Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 20
20 | Umræða 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Bylting ríka fólksins Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar. Bókstaflega Puttaferðalangar utanríkisráðherra n Íslenskum puttaferðalöngum brá í brún í vikunni þegar þeim varð ljóst að bílstjórinn sem stoppaði og bauð þeim far norður í land var enginn annar en Össur Skarphéðins- son utanríkis- ráðherra. Össur hefur jafnan vakið athygli fyrir alþýðlega framkomu sína eins og nýleg heimsókn hans til Palestínu ber vott um. Þekktir rót- tæklingar voru á meðal ferðalanga og því er líklegt að ráðherrann hafi slegið um sig með frægðarsögum af róttækum aðgerðum sem hann skipulagði á sjöunda áratugnum. Sem formanni stúdentaráðs tókst honum meðal annars að stöðva þingfund. Það eru því allar líkur á að puttaferðalangarnir hafi skemmt sér vel í ferðinni með Össuri. Gyðingar nútímans n Það er í tísku að svara gagn- rýni með því að grípa til samlík- ingar við hvernig gyðingar voru ofsóttir í þriðja ríkinu. „Bíddu er Jón Ásgeir eins og gyð- ingur í Þriðja ríkinu sem ætti bara að ganga um með gula stjörnu?“ Þann- ig spyr Bubbi Morthens í nýlegri bloggfærslu á Pressunni í tilefni af áhuga fjöl- miðla á meintri laxveiðiferð hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fyrr í vikunni hafði Jón Magnússon lögmaður lýst því yfir á bloggi sínu að hvíti karlmaðurinn hefði tekið við hlutverki „júðans,“ og bendir á að „rétt væri að hann gengi með gula stjörnu til aðgreiningar frá almennilegu fólki eins og sam- kynhneigðum og femínistum.“ Eitthvað er farið að fenna yfir sögukunnáttu Bubba og Jóns því óhætt er að segja að þeir gengis- felli hörmungar milljóna gyðinga hrikalega með því að setja sjálfa sig í samhengi við þá. Skólastjóri keypti viðtal n Ólafur Johnson, skólastjóri og eig- andi Menntaskólans Hraðbrautar, kom í óvenjujákvætt viðtal í Frétta- blaðinu síðast- liðinn þriðju- dag, sem slegið var upp á for- síðu sérblaðs um menntamál. „Þar eru þarfir nemenda alltaf í fyrsta sæti,“ fullyrti blaða- maðurinn um skóla Ólafs í inn- gangi viðtalsins. Alvarlegar athuga- semdir Ríkisendurskoðunar, meðal annars vegna tugmilljóna króna arðgreiðslna Ólafs frá skólanum í hans eigin vasa, bentu hins vegar til annars. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að viðtölin í sérblöðum Fréttablaðsins eru til sölu. Sandkorn A tburðir úti í hinum stóra heimi skipta Svarthöfða oftast engu máli. Þetta hrun og blóðbað á Wall Street sem allir eru að tala um hefur akkúrat ekki haft nein áhrif á hann. Það væri ekki nema helstu bjórframleiðendur heims færu á hausinn í kjölfarið. Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu, stríðið í Líbíu, skuldavandræði Banda- ríkjanna, óstöðugleiki fyrir botni Miðjarðarhafs, spilling í rússneska stjórnkerfinu, frambjóðendaval Repúblikanaflokksins, olíuslys í Mexíkóflóa – þetta skiptir engu. S íðustu mánuði hefur hins vegar orðið óþægilega mikil breyting á þannig að óhætt er að segja að Svarthöfði hafi fundið það á eigin skinni hvernig atburðir í útlöndum geta haft raunveruleg áhrif á líf hans. Í nokkra hræðilega daga fyrr á þessu ári lá Playstation-netið niðri, en það gerir manni kleift að spila tölvuleiki í gegnum netið við fólk alls staðar að úr heim- inum. Óforskammaðir tölvulúð- ar sem skilja ekki muninn á réttu og röngu náðu að hakka sig inn á þetta net og valda svo miklum usla að það þurfti að loka því. Þetta tímabil tók mjög á taugarnar, en