Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 50
50 | Lífsstíll 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Ný vefverslun Reykjavík Fashion Journal er ný vef- verslun. Þar verður til sölu tísku- varningur á góðu verði – föt, skór og skart. Konan á bak við síðuna er Erna Hrund Hermannsdóttir sem er að eigin sögn forfallinn eBay- aðdáandi og kemur til með að panta vörur í gegnum síðuna fyrir tískuþyrsta Íslendinga. Hún leggur áherslu á að bjóða upp á flottar tískuvörur á viðráðanlegu verði. Reykjavík Fashion Journal er ekki einungis vefverslun því þar bloggar Erna líka um tískutengda hluti og lífið og tilveruna. S igurvegarinn fær hálfa millj- ón í peningum og samning við Reykjavík Runway í ár. Í því felst að við þjónustum fatahönnuði, þannig að þeir geta úthýst verkefnum til okkar og bjóðum við upp á sölu-, markaðs- og rekstrarþjónustu, allt sem hönn- uðir þurfa til að láta hjólin snúast, allt fyrir utan hönnunarferlið sjálft,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir sem stendur fyrir fatahönnunarkeppn- inni Reykjavík Runway. Fjórir hönn- uðir eða hönnunarteymi voru val- in til úrslita en fjölmargir sóttu um. Það er til mikils að vinna fyrir sigur- vegarann því hann fær árssamning við Reykjavík Runway sem kemur til með að þjónusta hönnuðinn við að koma hönnun sinni á markað. Faglega valið Hönnuðirnir sem komust áfram úr undankeppninni voru valdir af dómnefnd skipaðri af Fatahönnun- arfélagi Íslands. „Við lögðum mikla áherslu á að hafa þetta sem fagleg- ast. Við vildum hafa þetta faglega keppni á faglegum forsendum.“ Fjórir hönnuðir voru valdir. „Þeir hönnuðir sem valdir voru eru Harpa Einarsdóttir sem hannar undir nafn- inu Ziska, Eygló Margrét Lárusdóttir sem hannar undir nafninu Eygló, Sólveig og Edda Guðmundsdætur sem eru með Shadow Creatures og svo er Rosa•Bryndis design en að baki því eru þær Rosa Winther Den- ison og Bryndís Þorsteinsdóttir.“ Hugmyndin kviknaði í Hugmyndahúsinu Ingibjörg segir hugmyndina að keppninni hafa kviknað í Hug- myndahúsi háskólanna. „Ég var framkvæmdastjóri í Hugmyndahúsi háskólanna og var í fyrra með vinnu- smiðjur fyrir fatahönnuði og áttaði mig þá á þeirri þörf fyrir þjónustu sem þessari til uppbyggingar fyrir þann geira. Það vantaði einnig viðskipta- lega þekkingu og annað tengt því. Svo fengum við styrk frá Vinnumálastofn- un í sumarátaki hennar til að vinna að uppbyggingu fatahönnunarfyrir- tækja. Þá lokaði Hugmyndahúsið því miður og fannst mér tækifærið alltof dýrmætt fyrir bransann til að láta það detta upp fyrir. Ég var komin með sex manns í vinnu til þess að vinna að uppbyggingunni og gat ekki hugs- að mér að láta þetta detta upp fyrir. Þannig að ég ákvað að fara sjálf áfram með þetta, bara kýla á það.“ Unnið samkvæmt hönnunardagatali Hún fékk með sér stuðningsaðila sem hjálpuðu til við fjármögnun keppn- innar. „Ég fékk stuðningsaðila til liðs við mig og bjó til keppni í kringum þetta til að gera þetta meira spenn- andi. Aðalstuðningsaðilinn okkar er Mercedes Benz á Íslandi en Benz hef- ur lengi vel tengt sig við tískubrans- ann. Okkur var alls staðar vel tekið og þetta hefur tekist vonum framar með hjálp góðs fólks.“ Í allt sumar hefur hópurinn unn- ið fyrir fatahönnuðina í húsnæði Listaháskóla Íslands. „Listaháskólinn skaut yfir okkur skjólshúsi því við vor- um náttúrulega ekki með húsnæði. Þar voru nemendur í sumarfríi og við fengum að nota eina stofuna.“ Hönnuðirnir og aðstoðarmenn þeirra hafa unnið samkvæmt hönn- unardagatali sem sérstaklega var búið til af Reykjavík Runway. „Við vinnum samkvæmt hönnunardagatali sem við bjuggum til. Þar er öll vinnan sett upp á ársgrundvelli og við skipuleggjum okkur út frá því. Við komum líka til með að vinna áfram samkvæmt þessu dagatali með vinningshafanum.