Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Page 21
R áðamenn Bretlands halda því fram að óeirðirnar sem leikið hafa London og fleiri enskar borgir grátt undanfarna viku séu ekkert annað en hugsunarlaus ofbeldisverk og þjófnaður harð- svíraðs óþjóðalýðs sem notfærir sér tækifærið til að rupla og ræna öllu sem hönd á festir. Gripdeildir í eigin þágu og tilviljunarkennd skemmd- averk í skemmtanaskyni. Stjórnlaust pakk. Gott ef það sé ekki allt sam- an haldið einhvers konar skemmd- averka- og ofbeldisfíkn. Svo segja allavega ríkisstjórnin og borgaryfir- völd Lundúna. Og vissulega má jú til sanns vegar færa að flest er þetta tilviljunarkennt og að því er virð- ist án nokkurrar pólitískrar hugsun- ar. Ég hef allavega ekki séð nokkurn óeirðasegginn böggla út úr sér hálfri pólitískri hugsun. Hvað þá meira. En hvernig má það vera? Er kannski önnur hlið á málinu? Samfélagsrof Óeirðirnar brutust út eftir að lög- regla skaut til bana 29 ára gamlan íbúa Tottenham-hverfisins í norð- urhluta London, Mark Duggan. Eitthvað fór úrskeiðis við hand- töku hans. Fjöldi ungmenna í hverfinu – af ólíkum uppruna; hvítir, svartir, asískir – þusti að lög- reglustöðinni og mótmælti harð- lega. Brátt fór allt í bál og brand. Mótmælaaldan barst út í Hackn- ey í austurhluta London og náði til Brixton, Croydon og Lewisham í Suður-London, barst svo til Eal- ing í vesturborginni áður en hún dúkkaði upp í Birmingham, Brist- ol, Leeds og Liverpool. Tilvísunin í gamla Clash-slagarann London brennur (e. London Burning) sást á fréttamiðlum úti um allan heim. Nokkrir liggja í valnum og fjöldi manns situr í varðhaldi. Hvernig gat þetta gerst í sjálfu höfuðvígi heimsmenningarinnar? Afskiptaleysisstefnan Til að skilja grundvöll átakanna þurf- um við að átta okkur á samsetningu bresks samfélags. Í Englandi er sann- arlega margt það besta sem gert er á heimsvísu. Þar eru bestu háskól- ar Evrópu, rjómi lista og menning- ar auk þess sem London er miðstöð fjármála og kraumandi iða sköp- unar sem dregur að sér atgervisfólk alls staðar að. En maður þarf ekki að leita víða til að finna allt aðra hlið á bresku samfélagi. Meginþorri fólks lifir nefnilega við kröpp kjör í heldur harðneskjulegu samfélagi. Afskiptaleysisstefnan sem mörk- uð var fyrir þremur áratugum hefur fætt af sér heila kynslóð afskipts fólks sem lifir að mörgu leyti á jaðrinum. Er tæplega þátttakandi í því samfé- lagi sem Margaret Thatcher og Tony Blair sköpuðu. Og David Cameron viðheldur. Í sístækkandi hverfum í fjölda borga er vonleysið eiginlega eina varða lífsins. Atvinnuleysi verð- ur ríkjandi ástand og stéttamun- urinn magnast. Ríkidæmið sem blas- ir við í London er handan seilingar fyrir flesta íbúa Bretlands. Á svæð- inu sem þekur miðhluta London, frá Kensington í vestri og alla leið út að Bethnal Green í austri, getur fólk á meðallaunum ekki lengur búið. Kreppan þrengir enn að almúganum á meðan ekkert virðist slá á lúxuslíf yfirstéttarinnar – sem þó hefur orðið uppvís að allra handa sukki og svín- aríi með almannafé. Ójöfnuðurinn hefur vaxið jöfn- um skrefum í alla þessa þrjá áratugi og er orðinn svo stefnufastur þáttur í bresku þjóðlífi að andstæðurnar geta ekki annað en magnast. Þar til upp úr sýður. Púðurtunna Fræðimaðurinn Alan France, sér- fróður um glæpi og menningarlega stöðu pörupilta í breskum borgum, heldur því fram að undangengna þrjá áratugi hafi púðri smám sam- an verið safnað í þá tunnu sem nú er að springa. Síaukið vonleysi, siðleysi og almenn gagnkvæm tortryggni í samfélaginu hafi magnast upp í óbærilegt spennuástand. Spurning- in væri bara hvenær eldglæringar bærust í púðurtunnuna. Og nú hafa logar fjármálakreppunnar semsé teygt sig í tunnuna. Líkt og í kynþáttaóeirðunum á öndverðum níunda áratugnum er nú einnig undirtónn kynþátta- hyggju, þótt með öðrum formerkj- um sé. Í það minnsta þrír múslim- ar hafa verið drepnir og undir niðri glittir í félaga í Þjóðarflokknum (e. British National Party) og Ensku varnardeildinni (e. English Defence League). Aðskildir heimar Menningarmunurinn á milli ráðandi stétta menntafólks, svo