fjölskyldan var eins og klettur við hlið Svarthöfða á meðan. N ú hrannast óveðursskýin upp á nýjan leik. Óeirðarseggir í London og fleiri borgum Bretlands hafa sett eitt það mikilvægasta í lífinu (fyrir utan bjór) í stórhættu. Ef fram fer sem horfir gæti þurft að fresta 1. umferð- inni í ensku úrvalsdeildinni út af þessum vitleysingum. Nú er þetta orðið persónulegt. Nú er kominn tími til að senda skriðdrekana út á götur London og koma í veg fyrir að þessir andfélagslegu anti- sportistar sem brjóta rúður og kasta múrsteinum öll kvöld, nái að koma í veg fyrir að Svarthöfði geti hlammað sér í sófann fyrir framan sjónvarpið á laugardag og skotið á sig nokkrum öllurum yfir Tottenham- leiknum. Það þarf að kenna þessum vandræðaunglingum að þegar óeirð- ir þeirra eru farnar að skerða þau grunnréttindi fólks að horfa á enska boltann og drekka bjór, þá hafa þeir gengið of langt. Eina sem þeir skilja er táragas og nóg af því. Á standið í Bretlandi getur ekki vernsað mikið úr þessu. Eina sem gæti gert ástand- ið verra væri að skríllinn næði að valda skemmdum á Guin- ness-verksmiðjunni. Í London, þar sem ungt fólk án framtíðar hefur gert uppreisn undanfarið, eiga ríkustu 10 pró- sent íbúanna 273 sinnum meira en fátækustu 10 prósentin. Leita þarf aftur til tíma þrælahalds til að finna viðlíka misskiptingu. Ríkustu 10 prósent Bandaríkja- manna eyða helmingnum af öllu sem eytt er af peningum í landinu. Eitt prósent bandarísku þjóðarinn- ar ræður yfir 42 prósentum eign- anna. Þar er ójöfnuðurinn nú meiri en hann hefur verið frá þriðja ára- tugnum. Fjölskylda með tvær fyrir- vinnur á fyrsta áratug þessarar ald- ar hafði minni ráðstöfunartekjur en fjölskylda með eina fyrirvinnu í byrj- un áttunda áratugarins. Íslenskir borgarar borga meira og meira af tekjum sínum í vexti til fjár- magnseigenda. Stöðugt stærri hluti skatta okkar fer í að borga vexti af skuldum, sem urðu til við að bjarga bönkum sem ríkustu Íslendingarn- ir sökktu með ógætilegum útlán- um, sérstaklega til sjálfra sín, vina og vandamanna. Almenningur um all- an heim borgar nú fyrir störf manna, sem tóku sér jafnvel margföld ævi- laun venjulegs fólks í bónus fyrir vel unnin störf. Í Grikklandi til forna tíðkaðist að hneppa fólk í þrældóm ef það gat ekki borgað af lánum sínum. Allur afrakstur af vinnu fólksins rann þá til fjármagnseigandans. Í dag borg- ar íslenska ríkið hátt í 20 prósent af tekjum sínum í vexti til fjármagnseig- enda. Við erum á þann hátt 20 pró- sent þrælaþjóð. Ríkið þarf að rukka hverja fjölskyldu á Íslandi um millj- ón á ári bara vegna þess. Þá er ótal- ið að fjölskyldur borga mun meira í vexti af húsnæðislánum heldur en í húsnæðið sjálft. Við borgum í raun skatt til bankanna. Byltingin er orðin. En bylting- in er ekki gripdeildir og skemmdar- verk enskra níhilista. Það eru uppþot vanmáttugs fólks. Hin raunverulega bylting heppnaðist fullkomlega með þegjandi samþykki almennings. Kannski voru það lánin, sem fólk fékk, sem ollu því að það sljóvgaðist og spilaði með. Orsakasamhengið er flókið, en hvernig sem á það er litið varð niðurstaðan sú að almenning- ur endaði skuldugri en nokkru sinni fyrr og ríkasta fólkið ríkara en nokk- urn tímann. Velkomin í alheimsbylt- ingu auðræðisins. Svarthöfði „Þetta voru stórar tölur og lítur illa út fyrir okkur.“ n Ólafur Jóhannesson hitti naglann á höfuðið eftir niðurlægingu fótbolta- landsliðsins í Búdapest. – Morgunblaðið „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu.