Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 30
30 S túdentar eru eflaust spennt­ ir fyrir því að hefja nám að nýju nú í haust, en það á ekki síst við um þann mikla fjölda skiptinema sem nú herjar á ýmis lönd í heiminum. Alþjóðaskrifstofa há­ skólastigsins hjálpar stúdentum við að finna sér skóla við hæfi þar sem lang­ mesta úrvalið er í evrópskum skólum en auk þess hefur Alþjóðaskrifstofan gert fjölda tvíhliða skiptisamninga við skóla frá öðrum heimsálfum. Blaða­ maður DV spjallaði við Óskar Eggert Óskarsson, en hann starfar fyrir land­ skrifstofu menntaáætlunar ESB og Nordplus. Þetta eru stærstu áætlanirn­ ar fyrir skiptinám á háskólastigi. Erasmus vinsælast „Það er nokkuð ljóst að Erasmus­áætl­ unin er vinsælust þegar kemur að skipt­ inámi,“ segir Óskar. Erasmus­áætlunin var sett á laggirnar árið 1987 og var ætl­ að að efla skilning og tengsl stúdenta innan Evrópu, en auk þess að eiga þess kost að stunda nám í öðru landi og læra nýtt tungumál er ekki óalgengt að skiptinemar eignist vini og kunningja frá fjölmörgum öðrum löndum. Ísland hefur verið hluti af Erasmus­áætlun­ inni síðan 1992. „Alveg síðan þá hefur verið stöð­ ug fjölgun. Efnahagshrun og fall krón­ unnar hafa ekki haft áhrif,“ segir Óskar. Fjöldi stúdenta sem nýtir sér Erasmus­ áætlunina í ár er um 260 til 270. Fá myndarlegan styrk Það sem útskýrir vinsældir Erasmus­ verkefnisins að hluta er vafalaust myndarlegur fjárstyrkur sem stúdent­ ar eiga kost á. Hljóðar hann upp á 300 evrur á mánuði til almenns uppihalds, eða tæpar 50 þúsund íslenskar krónur. Þar að auki er ferðastyrkur sem nemur 650 evrum, sem ætti í raun að nægja til að kaupa farmiða til gestgjafalandsins og aftur til baka þegar námi lýkur. Nordplus er önnur áætlun sem nýt­ ur talsverðra vinsælda. Ár hvert eru um 100 stúdentar sem nýta sér hana, en eins og nafnið gefur til kynna er þar um að ræða skiptinám á Norðurlönd­ unum. Nordplus veitir einnig styrki til skiptinámsins, en þeir eru þó ögn lægri en Erasmus­styrkirnir. Athyglisvert er að Danmörk er enn vinsælasta landið meðal íslenskra skiptinema og hefur verið frá upphafi skiptináms á háskólastigi. Rétt eins og fyrr á öldum, virðast Íslendingar því kunna vel við sig meðal Dana, gömlu herraþjóðarinnar. Mikilvægt að undirbúa sig Óskar segir miklu skipta að undirbúa sig vel fyrir námsdvöl erlendis. Um­ sóknarfrestur í Erasmus og Nordplus er alltaf í mars, sem þýðir að næsta námsár sem stúdentar geta sótt um í skiptinámi er veturinn 2012 til 2013. „En það er mikilvægt að byrja að hugsa málið mun fyrr, jafnvel allt að ári fyrir brottför. Það er mikilvægt að finna skóla og námsleið við hæfi og einnig að námskeiðin sem valin eru passi við námið sem stundað er hér heima.“ Þegar kemur að skiptinámi utan Evrópu þarf að undirbúa sig jafn­ vel enn betur. „Umsóknarfrestur fyr­ ir skóla utan Evrópu rennur yfirleitt út fyrr. Kosturinn við að stunda nám í Evrópu er auðvitað að þar þurfa stúd­ entar enga vegabréfsáritun, en ann­ að gildir um skóla annars staðar. Þeir sem vilja ferðast annað fá heldur enga styrki, en helsti kosturinn er að skóla­ gjöld við gestgjafaskólann falla niður. Skólagjöld í löndum eins og Bandaríkj­ unum, Japan eða Ástralíu geta verið mjög há – en skiptinemar þurfa aðeins að greiða skráningargjöld sem er að­ eins brot af því sem aðrir borga.“ Erlendir skiptinemar aldrei fleiri Það er ekki aðeins stöðug fjölgun ís­ lenskra stúdenta sem herja á önnur mið, erlendir stúdentar við íslenska háskóla hafa aldrei verið fleiri. „Allt síðan við byrjuðum að taka þátt í Erasmus árið 1992 hefur fjöldi erlendra skiptinema aukist ár frá ári. Það má segja að það hafi orðið algjör sprenging en í ár eru um 700 erlendir skiptinemar.