Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 46
46 | Lífsstíll 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað San Francisco: Borg með blóm í hári Kalifornía hefur lengi verið nokkurs konar paradís í hugum fólks, þangað fer fólk í von um að draumarnir rætist, í þessu landi sem byggt er á draumum. Og sá draumur sem helst knýr fólk áfram er ameríski draum- urinn sjálfur, draumurinn um að verða ríkur og helst á einni nóttu. San Francisco er borg sem öðru framar er byggð á einmitt þeim draumi. Áður en hér var bær reistu Spánverjar klaustur á mörkum yfirráðasvæðis síns og Rússa, sem sóttu að úr norðri frá lendum sínum í Alaska. Minjar eftir þá hafa fundist á svæði sem nú nefnist Russian Hill og er eitt ríkasta svæði borgarinnar, með stórskostlegu útsýni yfir flóann og niður hinar bröttu götur sem sést hafa í bílaeltingaleikjum í ótal kvikmyndum. Gullgrafarar og mafíósar Þegar Mexíkómenn fengu sjálf- stæði frá Spáni réðu þeir Kali- forníu um stund, en Bandaríkja- menn tóku við eftir stríð sem lauk árið 1848. San Francisco var þá smábær með um 1.000 íbúa og hefði ef til vill áfram ver- ið slíkur ef ekki hefði fundist gull í grenndinni. Þetta leiddi til hins mikla gullæðis árið 1849, sem fótboltalið borgarinnar (eða lið í því sem Bandaríkjamenn kalla fótbolta), San Francisco 49ers, er kennt við. Sumir fundu vissulega gull, en þeir sem helst urðu sér úti um auðæfi voru þeir sem sáu um að ráðstafa tekjum gullgrafaranna og opnuðu vændishús, bari eða búðir sem seldu námu varning. Í kringum æðið óx borgin, en það voru fleiri sem sýndu svæðinu áhuga. Bandaríkjaher sá sér hag í að byggja virki á Alcatraz-eyju sem síðar varð að víðfrægu fang- elsi. Mafíósinn Al Capone er lík- lega þekktasti gesturinn sem þar hefur dvalið. Í dag er fangelsið safn og hægt að taka ferju þang- að frá höfninni í Fisherman‘s Wharf, en slíkar ferðir eru þétt- setnar og betra að bóka með fyr- irvara. Það voru fleiri en gullgraf- arar sem komu til San Franc- isco í von um bættan hag. Levi Strauss framleiddi gallabux- ur fyrir kúreka jafnt sem gull- grafara og hafði ágætt upp úr því. George nokkur Hearst gafst upp á gullinu en tókst á endan- um að finna silfur. Sonur hans William Randolph Hearst varð fjölmiðlakóngur og fyrirmynd Orsons Welles í kvikmyndinni Citizen Kane, sem oft er tal- in besta mynd allra tíma. Hægt er að heimsækja sumarbústað hans, Hearst Castle, sem er nokkuð sunnan við borgina og jafnvel stórhýsi íslenskra útrás- arvíkinga virðast kofar saman- borið við hann. Menningarborg vestur- strandarinnar Borgin fór illa út úr jarðskjálfta árið 1906 og það ásamt vel- gengni kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood gerði það að verk- um að Los Angeles tók fram úr og varð stærsta borg Kaliforníu, sem hún er enn þann dag í dag. San Francisco hefur í staðinn lagt kapp á að vera menningar- höfuðborg fylkisins, sem ef til vill má skilja sem sneið gegn lágmenningu stórborgarinnar stjörnubjörtu. Los Angeles svaraði þó fyr- ir sig þegar J. Paul Getty lista- safnið var stofnað árið 1954 og er betur statt fjárhagslega en nokkuð annað listasafn, enda var stofnandinn olíukóngur og á sínum tíma ríkasti maður í heimi. San Francisco hefur þó reynt að endurheimta titilinn og lítur á sig sem nokkurs kon- ar New York vesturstrandarinn- ar. Nýlistasafnið hér, SFMOMA, sækir fyrirmynd sína til MOMA í New York og er stærsta nýlista- safn vesturstrandarinnar með verk