Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað J óhannes fædd- ist á Norðfirði. Foreldrar hans voru Tómas Zoëga, spari- sjóðsstjóri á Norð- firði, og k.h., Stein- unn Símonardóttir húsfreyja. Tómas var sonur Jóhannesar Zoëga, skipstjóra í Reykjavík Tómassonar, bróður Geirs rektor Mennta- skólans í Reykjavík, afa Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra og Geirs Þor- steinssonar, forstjóra Ræsis hf. Móðir Tómasar var Guðný Hafliða- dóttir, systir Ólafar, móður Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Kona Hafliða var Guðfinna Pétursdóttir, b. í Engey Guðmundssonar, lang- afa Guðrúnar Pétursdóttur, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og tengdamóður Jóhannesar Zoëga. Steinunn, var dóttir Símonar, b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal, Jónssonar, b. á Efstabæ í Skorradal, Símonarsonar, sem Efstabæjarættin er kennd við, bróður Teits, á Hæli í Flókadal, langafa Helga Sigurðsson- ar, verkfræðings og fyrsta hitaveitu- stjórans í Reykjavík. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og prófi í vélaverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Berlín í Þýskalandi 1941. Hann vann við rannsókn- ir og störf í München í Þýskalandi á stríðsár- unum, var verkfræð- ingur hjá Hamri hf. í Reykjavík 1945–51, forstjóri Landssmiðj- unnar í Reykja- vík 1952–62 og hitaveitustjóri í Reykjavík á ár- unum 1962–87 og hafði m.a. um- sjón með lögn hitaveitu í Reykja- vík, Kópavogi, Hafn- arfirði og Garðabæ. Jóhannes var m.a. for- maður Verkfræðingafélags Íslands, formaður hitaveitunefndar Reykjavíkur, var ráðgjafi um jarðhit- anýtingu á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Tyrklandi og Kína. Eiginkona Jóhannesar var Guð- rún Benediktsdóttir, systir Bjarna forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm. Annar bróðir Guðrúnar var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, núver- andi formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Þá var Guðrún systir Kristjönu, móður Halldórs Blöndal, fyrrv. ráð- herra. Börn Jóhannesar og Guðrúnar eru Tómas, geðlæknir og yfirlæknir í Reykjavík; Guðrún, verkfræðingur, framkvæmdastjóri og fyrrv. borgar- fulltrúi; Benedikt, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri, og Sigurður hagfræðingur. O ttó Wathne fæddist í Man- dal í Noregi. Hann stund- aði síldveið- ar í Noregi en fram yfir miðja nítjándu öldina var um langt árabil mikil síldar- gengd innan skerja við vesturströnd Nor- egs. Þessi síld var eink- um veidd í landnætur og söltuð. Er síldin hvarf skyndilega við Noreg fréttist af mikilli síldargengd í íslensk- um fjörðum, einkum austan- og norðanlands. Nokkrir norskir síld- arsaltendur tóku sig þá upp, fluttu hingað til lands með nætur sínar, skip og báta og hófu hér síldveiðar og söltun. Flestir þeirra settust að á Austfjörðum en langþekktastur þeirra var afhafnamaðurinn Ottó Wathne. Ottó kom fyrst til Seyð- isfjarðar 1868 og hóf þar verslun og síldarút- gerð en gekk illa og hvarf af landi brott. Hann kom síðan aftur 1880, settist þá að á Seyðisfirði og starfrækti þar um nær tveggja áratuga skeið blómlega verslun og umfangsmikla síldar- og þorskút- gerð. Síðustu tveir ára- tugir nítjándu aldar voru miklir uppgangstímar á Seyðisfirði sem fékk kaupstaðarrétt- indi 1895. Það var ekki síst Ottó að þakka sem innleiddi þar ýmsar nýj- ungar í atvinnulíf og menningu og stórbætti samgöngur með lagningu vega og gufuskipaferðum. Tveimur árum eftir að Ottó lést reistu bæjarbúar honum minnis- varða sem stendur við Fjarðarárbrú. U nnur fæddist í Vorsabæ í Gaulverjahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hún var í Héraðsskólanum á Laug- arvatni, lauk húsmæðraskólaprófi frá Húsmæðraskóla Suðurlands 1970, stundaði almennt íþróttanám við Íþróttaháskólann í Sønderborg í Dan- mörku, útskrifaðist frá Fósturskóla Ís- lands 1974 og lauk framhaldsnámi við Fósturskóla Íslands í uppeldisfræði og stjórnun 1984 og námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2004. Unnur stundaði bústörf á búi for- eldra sinna, var aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1971–72, vann á leikskólanum Álfta- borg sem fóstra og forstöðumaður 1974–75, var umsjónarfóstra hjá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs 1979–82, starfaði við umferðarfræðslu barna hjá Umferðarráði sumrin 1983–85, var dagvistarfulltrúi á dagheimilum Rík- isspítalanna 1984–88, var verkefna- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu 1988– 91, kenndi hagnýta uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands, nú Háskóla Ís- lands, 1991–95, var skólastjóri í heilsu- leikskólanum Skólatröð í Kópavogi frá 1995 og síðar Urðarhóli sem var stofn- settur árið 2000 en um er að ræða 143 barna leikskóla, rekinn sem ein stofn- un í þremur húsum. Urðarhóll er fyrsti Heilsuleikskólinn á Íslandi. Unnur þróaði heilsustefnuna sem sautján leikskólar á landinu starfa nú eftir. Undanfarin ár var hún framkvæmda- stjóri