Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 43
Skrýtið | 43Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 n Stórlaxar sem voru frægir, valdamiklir og ríkir n Eiga það allir sameiginlegt að hafa klúðrað málum sínum hrikalega Höfðu allt en klúðruðu því Jerry Lee Lewis Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis naut gríðarlegra vinsælda á sjötta áratug liðinnar aldar. Hann var einn af konungum poppsins. Ferill hans tók hins vegar snarpa dýfu árið 1958 þegar upp komst að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni. Lewis hélt því fram að stúlkan væri fimmtán ára en sjálfur var hann að verða 23 ára á þeim tíma. Aðdáendur hans snéru baki við honum og útvarpsstöðvar hættu að spila lög hans. Ferill hans náði sér aldrei á strik aftur, en þrátt fyrir það var hann tekinn inn í Heiðurshöll rokksins (Rock and roll Hall of Fame) árið 1986. Árið 1988 var Jerry Lee Lewis úrskurðaður gjaldþrota. Richard Nixon Þó að Richard Nixon hafi tapað naumlega fyrir John F. Kennedy í bandarísku forsetakosning- unum árið 1960 gafst hann ekki upp og var kjörinn Bandaríkja- forseti árið 1968. Nixon var vinsæll til að byrja með og bætti samskiptin við Sovétríkin og Kína til muna. En svo kom áfallið, Watergate-hneykslið. Blaðamenn Washington Post komust á snoðir um innbrot í höfuðstöðvar Demókrata- flokksins árið 1972. Síðar kom í ljós að starfsfólk forsetans var viðriðið innbrotið. Richard Nixon sagði af sér embætti í kjölfarið og er enn sem komið er eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem sagt hefur af sér embætti. Andrew Fastow Snemma árs 2001 var bandaríska fyrirtækið Enron það sjöunda stærsta í Bandaríkjunum. Hjá fyrirtækinu störfuðu 21 þúsund manns og var starfsemi þess í 40 löndum. Í desember sama ár var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota. í ljós kom að um risastóra svikamyllu var að ræða. Andrew Fastow var fjármálastjóri fyrirtækisins og var aðalmaðurinn á bak við stórlega fegrað bókhald Enron. Sjálfur græddi Fastow milljónir dala en upp komast svik um síðir. Fastow var dæmdur í sex ára fangelsi og til að greiða aleigu sína, 24 milljónir dala, í sekt. Gerard Ratner Gerard Ratner græddi fúlgur fjár á skartgripa- keðju sinni, Ratners, á síðari hluta tuttugustu aldar. Fyrirtækið gekk vel og mokaði inn seðlum. Árið 1991 hélt Ratner erindi á fundi Institute of Directors í Bretlandi, en um er að ræða félagsskap forstjóra og framkvæmdastjóra stórfyrirtækja í Bretlandi. Á fundinum lét Ratner þau orð falla að sumar vörur í verslunum hans væru algjört drasl. Sumt af því sem væri til sölu á háu verði væri ódýrara en rækjusamloka. Rækjusamlokan mundi þó endast lengur. Hann áttaði sig ekki á því að í salnum var blaðamaður og komust orð hans fljótlega í bresku pressuna. Þetta olli algjöru hruni á hlutabréfum fyrirtækisins og neyddist Ratner til að láta af störfum árið 1992, til þess eins að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. OJ Simpson OJ Simpson átti glæsilegan feril í amerísku NFL-deildinni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þar sem hann sló hvert metið á fætur öðru. Frægðarsól hans reis enn hærra þegar hann lék í vinsælum bíómyndum í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda, Naked Gun-myndirnar má nefna í því samhengi. Hann hafði allt; peninga, útlit og frægð. Árið 1994 var hann ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína, Nicole Brown, og vin hennar, Ronald Goldman, en var síðar sýknaður. En svo kom áfallið. Árið 2008 var hann ákærður og sakfelldur fyrir mannrán, árás og vopnað rán. Svo fór að hann var dæmdur í 33 ára fangelsi og getur hann sótt um reynslulausn í fyrsta lagi árið 2016. Michael Carroll Þetta var í raun dæmt til að fara til fjandans. Árið 2002 vann Michael Carroll, sem þá var 19 ára, 9,7 milljónir punda, tæplega tvo milljarða króna á núverandi gengi, í breska lottóinu. Í stað þess að fara skynsamlega með peningana sólundaði Carroll þeim í alls konar vitleysu. Hann eyddi fúlgum í fíkniefni og vændiskonur handa sér og vinum sínum, lagði háar fjárhæðir undir í fjárhættuspilum sem hann tap- aði og keypti sér rándýra sportbíla og skartgripi úr gulli. Carroll tókst að eyða vinningsfénu á mettíma. Árið 2010, átta árum síðar, var hann úrskurðaður gjaldþrota og er nú á atvinnuleysisbótum. Ben Johnson Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson var á hátindi ferils síns árin 1987 og 1988. Þá setti hann tvö heimsmet í hundrað metra spretthlaupi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988. Aðeins þremur dögum síðar var hann sviptur verðlaununum þegar niðurstaða lyfjaprófs sem hann gekkst undir eftir hlaupið lá fyrir. Í blóði hans fannst efnið stanozolol sem er anabólískur steri. Lewis var dæmdur í þriggja ára keppnis- bann í kjölfarið en þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir hans til að keppa meðal þeirra bestu tókst Johnson það ekki. Hann er líklega einhver þekktasti frjálsíþrótta- maður sögunnar til að falla á lyfjaprófi. George Best George Best er af mörgum talinn vera einn besti knattspyrnumaður sögunnar, en áfengið fór illa með þennan frábæra leikmann sem lengst af lék með Manchester United. Best var rekinn frá United árið 1974, þegar hann var einungis 27 ára. Best tilkynnti í kjölfarið að hann væri hættur í fótbolta, en hann snéri að vísu aftur á völlinn og lék um tíma í Bandaríkjun- um. Allan sinn feril glímdi Best við spilafíkn, sótti stíft í vændiskonur og var langt leiddur alkóhólisti. Heilsu hans hrakaði og árið 2005 lést George Best, 59 ára að aldri. Eftir situr minning um frábæran knattspyrnu- mann sem hefði náð miklu lengra ef ekki hefði verið fyrir áfengið. Jonathan Aitken Í apríl 1995 greindi breska blaðið The Guardian frá því að Jonathan Aitken, þáverandi aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, hefði gerst sekur um brot í starfi þegar hann hafði milligöngu um ólöglega vopnasölu til Mið-Austurlanda. Aitken þvertók fyrir að frétt blaðsins væri rétt og hélt blaða- mannafund þar sem hann hótaði málsókn. Fréttin fór í loftið og Aitken fór í mál. Blaðamenn The Guardian höfðu hins vegar unnið vinnuna sína því sönnunargögn sem lögð voru fyrir dómstóla sýndu fram á sekt Aitkens. Svo fór að hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Málsókn hans kostaði það mikið að hann var nauðbeygður til að lýsa sig gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.