Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 12
Þreyttur á þögninni Ragnar Kristján Agnarsson er orðinn langþreyttur á því að bíða eftir úrskurði innanríkisráðuneytisins. 12 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað n Tveir menn fundust látnir í Daníelsslipp árið 1985 n Gengið út frá því að um sjálfsvíg hafi verið að ræða n Ættingjar fullvissir um að þeir hafi verið myrtir n Segja ráðuneytið reyna að þagga málið niður E inar Þór Agnarsson og Sturla Steindór Steinsson fund- ust látnir í stolinni bifreið við Daníelsslipp í Reykjavík þann 1. mars árið 1985. Slanga lá frá útblástursröri bifreiðarinnar og inn um opinn glugga farþegamegin. Réttarkrufning fór fram á mönnunum tveimur og niðurstaða Rannsóknar- stofnunar í lyfjafræði var sú að báðir hefðu þeir látist úr kolmónoxíðeitr- un en að inntaka svefnlyfsins mebú- mal hefði verið meðvirkandi dán- arorsök. Lyfið var þó farið að brotna niður í þeim báðum. Einar var 25 ára en Sturla árinu eldri. Einar lá í fram- sæti bifreiðarinnar en Sturla lá í aftur- sætinu með kreppta fætur og „hafði runnið frá honum blóð lítillega og einhver vilsa“, segir í lögregluskýrslu. Vitni sem fyrst komu að sögðu að Ein- ar hefði verið grænleitur eða svartur í framan en að Sturla hefði frekar litið út fyrir að vera sofandi eða nýlátinn. Segldúkur lá yfir bílnum. Áverkar á líki Einars Svo virðist á öllum gögnum að rann- sóknarlögregla ríkisins, nú ríkislög- reglustjóri, hafi gengið út frá því frá upphafi að um tvöfalt sjálfsvíg hafi verið að ræða. Var rannsókninni hagað eftir því þrátt fyrir að margt hafi bent til þess að eitthvað mis- jafnt hafi átt sér stað skömmu fyrir andlát piltanna. Meðal annars voru áverkar á nára og kynfærasvæði Ein- ars og föt Sturlu voru blóðug, mol- dug og rifin. Þegar aðstandendur fengu föt þeirra afhent frá líkhúsinu vakti athygli þeirra að megn bens- ínlykt var af fötum Einars en engin slík lykt var af fötum Sturlu. Þá voru föt Sturlu óhrein, líkt og áður sagði, en föt Einars hrein og snyrtileg. Þrátt fyrir þetta kemur fram í krufn- ingarskýrslum að ekkert athugavert hafi verið við föt þeirra. Reynt að þagga málið niður Ragnar Kristján Agnarsson, bróð- ir Einars, hefur alla tíð verið sann- færður um að þeir Einar og Sturla hafi verið myrtir. Hann, ásamt fleiri aðstandendum þeirra beggja, hefur barist fyrir endurupptöku málsins í nokkur ár en virðist eiga við ramm- an reip að draga. Nokkrir þeirra lög- reglumanna sem komu að máli Ein- ars og Sturlu á sínum tíma eru nú hátt settir innan lögreglunnar og vill Ragnar meina að þar liggi skýring- in á því að reynt sé að þagga málið niður í dag. „Það kemur sér illa fyr- ir Gísla Pálsson sem er núna einn toppurinn hjá ríkislögreglustjóra. Hann fékk málinu úthlutað og hann klúðraði því hundrað prósent,“ seg- ir Ragnar. Gísli er nú aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Ragnar sakar Gísla um að hafa ítrekað sagt ósatt í samskipt- um þeirra og að framkoma hans við aðstandendur hafi oft verið á „lágu plani“. Ragnar er sannfærður um að endurupptaka málsins gæti orðið óþægileg fyrir lögregluna og kæmi til með að varpa ljósi á misbresti sem áttu sér stað við rannsókn þess. Það hvarflar að Ragnari að lögreglan hafi vitað hvað gerðist en viljað hylma yfir það af einhverjum ástæðum. Sagt ósatt um tilvist gagna Töluvert var fjallað um þrautargöngu aðstandenda hinna látnu manna við að fá gögn í andlátsmáli þeirra af- hent. Það var snemma árs 2007 sem aðstandendur Einars og Sturlu fóru fram á að fá aðgang að öllum máls- gögnum. Beiðninni var synjað