Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 meðvitað. En svo upp úr tvítugu fór ég að þyngjast hægt og bítandi. Það hélt svo bara áfram og ég var orðinn 139 kíló þegar ég var þyngst- ur. Þetta var sennilega í febrúar, mars 2010. Þetta var töluvert sjokk og ég man að ég hugsaði; ég verð aldrei 140.“ Eins og svo margir aðrir hafði Ásgeir reynt ýmislegt til að léttast en alltaf bætt á sig aftur. En þarna breyttist eitthvað í hugarfari hans og þetta var ekki spurning um átak lengur heldur nýjan lífsstíl. „Þegar ég sá þessa tölu tók ég bara ákvörð- un og það var aldrei neinn efi í mín- um huga. Þetta var ekki spurning um hvort heldur hvernig.“ Breytt hugarfar Í kjölfarið fór Ásgeir að lesa sér mik- ið til um næringu og fæðuval. „Ég klippti strax þarna út allt hvítt brauð og um 90 prósent af mjólkurneysl- unni. Ég borðaði bara vatnssoðinn hafragraut í morgunmat og svona. Ég hætti þó ekkert allri neyslu á hvítu hveiti og sykri heldur reyndi að stýra kolvetnaneyslunni fyrri hluta dags. En svo var ég með nammidaga þar sem ég leyfði mér allt sem ég vildi í því magni sem ég vildi. Það hefur svo breyst. Því maður er far- inn að líta mat öðrum augum. Miklu frekar sem bensín á líkamann en eitthvað sem lætur sálinni líða eitt- hvað betur. Til dæmis fyrsta nammi- daginn þá var ég alveg að springa, mig langaði svo í eitthvað. Ég fór út í búð og keypti stóran pakka af prins- kremkexi og lítra af mjólk. Ég slátr- aði þessu á hálftíma held ég. Enda gerði ég ekkert meira þann daginn þar sem líkaminn var bara í sjokki. Þetta gerist ekki lengur hjá mér. Stöðugleikinn er orðinn meiri og hugarfarið annað. En maður leyfir sér alveg eitthvað samt.“ Kílóin fuku burt Til að byrja með var það bara mat- aræðið sem Ásgeir tók í gegn og ár- angurinn lét ekki á sér standa. „Ég missti einhver fimm kíló bara fyrstu vikuna og þrjú kíló þá næstu. Því vatnsmagnið og vökvasöfnunin var líka orðin svo mikil en svo varð þyngdartapið eðlilegra eftir það.“ Þegar Ásgeir fór að sjá árangur- inn fór hann að gera ýmislegt fleira. „Ég fór að hjóla og seldi bílinn minn fljótlega og hjólaði bara allra minna ferða. Svo í kjölfarið fór ég að hlaupa. Til að byrja með fór ég í svona tíu mínútna túra þar sem ég hljóp í eina mínútu og labbaði í eina. Eftir fyrsta túrinn fór ég svo heim og ældi.“ Segir Ásgeir það til marks um hversu slakt formið var til að byrja með. Enda hafði hann í raun aldrei stundað hlaup á ævinni áður. Gekk á Esjuna „Þetta var þó fljótt að koma og eft- ir skamman tíma var ég farinn að geta skokkað rólega í 20 mínútur. Í dag hleyp ég svo tíu kílómetra þrisvar í viku.“ Hlaupin hafa þó ekki gengið alveg áfallalaust fyrir sig. „Ég þurfti reyndar að taka mér smá pásu því ég fékk það sem kall- ast hlauparahné.“ Ásgeir lét það þó ekki stoppa sig í líkamsræktinni og ákvað að ganga á Esjuna fyrst hann gat ekki hlaupið. „Ég fór upp og svo á leiðinni niður fann ég fyrir smá eymslum en engu alvarlegu þannig að ég fór aftur skömmu seinna. Aft- ur fann ég ekkert á leiðinni upp en á leiðinni niður fann ég fyrir níst- andi sársauka. Þannig að ég endaði með að bakka niður Esjuna,“ segir hann og hlær. Í dag hefur Ásgeir misst í kringum 44 kíló en hann stefnir á að missa sex í viðbót á næstunni. „Ég verð nefni- lega fertugur bráðum og hafði sett mér það markmið að missa 50 kíló fyrir fertugt.“ En það er ekki bara minna mittismál sem gleður Ásgeir því þessi nýi lífsstíll færir honum svo mikið meira. „Þetta er lífsstíll sem að ég þekkti bara ekki og ég hafði engan íþróttagrunn.“ „Hver leysir þig af ef þú lifir þetta ekki af?“ Þessi lífsstílsbreyting Ásgeirs átti líka eftir að reynast honum dýrmætari en hann gat nokkurn tímann grunað. Því á miðri leið varð hann fyrir miklu áfalli. Bókstaflega, því hann fékk vægt hjartaáfall þegar hann hafði misst 36 kíló. „Ég var staddur í Düsseldorf og var þar úti að hlaupa eins og ég geri þrisvar í viku. Ég var að taka spretti til þess að auka þolið eins og ég geri stundum. Þá tók ég sprett og hvíldi í eina mínútu og tók svo annan. Í þriðja spretti fæ ég svo bara ein- hvern ofboðslega mikinn verk fyr- ir brjóstið,“ segir Ásgeir en við það hneig hann til jarðar. „Þetta gekk svo yfir á frekar stuttum tíma og ég bara hélt áfram að hlaupa,“ en Ás- geir hélt í fyrstu að hann hefði fengið svona sterkan brjóstsviða sem hafði stundum hrjáð hann þegar hann var of þungur. Allan þann dag og daginn eftir var Ásgeir svo með mikinn svima sem fór þó minnkandi. „Ég fór svo heim aftur til Halle og viku eftir að þetta gerðist var sviminn farinn að aukast aftur. Ég átti þá að fara á æfingu í óperunni en svimaði það mikið að ég þorði ekki öðru en að láta kíkja á þetta.