Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- TILBOÐ Buguð eftir 16 ár í vændi „En flestir sem ég hitti eru bara eldri menn sem fá það strax. Sumir eiga veika konu. Aðrir eiga konu sem er hætt að vilja sofa hjá þeim. Enn aðrir fíla það bara að kaupa vændi. Þetta er svona alls kon- ar.“ Þetta sagði vændiskona í samtali við DV á mánudag. Konan, sem er fimm barna móðir, segist vera buguð og sér enga leið út. „Síðustu tíu árin hef ég gert þetta af einskærri neyð. En lengi vel gerði ég þetta fyrir mann- inn minn og börnin mín. Ég gaf þeim allt sem þau eiga. Ég gaf elstu dóttur minn heilt innbú og annarri bíl. Þetta var allt fyrir peninga sem ég fékk með þessum hætti.“ Hallbjörn bugaður „Ég er al- veg hættur að syngja. Ég vil helst gleyma öllu, lífinu, til- verunni og öllu. Ég er bara leiður á þessu, bara orðinn leiður á lífinu,“ sagði kú- reki norðursins, Hallbjörn Hjartar- son, í samtali við DV á miðvikudag. Um helgina fara fram Kántrýdagar í heimabæ hans, Skagaströnd, en Hall- björn kemur ekki nálægt hátíðinni að þessu sinni. „Kántrýhátíðin sem slík stóð í níu ár og hún var mín hug- mynd upphaflega og mitt framtak. Síðan var hún lögð niður í einhver ár vegna einhverrar meinsemdar og öf- undar í minn garð. Síðan fóru þeir að sjá eftir þessu og fengu leyfi hjá mér til að kalla þetta Kántrýdaga.“ Losnaði við skuldir og byggir reiðhöll Katrín Pét- ursdóttir, forstjóri Lýsis, stendur í miklum framkvæmdum á landareign sinni í Fljótshlíðinni þessa dagana. Katrín hyggst reisa reiðhöll á landareigninni Velli 1, en þar hafa iðnaðarmenn haft í nógu að snúast að undanförnu. DV hefur greint frá því að Katrínu hafi tekist að semja um afskriftir á skuldum sínum við Glitni. Samkvæmt heimildum DV var hún í persónulegum ábyrgðum fyrir um milljarði króna vegna lána sem eignarhaldsfélag hennar, Hnotskurn, fékk hjá Glitni árið fyrir hrun. Félagið skuldaði 2,8 milljarða króna í lok árs 2007. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Hrunið snertir okkur lítið w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 8.–9. ág úst 2011 mánudagur/þriðjudagur 8 9 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . n „Gerði þetta fyrir manninn minn“ n „Ég get þetta ekki lengur“ n Sér enga leið út n Misnotuð í æsku og beitt harðræði n Kúnnarnir flestir kvæntir, eldri menn 10–12 BUGUÐ EFTIR 16 ÁR Í VÆNDI Geggjað stuð Í gleðigöngu Bankamenn í braski í Berlín Fyrrverandi starfsmenn Glitnis fjárfestu í 72 þúsund fermetra svæði. Þýskir fjárfestar vilja rannsókn M Y N D G U N N A R G U N N A R SS O N Ísland af- tengt frá erlendum mörkuðum Einar Bjarnason greip í tómt 8 Óþekkt kona stal líf- eyrinum Popparar sem elska fyrirsætur Ólíkir heimar sameinast í ástinni 22–23 Þorvaldur Gylfason tilbúinn í slaginn 4 Stofna flokk ef þingið hlýðir ekki FImm BaRNa móÐIR Í NEyÐ Einkaviðtal 2–3 26 6 4 | Fréttir 10. ágúst 2011 Mi ðvikudagur Afarkostir Þráins Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki styðja fjárlög nema fundin verði sanngjörn lausn á málefnum Kvikmyndaskóla Íslands. Þetta sagði Þráinn í samtali við Vísi á þriðjudagskvöld. Málefni Kvikmyndaskólans hafa verið tals- vert í umræðunni upp á síðkastið og vill Þráinn að fjármögnun skólans verði tryggð. Ríkisstjórnin er með minnsta mögulega meirihluta á þinginu og því gæti stuðningur Þrá- ins skipt sköpum þegar upp verður staðið. Hann segist hins vegar bjart- sýnn á lausn málsins, Svandís Svav- arsdóttir, starfandi menntamála- ráðherra, hafi unnið mikið í málinu. „...ég held að lausnin sé í sjónmáli. Hitt er annað mál ef að menn gefast upp á að finna lausn á þessu þá sé ég enga ástæðu til að styðja fjárlögin,“ sagði Þráinn við Vísi.  