Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 42
Þ að má eflaust til sanns veg- ar færa að saga bandaríska raðmorðingjans Michaels Bruce Ross sé sorgarsaga í tvennum skilningi; ann- ars vegar er það bakgrunnur Ross og ofbeldið sem fylgdi bernsku hans og, síðar meir, saga manns sem varð heltekinn af ofbeldishugsunum og nauðgaði og myrti átta ungar konur. Michael Ross fæddist 26. júlí 1959, í Putnam í Connecticut. For- eldrar hans giftust þegar í ljós kom að Pat, móðir hans, var þunguð að honum. Hjónabandið ku ekki hafa verið hamingjuríkt, fjölskyldan bjó á sveitabæ og Pat hugnaðist ekki sú tilvera. Eftir að hafa eignast fjögur börn og farið í tvígang í fóstureyð- ingu yfirgaf hún börn og eiginmann og fór til Norður-Karólínu til að vera með öðrum karlmanni. Síðar, þegar búið var að leggja Pat inn á geðsjúkrahús, viðurkenndi hún að hafa gengið í skrokk á börn- um sínum. Michael bar þungann Systir Michaels sagði síðar að hann hefði borið þungann af bræðisköst- um móður þeirra, því þrátt fyrir að þau sættu öll barsmíðum af hennar hálfu fékk Michael versta og stærsta skammtinn. Til að bæta gráu ofan á svart eru taldar sterkar líkur á því að Michael hafi sætt kynferðislegu of- beldi af hálfu frænda síns sem átti að passa hann þegar þess þurfti. Reyndar sagði Michael að hann myndi lítið eftir kynferðislegri mis- notkun, en hann myndi hins vegar vel eftir þeirri ánægju sem hann fékk út úr því að hjálpa föður sínum við búverkin. Þegar áðurnefndur frændi framdi sjálfsmorð féll það í hlut Michaels að lóga sjúkum og afmynduðum kjúk- lingum. Þegar þar var komið sögu var hann átta ára. Þegar Michael elt- ist þurfti hann að axla sífellt meiri ábyrgð á búinu og það breyttist ekki eftir að hann byrjaði í menntaskóla. Michael fannst það ekki miður og tókst með miklum ágætum að sam- eina bústörf og nám, enda var hann gæddur góðum gáfum og mældist með greindarvísitöluna 122. Syrtir í álinn Árið 1977 hóf Michael nám í Cor- nell-háskólanum og lagði stund á landbúnaðarhagfræði. Hann byrj- aði í sambandi með konu sem hann dreymdi um að kvænast einn góðan veðurdag. Þegar ástkona Michaels varð þunguð og fór í fóstureyðingu komu brestir í sambandið. Eftir því sem samband þeirra versnaði, þeim mun ofbeldisfyllri urðu hugarórar Michaels. Reyndar var það svo að félags- hegðun Michaels hafði ávallt ver- ið undarleg og hann hafði byrjað, af einhverjum sjúklegum hvötum, að fylgjast með ungum konum strax á menntaskólaárunum. Síðari hluta menntaskólaáranna, þegar hann var enn í föstu sambandi, nauðgaði hann í fyrsta skipti. Sama ár framdi hann sitt fyrsta morð. Það gerði hann þegar hann kyrkti stúlku eftir að hafa nauðgað henni. Síðar sagði Michael að hann hefði fyllst hatri og sjálfsfyrirlitningu og hefði reynt að svipta sig lífi en ekki getað. Þess í stað strengdi hann þess heit að skaða aldrei nokkra sál fram- ar. Eins og síðar á eftir að koma í ljós gekk Michael frekar brösuglega að standa við það loforð. Morð á morð ofan Árin 1981 til 1984 myrti Michael Ross átta konur, á aldrinum 14 til 28 ára, í Connecticut og New York. Hinn 12. maí 1981 myrti hann Dzung Ngoc Tu, 25 ára háskólanema, og í janú- ar 1982 banaði hann 17 ára stúlku, Tammy Williams, í Connecticut. Í byrjun mars 1982 féll Paula Per- rera, 16 ára stúlka, fyrir hendi hans í Walkill í Connecticut og þremur og hálfum mánuði síðar hlaut 23 ára kona, Debra Smith Taylor, sömu ör- lög í Griswold. Þann 19. nóvember 1983 myrti Michael 19 ára stúlku, Robin Sta- vinsky, í Griswold, en síðan virðist sem hann hafi haldið að sér höndum í tæpt hálft ár, en hann vann sér það upp með því að myrða tvær stúlkur, April Brunais, 16 ára, og Leslie Shel- ley, 14 ára, 22. apríl 1984 í Griswold. Síðasta morðið framdi Michael 13. júní sama ár þegar hann myrti 17 ára stúlku, Wendy Baribeault, í Gris- wold. Blá Toyota kom lögreglu á sporið Í kjölfar morðsins á Wendy Bari- beault var rannsóknarlögreglumað- urinn Michael Malchik settur yfir rannsókn á morðunum. Vitni gátu gefið bæði lýsingu á bifreið og öku- manni sem þau töldu að hefði num- ið Wendy á brott. Bifreiðin sem um ræddi var blá Toyota og hófst Mal- chik handa við að ræða við alla eig- endur slíkra bifreiða á svæðinu. Sú viðleitni leiddi hann að lokum til nafna síns Ross, sem starfaði þá við tryggingasölu. Michael Ross var samvinnuþýð- ur í þessu fyrsta óformlega viðtali og segir sagan að hann hafi nánast hvatt Malchik áfram með því að gefa óljós- ar vísbendingar og upplýsti hann meðal annars um fyrri brot sín. Malchik ákvað að