Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 28
28 Lengi vel hafa verið uppi ákveðnar hugmyndir um það hvernig nem- endur ólíkra menntaskóla líti út. Samkvæmt þessum staðalímynd- um leitast MA-ingar eftir að skera sig úr hópnum á meðan einkennis- klæðnaður MH-inga eru ullarpeysur en verslinga það flottasta og dýr- asta hverju sinni. DV ræddi við fjóra hressa menntaskólakrakka sem flestir telja að þessar föstu hug- myndir séu á undanhaldi. Staðalímyndir á undanhaldi Sunna Svavarsdóttir segir staðalímyndina af MA-ingum ansi lífseiga. Verslar mest á netinu Þ ótt staðalímyndin af hinum týp- íska MA-ingi sé lífseig þá finnst mér við frekar fjölbreyttur hóp- ur,“ segir Sunna Svavarsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akur- eyri en tekur undir að hér áður fyrr hafi MA-ingar reynt að skera sig úr hópnum. „Mín skoðun er sú að þetta hefur breyst. Við erum ekki jafnmikið að flokka fólk niður í hópa og ég efast um að við getum bent á krakka niður í bæ og sagt til um hvort viðkomandi sé í VMA eða MA út frá fatnaðinum einum og sér. Kannski er það hægt í einhverjum tilfellum en við erum flest voðalega venjuleg.“ Sunna fylgist vel með tísku en segist helst ekki kaupa sér föt á Akureyri. „Mér finnst rosalega gaman að fylgjast með tískunni en er þó ekkert að velta henni alltof mikið fyrir mér. Ég kaupi mér helst föt á netinu og er Asos í uppáhaldi. Svo kaupi ég líka mikið af notuðum fötum og er dugleg að versla í „second hand“- búðum hér á Akureyri. Mér finnst miklu skemmtilegra að versla í svoleiðis búðum til að vera öðruvísi en hinir,“ segir hún. Sunna segir fatasmekk sinn hafa breyst frá því að hún byrjaði í menntaskóla. „Sér- staklega að því leytinu að núna er ég fljót- ari að taka mig til. Eins og flestir þá var ég svo mikil gelgja þegar ég byrjaði í skól- anum og eyddi miklum tíma í að ákveða í hvaða fötum ég ætti að fara. Nú nenni ég ekki að vakna fyrr til að ákveða það,“ segir hún og bætir við að smekkur hennar fari oftast eftir skapinu hverju sinni. „Ég er eig- inlega ekki búin að mynda mér minn stíl ennþá. Ég kaupi bara það sem mér finnst flott og það getur verið allt mögulegt.“ Fylgist með tískunni MA-ingurinn Sunna klæðist gallaskyrtu úr H&M, leðurstuttbuxum úr Frúnni í Hamborg og Converse-skóm sem voru keyptir á Ítalíu. Sólgleraugun eru Ray Ban og úrið Casio. Kristveig Lilja segir marga halda að landsbyggðarkrakkar séu allir frá sveitabæjum. Enginn munur á okkur og borgarkrökkunum É g myndi ekki segja að hér væru einhverjar sérstakar týpur. Vissu- lega eru hér litlir hópar en við erum öll góðir félagar,“ segir Krist- veig Lilja Dagbjartsdóttir, þriðja árs nemi og fyrrverandi skemmtanastjóri nem- endafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Kristveig segir flesta nemendur ME koma frá Austurlandi en að vissulega slæðist inn einn og einn frá borginni. „Sumir koma því þeir vilja prófa að vera á heimavist. Ég get ekki séð nokkurn mun á krökkunum sem koma frá Reykavík og okkur og sjálf á ég vini sem eru í skólum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu sem eru ekki mikið öðruvísi en ég og krakkarnir í skólanum hér,“ segir Krist- veig Lilja og bætir við að félagslífið í ME sé öflugt. „Hér kynnast allir og eignast góða vini og margir af mínu bestu vinum eru krakkar sem ég kynntist í skólanum.“ Kristveig Lilja segir það algengan mis- skilning að krakkar úti á landi fylgist síður með tískunni en þeir sem séu á höfuð- borgarsvæðinu. „Hér eru ekki margar verslanir en ég held að við séum flest voða eðlileg. Hér eru allavega tvær tískuvöru- verslanir og flestir versla í Sentrum, aðrir panta sér á netinu og svo eru alltaf ein- hverjir sem kaupa sér föt í Reykjavík. Það er nefnilega ekkert gaman þegar allir kaupa föt í sömu búðinni og getur skapað vandamál á árshátíðinni okkar,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Þótt það sé ekki allt til staðar hérna eru margir nemendur mjög vel klæddir. Margir borgarbúar halda að við kom- um öll frá sveitabæjum og séum bara að mjólka öll kvöld. Við fylgjumst alveg með þótt við séum úti á landi og erum alveg jafnmikið í takt við nútímann og Reykvík- ingar.