Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 22
22 | Viðtal 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað L íf óperusöngvarans og út- varpsmannsins Ásgeirs Páls Ágústssonar hefur tek- ið stakkaskiptum á undan- förnum árum. Árið 2007 ákvað hann að söðla um og leggja allt undir. Hann fór til Þýska- lands í söngnám og er nú óperu- söngvari í Halle. Margir voru með úr- tölur og töldu sumir hann of gamlan til að láta drauminn um sönginn ræt- ast. Árið 2010 ákvað Ásgeir svo að fara í átak þegar hann steig á vigtina og blöskraði. Ásgeir léttist mikið á skömmum tíma og hefur í dag misst 44 kíló. Hann stefnir á 50 fyrir fertugt. Áður en Ásgeir vissi af var hann far- inn að hlaupa um götur Halle, eitt- hvað sem hann hafði aðeins dreymt um áður. En dag einn hneig hann niður með verk fyrir brjóstinu. Ásgeir fékk hjartaáfall, en hefði hann ekki verið verið búinn að missa 36 kíló á þeim tímapunkti hefði það getað gengið af honum dauðum. Ætlaði að verða prestur „Ég var aldrei í íþróttum sem krakki. Það mesta sem ég gerði í íþróttum var að teygja mig í taflmennina. Þannig að fara út að hlaupa var eitthvað al- veg nýtt fyrir mér,“ segir Ásgeir Páll sem ætti að vera landsmönnum að góðu kunnur en hann starfaði lengi í íslensku útvarpi. Það var ekki fyrr en Ásgeir fór í átak og kílóin fóru að hrynja utan af honum að hann upp- götvaði íþróttir og heilsurækt. „Ég var feitur og var ekkert í fót- boltanum eins og hinir strákarn- ir. En ég undi mér ágætlega og leið vel sem barn. Ég var fyrirmyndar- krakki. Kirkjurækinn mjög, var alltaf í sunnudagaskólanum og var í KFUM. Ég ætlaði mér alltaf að verða prestur.“ Þó Ásgeir Páll hafi verið fyrirmynd- arbarn átti hann sín strákapör líka. „Maður prófaði að reykja njóla og svona þetta helsta.“ Ásgeir segist líka hafa verið óhefð- bundinn að því leyti að hann lærði á fiðlu. „Það voru ekki margir strákar sem lærðu á fiðlu á þessum árum,“ segir Ásgeir sem fékk snemma áhuga á tónlist. Félagslífið tók völdin Þegar kom fram á menntaskólaár- in vildi Ásgeir prófa eitthvað nýtt. „Komast í nýtt umhverfi, nýjan hóp. Maður hefði bara elt hópinn með því að fara í Flensborg eins og nánast all- ir gerðu.“ Ásgeir byrjaði á því að taka hálft ár í Menntaskólanum í Reykjavík eða þangað til hann fékk inngöngu í Menntaskólann í Hamrahlíð. „Hugurinn stefndi þangað og ekki síst út af tónlistinni þar sem þar var mikið tónlistarlíf og sérstök tónlist- arbraut. Mér líkaði veran í MH vel en kláraði aldrei stúdentsprófið þar sem ég hellti mér gjörsamlega út allt sem hét félagslíf. Ég byrjaði í útvarp- inu, Útrás sem var útvarpsstöð fram- haldsskólanema, fór svo að leika og tók þátt í söngleik. Það árið fór allur minn tími í það.“ Faðir Ásgeirs, Ágúst Breiðfjörð, hafði miklar áhyggjur af syni sínum og námsárangrinum. „Pabbi sagði mér seinna að hann hafi haft gríðar- legar áhyggjur af mér þar sem ég var ekki að standa mig í náminu. Hann fór og ræddi við Örnólf Thorlacius rektor og spurði hvort ekki væri hægt að ýta eitthvað við mér eða gera eitt- hvað. Örnólfur sagði pabba bara að halda ró sinni því það væri nú fleira nám en það sem kennt væri á stund- artöflu. Og það má segja að Örnólfur hafi haft rétt fyrir sér því ég hef meira og minna starfað við allt það sem ég var að gera í MH á þeim tíma. Útvarp, söng og leik.“ Ætlaði að verða stjarna Á meðan Ásgeir var í MH nam hann einnig söng við tónlistarskól- ann í Reykjavík. „Ég var svona 18, 19 ára gamall og var búinn að vera í söngnáminu í hálft ár þegar við settum upp stykkið Upphaf og endi Mahagonny-borgar í MH. Mjög erfitt verk sem ég skil eiginlega ekki alveg enn þann dag í dag hvernig okkur tókst að gera. Mér var boðið að syngja aðalhlut- verkið í sýningunni sem var tenór og ég er enginn tenór,“ segir Ásgeir sem er barítónsöngvari. „Það var bara ekki um auðugan garð að gresja af fólki sem hafði einhverja undirstöðu í söng á þessum aldri. Söngkennarinn minn sagði þetta strax alltof þungt verk fyrir mig, að ég væri ekki tilbúinn í það. Hún hrein- lega neitaði að kenna mér áfram tæki ég þetta að mér. Ég ætlaði bara að verða stjarna og hafði ekkert við neinn söngkennara að gera og hætti bara í náminu.