“ Ás- geir fór því upp á spítala þar sem efri mörk blóðþrýstingsins mældust 235. „Læknirinn sagði þá við mig að ég þyrfti að dvelja yfir nótt en mér leist ekkert á það því ég þyrfti að fara á æfingu og það væru sýningar um helgina. Þá sagði hann við mig: „Hver leysir þig af ef þú lifir þetta ekki af?“ Þá rann upp fyrir mér hvað þetta var alvarlegt.“ Átakið blessun Eftir nokkrar rannsóknir kom í ljós að Ásgeir hefði fengið vægt hjarta- áfall sem orsakaðist af þessum háa blóðþrýstingi og því að hjartavöð- vinn hafði hreinlega stækkað. „Annað fundu þeir ekki að hjá mér sem betur fer. Það kom ekkert drep í hjartað eins og oft gerist og nýrun voru í fínu lagi og allt æðakerfið.“ Bæði Ásgeir og aðrir í kringum hann veltu því fyrir sér hvort þetta gríðarlega þyngdartap sem hafði átt sér stað á stuttum tíma hefði get- að valdið hjartaáfallinu. „Ég spurði þess vegna sérfræðinginn en hann sagði það ekki geta verið. Hann sagði þyngdartapið bara hafa hjálpað og ef ég hefði ekki misst þessi kíló þá gæti verið að ég hefði hreinlega ekki haft þetta af.“ Ásgeir var líka lánsamur að hafa komist undir læknishendur nógu snemma. Því með svo háan blóð- þrýsting var aðeins tímaspursmál hvenær hann hefði fengið annað hjartaáfall eða jafnvel heilablóðfall. Eftir greininguna fékk Ásgeir blóð- þrýstingslyf en nokkrum mánuðum seinna losnaði hann af þeim. „Það var mikill léttir því mér skilst að fólk sem byrji á slíkum lyfjum sé á þeim ævilangt.“ Blákaldur raunveruleikinn Þó að Ásgeir hafi verið lánsamur – bæði að hafa verið búinn að léttast og komast undir læknishendur í tæka tíð – blasti kaldur raunveruleik- inn við eftir áfallið. „Fyrstu nóttina mína lá ég á gjörgæslu með tveim- ur eldri mönnum og annar þeirra fékk tvö stór hjartaáföll um nóttina með tilheyrandi uppköstum og lát- um. Stofan breyttist bara í blikkandi diskótek. Honum var bara húrrað inn í opna hjartaaðgerð og ég veit ekki einu sinni hvort hann hafði það af. Þarna lá ég 39 ára gamall og hugs- aði: Hvað er ég að gera hérna?“ Eftir fyrstu nóttina var Ásgeir svo lagður inn á almenna deild. „Þar var ég með manni á deild frá Austurríki sem var sjötugur landakortateiknari. Við spjölluðum mikið saman. Hon- um fannst svo mikið til þess koma að ég væri Íslendingur og talaði til dæmis mikið um Ásgeir Sigurvins- son. Við borðuðum svo saman mál- tíð og þá sagði hann við mig: „Merki- legt til þess að hugsa að þetta geti verið síðasta máltíðin mín.“ Mér brá í brún en hann sagði mér þá að hann væri að fara í stóra hjarta- þræðingu og brugðið gæti til beggja vona með hvernig aðgerðin tækist. Hann lifði hana sem betur fer af en þarna var maður kominn inn í um- hverfi þar sem maður fer að hugsa allt öðruvísi. Hugsa um hluti sem fer- tugur maður á ekkert að vera hugsa um. Þótt þær hugsanir komi kannski seinna á lífsleiðinni.“ Tilfinningalega áttaði Ásgeir sig samt ekki á því hvað hafði gerst fyrr en nokkrum vikum eftir að hann kom heim. Það hafði verið mikið stress á honum sem gæti hafa átt stóran þátt í hjartaáfallinu. Hann hafði gengið í gegnum skilnað á þessum tíma fyrir utan það mikla álag sem hafði fylgt því að leggja allt undir og hefja feril sem óperusöngvari. Galdrar í útvarpinu Eftir stendur þó að Ásgeir er lánsam- ur maður. Hann hefur öðlast nýtt líf og hefur aldrei verið jafnmeðvitað- ur um eigin heilsu. Það má segja að hann sé lukkunnar pamfíll. Þó svo að söngferillinn hafi tekið yfir hjá Ás- geiri undanfarin ár þá hefur hann aldrei getað slitið sig frá útvarpinu. „Það eru einhverjir galdrar í útvarpi.“ Ásgeir hefur meira að segja komið sér upp litlu hljóðveri heima hjá sér í Halle og verið með þætti á Bylgjunni. „Það verður framhald á því. Ég verð á Bylgjunni í vetur á föstudögum og laugardögum,“ segir útvarpsmaður- inn glaðlyndi. asgeir@dv.is Ásgeir Páll Ágústsson Lét draum sinn rætast og gerðist óperusöngvari. Mynd Eyþór Árnason „Þarna lá ég 39 ára gamall og hugsaði: Hvað er ég að gera hérna? Á sviðinu í Halle Eins og sjá má hefur Ásgeir grennst gríðarlega mikið og yngst um tíu ár í leiðinni. 44 kíló farin „Ég missti einhver fimm kíló bara fyrstu vikuna og þrjú kíló þá næstu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.