Sjö króna lækkun á einni viku Íslensk olíufélög hafa lækkað verð á eldnseytislítranum um 7 krónur á einni viku en samkvæmt úttekt DV fyrir nákvæmlega viku síðan kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni um 242 krónur. Eftir lækkanir mánudags og þriðjudags er lítraverðið nú komið niður í rúmlega 235 krónur. Í kjölfar óvissu á alþjóðafjár- málamörkuðum hefur heimsmark- aðsverð á olíu hrapað. Íslensku olíufélögin brugðust við þessu á mánudag og þriðjudag með því að lækka verð eftir nær linnulausar hækkanir undanfarin ár. Þrátt fyrir að íslenskir neytendur fagni hverri krónulækkun má geta þess að lítrinn kostaði 113 krónur árið 2007. Á þriðjudag var verð á 95 oktana bensíni lægst hjá Orkunni á höfuð- borgarsvæðinu þar sem lítrinn kost- aði 235,40 krónur. Hjá Atlantsolíu og ÓB kostaði hann 235,60. Viðskiptavinir N1 greiða 235,70 krónur fyrir lítrann og Olís 235,80 Steingrímur J. Sigfússon hafnar því algjörlega að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvöru. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu til skoðunar tillögur sendifulltrúa Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um að sam- ræma virðisaukaskattsþrepin þannig að í framtíðinni yrði 20% flatur virð- isaukaskattur. Ríkisstjórnin leitar nú leiða til aukinnar tekjuöflunar og var þingmannanefnd falið að skoða þennan möguleika. Þeir þingmenn sem DV hefur rætt við telja að ríkis- stjórnin muni frekar reyna að leggja frekari skatta á bankastofnanir en að fara þessa leið. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, stendur hins vegar fast á því að hækkanir á virðisauka- skatti á matvælum hafi komið til greina. Yrði af slíkum skattahækunum myndi það ekki aðeins hækka mat- vöruverð verulega í landinu held- ur einnig skila sér beint í vísitöluna og hækka þannig verðtryggð lán. Raunar hafa skattahækkanir nú- verandi ríkisstjórnar valdið því að skuldir heimilanna í landinu hafa hækkað um 18,3 milljarða króna. Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, sagði í svari við fyrir- spurn Margrétar Tryggvadóttur á Al- þingi síðasta vetur, að á tveggja ára tímabili hefðu skuldir heimilanna í landinu hækkað samanlagt um 18,3 milljarða króna vegna áhrifa skatta- hækkana. Margrét spurði: „Hve mikið hafa verðtryggð lán íslenskra heimila hækkað á tímabilinu frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2011, í krónum annars vegar og prósentum hins vegar, vegna skattahækkana og annarra aukinna álaga af hálfu ríkis- ins sem hafa áhrif á vísitölu neyslu- verðs?“  Árni Páll svaraði: „Áhrif skatta- hækkana á vísitölu neysluverðs eru um 1,50% frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2011 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Það þýðir að verð- tryggð lán íslenskra heimila hækk- uðu sem því nemur að nafnvirði. Í febrúar voru verðtryggð lán heimil- anna um 1.220 milljarðar kr. og því nemur hækkunin að nafnvirði um 18,3 milljörðum kr. á tímabilinu. Al- menn vörugjöld eru ekki með tal- in þar sem Hagstofan greinir áhrif þeirra ekki með beinum hætti í vísi- tölunni.“ Fjármálaráðherra þvertekur fyrir að til standi að hækka virðisaukaskatt: Skattar hækka skuldir um 18 milljarða Steingrímur J. Sigfússon Þingmenn telja að frekari skattahækkanir í landinu einskorðist við banka og fjármálastofnanir en ekki virðisaukaskattshækkun. K atrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, stendur í miklum framkvæmdum á landareign sinni í Fljótshlíðinni þessa dagana. Katrín hyggst reisa reiðhöll á landareigninni Velli 1, en þar hafa iðnaðarmenn haft í nógu að snúast að undanförnu. Þegar ljós- myndara og blaðamann bar að garði voru framkvæmdir við grunn reið- hallarinnar í fullum gangi. Óljóst er hvenær reiðhöll Katrínar verður til- búin en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. DV hefur greint frá því að Katrínu hafi tekist að semja um um afskrifitir á skuldum sínum við Glitni. Samkvæmt heimildum DV var hún í persónulegum ábyrgðum fyrir um milljarði