Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Vill gera lag fyrir KR Tónlistarmaðurinn Berndsen er mikill Vesturbæingur og þar af leiðandi mikill stuðningsmaður Vesturbæjarstórveldisins KR. Berndsen gaf út á dögunum lagið Úlfur úlfur ásamt Bubba en það er einmitt kóngurinn sjálfur sem syngur KR-lagið. Að- spurður í viðtali í Monitor hvort hann stefni á „cover“-útgáfu af lagi Bubba eða að því að gera sitt eigið, segir Berndsen: „Er nokkuð hægt að toppa þetta lag hans? Ég væri þokkalega til í að gera eitthvað lag fyrir KR en við verðum bara að bíða og sjá til með það.“ Elskar golf Ritstýran á kvennavefnum bleikt.is, Hlín Einars, er búin að vera með golfdelluna í nokkur ár og segir í nýjum rit- stjórapistli sínum á síðunni að hún spili mikið á hverju sumri. Áhuginn hafi vaknað eftir að hún fór á námskeið fyrir þremur árum og hefur hún ekki losnað við bakter- íuna síðan. „Þegar ég hugsa um íslenskt sumar sé ég golf fyrir mér. Ilmurinn í loftinu, grænar flatir, góður félags- skapur og þessi einbeiting við að pota litlu, hvítu kúlunni í holuna með öllum tiltækum ráðum,“ skrifar golfarinn og ritstýran Hlín Einars.  Sækist eftir hugmyndum Svo virðist sem stefnan hafi verið tekin á aðra seríu af sjónvarpsþáttunum Atvinnu- mönnunum okkar sem slógu í gegn í lok árs 2008. Auðunn Blöndal, sem stýrði þættin- um, bað fólk um að koma með hugmyndir að atvinnumönn- um til að heimsækja á sam- skiptasíðunni Twitter. Sjálfur setti hann Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í fyrsta sætið en vildi að fólk stingi upp á fimm atvinnumönnum og rað- aði þeim í sæti. Leikstjórinn Hannes Þór Halldórs- son vildi ekkert segja þegar DV hafði samband við hann í gær. „Ég verð að segja „no com- ment“ núna.“ V eðrið hefur leikið við landann undanfarna daga og mannlífið í höfuðborginni verið með mesta móti. Margir hafa nýtt sér tækifærið og rölt um miðbæ Reykjavíkur en götu- lífið hefur sjaldan verið meira en eftir að hluta Laugavegar og Skólavörðustígs var lokað. Svo er Austurvöllur alltaf jafnvin- sæll áningarstaður til að hlaða á sig smá brúnku. Fræga fólkið hefur ekki far- ið varhluta af veðrinu en þing- maðurinn Sigmundur Ern- ir Rúnarsson var á rölti um miðbæinn ásamt konu sinni, Elínu Sveinsdóttur. Þá fór vel á með Sveini Kjartanssyni kokki og Elsu Yeoman í Bankastræt- inu. Sveinn hlaut Edduverð- launin fyrir matreiðsluþátt- inn Fagur fiskur í sjó en Elsa er borgarfulltrúi Besta flokksins. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff sólaði sig á Austurvelli ásamt vinum sínum og þá sat framkvæmdastjórinn Sigurður Kaiser eitursvalur fyrir utan ís- lenska barinn og las DV. Frægir njóta sólarinnar n Veðrið leikur við landann Les blaðið Sigurður Kaiser. myndir björn bLöndaLÍ sólbaði Tónlistarmaðurinn Haffi Haff nýtti veðrið og sat á Austurvelli ásamt vinum sínum. nutu blíðunnar Sigmundur Ernir og Álfheiður Ingadóttir fengu sér göngutúr í góða veðrinu í vikunni. Kokkur og borgarfulltrúi Sveinn Kjartansson og Elsa Yeoman brostu í góða veðrinu. Þ að er tilbúið nýtt lag sem heitir All She Needs is Love. Það er númer tvö af þremur lögum sem við erum búnar að gera,“ segir fyrirsæt- an Ásdís Rán en hún og vin- kona hennar Ósk Norðfjörð eru að senda frá sér nýtt lag. Lagið verður frumflutt á FM957 í dag, föstudag, klukkan 14. Þær vin- konur hafa ekki sungið saman áður en hafa gefið út lög hvor í sínu lagi. „Við köllum okkur Blondies. Við höfum ekki gefið út lag áður saman en Ósk gaf út lag um daginn og svo var ég með mitt eina lag sem tröllreið öllu á Íslandi fyrir svona ári síð- an.