sem í stjórn- sýslu, viðskiptum, fjölmiðlum og fræðum, og svo þess fjölmenna hóps sem myndar lægri lög samfélags- ins hefur stöðugt breikkað. Þetta eru orðnir aðskildir heimar. David Cameron forsætisráðherra snéri heim úr fríi af sumarleyfissetri sínu í Toskana á Ítalíu til að takast á við ástandið. En í augum óeirðaseggj- anna hefur forsætisráðherrann ansi lítinn trúverðugleika – ef þeir þá yfir höfuð vita hver hann er. Cameron kemur úr efstu lögum breskrar yfir- stéttar, forríkur forréttindadrengur úr Eton og Oxford. Giftur barónessu. Maður sem aðeins þekkir kjör hinn- ar breiðu alþýðu af afspurn. Rofið í bresku samfélagi er kerfis- bundið og víðfeðmt. Niðurbrot sam- félagsins blasir við nánast hvert sem litið er, hvort sem litið er til menntun- ar, menningarneyslu, líkamsástands, mataræðis eða meðferðar vímugjafa. Menningarmunurinn á milli hverfa London er slíkur að David Cameron þarf að hafa með sér túlk til að skilja mál margra innfæddra íbúa í Totten- ham, Hackney og víðar. Umræða | 21Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Ætlar þú í skóla í haust? „Já, það er planið.“ Agnes Stefánsdóttir 25 ára lögfræðinemi „Já, ég ætla að taka nokkra áfanga í fjarnámi.“ Elva D. Sigurjónsdóttir 23 ára, starfar hjá English pub „Nei, ekki í ár, en kannski næsta haust.“ Andrea Sjulca 24 ára, starfar hjá Thorvaldsen „Já.“ Nikulás Stefán Nikulásson 23 ára nemi „Já, ég er að fara í nám í heilsumeistara- skóla.“ Kristín Kristófersdóttir 42 ára kennari Myndin Hver á hvaða hjól? Reiðhjólin lágu sem hráviði í Nauthólsvík, þegar ljósmyndara DV bar að garði í vikunni. Börn og fullorðnir höfðu gleymt sér í gleðinni og kastað hjólunum frá sér. Þau lágu nánast í einni hrúgu, eins og myndin ber með sér. myND GuNNAr GuNNArSSoN Maður dagsins Með ástríðu fyrir heimilda- myndagerð Þóra Tómasdóttir Þóra Tómasdóttir er nýr ritstjóri Nýs Lífs. Þóra á sér engan uppáhaldsfatahönnuð en myndi velja sér íslenskt ef hún ætlaði að gera vel við sig. Hver er maðurinn? „Það er bara ég. Þóra Tómasdóttir.“ Hvar ert þú alin upp? „Fyrst víða um landið þegar ég var lítil, svo var ég nokkur ár í Kópavogi og svo í Ósló. Síðan hef ég þvælst á milli Reykjavíkur og Ósló undanfarin ár.“ Hvað drífur þig áfram? „Hvatvísin drífur mig áfram. Hún gerir það að verkum að maður er alltaf að leita að einhverju spennandi.“ uppáhaldstímaritið? „Það er tvímælalaust Nýtt Líf.“ uppáhaldsfatahönnuður? „Nei, ég á engan uppáhalds en ef ég ætla að gera virkilega vel við mig og kaupa mér eitthvað fallegt þá vel ég eitthvað eftir íslenskan fatahönnuð.“ Hafði þér einhvern tímann dottið í hug að þú ættir eftir að ritstýra tískutímariti? „Þetta er svo lítill bransi. Maður mátar sig í hinum ýmsu hlutverkum og það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast hinu og þessu. Ég átti erfitt með að sjá mig fyrir mér í íslenskum unglingaþætti og í Kastljósinu en þetta venst allt eins og hver önnur hlutverk.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Ég á mér fyrirmyndir á hinum ýmsum sviðum en er ekki að herma eftir neinni annarri manneskju. Sú manneskja sem kemur fyrst í hugann er kvikmyndagerðar- konan Margareth Olin. Hún er alveg mögnuð og samkvæm sjálfri sér í öllu sem hún gerir.“ munu lesendur taka eftir miklum breytingum á Nýju Lífi? „Eflaust munu lesendur taka eftir áherslu- breytingum eins og eðlilegt er þegar ný manneskja kemur inn.“ Hvert stefnir þú? „Ég hef mikla ástríðu fyrir heimildamynda- gerð og stefni á að geta sinnt henni áfram meðfram þeim störfum sem ég tek mér fyrir hendur. Það er erfitt að lifa á heimilda- myndagerð á Íslandi en hún fer saman með skemmtilegum fjölmiðlastörfum. Svo stefni ég líka á að sjá meira af heiminum.“ Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann Ráðþrota ráðamenn Dómstóll götunnar „Menningarmunur­ inn á milli hverfa Lundúna er slíkur að Dav­ id Cameron þarf að hafa með sér túlk til að skilja mál margra innfæddra íbúa í Tottenham, Hackn­ ey og víðar. Borgarstjórinn Boris Johnson ræðir við íbúa í Tottenham. myND rEutErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.