króna vegna lána sem eignarhaldsfélag hennar, Hnot- skurn, fékk hjá Glitni árið fyrir hrun. Félagið skuldaði 2,8 milljarða króna í lok árs 2007. Reiðhöll rís á Velli Ljóst er að þrátt fyrir mikla skulda- söfnun og persónulegar ábyrgðir er Katrín ekki illa stödd fjárhagslega, að minnsta kosti ef marka má þær miklu framkvæmdir sem eiga sér stað á landareign hennar þessa dag- ana. Völlur 1 er landareign í henn- ar eigu en þar er nú þegar rekið hrossaræktarbú. Á landinu er þegar eitt hesthús, lítil reiðhöll og íbúðar- hús ásamt litlum skúr. Heimildir DV herma að Katrín og fjölskylda hygg- ist nota reiðhöllina til einkanota og til að sinna sínu helsta áhugamáli – hestamennskunni. Katrín á aðra landareign í nágrenninu, Þórunúp. Katrín hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og situr ennþá í mörgum þeirra. Hún var meðal annars meðstjórnandi í stjórn í FL Group, í stjórn Glitnis allt til ársins 2008, og í Bakkavör Group til ársins 2011. Hún á og rekur einkahlutafyrir- tæki eins og Þórunúp, Hex og Bol. Óljóst er hvort og þá hvaða fyrirtæki í hennar eigu kemur að framkvæmd- unum við reiðhöllina. Þurfti að víkja úr stjórn Í janúar síðastliðinn greindi DV frá því að eignarhaldsfélagið Hnotskurn væri á lokasprettinum við að semja um skuldir félagsins sem nema 2,8 milljörðum króna. Eignir félagsins námu þá ekki nema 244 milljónum í fasteignum og lóðum. Félagið fékk lán til hlutabréfakaupa í Trygginga- miðstöðinni. Það eignaðist síðan hlutabréf í FL Group þegar það fé- lag keypti Tryggingamiðstöðina. Auk þess að vera í eigu Katrínar, var fé- lagið einnig í eigu Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, fjárhaldsmanns Guðbjargar Matthíasdóttur í Vest- mannaeyjum til margra ára. Samkvæmt heimildum DV varð Katrín að víkja úr stjórn Glitnis í lok febrúar 2008 þar sem Hnotskurn var komið í vanskil með lán sín við bank- ann. Enda hafði hlutur Hnotskurnar í FL Group rýrnað mjög mikið. Mark- aðsverðmæti hlutarins sem Hnot- skurn átti í FL Group nam um 1.195 milljónum króna í september 2007. Í lok desember sama ár var hlut- ur félagsins metinn á 993 milljónir króna en þá hafði það verið þvingað til að selja um 20 prósent af bréfum sínum í FL Group. Persónulegar ábyrgðir Gunnlaugur Sævar og Katrín voru í persónulegum ábyrgðum vegna skulda sinna við Glitni, samkvæmt heimildum DV. Ekkert bendir til að ábyrgðirnar hafi verið greiddar. Þau fengu lánafyrirgreiðslu til að kaupa hlutabréf í FL Group. Vera má að uppgjör þeirra á skuldinni við Ís- landsbanka tengist sölu þeirra á Lýsi til Guðbjargar Matthíasdóttur með einum eða öðrum hætti. Eftir því sem DV kemst næst gátu eða vildu þau Gunnlaugur og Katrín ekki greiða skuldina sem þau voru í persónulegum ábyrgðum fyrir og leituðu því til starfsmanna Íslands- banka eftir skuldaafskrift á meiri- hluta skuldarinnar gegn því að þau myndu greiða hluta hennar. Ekki er vitað hvernig málið endaði hjá Ís- landsbanka en ljóst er að Gunnlaug- ur og Katrín ætluðu sér ekki eða gátu ekki greitt skuldina til fulls. Reikna má með að þau hafi fengið sínu framgengt. Lendingin í málinu hjá Gunn- laugi og Katrínu hefur því hugsan- lega verið svipuð og í afskriftamáli Bjarna Ármannssonar við skilanefnd Glitnis í fyrra, sem greint hefur verið frá í DV, en hann fékk um 800 millj- ónir króna afskrifaðar gegn því að greiða bankanum nokkra tugi millj- óna króna. Reisir reiðhöll í skugga afskrifta n Fékk milljarða afskrifaða en reisir nú reiðhöll n Var í persónuleg- um ábyrgðum n Reiðhöllin til einkanota, samkvæmt heimildum Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Afskriftir Katrín Pétursdóttir fékk afskrif- aðar milljarðaskuldir við Glitni en hún var í persónulegri ábyrgð fyrir hluta þeirra. Framkvæmdir Þegar ljósmyndara bar að garði voru iðnaðarmenn á fullu við að leggja grunn að nýrri reiðhöll Katrínar. Mynd EyÞóR ÁRnASon „Heimildir DV herma að Katrín og fjölskylda hyggist nota reiðhöllina til einkanota og til að sinna sínu helsta áhugamáli – hesta- mennskunni. w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 10.