“ Þær fengu hjálp mikilla fag- manna við verkið. „Halldór í Mínus samdi textann en hann hefur unnið mikið fyrir þá í Mínus og svo er það Biggi Bix sem mixaði lagið.“ Ásdís seg- ir lagið fylgja nýrri tónlistar- stefnu. „Þetta kallast „dub step pop,“ það er ný tegund af tón- list sem er að koma sterk inn núna,“ segir Ásdís en tekur fram að það sé erfitt að lýsa þessari stefnu tónlistar. „Það þarf bara að hlusta á lagið, það er erfitt að útskýra þetta.“ Hún er ekki viss um að þær muni fylgja laginu eftir með myndbandi. „Það kemur í ljós. Við erum náttúrulega hvor í sínu landinu svo ég veit ekki hvort við náum því en það væri frábært ef við gætum það.“ Tónlistina segir hún þó bara vera áhugamál hjá þeim stöll- um. „Það er svo mikið að gera hjá okkur að við höfum ekki mikinn tíma í þetta. Þetta er bara áhugamál,“ segir Ásdís sem er langt því frá hætt í fyr- irsætubransanum og farin að snúa sér að söng. „Alls ekki, langt frá því. Það er alveg nóg að gera hjá mér og ég hef eng- an tíma fyrir söngferil. Það er samt ótrúlega gaman að þessu.“ Hún segir það þó alveg koma til greina að þær troði upp saman. „Við höfum ekki troðið upp opinberlega enn þá en það getur allt gerst. Það er aldrei að vita hvað gerist en ég þori samt ekkert að lofa því.“ Það gæti þó liðið dágóður tími þangað til það gerist á Ís- landi því Ásdís er ekkert á leið- inni heim frá Búlgaríu strax. „Ég er ekkert væntanleg fyrr en kannski í nóvember þegar jóla- herferðin fyrir varirnar mínar fer í gang.“ Þær stöllur ætla ekki að láta hér við sitja heldur er annað lag í burðarliðnum hjá þeim. „Þegar ég kem til Íslands þá förum við yfirleitt í stúdíó og leikum okkur eitthvað og svo sjáum við bara útkomuna. Við erum búnar að taka upp annað lag sem er líka sungið á ensku. Mjög flott svona rapplag. Það er erlendur söngvari sem er með okkur í því. Hann rappar og við tölum eiginlega bara, röppum ekki beint,“ segir hún hlæjandi. Ásdís er flutt aftur til Búlgar- íu en hún bjó áður til skamms tíma í Þýskalandi. Hún er afar ánægð með að vera komin aft- ur til Búlgaríu. „Það er alveg æðislegt að vera hérna. Rosa- lega gott veður og nóg að gera. Við erum hérna þrjú núna, ég, Garðar og dóttir okkar. Strák- arnir mínir eru á Íslandi eins og er.“ Hún segist fá mikla athygli í borginni Sofiu þar sem hún er búsett og er vel þekkt þar. Það angrar hana hins vegar ekki. „Ég er orðin svo vön þessu. Þetta er búið að vera svona svo lengi. Þetta er bara eins og á Íslandi þegar ég er þar, þá er verið að stoppa mig úti á götu og biðja um eiginhandarárit- anir og myndir. Ég er ekkert að kippa mér upp við þetta leng- ur.“ viktoria@dv.is Blondínurnar senda frá sér lag n Ásdís rán og Ósk norðfjörð eru dúettinn blondies Syngjandi vinkonur Ásdís Rán og Ósk eru búnar að sameina krafta sína í laginu All She Need is Love. Ásdís segir þær þó ekki stefna á söngferil enda sé nóg að gera hjá þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.