“ Óskar bendir á að íslenskir nem­ endur geti tekið þátt í tenglaverkefni og „tekið að sér“ skiptinema, til að mynda frá því landi sem stefnan er tekin á að heimsækja. Kallast þetta „buddy“ verk­ efnið og hefur gefið mjög góða raun. „Það er góður undirbúningur að kynn­ ast nemanda frá því landi sem stendur til að heimsækja. Bæði til að fá góð ráð varðandi námið og ekki síst til að æfa sig í viðkomandi tungumáli.“ En frá hvaða landi koma flestir er­ lendu skiptinemanna? „Frá Þýska­ landi, ekki spurning. Það er auðvitað stórt land en svo virðist Ísland einnig vera í tísku þar,“ segir Óskar að lokum. bjorn@dv.is n Íslenskir skiptinemar hafa aldrei verið fleiri n Flestir nýta sér Erasmus-áætlunina og fara til Evrópu n Mikilvægt að undirbúa sig vel, segir verkefnisstjóri á Alþjóðaskrifstofu Sífellt fleiri í skiptinám Fjör á Alþjóðaskrifstofu Starfsfólk tekur vel á móti stúd- entum sem stefna á skiptinám. Er barnið tilbúið fyrir fyrsta bekk? Kenndu stafina Barnið þarf ekki að vera fluglæst en það er ágætis undirbúningur að kunna að skrifa nafnið sitt. Litlir stafir eru algengastir en ekki gleyma hástöfunum! Skapaðu skemmtilegan leik með barninu á meðan þið lærið stafina. Færið ykkur svo yfir í tölu­ stafi og kenndu barninu að skrifa símanúmerið ykkar. Hvettu til sjálfstæðis Kann barnið að klæða sig sjálft? Get­ ur það farið á klósettið hjálparlaust? Vertu viss um að barnið viti hvar útifötin eru geymd. Það er ekkert skemmtilegt að týna eigunum sínum fyrsta daginn. Verðlaunaðu góða umgengni með límmiðum. Passaðu samt að setja ekki of mikinn þrýst­ ing. Lítil skref eru best. Lífsleikni Bjóddu barninu með þér næst þegar þú þarft að sinna erindum og ræddu við það um lífið og tilveruna á leiðinni. Útskýrðu af hverju þú ferð með póstkortið á pósthúsið og hvað deildirnar í kjörbúðinni heita. Al­ mennur skilningur á lífinu og tilver­ unni er góður undirbúningur fyrir fyrsta skóladaginn. Hvettu barnið til að ræða um söguna sem þið lesið á kvöldin. Hvaða kafli var skemmtileg­ astur? Stöðvaðu lesturinn og spurðu barnið hvað það haldi að muni næst gerast í sögunni. Vektu áhuga Mundu hvað þú varst spennt/ur þinn fyrsta skóladag í nýju skóla­ fötunum og troðfulla skólatösku af spennandi hlutum. Vektu upp áhuga hjá barninu með því að bjóða því með í verslunarferð fyrir skólann. www.tskoli.is Auktu möguleika þína Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu Flugrekstrarfræði 46 einingar. • Námið er sniðið að þörfum starfsmanna í flug- tengdum rekstri og tekur tvö ár í dreifnámi með staðlotum. Útvegsrekstrarfræði 46 einingar. • Námið er sniðið að þörfum sjávarútvegarins og tekur tvö ár í dreifnámi með staðlotum. Útvegs- rekstrarfræði hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi. Rekstur og stjórnun, almenn lína 46 einingar. • Námið hentar starfsfólki af öllum sviðum atvinnu- lífsins sem hefur lokið starfsmenntun eða sam- bærilegri menntun. Námið tekur tvö ár í dreifnámi með staðlotum. Nám í rekstri og stjórnun í atvinnulífinu er þróað af Tækniskólanum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er til viðurkenndra háskólaeininga. Inntökuskilyrði eru starfsmenntun, stúdentspróf eða sambærilegt nám. Innritun er til 14. ágúst á www.tskoli.is. Lýsingarfræði Námið er 60 framhaldsskólaeiningar (fein) og tekur tvö ár. Námið er skipulagt í samvinnu við PLDA, Professional Lighting Design Association. Námið tekur tvö ár í dreifnámi með staðlotum. Námsmat byggir á raunhæfum verkefnum. Innritun er til 25. ágúst á www.tskoli.is. Kennsla hefst 5. september. Meistaraskólinn Nám til iðnmeistara í öllum iðngreinum. Námið er dreifnám, þ.e. fjarnám með staðlotum. Kennsla hefst 5. september. Ath! Haustið 2012 tekur ný námskrá gildi fyrir iðnmeistaranám. Innritun lýkur 22. ágúst og þann dag verður aðstoð við innritun í matsal nemenda á Skólavörðuholti kl. 16:00 – 18:00. Innritun á www.tskoli.is Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum, s. 514 9601 eða á amp@tskoli.is og á vef skólans www.tskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.