Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað E itt af þeim skilyrðum sem sett voru fyrir að- stoð Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hér á landi var að fenginn yrði virtur sérfræðingur á sviði bankamála, sem ráðinn yrði af forsætisráðuneytinu, til að hafa yfirumsjón með endur- reisn bankakerfisins. Var skip- uð sérstök nefnd um end- urreisn bankakerfisins hjá forsætisráðuneytinu. Í fyrstu var hagfræðingurinn Ás- mundur Stefánsson fenginn í starfið. Hann lét þó fljótlega af störfum og var þá stuttu síðar gerður að bankastjóra Lands- bankans. Við starfinu tók þá sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson. Hann hafði starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í 13 ár frá árinu 1995 og kom að uppbyggingu í mörgum lönd- um sem glímdu við efnahags- kreppu líkt og Ísland. Einnig var horft til reynslu hans í Sví- þjóð þegar landið glímdi við bankakreppu. Þar stýrði hann bankaeftirliti sem aðstoðar- forstjóri sænska fjármálaeftir- litsins á árunum 1990 til 1994. Var ósáttur við seinagang Á blaðamannafundi í Þjóð- menningarhúsinu í febrúar 2009 kynnti Mats Josefsson síðan tillögur nefndarinnar varðandi endurreisn banka- kerfisins. Í fyrstu skýrslu nefndarinnar, þeirri einu sem kom út, kemur fram að ætl- unin hafi verið að uppfæra að minnsta kosti ársfjórðungslega skýrslu nefndarinnar og að hún myndi á virkan hátt vinna með fulltrúum fjölmiðla að því að upplýsa almenning um endurreisn bankakerfisins. Fljótlega fór þó að bera á óánægju hjá Mats Josefsson með seinagang stjórnvalda við uppbyggingu hérlendis. Lítið, ef nokkuð, hefur heyrst í hon- um frá því að Bogi Ágústsson ræddi við hann í nóvember árið 2009 í þættinum Viðtalið á RÚV. Josefsson var með samn- ing við forsætisráðuneytið til loka árs 2009. Ekki boðinn nýr samningur „Ég hætti að vinna fyrir íslensk stjórnvöld í lok árs 2009. Ís- lensk stjórnvöld ræddu aldrei við mig um framlengingu á samningi mínum og komu ekki með nein boð um slíkt,“ segir Mats Josefsson í samtali við DV. Hann segir erfitt að tjá sig um stöðu mála á Íslandi í dag þar sem hann hafi lít- ið fylgst með gangi mála hér- lendis eftir að hann lét af störf- um sínum fyrir stjórnvöld fyrir um 18 mánuðum. Aðspurður um ástæður þess að nefnd um endurreisn bankakerfisins, sem hann veitti forstöðu, hafi einung- is gefið frá sér eina skýrslu og einungis haldið einn blaða- mannafund, sé sú að fulltrú- ar frá fjármálaráðuneytinu í nefndinni töldu enga þörf fyrir slíkt, enda væri almenningur vel upplýstur um stöðu mála. „Ég var ósammála þessari af- stöðu þeirra en þar sem þeir sýndu lítinn vilja til samstarfs gat ég lítið gert í stöðunni,“ segir Josefsson. Hann tekur fram að á meðan hann sinnti störfum fyrir stjórnvöld árið 2009 fannst honum ekki nægi- lega vel gert í því að upplýsa almenning um endurreisn bankakerfisins. Vandinn ekkert að fara í burtu Að hans mati er mikilvægast fyrir íslensk stjórnvöld að koma á pólitískri samtöðu um hvað eigi að gera og í fram- haldi af því að innleiða þær aðgerðir sem fyrst. „Vanda- málin eru ekki að fara í burtu – þau versna bara eftir því sem lengra líður,“ segir Josefsson. Þegar hinn 66 ára gamli Svíi er spurður um hvað hann sé að gera í dag segist hann vera kominn á eftirlaun. Hann sé hættur störfum fyrir bæði Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn sem og Heimsbankann. „Ég var ný- lega ráðinn stjórnarformaður hjá litlum banka þar sem ég bý í Hedemora. Það er verkefni sem mér finnst bæði áhuga- vert og spennandi,“ segir Mats Josefsson að lokum, en þess skal getið að Hedemora er lít- ill 15 þúsund manna bær í ná- grenni við Uppsali. Kostnaður endurreisnar um 85 prósent af lands- framleiðslu Í viðtalinu við RÚV í nóvember 2009 sagði Mats Josefsson að ís- lenska bankakreppan væri sú langt stærsta sem land í heim- inum hefði upplifað. Á þeim tíma var talið að það myndi kosta 85 prósent af vergri lands- framleiðslu að bjarga íslenska bankakerfinu. Sú tala hefur þó lækkað þar sem erlendir kröfu- hafar yfirtóku að mestu Arion banka og Íslandsbanka. Josefs- son sagði að það hefði kostað 51 prósent af vergri landsfram- leiðslu að bjarga bankakerfinu í Indónesíu, þegar Asíukreppan reið þar yfir árið 1997 og 25 pró- sent fyrir Taíland. Um síðustu aldamót glímdi Tyrkland síðan við bankakreppu sem kostaði 23 prósent af vergri landsfram- leiðslu. Josefsson sagði að banka- kreppan í Svíþjóð hefði hins vegar ekki kostað nema fjögur prósent af vergri landsfram- leiðslu og á endanum hefði kostnaðurinn reyndar orð- ið enginn fyrir almenning líkt og gerðist í Noregi. Kreppan í Svíþjóð í upphafi tíunda