Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 64
Hleypur fyrir UNICEF n Verðlaunaleikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir er dyggur stuðningsaðili UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og ætlar hún að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmara- þoninu sem fram fer um helgina. Unnur Ösp hvetur fólk til að heita á sig og styrkja þannig börnin í Austur- Afríku. „Ég hleyp að sjálfsögðu fyrir UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, stöndum saman, heitið á mig og styrkið börnin í Aust- ur-Afríku! Allir saman nú!!!!“ skrifaði hún á Facebook- síðuna sína á fimmtudag. Verða þeir ekki rukk- aðir fyrir klefana? Leitar að íslenskri Christinu Ricci n Það er sannarlega líf og fjör í kringum rithöfundinn og sjón- varpskonuna Tobbu Marinósdóttur. Í vikunni komst hún í fréttirnar vegna heldur óskemmtilegrar lífs- reynslu. Þegar hún kom að bílnum sínum við Kringluna hafði óprútt- inn aðili atað bílinn út í mannskít. Í gær, fimmtudag, sendi hún svo frá sér bloggfærslu þar sem hún segist vera að leita að íslenskri stelpu sem líkist leikkonunni Christinu Ricci. Sú þarf að hafa ríka þjónustulund og bjart bros. Það er engin lognmolla í kringum Tobbu því nú styttist óðum í að ný bók eftir hana komi út, en bókin hennar Makalaus sló í gegn fyrir síð- ustu jól. Kántrí í borginni n Selma Björnsdóttir, leik- og söng- kona og leikstjóri, hefur getið sér gott orð sem kántrísöngkona á undan- förnum mánuðum. Kántríplatan Alla leið til Texas kom út á síðasta ári en Selma hefur aldrei spilað með kántrí- bandinu sínu í Reykjavík. Það mun þó breyt- ast 21. ágúst næstkom- andi þegar hún hyggst mæta með kántrí- bandið sitt á Rós- enberg. Þar ætlar bandið að flytja klassískar kántríperlur. T ekið hefur verið á mismunun sem viðgekkst lengi vel í Sund- höll Reykjavíkur og DV greindi fyrst frá. Þar virtist gilda óskrif- uð regla um að láta útlendinga ekki fá læsta klefa. Ástæða þess var sögð sú að þeir ættu erfitt með að skilja hvernig ætti að læsa þeim. Var þeim í staðinn beint í læsta skápa. Í kjölfar umfjöllunar DV tók Reykja- víkurborg á málinu og er útlendingum nú boðið upp á að velja á milli læstra klefa og/eða skápa. Þetta hefur ekki skapað eins mikinn glundroða og forsvarsmenn Sundhallarinnar töldu. Starfsfólkið segir erlendum gestum einfaldlega frá því hvernig eigi að bera sig að og samkvæmt heimildum DV hefur allt gengið eins og í sögu. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþróttasviðs ÍTR, staðfestir að starfs- mannastjóri ÍTR hafi farið í Sundhöll Reykjavíkur til þess að kanna málið. Segir hann að ekkert athugavert hafi verið við fyrirkomulagið í Sundhöll- inni og þvertekur fyrir að kerfislæg mismunun hafi viðgengist. DV greindi frá málinu í síðasta mánuði og hringdi meðal annars í Sundhöllina og ræddi við óbreyttan starfsmann um málið. Sagði starfsmaðurinn frá því að út- lendingar ættu oft erfitt með að skilja hvernig hurðirnar á klefunum virkuðu og því væri mælst til þess að þeim væri beint í venjulega skápa. Fyrrverandi starfsmaður sem DV ræddi við blöskraði mismun- unin. „Þarna voru kannski fínar frúr frá Bandaríkjunum að spyrja hvers vegna þær gætu ekki fengið klefa eins og Íslendingarnir og maður vissi ekkert hvað maður ætti að segja.“ Starfsmaðurinn sagði það hafa verið óskrifaða reglu að útlendingar fengju ekki klefa. Í Sundhöllinni hefur lengi verið haldið í íhaldssamar hefðir en svo lengi sem menn muna hafa ein- ungis konur starfað í afgreiðslunni og karlar í sundvörslu. jonbjarki@dv.is Útlendingar fá klefa n Útlendingum boðið upp á að fá klefa í Sundhöllinni eins og innfæddum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 12.–14. ágÚST 2011 91. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Mannréttindi virt Reykjavíkurborg hefur tekið á því misrétti sem útlendingar voru beittir í Sundhöll Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.