–11. ágúst 2011 miðvikudagur/fimmtudagur 9 0 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . „KúreKi norðursins“ ósáttur n Gaf allt líf sitt í Kántrýdaga, sem síðan voru lagðir af og endurvaktir án hans „Ég hef alltaf verið álitinn hálfviti hér á Skagaströnd. Hallbjörn miður sín ENGEYINGAR Í VELLYSTINGUM Sátt þrátt fyrir 17 tíma seinkun Katrín í Lýsi Losnaði við skuldir og byggir reiðhöll KoNAN MÍN SELdI SIG öðRUM Fjölskyldufaðir opnar sig „Ég skammaðist mín“ Blind og heyrnar- laus á öðru eyra GÆTI VERIð VERRA Veldu rétta hreyfingu n Á meðan borgar almenningur fyrir Sjóvá n Bjarni Ben sagði að ríkið myndi engu tapa 2–3 8 12–13 4 22–23 14–15 REITT UNGT FÓLK Farþegi fékk sárabót 26–27 17 Skákmaraþon vegna Sómalíu: Börnin heiðruð Rauði kross Íslands heiðraði á fimmtudagsmorgun ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni „Við erum ein fjölskylda“ um síðustu helgi. Alls söfnuðu þau einni milljón króna í tveggja daga skákmaraþoni til styrktar hjálparstarfi í Sómal- íu, auk þess sem símasöfnun Rauða krossins tók mikinn kipp á sama tíma og þar bættist við um ein millj- ón króna. „Um 20 börn tóku þátt í mara- þoninu og stóðu sig með miklum sóma. Rauði krossinn er þeim ákaf- lega þakklátur fyrir framtakið og af því tilefni litu fulltrúar hans inn á æfingu hjá Skákakademíunni þar sem hinir öflugu skákkrakkar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Rauði krossinn vill einnig þakka þeim sem tefldu við ungmennin og styrktu þannig málefnið með framlagi sínu. Peningarnir verða notaðir til hjálp- arstarfs Rauða krossins í Sómalíu þar sem börn svelta heilu hungri,“ segir í tilkynningu sem Rauði kross- inn sendi frá sér á fimmtudag. Í tilkynningunni kemur fram að upphæðin sem safnaðist dugi til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör til að hjúkra um 1.300 alvarlega van- nærðum börnum til heilbrigðis. Það voru Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands sem stóðu fyr- ir maraþonskákhátíðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar tefldu mörg efnileg- ustu börn og unglingar landsins við gesti og gangandi. Mótherjar krakk- anna borguðu upphæð að eigin vali. Áfram verður tekið á móti fram- lögum í síma Rauða krossins, 904- 1500, og þá bætast við 1.500 kr. við næsta símareikning. Einnig er hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins í Sómalíu með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269- 2649. Þá munu öll áheit fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst renna í Sómalíusöfn- unina. H ún gat ekki nærst leng- ur og drapst að lokum úr hor,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, bóndi að Kiða- felli og fyrrverandi oddviti Kjósarhrepps. Hann tók eftir því síð- asta vetur að óeðlilega mikið af kind- um drógust upp og áttu erfitt með að nærast. Við nánari skoðun kom í ljós að þær voru margar hverjar með mikil þykkildi og bólgur í kjálkabeinunum. Að lokum fór svo að ein þeirra drapst úr hungri en hann geymir hauskúpu hennar sem hann vonast til að fari í óháða rannsókn í haust. Sigurbjörn telur líkur á því að flúor mengun frá álverinu á Grundar- tanga hafi valdið veikindum kind- anna. Hann bendir meðal annars á að kindin sem drapst hafi verið fædd árið 2006, en sama ár varð mengunar- slys í álverinu með þeim afleiðingum að mikið magn flúors slapp út í um- hverfið. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun tvöfaldaðist magn flúors í sauðfé og öðrum langlífum dýrum í kjölfar slyssins. Sigurbjörn býst allt eins við því að sömu örlög bíði fleiri kinda sem nú eru uppi á fjöllum. Ærin grindhoruð Þegar Sigurbirni varð ljóst að ekki væri allt með felldu hafði hann sam- band við Matvælastofnun sem sendi dýralækni á svæðið. Eftir nána skoð- un komst dýralæknirinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að stað- festa að flúormengun hefði valdið dauða dýrsins þrátt fyrir að möguleiki væri á því. Til þess að skera úr um slíkt væri nauðsynlegt að senda bein og tennur í frekari rannsókn. Sigur- björn vonast til þess að slíkt verði gert nú í haust. „Ærin var grindhoruð en lambið virtist þrífast vel. Það vottar fyrir ójöfnum utan á kjálkum beggja meg- in. Ekki sáust neinar skemmdir í gler- ungi á framtönnum. Þegar kjafturinn var glenntur upp og strokið eftir slit- fleti jaxlanna var greinilegt að tennur voru misslitnar þannig að jaxl hvor- um megin var hærri en hinar tenn- urnar og á móti var lægð í slitfleti jaxlanna,“ ritaði dýralæknir Matvæla- stofnunar meðal annars í skýrslu um málið sem DV hefur undir höndum. Veik hross Fyrr í vetur sagðist Umhverfisstofnun stefna á heildstæða úttekt og skoðun á því hvort og þá við hvaða aðstæður gætti skaðlegra áhrifa flúormengunar. DV hefur fjallað um íbúa í Hvalfirði sem sendi Umhverfisstofnun erindi vegna óþekktra veikinda sem hrjáðu hross hennar. Taldi konan að mikið magn flúors í beinum hrossanna væri ástæða þess að hrossin virtust finna fyrir verkjum í fótum og vera með hnúða og stirðleika í makka. Konan hafði gert samanburð á flúormagni í sínum hrossum og hrossum á Norð- urlandi sem sýndi fram á að flúor- magn í þeim fyrrnefndu mældist mun meira. „Hvort tímabundin flúorupptaka sumarið 2006 getur hafa valdið mis- þroska í jöxlum þessara kinda er ekki útilokað vegna þess að fyrsti jaxl- inn (M1) kemur fram þegar kindin er þriggja mánaða, annar jaxl (M2) kemur við 10–11 mánaða aldur og sá þriðji (M3) þegar kindin er 12–18 mánaða. Tveir fyrstu jaxlarnir voru því á viðkvæmu þroskastigi sum- arið 2006,“ segir jafnframt í skýrslu dýralæknis Matvælastofnunnar um kindina veiku. Treystir ekki rannsókn Sigurbjörn hefur að eigin sögn lengi haft horn í síðu álversins á Grundar- tanga. „Ég get alveg sagt það að ég er svekktur yfir hlutskipti mínu. Að þurfa að búa við viðvarandi mengun, ónýtt útsýni og hávaða á góðviðris- dögum er eitthvað sem ég kaus mér ekki. Landið mitt er eitt það kærasta sem ég á og það er sárt að sjá á eftir því verða stóriðjunni að bráð,“ seg- ir Sigurbjörn sem sendi nýlega inn kæru til umhverfisráðuneytisins fyrir meinta ólöglega förgun úrgangs í flæðigryfju við álverið. Aðspurður hvort hann sé þreyttur á baráttunni við álverið segir hann: „Nei, það er ég ekki. Ég á eftir að eyða mikilli orku og taka mikla áhættu til að koma í veg fyrir að reistar verði fleiri verksmiðjur sem merkir um- hverfissinnar í Reykjavík eru að reyna að troða hingað núna.“ Aðspurður um hvort hann telji að rannsókn á hauskúpunni muni leiða í ljós að flúormengun hafi grandað kindinni segir Sigurbjörn: „Ég veit það ekki, einhvern veginn treystir maður ekki þeim rannsóknum sem gerðar eru á vegum iðjuveranna sjálfra. Betra væri að bíða þess að um- hverfisvöktunin fari úr þeirra hönd- um til óhlutdrægs aðila á vegum um- hverfisráðuneytisins eins og ég held að vilji umhverfisráðherra sé. Það er auðvitað bara della að láta álverið sjá um rannsókn á sjálfu sér.“ n Bónda grunar að álversmengun hafi valdið dauða kindar n Dýralæknir Matvæla- stofnunar útilokar ekki að mengun sé orsökin n Hefur lengi barist við álverið Vill að óháðir aðilar rannsaki hauskúpu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Drapst úr hor Ærin veslaðist upp en Sigurbjörn grunar að flúormeng- un hafi valdið dauða hennar. Mengunarslys Ærin sem drapst fæddist sama ár og gríðarlegt magn flúors slapp út í nær- liggjandi umhverfi, en þá voru fyrstu jaxlar hennar á viðkvæmu þroskastigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.