ára- tugarins hafi hins vegar nær eingöngu verið fasteigna- kreppa. Það hafi bjargað Sví- um að í kringum 1995 kom uppsveifla í heiminum en slíkt er ekki raunin núna fyrir Ís- lendinga enda enn mörg lönd að glíma við gríðarháar opin- berar skuldir. „Ég er sannfærð- ur um að Ísland mun komast í gegnum þetta,“ sagði Josefs- son aðspurður hvort íslenska ríkið myndi ráða við að eyða 20 prósentum af tekjum sínum í vaxtagjöld. Lítið gerst í endurreisninni Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur verið gagnrýninn á ýmis mál tengd ríkisstjórn- inni að undanförnu sem varða aðkomu ríkisins að fjármála- lífinu. Má þar nefna söluna á Sjóvá-Almennum og málefni Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs. „Í tengslum við neyðarlög- in voru fimm atriði sem menn ætluðu sér að framkvæma. Í fyrsta lagi að bankarnir færu í þrot og lánardrottnar og hlut- hafar myndu bera skaðann. Í öðru lagi að fara í skuldaleið- réttingu sem ríkið kæmi að með ráðgjöf frá Mats Josefsson og fleiri aðilum. Í þriðja lagi var hagræðing í bankakerfinu, í fjórða lagi að koma hjólum atvinnulífsins í gang og að síð- ustu að fara í niðurskurð í rík- isrekstrinum. Það hefur lítið verið gert af þessu nema varð- andi fyrsta atriðið og má segja að þetta sé allt í hálfgerðu tjóni,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við DV. Allt í skötulíki hjá ríkis- stjórninni Eftir að Mats Josefsson lét af störfum fyrir íslensk stjórn- völd fyrir um 18 mánuðum hefur enginn tekið við af honum til þess að leiða end- urreisn bankakerfisins á veg- um stjórnvalda. Aðspurður um þetta atriði segir Guð- laugur Þór að þetta sýni bara fram á að þetta sé allt sam- an í skötulíki hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Eitt af þeim atriðum sem umrædd nefnd Mats Josefs- son lagði mikla áherslu á var að stjórnvöld legðu rækt við að upplýsa almenning og fjölmiðla reglulega um hvernig gengi að endurreisa bankakerfið. Stjórnvöld hafa einmitt legið verulega und- ir ámæli varðandi þetta at- riði. „Um upplýsingagjöfina má segja að það er fullkom- in leyndarhyggja yfir öllum málum. Sem dæmi get ég nefnt að þegar upplýsinga var óskað um kaupverð- ið á Byr sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, að menn skyldu einfaldlega bíða þangað til svarið birtist í ríkisreikningi,“ segir hann. Þess skal getið að ríkisreikningur fyrir árið 2011 verður líklega ekki birt- ur fyrr en í ágúst árið 2012 eða meira en ári eftir söluna á Byr. Guðlaugur Þór á sæti í viðskiptanefnd og segir hann að sín reynsla sé sú að það þurfi að toga allar upplýsing- ar um endurreisn bankakerf- isins með töngum upp úr nú- verandi valdhöfum. Fresta öllum aðgerðum Einnig sé gott að rifja upp orð Görans Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sem var fjármálaráðherra þegar Svíar voru að glíma við sína efnahagskreppu fyrir um 15 árum. Guðlaugur Þór seg- ir að Svíar hafi unnið sig út úr vandanum vegna þess að þeir horfðust í augu við vand- ann og tóku á honum. Slíkt sé ekki hægt að segja um núver- andi ríkisstjórn á Íslandi sem fresti öllum aðgerðum og veiti litlar upplýsingar varð- andi endurreisn bankakerfis- ins. Auk þess sé nauðsynlegt að minnka stærð bankakerf- isins svo fátt eitt sé nefnt af því sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki komið í verk. DV sendi fyrirspurn á Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn varð- andi það hvort sjóðurinn hefði verið sáttur við starfslok Mats Josefsson í lok árs 2009. Þeirri fyrirspurn hafði ekki verið svarað þegar blaðið fór í prentun. Einnig var send fyrirspurn á forsætisráðu- neytið varðandi nefnd um endurreisn bankakerfisins og höfðu svör ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Var fyrir- spurnin send klukkan níu um morguninn og barst svar frá ráðuneytinu klukkan 15.30 að líklega yrði ekki hægt að svara spurningum DV fyrr en síðar. n Mats Josefsson fór fyrir nefnd um endurreisn bankanna en samningurinn var ekki endurnýjaður n Guðlaugur Þór Þórðarson telur að toga þurfi allt upp úr stjórnvöldum varðandi endurreisnina Josefsson ósáttur við starfslok sín „Það hefur lítið verið gert af þessu nema varðandi fyrsta atriðið og má segja að þetta sé allt í hálfgerðu tjóni. Kvartaði undan seinagangi Mats Josefsson, sænski banka- sérfræðingurinn, kvartaði undan seinagangi stjórnvalda við að endurreisa bankakerfið árið 2009. Annas Sigmundsson as@dv.is Undrast ógegnsæi hjá stjórnvöldum Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir leyndarhyggju yfir öllum aðgerðum stjórnvalda varðandi endurreisn bankakerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.