“ Neistinn kviknaði á Kofanum Eftir sýninguna má segja að söng- ferill Ásgeirs hafi lagst í dvala í tæp tíu ár. Ásgeir starfaði áfram í útvarpi eftir framhaldsskóla og var það hans helsti starfsvettvangur. Eins og svo margir útvarpsmenn hér á landi hefur hann komið víða við og þegar áhuginn fyrir söngnum kviknaði aft- ur hafði hann meðal annars starfað á Hljóðbylgjunni, Stjörnunni, Sól- inni, FM 957 og var lengi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það var svo ekki fyrr en ég var orðinn 27, 28 ára að ég snéri mér aftur að söngnum og þá fyrir algjöra tilviljun. Vinur minn átti kærustu sem var í söngskólanum og var að setja upp nemendasýningu. Ég fór í frumsýningarpartíið á Kofa Tómas- ar frænda og það var svo gaman þar að ég hugsaði með mér fjandakorn- ið ég fer bara í sönginn aftur.“ Ásgeir var ekkert að tvínóna við hlutina og skömmu seinna var hann byrjaður í söngnámi í Söngskólanum. „Útvarpið hafði alltaf verið minn vettvangur og þar sá ég bara fyrir mér að ég yrði gamall. En hitt kitlaði allt- af, þannig að ég ákvað bara að kýla á þetta. Ég tók því þá ákvörðun að fara í söngnám erlendis í tvö ár og sjá svo bara hvað myndi gerast. Ég kæmi þá bara aftur heim ef þetta væri ekki að gera sig,“ en Ásgeir fór út haustið 2007. Draumurinn rættist Ásgeir lærði söng hjá Mörthu Sharp við tónlistarháskólann í Salzburg. „Fljótlega bauð hún mér að fara að vinna þetta frekar hratt og að ég færi svo bara að koma mér í áheyrnar- prufur. Ég tók svona hæfilega mikið mark á því þar sem þetta er svo of- boðslega harður heimur og erfitt að komast að. Fólk hafði líka reynt að draga úr mér kjarkinn hérna heima. Að ég væri orðinn of gamall og ætti að snúa mér að einhverju öðru. En ég var kominn þarna út til þess að láta á þetta reyna þannig að ég lét slag standa.“ Ekki þurfti nema tvær prufur til og þá var Ásgeir kominn með at- vinnutilboð hjá óperuhúsinu í Halle í Þýskalandi. „Þar er ég svo búinn að vera í tvö ár,“ segir Ásgeir stoltur en hann er fastráðinn þar og hefur sungið í fjölmörgum sýningum und- anfarin tvö ár. „Þetta er draumurinn, draumur- inn að rætast. Sérstaklega af því að hann var svo fjarlægur fyrir nokkrum árum vegna þess að ég fékk í raun aldrei að heyra neitt annað en að ég gæti þetta ekki. Þannig að þetta er viss sigur líka. En auðvitað er ég að byrja að syngja miklu eldri en margir aðrir og ég finn það alveg líka. Jafn- aldrar mínir úti eru með mun meiri reynslu en ég.“ Ásgeiri hefur líka gefist tækifæri til þess að taka þátt í söngleikjum og hefur hann ekki síður gaman af því en óperunni. „Ég er til dæmis að fara syngja aðalhlutverkið í söngleiknum Dracula í haust sem verður stærðar- innar sýning.“ Sjokk á vigtinni Ásgeir hefur þó ekki bara látið drauma sína um sönginn rætast því undanfar- in ár hefur hann einnig náð miklum árangri í baráttunni við aukakílóin. „Ég var alltaf þungur sem krakki en svo á menntaskólaárunum grenntist ég þó svo að það hafi ekki verið neitt Ásgeir Páll Ágústsson ákvað fyrir nokkrum árum að gerast óperusöngvari og flutti til útlanda. Fáir höfðu trú á honum en Ásgeir lét drauma sína rætast og er nú fastráðinn við óperuhúsið í Halle í Þýskalandi. Fyrir nokkru fór Ásgeir í mikið átak þegar hann nálgaðist 140 kíló. Hann léttist á mettíma en þegar 36 kíló voru farin fékk hann hjartaáfall. Hefði ekki verið fyrir lífsstílsbreytinguna hefði áfallið getað gengið af honum dauðum. Þegar hann var 39 ára blasti kaldur raunveru- leikinn við á hjartadeildinni en lukkan fylgir útvarpsmanninum glaðlynda. Átakið bjargaði lífi „Þetta er draumur- inn, draumurinn að rætast. Sérstaklega af því að hann var svo fjarlægur fyrir nokkrum árum vegna þess að ég fékk í raun aldrei að heyra neitt annað en að ég gæti þetta ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.