eftir Picasso, Andy War- hol og Jackson Pollock til sýnis. Ekki síður glæsilegt er Museum of Fine Arts, og hér er einn- ig stærsta asíska listasafn utan Asíu, enda Kínahverfið hér það stærsta utan Kína. Á kreppuárunum héldu fólksflutningar áfram til Kali- forníu, eins og segir frá í skáld- sögunni Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck, sem bjó í nágranna- bænum Salinas. Í seinni heims- styrjöldinni varð San Francisco að miðstöð fyrir hernaðarflutn- inga til Kyrrahafsins sem ýtti enn undir vöxt borgarinnar. Á uppgangsárum sjöunda ára- tugarins voru aftur margir sem fluttu til Kaliforníu í atvinnuleit. Aðrir innflytjendur áttu þó eftir að vekja meiri athygli. Dauði hippanna Á sjöunda áratugnum varð Ha- ight-Ashbury hverfið að mið- stöð hippahreyfingarinnar. Jan- is Joplin og meðlimir Grateful Dead bjuggu þar auk ótal ann- arra sem báru blóm í síðu hári. Þau slógu í gegn 1967 á tón- leikahátíð í Monterey rétt fyrir sunnan. Það sumar, sem stund- um er nefnt „sumar ástarinnar,“ náði hippamenningin í Hash- bury, eins og hverfið var stund- um kallað, hápunkti sínum. Ungt fólk streymdi þangað víðs vegar að úr Bandaríkjun- um. Þessu fylgdu ýmis vandræði þar sem hverfið gat með engu móti tekið á móti öllum þess- um fjölda. Eiturlyf tóku sinn toll og glæpir jukust í kjölfarið. Um haustið héldu íbúarnir minn- ingarathöfn sem kölluð var „Dauði hippans,“ til marks um að það besta væri búið og hvöttu fólk til að halda sig heima og búa til hippahverfi annars staðar. Hass og ís Ef Solvang er smávaxin útgáfa af Kaupmannahöfn, þá er Haight- Ashbury nokkurs konar Krist- janía þeirra Kana, áhugaverður en þó um leið örlítið sorglegur minnisvarði um það sem var og það sem kannski hefði get- að orðið. Hipparnir búa enn á svæðinu í kringum hin frægu gatnamót, en húsnæðisverð er orðið talsvert hærra en það var á dýrðardögunum. Í búðunum eru seldir munir sem minna á hippatímann og í sumum eru seld verkfæri til að reykja með, en þó er skýrt tekið fram að þar sé ekki selt neitt til að reykja. Fyrir utan ísbúðina Ben and Jerry‘s stendur hippaklætt fólk á stultum og kemur í ljós að það eru ferðamenn frá Bretlandi að vinna fyrir sér í sumarfríinu. Ís- búðin var stofnuð af hippunum Ben og Jerry á áttunda áratugn- um og létu þeir hluta af innkom- unni renna til góðgerðarmála. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti veitti þeim síðar verðlaun fyrir að vera viðskiptamenn árs- ins, og segir það kannski sitt um hvernig fór fyrir hippadraumn- um. Sumum markmiðum kynslóðarinnar sem ætlaði sér að breyta heiminum var þó náð. Það var hér sem Harvey Milk varð fyrsti samkynhneigði mað- urinn til að komast í borgar- stjórn í Bandaríkjunum, eins og segir frá í Sean Penn-myndinni Milk. Castro-hverfið sem hann bjó í laðar enn til sín samkyn- hneigða víðs vegar að. James Bond og brúin Þekktasta tákn San Francisco hlýtur þó að vera Golden Gate- brúin sem birst hefur í ótal kvikmyndum, svo sem A View to a Kill, síðustu James Bond- myndinni með Roger Moore í aðalhlutverki. Þegar fram- kvæmdum var lokið árið 1937 var hún stærsta hengibrú í heimi, og þótt hún sé það ekki lengur eru fleiri sem koma til að taka myndir af henni en af nokkurri annarri brú í heim- inum. Brúin á fleiri heimsmet, því fleiri hafa framið sjálfsmorð þar en á nokkrum öðrum stað. Tal- ið er að um 1.200 manns hafi kastað sér í ána fyrir neðan og er það líklega vanáætlað þar sem mörgum skolar