“ Í spor Karls Lagerfeld Úrslit keppninnar verða kunngerð 18. ágúst næstkomandi í Listasafni Reykjavíkur. Þar verður afrakst- ur sumarsins sýndur og einn vinn- ingshafi krýndur. Einnig verður á Menningarnótt sýnt frá afrakstri sumarvinnunnar í Listasafninu. „Á Menningarnótt sýnum við hönnuð- ina á annan máta. Þá verður hægt að skoða þetta frá hugmynd að veru- leika. Það er svo margt þarna á bak við sem þarf til að hlutirnir gangi upp.“ Gífurlega góð verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann eins og áður hef- ur komið fram, og er þar helst að nefna hálfa milljón ásamt árssamn- ingi við Reykjavík Runway. Auk þess ætlar Coke light að bjóða einum hönnuði samning. „Coke light ætlar að verðlauna einn hönnuðinn með hönnunar- samningi sem felst í því að hanna útlit á Coke light flösku. Margir stór- ir hönnuðir hafa gert það erlendis. Til dæmis Karl Lagerfeld, Manolo Blahnik og nú verður í fyrsta skipti valinn íslenskur hönnuður til þess.“ viktoria@dv.is n Fá hálfa milljón og árshjálp frá Reykjavík Runway n Einn Coke light sigurvegari valinn sem fær að hanna utan á flösku n Vinna samkvæmt hönnunardagatali Fjögur merki keppa til úrslita Uppbygging innan bransans Ingibjörg Gréta segist hafa orðið vör við þörf fyrir uppbyggingu innan fatahönnunarbransans. myndiR: GUnnaR GUnnaRsson Hönnuðirnir Hér eru hönnuðirnir sem keppa til úrslita samankomnir. Frá vinstri Edda Guðmundsdóttir, annar hönnuðurinn að baki Shadow Creatures, Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir, að baki Rosa•Bryndis, Harpa Einarsdóttir, hönnuðurinn að baki Zisku og Eygló Margrét Lárusdóttir, sem hannar undir nafninu Eygló. Á myndina vantar Sól- veigu Guðmundsdóttur, annan hönnuð Shadow Creatures. Á fullu við undirbúning Keppnin er haldin í næstu viku og þegar ljósmyndara bar að garði var allt á fullu í undirbúningi. Hér sést hönnuðurinn Eygló Margrét Gísladóttir fylgjast með förðuninni. Tískusystur halda markað Tískusysturnar Elma Lísa og Nína Björk Gunnarsdætur ætla að halda fatamarkað á laugardaginn. Markað- urinn verður haldinn að Lindargötu 6 í Reykjavík, í hvítu húsi bak við Þjóðleikhúsið. Systurnar eru miklir tískuspekúlantar og því má búast við miklum gersemum á markaðnum. Nína hefur verið búsett í Lúxemborg undanfarið þar sem hún starfar sem ljósmyndari en ákvað að rýma til í fataskápnum í fríinu. Hægt verður að gera góð kaup á kjólum, kápum, pelsum, jökkum, höttum og ýmsu fleira. Það verður heitt á könnunni fyrir gesti markaðarins og lofa þær góðum móttökum og mikilli stemn- ingu. Heltekin af sígaunum n myndir frá tískubrúðkaupi ársins í Vogue T ískugyðjan Kate Moss er á for- síðu septemberútgáfu banda- ríska Vogue. Myndirnar úr viðtalinu þykja einstaklega fallegar en það var vinur Kate, ljós- myndarinn Mario Testino, sem myndaði hana á brúðkaupsdaginn. Hann hefur myndað hana frá því hún var 16 ára gömul og ferillinn ný- byrjaður. Það er afar gott samband milli Kate og Mario og þykja mynd- irnar sanna það því sjaldan hafa sést fallegri myndir af henni. Kate giftist Jamie Hince þann 1. júlí síðastliðinn. Hún segir í viðtal- inu í Vogue að hún sé yfir sig hrif- in af sígaunum og þeirra menningu og tísku og það hafi haft áhrif á það að þau ákváðu að gifta sig. Hún seg- ir sígauna stelpur þurfa að gifta sig snemma því þær mega ekki gera neitt fyrr en þær eru orðnar gift- ar konur. Hún segir það hafa verið ástæðu þess að hún ákvað að giftast James. „Ég horfði á hann og hugsaði: því ekki. Þær giftast 16 ára, við ætt- um að vera gift,“ segir Kate í viðtal- inu. Hún er yfir sig ástfangin að eigin sögn og myndirnar þykja sanna það því Kate virkar afar hamingjusöm og ástfangin að sjá á myndunum. náið samband Kate og Lila Grace dóttir hennar eru afar nánar. Þessi fallega mynd birtist af þeim í Vogue, Ástfangin Jamie og Kate eru yfir sig ástfangin og þykja myndirnar sýna það glöggt. Falleg Ljósmyndarinn Mario Testino er náinn vinur Kate og tók þessar myndir af brúðhjónunum. Þær þykja einstaklega fallegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.