum Mikaels. Borgar mest í heilbrigðismál Sá málaflokkur sem fær langstærstan hlut af skatt- greiðslum Mikaels er á forræði velferðarráðuneytisins. Þang- að fara 350 þúsund krónur. Undir þennan málaflokk fellur meðal annars Landspítalinn, en 45 þúsund krónur renna til hans. Hann borgar 39.530 krónur í sjúkratryggingar og 35 þúsund krónur renna til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem borgar út atvinnuleysis- bætur. Lífeyristryggingar fá rúmlega 63 þúsund krónur af skattgreiðslum hans. Aðrir stórir útgjaldaliðir í málaflokknum eru meðal ann- ars Íbúðalánasjóður sem fær 44.721 krónu á ári. Inni í málaflokknum eru einnig fjölmargar aðrar stofn- anir. Ríkissáttasemjari fær 41 krónu á ári og Jafnréttisstofa fær 104 krónur. Barnaverndar- stofa fær 1.370 krónur á ári og elliheimilið Grund í Reykjavík fær 2.026 krónur á ári. Sólheimar kosta 31 krónu á mánuði Meðal þeirra útgjaldaliða sem sem staðið hefur styr um eru Sólheimar í Grímsnesi, en Mikael borgar 373 krónur á ári þangað eða sem nemur 31 krónu á mánuði. Til þess að ungar mæður og feður geti farið í fæðingarorlof með nýfæddum börnum sín- um borgar Mikael um 12.995 krónur á ári í Fæðingarorlofs- sjóð. Það kostar sitt að vera Ís- lendingur því Mikael borg- ar 37.230 krónur á ári í ríkis- ábyrgðir. ÞANGAÐ FARA SKATTARNIR Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Skattamál n Forseti Íslands fær 22 krónur frá meðallaunamanni á mánuði n HÍ fær 1.158 krónur n Landspítalinn fær 3.751 krónu n Þjóðkirkjan fær 155 krónur á mánuði Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 333 krónur n Fjármálaeftirlitið 123 kr. n Hagstofa Íslands 78 kr. Forsætisráðuneyti 115 krónur n Umboðsmaður barna 4,4 kr. n Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 11 kr. Æðsta stjórn ríkisins 421 króna n Embætti forseta Íslands 22 kr. Umhverfisráðuneyti 844 krónur n Vatnajökulsþjóðgarður 89 kr. n Skógrækt ríkisins 29,5 kr. n Veðurstofa Íslands 91,5 kr. Iðnaðarráðuneyti 638 krónur n Tækniþróunarsjóður 99 kr. n Byggðastofnun 22 krónur Fjármálaráðuneyti 10.289 krónur n Afskriftir skattkrafna 1.702 kr. n Barnabætur 1.169 kr. n Ríkisábyrgðir 3.110 kr. Vaxtagjöld ríkissjóðs 7.690 krónur Mennta- og menningar- málaráðuneyti 6.871 króna n Háskóli Íslands 1.158 kr. n MR 58 kr. n RÚV 356 kr. n Lín 1.032 kr. n Þjóðleikhúsið 79 kr. n Listamannalaun 41 kr. Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti 2.195 krónur n v/mjólkurframl. 638 kr. n v/sauðfjárframl. 470 kr. n Hafrannsóknast. 151 kr. n Landgræðsla 3 kr. Utanríkisráðuneyti 1.422 krónur n Sendiráð Íslands 410 kr. Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti 4.979 krónur n Samgönguverkefni 2.432 kr. n Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 1.660 kr. Dómsmála- og mann réttindaráðuneyti 2.922 krónur n Ríkislögreglustjóri 146 kr. n Landhelgisgæslan 292 kr. n Fangelsismálastofnun 130 kr. n Þjóðkirkjan 155 kr. Félags- og tryggingamálaráðuneyti 17.523 krónur n Elliheimilið Grund í Reykjavík 169 kr. n Málefni fatlaðra í Reykjavík 373 kr. n Lífeyristryggingar 5.262 kr. n Atvinnuleysisbætur 2.911 kr. n Fæðingarorlofssjóður 1.079 kr. Heilbrigðisráðuneyti 11.734 krónur n Landspítali 3.751 kr. n SÁÁ 74 kr. n Heilsugæslustöðin Lágmúla 19 kr. n Sjúkratryggingar 3.294 kr. Útsvar 57.041 krónur Svona notar ríkið peningana Miðað er við að launamaður borgi 125.053 krónur í tekjuskatt á mánuði. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.