Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Hvað er að gerast? n Gæran á Sauðárkróki Tónlistarhátíð Gæran á Sauðárkróki fer fram dagana 12. - 13. ágúst. Tónleikarnir eru haldni í sútunarverksmiðjunni, Loðskinni. Meðal tónlistarmanna sem koma fram á há- tíðinni eru: Múgsefjun, Blaz Roca, Morðingj- arnir, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Valdimar, Sverrir Bergmann ásamt fjölda annarra. Fimm heimildamyndir um íslenska tónlist verða sýndar á hátíðinni í Sauðár- króksbíói. Aðgangseyrir á hátíðina er 4.000 krónur fyrir báða dagana og innifalinn er aðgöngumiði í bíó. n Tosca í Keflavík Óperan Tosca eftir Giacomo Puccini, ein frægasta ópera allra tíma, verður flutt í Keflavíkurkirkju á föstudagskvöldið. Fyrsti hluti óperunnar verður fluttur í kirkjunni, annar hluti í safnaðarheimili kirkjunnar og sá þriðji í garðinum þar á milli. Áhorfendur flytja sig á milli og taka þannig virkan þátt í sýningunni. Tónlistarstjóri er Antonia Hevesi og leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson. Í aðalhlutverkum eru Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jóhann Smári Sævarsson, Bragi Jónsson, Magnús Guðmundsson, Rósalind Gísladóttir og Kristján Þorgils Guðjónsson. n Clapton „tribute“- tónleikar Tónleikar til heiðurs tónlistarmanninum Eric Clapton verða á skemmtistaðnum Sódómu á föstudagskvöldið. Flutt verða mörg af hans bestu lögum, meðal annars Layla, White Room, Sunshine of Your Love og Cocaine. Tónleikarnir hafa tvisvar verið haldnir á Akureyri en þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru í bænum. Húsið verður opnað klukkan 22 og miðaverð er 1.500 krónur. n Djasstónleikar í Hörpu Aðrir tónleikar í tónleikaröð Munnhörpunnar í Hörpu verða haldnir á laugardaginn. Þá kemur fram kvartett gítarleikarans Ómars Guðjónssonar. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Ingi Björn Ingason, Helgi Svavar Helga- son og Matthías Hemstock. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til 17. Tón- leikarnir verða utandyra ef veður leyfir en annars inni í Munnhörpunni í anddyri Hörpu. Aðgangur er ókeypis. n Góðir landsmenn með ball Ballhljómsveitin Góðir landsmenn ætla að skemmta landsmönnum á Spot bæði föstudags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveitin leggur upp með að spila hress og dansvæn lög sem koma öllum í stuð. n Chopin á Gljúfrasteini Kristján Karl Bragason kemur fram á sunnudag á stofutónleikum á Gljúfra- steini. Hann flytur Sónötu númer 3 eftir Chopin. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. 12 ágú Föstudagur 13 ágú Laugardagur 14 ágú Sunnudagur „Ég get bara sagt það að við vorum að panta þriðja upplagið því hin tvö hafa selst upp.“ En bjóst Ragnar við svona við- tökum? „Já, við gerðum það eigin- lega. Þegar við byrjuðum að spila saman þrír voru viðbrögðin þann- ig að þetta var eitthvað sem hitti í mark. Svo tókum við túr heima árið 2009 þar sem við spiluðum nánast í hverjum bæ í meira en tvær vikur. Hvarvetna sem við spiluðum var fólk alveg rosalega ánægt með okk- ur. Svo er þetta fólk á öllum aldri sem fílar Árstíðir. Allt frá ungum stelpum upp í gamla kalla. Þannig að við höfum mjög stóran mark- hóp,“ segir Ragnar. Komnir með „stúdíó tan“ Önnur plata Árstíða er væntan- lega seinna á árinu en sveitin hefur unnið ásamt Ólafi Arnalds að sinni annarri breiðskífu. „Við höfum eitt öllu sumrinu í upptökur. Þess vegna erum við komnir með þetta fína „stúdíó tan“. En veðrið hér í Prag er mjög gott þannig að kannski fáum við smá alvöru „tan“ núna. Við tók- um upp þrettán lög og líklega rata tólf þeirra á plötuna. Hún er á loka- stigum hljóðblöndunar og verður gefin út í október,“ segir Ragnar. Árstíðir fara nýjar leiðir á sinni annarri plötu. „Það verða fetaðar nýjar brautir. Tónlistin vill fara í allar áttir og ekkert alltaf endilega þangað