og í kjölfarið sendi Ragnar kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Það var álit embættisins að ekki væri lagagrund- völlur fyrir því að beiðni aðstand- endanna væri synjað og þrýst var á gögnin yrðu afhent. En björninn var ekki unninn með því. Ríkislögreglu- stjóri bar við að gögnin fyndust ekki og því væri ekki hægt að veita að- gang að þeim. Þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um málið árið 2008 var send fyrirspurn til Þjóðskjala- safns þar sem málsgögn hefðu átt að vera staðsett í skjalageymslu lögreglu. Þá kom í ljós að ríkislög- Þreyttur á þögninni Í málsgögnum er ekki að finna neinar upp- lýsingar um að gerð hafi verið fingrafara- leit í bílnum. Í samtali við umsjónarmenn Kompáss, sagði eigandi þó að bíllinn hefði verið útataður í fingrafaradufti þegar hann fékk hann aftur í hendurnar. Í lögregluskýrslu ritaðri sama dag og Einar og Sturla fundust látnir stendur að tilkynnt hafi verið um bifreið með tveimur mönnum látnum innanborðs klukkan rétt rúmlega hálf tólf á hádegi. Þrjú vitni telja sig þó hafa tikynnt um bílinn og aðstæður til lögreglu fyrir þann tíma. Mjög árla morguns, klukkan 07.15 og 09.00. Um klukkan 10.45 var bifreiðin tilkynnt stolin. Lögreglan ræddi aldrei við starfsmenn Daníelsslipps sem í tvígang tilkynntu um bifreiðina. Þá var heldur aldrei rætt við vitnið sem fyrst tilkynnti um bílinn árla morguns. Björn, Ragnar og fleiri sem til málsins þekkja hafa gert athugasemdir við að á myndum sem teknar voru á vettvangi sést að ekkert sót er á rúðum bílsins. Fullyrt hefur verið af þeim sem til þekkja að þegar komið er á vettvang þar sem útblástur hefur verið leiddur inn í bifreið séu rúður undantekningarlaust sótugar. Það sé þó mismikið. Það hefur líka vakið athygli að ekkert sót sést á slöngunni þrátt fyrir að óþétt rými sé á milli slöngu og útblásturs- rörs. Björn og Ragnar hafa einnig bent á að miklir bensíntaumar hafi verið við bensínlok bifreiðarinnar þegar hún fannst. Kveikjulás bílsins var í opinni stöðu og lykillinn í. Vélin var hins vegar ekki í gangi. Þegar eigandi bílsins fékk bílinn afhentan var hann ógangfær og þurfti hann reiða út töluverðan viðgerðarkostnað til að gera hann ökuhæfan á ný. Eigandinn hafði skilið við bílinn læstan fyrir framan Kaffivagninn á Grandagarði um klukkan 18.00 kvöldið áður en Einar og Sturla fundust í honum. Þegar málið kom upp var greint frá því að Einar og Sturla hefðu látist upp úr miðnætti eða árla morguns 1. mars árið 1985. Fljótlega kvisaðist þó að til þeirra hefði sést á Kaffivagninum á milli fimm og sex um morguninn. Þegar DV fjallaði um málið 2007 þá var rætt við leigubíl- stjóra sem staðfesti þetta. Annar bílstjóri staðfesti að hafa átt orðaskipti við Einar. Samkvæmt vitnum amaði þá ekkert að mönnunum. Í krufningarskýrslum segir að svefnlyfið mebúmal hafi fundist í báðum mönn- unum. Aðstandendur Einars eiga erfitt með að trúa að hann hafi sjálfviljugur tekið inn lyf því hann hafi skömmu áður verið greindur með bráðaofnæmi fyrir því. Aðastandendur hafa undir höndum staðfestingu frá Landlæknisembættinu um þrjár innlagnir eftir inntöku lyfsins. Ofnæmið olli bruna á líkama Einars og blöðrumyndun. Engin slík einkenni eru sögð hafa fundist við krufningu. Margt einkennilegt hefur komið í ljós: Misræmi á milli málsgagna og staðreynda Vettvangur Myndin er tekin á vettvangi árið 1985. Lík Einars og Sturlu eru enn inni í bílnum en búið er að breiða yfir þá hvít lök. Segldúkur Var yfir bílnum þegar fyrstu vitni komu á vettvang. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.