“ n Internetstjarnan Nilli fékk Björn Thors til að leika í stuttmynd sinni eftir að Gísli Örn Garðarsson afboðaði sig vegna anna. – Fréttablaðið „Ég er alveg hættur að syngja. Ég vil helst gleyma öllu, lífinu, tilver- unni og öllu.“ n kántríkóngurinn Hallbjörn Hjartar- son er óánægður þessa dagana. – DV „Þetta kom mér mjög á óvart verð ég að segja.“ n Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur var sagt upp sem ritstjóra Nýs Lífs og Þóra Tómasdóttir ráðin í hennar stað. – DV „Eins og við vitum erum Íslendingar stórkostleg- ustu mannverur sem ganga á jörðinni.“ n Leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson skrifar nú handrit að leikritinu How to Become Icelandic in 60 Minutes. – Fréttablaðið É g á því láni að fagna, annað veifið, að ganga á fjall með ungri konu. Í einu slíku tilviki, núna nýverið, vorum við á leið upp bratta brekku og sáum þá eldri konu, spræka og spengilega, vappa léttum skrefum neðar í brekkunni. Þegar yngismærin sá fótafimi þeirr- ar gömlu, lét hún mig vita, að hún ætlaði ekki að láta það spyrjast að fótrakur eldriborgari tæki framúr okkur á fjalli. Við tókum á sprett og stungum þá gömlu af. Með þessa staðreynd í huga horfi ég núna yfir þjóðlífið og leita lausna. Og fyrst staðnæmist ég við það, hér á landinu fagra, að við borgum bænd- um laun fyrir það að framleiða mjólk sem er þess eðlis að hún skemm- ir æðaveggi okkar og er ábyggilega meiri ofnæmisvaldur en kókakóla. Við meðhöndlum þessa afurð eins og um heilsudrykk sé að ræða; gef- um börnum okkar þetta í stað móð- urmjólkur og látum allar rannsóknir sem vind um eyru þjóta. En samtím- is vita þeir sem eitthvað vita, að til er mjólk dýra, sem fræg eru fyrir spretti á fjöllum; geitamjólk. En geitamjólk- in er þannig að uppbyggingu, að hún skaðar ekki æðaveggi og kemur ekki blóðfitu á hættulegt stig; líkt og kúa- mjólkin gerir. En væntanlega er all- ur þessi skrípaleikur til orðinn vegna þess að það er ódýrara að framleiða kýrdjúsinn. Önnur pæling tengist fjöllum: En á göngu minni upp ágætt fjall nú í sumar, tók fram úr mér land- eyða á torfæruhjóli og blés yfir mig eiturskýi. Og samstundis fór eftir- farandi hugsun í gang: Vísinda- menn hafa fundið leið til að breyta mengun í eldsneyti (sem er ekki eins skaðlegt og bensín). Þeir eru meira að segja að byrjað að breyta eitur- gufum í metanól í Svartsengi (sem er í námunda við fjallið sem landeyð- an spólaði upp). Þeir segja mér að ef þeim tækist að virkja mengunina sem kemur frá álverinu í Straums- vík, myndi eldsneytið duga á u.þ.b. helming bílaflota okkar Íslendinga. En engu að síður er reynt að slá öll- um slíkum pælingum á frest – vegna þess að meiri gróðavon er í bens- ínbransanum. En í þeim alræmda bransa blasir þó við að menn þurfi annaðhvort að vera glæpamenn eða óendanlega heimskir (nema hvort tveggja sé) ef þeim á að takast að tapa á rekstri bensínstöðva. Það er einsog heimska og glæp- ir megi viðgangast, svo lengi sem fjöldinn nennir ekki að veita vit- leysunni stöðuga athygli. Og hugs- unin sú arna kristallast hér og nú í eftirfarandi vísu: Þitt hörund fékk minn hugur snert ef hendinni var bannað, en ekkert hef ég af mér gert sem á mig verður sannað. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson kók er hollara en mjólk!„En væntanlega er allur þessi skrípa- leikur til orðinn vegna þess að það er ódýrara að framleiða kýrdjúsinn. orðið PErSÓNULEGT „Velkomin í al- heimsbyltingu auðræðisins. Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.