út í sjó án þess að líkin finnist nokkurn tímann. Þeir sem ekki látast við fallið frjósa í hel í vatninu fyrir neðan. Það er nefnilega merki- lega kalt í San Francisco. Sjáv- arstraumarnir koma beint frá Alaska og eru ein ástæða þess að engum hefur tekist að synda í land frá Alcatraz-eyju, sem annars er glettilega stutt frá landi. Sérstaklega er kalt á brúnni sjálfri, sem oftast er hul- in sjávarmóðu, en það hlýnar snarlega eftir því sem lengra er komið inn í land. Það er auð- velt að sjá hverjir hér eru ferða- menn. Flestir ferðalangar koma hingað klæddir í lítið annað en stuttermaboli og stuttbuxur, en eru fljótir að kaupa sér túrista- peysur merktar borginni sem eru ódýrar og seldar víða. Star Wars og San Quentin Sé haldið yfir brúna kemur maður yfir í Marin County, þar sem höfuðstöðvar Star Wars- leikstjórans George Lucas eru. Búgarðurinn er þó ekki opinn almenningi og ekki heldur hið víðfræga San Quentin-fangelsi, sem ólíkt Alcatraz er enn í fullri notkun. Kannski segir það sitt að fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gera hið óraunverulega raun- verulegt er staðsett í grennd við aftökudeildina í San Quentin, þar sem raunveruleikinn blasir við í sinni bitrustu mynd. Lengra skal þó ekki haldið í bili. Nóg hefur verið reynt og dreymt í þessu landi þar sem stutt er til stjarnanna og enn styttra ofan í ískalt sundið fyr- ir neðan. Ég held aftur á hót- elið með pítsu í hönd. Það er staðsett rétt við fátækrahverf- ið, og þarf ekki nema að fara yfir götuna til að vera kominn inn í heim sem ber Bandaríkj- unum miður fallegt vitni. San Francisco er sú af stórborg- um Bandaríkjanna þar sem er hæst hlutfall heimilislausra og hefur ástandið ekki batnað við að sumum geðsjúkrahúsum hefur verið lokað. „Gefðu mér pítsu,“ seg- ir maður þegar ég geng fram hjá. Ég lít niður á vömbina sem gægist út úr peysu minni og ákveð að hann þurfi meira á matnum að halda heldur en ég. Bandaríski heimspeking- urinn Emerson var þekktur fyrir samúð sína með fátæk- um og sagði að hending ein réði því að hann væri sjálfur ekki einn af þeim. Ef til vill er ég heppinn að búa í landi sem enn hefur starfandi velferðar- kerfi. Bandaríkin eru stórkost- legt land að sækja heim, en ég er feginn að hafa ekki fæðst þar. Valur Gunnarsson Ferðasaga Borgin þar sem allt er bannað San Francisco var höfuðborg hippanna, borgin þar sem allt var leyfilegt, eins og kemur fram í ótal sönglögum eins og If You‘re Going to San Francisco (Be Sure to Wear Flowers in Your Hair). Ekki voru þó allir jafnhrifnir og íhaldsmenn tóku til í borginni, að minnsta kosti á táknrænan hátt, með kvikmyndunum um Dirty Harry sem hikaði ekki við að beita ofbeldi gegn hippum og öðrum óþjóðalýð. Í dag er borgin þó stundum nefnd „Ban Francisco,“ vegna ýmissa banna sem eru í gildi. Meðal þess sem hefur verið bannað eru plastpokar, sykurdrykkir (á opinberum stöðum), að sitja eða liggja á gangstéttum og það að selja leikföng með óhollum mat ætluðum börnum eða gsm-síma án þess að tilgreina geislavirkni þeirra. Einnig er bannað að eiga viðskipti við fylkið Arizona, sem þykir hafa brotið gegn mannréttindum með innflytjendalögum sínum. Sitt sýnist hverjum og misvel er farið eftir reglunum, eins og gefur að skilja. Einhver áhrif hefur þetta þó haft, og skyndibitarisinn McDonalds hefur nýlega tilkynnt að hann muni brátt bjóða upp á hollari mat með leik- föngum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.