“ Engar sérstakar týpur Kristveig Lilja keypti bolinn í H&M en jakkinn var keyptur í Mango. Verslingurinn Sólrún Día þroskaðist upp úr hinum dæmigerða Verslóstíl: Stíllinn fer eftir skapi og veðri S taðalímyndin af hinum týpíska verslingi er snobbtýpa sem klæðist dýrum tískufatn- aði,“ segir Sólrún Día Friðriksdóttir nem- andi í Verzlunarskóla Íslands. Sólrún Día segir að þótt flestir verslingar fylgist með tískunni séu krakkarnir ekki lengur upp til hópa klæddir í sitt fínasta fínt á venjulegum skóladögum. „Flestir eru flottir í tauinu en þetta eru sjaldn- ast mjög dýr föt. Sjálf versla ég oftast erlendis og þá aðallega í H&M og Monkey en þegar ég versla hér heima verður Spútnik oftast fyrir valinu. Ég held að aðrir verslingar kaupi sín föt í sömu versl- unum og kannski Topshop líka.“ Aðspurð segir hún sinn stíl blöndu af gömlu og nýju. „Minn stíll er afar fjölbreyttur. Stundum vil ég vera voðalega venjuleg og stundum vil ég skera mig úr. Það fer eiginlega bara eftir skapi og veðri,“ segir hún og bætir við að þegar hún hafi byrjað í skólanum hafi hún verið mun meðvitaðri um hinn dæmigerða versló-stíl. „Þá vildi ég vera eins og allir hinir og eyddi miklum tíma í að taka mig til. En svo þroskaðist ég upp úr því. Verslingar eru fjölbreyttur hópur en við erum oft harkalega dæmd af öðrum sem snobbuð en það er bara gaman af því. Þeir sem halda að við klæðumst öll rándýrum flottum föt- um ættu bara að kíkja á okkur í frímínútum.“ Enginn snobbari Sólrún Día keypti skóna í Bianco, sokkabuxurnar í Gyllta kettinum, kjólinn í H&M, gallavestið í Pop boutique og hálsfestina í Topshop. mynD gunnar gunnarSSon Jakob gunnarsson klæðir sig plebbalega á sumrin: Íþróttabuxur aldrei leyfilegar E f ég má alhæfa þá myndi ég segja að staðalímyndin af hinum dæmi- gerða MR-ingi væri einstaklingur sem ræðir mikið pólitík, hlustar á klass- íska tónlist og klæðist frekar „artí“ fatnaði. Buxur hans eru þröngar og hann velur sér frekar skyrtu heldur en t.d. verslingurinn. Svo er það einkennismerkið, ullarfrakkinn, en MR-ingar eru mikið í slíkum frökkum,“ segir Jakob Gunnarsson nemandi í Menntaskól- anum í Reykjavík. Jakob segir fólk hafa ákveðnar hugmynd- ir um hvernig MR-ingar líti út. „Maður fær oft að heyra hvað maður sé mikill MR-ingur og að þetta og hitt sé svo MR-legt. Auðvitað á það sér samt oft litla stoð í raunveruleik- anum,“ segir Jakob sem viðurkennir að hafa talsverðan áhuga á fatnaði og tísku. „Minn stíll byggist í rauninni upp á temmilega þröngum buxum og Converse- skóm, þó að vel pússaðir, támjóir leðurskór séu einnig eitthvað sem ég klæðist mikið líka. Í partíum er maður í stökum jökkum, það er alveg standard partíklæðnaður. Á sumrin verður þetta ennþá plebbalegra en þá geng ég mikið í kakíbuxum og Ralph Lauren-póló- bolum,“ segir hann og hlær. Jakob segist fáfróður um tísku kvenkyns MR-inga. „Ég veit samt að þær klæða sig ekki í Carhartt-buxur. MR-ingar myndu aldrei láta sjá sig í Carhartt og að sama skapi er lítið um náttfatabuxur/íþróttabuxur með PINK á rass- inum og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera feginn að sjá það ekki. Að mínu mati eru íþróttabuxur aldrei leyfilegar. Ekki heldur í prófum. Prófljótan er hugtak sem ég hafna.“ indiana@dv.is Einkennismerkið Samkvæmt MR-ingnum Jakobi er ullarfrakkinn einkennismerki MR-inga. Buxurnar sem Jakob klæðist á myndinni keypti hann í Boss-búðinni en skyrtan er Bruun&Stengade, keypt í Herrahúsinu. Mamma hans gaf honum frakkann. mynD Eyþór árnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.