færa Micha- el Ross niður á stöð til frekari yfir- heyrslu og þegar þangað var komið ræddu þeir saman líkt og gamlir vin- ir um fjölskyldumál, vinkonur, kær- ustur og lífið almennt. Þegar upp var staðið játaði Micha- el Bruce Ross brottnám, nauðgun og morð á átta konum. Gerist trúaður Michael Ross var sakfelldur fyr- ir að minnsta kosti fjögur morð og var dæmdur til dauða 6. júlí 1987. Hann eyddi næstu 18 árum á dauða- deild og komst á þeim tíma í kynni við konu að nafni Susan Powers, frá Oklahoma. Susan trúlofaðist Micha- el en sleit trúlofuninni árið 2003 en heimsótti hann þó allt þar til hann var tekinn af lífi. Eftir að Michael var handtekinn 1984 gerðist hann einlægur kaþól- ikki og hitti með reglulegu millibili tvo presta þann tíma sem hann var á dauðadeild. Hann studdi við bak- ið á samföngum sínum og sá nauð- stöddu barni í Dóminíska lýðveld- inu farborða. Michael Ross var andvígur dauðarefsingu, sem enda átti ekki samleið með trú hans. Engu að síður mælti hann með sinni eigin aftöku síðasta árið sem hann lifði. Sagði hann að hann vildi hlífa aðstand- endum fórnarlamba sinna við frek- ari sársauka. Um Ross var sagt að hann hefði talið sig hafa hlotið fyrirgefningu Guðs og að hann færi á betri stað og enn fremur að aftöku hans yrði ekki frestað án þess að aðstandend- ur fórnarlamba hans þyrftu að þjást enn frekar vegna málflutnings sem slíkum fresti hugsanlega fylgdi. Vivian Dobson, kona sem hann var talinn hafa nauðgað, gerðist öt- ull talsmaður gegn dauðarefsingum með það fyrir augum að koma í veg fyrir aftöku Michaels Ross. Allt kom fyrir ekki og Michael Ross var tekinn af lífi með banvænni sprautu 13. maí 2005. 42 | Sakamál 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað „Reyndar sagði Michael að hann myndi lítið eftir kynferðis- legri misnotkun, en hann myndi hins vegar vel eftir þeirri ánægju sem hann fékk út úr því að hjálpa föður sínum við búverkin. Vel gefna Varmennið n Michael Bruce Ross átti slæma bernsku n Elstur systkina sætti hann mesta ofbeldinu af hálfu móður sinnar n Michael var bráðgáfaður en hugrenningar hans voru ofbeldisfullar n Kvörtun norsks fjölskyldumanns vegna hávaða nágranna hafði örlagaríkar afleiðingar Kostaði fjölskylduföður lífið Þ rjátíu og tveggja ára fjölskyldu- faðir í Askim í Noregi hefði bet- ur látið það vera að rölta yfir götuna til að biðja nágranna sína að draga aðeins úr hávaða og látum aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags. Óhætt er að segja að hann hafi ekki mætt skilningi því áður en hann vissi af höfðu tveir karlmenn á tvítugsaldri gengi þannig í skrokk á honum að flytja þurfti hann á sjúkrahús í Ósló. Þar lést maðurinn af völdum áverka sinna aðfaranótt mánudagsins. Ofbeldismennirnir hafa verið ákærðir fyrir banvænt ofbeldi auk þess sem horft verður til strangara refsiákvæðis vegna þeirrar staðreynd- ar að tveir menn stóðu saman að bar- smíðunum sem einnig teljast hafa verið tilefnislausar. Refsirammi fyrir sakfellingu í slík- um málum heimilar fangelsisvist frá sex árum allt að 21 ári. Þegar lögreglan hafði yfirheyrt mennina tvo var krafist fjögurra vikna gæsluvarðhalds og þar af tveggja vikna í algjörri einangrun. Talsmaður norsku lögreglunnar hefur verið varkár í yfirlýsingum enda rannsóknarhagsmunir í húfi, eftir er að yfirheyra fleiri og ekki útilokað að fleiri kunni að verða ákærðir. Á mánudaginn hafði norski vef- miðillinn eftir Eirin Susan Simonsen, lögfræðingi annars mannanna, að skjólstæðingur hennar hefði veitt svör við öllum spurningum lögreglunn- ar hvað varðaði hans þátt í atvikinu. Simonsen vildi ekki gefa upp hvern- ig skjólstæðingurinn svaraði ákær- unni, en sagði þó að hann væri sleg- inn vegna málalykta þessa örlagaríku nótt. Thor Anders Smith Hoen, lögfræð- ingur hins tvímenninganna, hefur svipaða sögu að segja af sínum skjól- stæðingi. Atvikið átti sér stað í götu sem íbú- ar bæjarins segja rólega, en þar býr að stærstum hluta eldra fólk. Hin síðari ár hefur færst í vöxt að ungt fólk flytji til Askim, samkvæmt norska vefmiðl- inum dagbladet.no. Bæjarstjóri Askim er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni þar sem hann tjáir sig um málið: „Hefur ekki átt sér stað næg illska upp á síðkastið? Og svo gerast svona atvik, eins og átti sér stað í Askim í nótt. Óhugnanlegt.“ Michael Bruce Ross Var andvígur dauðarefsingu en vildi verða tekinn af lífi. Vettvangur hins mannlega harmleiks í Askim í Noregi Skjámynd af vef Verdens gang, vg.no.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.