Skóla ehf. sem starfrækja fimm leikskóla. Unnur var í ungmennafélaginu Samhygð og Héraðssambandinu Skarphéðni frá tólf ára aldri, keppti árum saman í frjálsum íþróttum og var í landsliði FRÍ í 400 og 800 m. hlaupi, var formaður nemendafélags Fósturskóla Íslands 1973–74, ritari Fóstrufélags Íslands 1974–76, sat í stjórn Árnesingafélagsins í Reykja- vík 1979–85, var formaður Freyju, fé- lags framsóknarkvenna í Kópavogi, 1982–85, varaformaður og síðan for- maður Landssambands framsóknar- kvenna 1983–93, var gjaldkeri Fram- sóknarflokksins 1992–2000, átti sæti í miðstjórn, landsstjórn og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins á árunum 1985–2000, var varaþm. Framsóknarflokksins 1987–99, for- maður Íþróttaráðs Kópavogs 1984– 86, sat í varastjórn ÍSÍ 1990–96, sat í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands 1996–2002, sat í landsmótsnefnd UMFÍ 1994 og framkvæmdanefnd íþróttahátíðar ÍSÍ 2000, var varaformaður stjórnar Ríkis- spítalanna 1995–2000, var formaður verkefnanna Heilsuefling, 1995–99, og Græns lífsseðils, 1997–99, og sat í ýmsum nefndum um heilbrigðis- og íþróttamál á vegum ÍSÍ og ráðuneyta. Unnur var formaður Samtaka Heilsu- leikskóla sem voru stofnuð árið 2005. Unnur samdi barnabækurnar Fíu fjörkálf, 1985, og Ásu og Bínu, 1986, og skrifaði fjölda blaðagreina um íþróttir, uppeldi, ferða- og stjórnmál. Fjölskylda Unnur giftist 21.9. 1972 Hákoni Sigur- grímssyni, f. 15.8. 1937, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda og síðar skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Foreldrar hans: Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti í Stokkseyrarhreppi, og k.h., Unnur Jónsdóttir húsfreyja. Börn Unnar og Hákonar eru Finn- ur Hákonarson, f. 21.7. 1975, hljóð- tæknimaður en unnusta hans er Rósa Birgitta Ísfeld, f. 26.10. 1979, söng- kona og dóttir þeirra er Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir f. 17.4. 2009; Grímur Há- konarson, f. 8.3. 1977, kvikmyndaleik- stjóri en unnusta hans er Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 20.8. 1977, grafískur hönnuður; Harpa Dís Hákonardóttir, f. 8.4. 1993, rithöfundur og nemi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Systkini Unnar eru Helgi Stefáns- son, f. 26.4. 1945, bóndi og vörubílstjóri í Vorsabæ; Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 1.7. 1946, íþrótta- og grunnskólakenn- ari á Akureyri; Kristín Stefánsdóttir, f. 18.9. 1948, handmenntakennari og húsfreyja að Hurðarbaki í Flóahreppi; Sveinbjörg Stefánsdóttir, f. 17.8. 1956, bankastarfsmaður í Borgarnesi. Foreldrar Unnar voru Stefán Jas- onarson, f. 19.9. 1914, d. 19.2. 2004, bóndi í Vorsabæ, og k.h., Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1912, d. 8.7. 2000, húsfreyja. Ætt Stefán var sonur Jasonar, b. á Arnar- hóli í Flóa Eiríkssonar og Helgu Ívars- dóttur, b. í Vorsabæjarhjáleigu Guð- mundssonar, b. í Vorsabæjarhjáleigu Gestssonar, b. í Vorsabæ Guðnason- ar, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Dóttir Oddnýjar var Soffía, amma Magnús- ar Thoroddsen. Þá var Gestur langafi Kristínar, langömmu Kristjáns, föð- ur Magnúsar, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands. Bróðir Gests var Guðmundur, langafi Jóns, föður Guð- mundar, píanókennara. Móðir Guð- mundar Gestssonar var Sigríður Sig- urðardóttir, systir Bjarna Sívertsen riddara. Guðfinna var dóttir Guðmundar, b. í Túni í Hraungerðishreppi Bjarna- sonar, b. í Túni Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guðmundar í Vorsabæjarhjá- leigu. Móðir Guðfinnu var Ragnheið- ur, amma Svavars Sigmundssonar íslenskufræðings. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa Guðmundssonar, b. á Skeggjastöð- um, bróður Björns, langafa Ágústs Þorvaldssonar, alþm. á Brúnastöðum, föður Guðna, fyrrv. alþm., ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Guðmundur var sonur Þorvalds, b. í Auðsholti Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hagstofustjóra og Jóhönnu, ömmu Ævars Kvarans og Gísla Al- freðssonar, fyrrv. þjóðleikhússtjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galta- felli, faðir Höllu, langömmu hand- knattleiksmannanna Geirs, Arnar og Silvíu Hallsteinsbarna í Hafnarfirði. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarn- héðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holt- um, Einarssonar og konu hans, Guð- rúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragn- heiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egilssonar, prests í Útskálum, Eld- járnssonar, bróður Hallgríms, lang- afa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjárns. Útför Unnar fer fram frá Hall- grímskirkju föstudaginn 19.8. kl. 13.00. Unnur Stefánsdóttir Framkvæmdastjóri skólasviðs hjá Skólum ehf. f. 18.1. 1951 – d. 8.8. 2011 Jóhannes Zoëga Hitaveitustjóri í Reykjavík f. 14.8. 1917 – d. 21.9. 2004 Ottó Wathne Útgerðarmaður f. 13.8. 1843 – d. 1898 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.