sem var gert ráð fyrir. Það eru náttúrulega sex lagahöfundar í bandinu sem allir hafa mismun- andi bakgrunn en hafa allir rödd. Það skilar sér líka inn í lögin því þau fara hingað og þangað. Bara eins og Árstíðirnar. Platan mun koma fólki svolítið á óvart og fara leiðir sem fólk býst ekki við,“ segir Ragnar en hvernig er að tækla sex mismun- andi skoðanir á öllu? „Við köllum bandið litla lýð- ræðið. Það eru sex lagahöfundar og hver og einn þeirra hefur sterk- ar skoðanir. Við höfum gert í því að hafa lýðræði í bandinu og það þýðir að allir verða að vera um- burðarlyndir. Það þarf að ræða all- ar ákvarðanir í þaula en það þýðir líka að þegar ákvörðun er tekin er hún vel hugsuð. Annars eru allir í hljómsveitinni bestu vinir og að túra saman er bara eitt gott partí. Eins og í gær í Prag. Að vera með vinum sínum á sumarnóttu. Það var ekkert leiðinlegt skal ég segja þér,“ segir Ragnar. Risatúr í Rússlandi „Það er erfitt að segja að við horfum til einhverrar einnar hljómsveitar,“ segir Ragnar aðspurður um hvort Árstíðir sæki innblástur út á við. Hann segir marga vilja meina að Árstíðir líkist Seattle-hljómsveit- inni Fleet Foxes sem einnig spil- ar indí-popp með þjóðlagaívafi og raddar sönginn. „Við virðum það band alveg og það er alls ekkert leiðinleg samlík- ing. En ég held það sé meira að þeir radda sönginn og það gerum við líka. Þess vegna vilja margir meina að við séum líkir þeim. Leyndar- málið okkar er líka þessi raddaði söngur. Fólki finnst alltaf gaman að heyra fallegan, raddaðan söng.“ En hvað er svo á döfinni hjá sveit- inni á næstu vikum? „Eftir að við komum heim frá Tékklandi göng- um við frá plötunni og förum svo til Rússlands. Þar spilum við í tíu borg- um að ótöldum öllum útvarpsvið- tölunum og fleiru sem við munum gera. Ég get ekki staðfest það en ég held að þetta sé stærsti túr sem ís- lensk hljómsveit hefur farið í Rúss- landi. Málið er að við förum svo vítt og breitt um landið. Umboðsmaður okkar sem þekkir auðvitað vel til vill meina að ekkert íslenskt band hafi spilað svona vítt og breitt um Rúss- land,“ segir Ragnar Ólafsson. Á leið til Rússlands Árstíðum er vel tekið í Austur-Evrópu. aðSenD mynD Hætti að spila FM og gaf út tímarit Þ etta kemur til með að koma út annan hvern mánuð til að byrja með,“ segir Heimir Berg Vilhjálmsson, ritstjóri veftímaritsins Kavalér, kavaler.is, en fyrsta eintakið má nú sjá á vefsíð- unni. Í Kavalér er fjallað um menn- ingartengda viðburði, íþróttir og almennt það sem er að gerast í þjóð- félaginu en þó á léttan máta. „Við erum ekkert að skrifa um það sem er að gerast á Alþingi. Ekki nema það sé með einhverjum skemmtileg- um vinkli. Þetta á bara að vera létt af- þreyingarblað,“ segir Heimir Berg. Enn sem er vinna allir þeir sem koma að blaðinu frítt en stefnan er að fá auglýsingar og gera það stærra. „Við vorum svona fimm til sex sem komum að fyrsta eintakinu en ég gerði svona 95 prósent af öllu. Stefn- an er að búa til smá batterí í kringum þetta en næsta blað kemur út eftir tvo mánuði. Svo fer bara eftir því hversu margir skoða þetta hvernig fer,“ segir Heimir Berg en hver var kveikjan að því að hann skellti sér í útgáfu? „Ég var búinn að pæla í þessu lengi. Mig hafði alltaf langað til að skrifa eitthvað. Síðustu tvö ár hef ég verið að vinna í hvalnum og ætlaði að fara í það aftur þegar fæðingar- orlofinu sem ég er í átti að ljúka. Svo var hvalurinn blásinn af með frekar stuttum fyrirvara þannig að þá setti ég bara í fimmta gír. Ég hætti bara að spila FM [Football Manager tölvu- leikinn] og kýldi á þetta,“ segir Heim- ir Berg Vilhjálmsson. tomas@dv.is Hætti í tölvunni og gaf út tímarit Heimir Berg ritstýrir Kavalér. Blaðið má lesa á kavaler.is. n Fyrsta eintak vefritsins Kavalér komið út n Létt afþreyingarblað, segir ritstjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.