Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Page 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað J óhannes fædd- ist á Norðfirði. Foreldrar hans voru Tómas Zoëga, spari- sjóðsstjóri á Norð- firði, og k.h., Stein- unn Símonardóttir húsfreyja. Tómas var sonur Jóhannesar Zoëga, skipstjóra í Reykjavík Tómassonar, bróður Geirs rektor Mennta- skólans í Reykjavík, afa Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra og Geirs Þor- steinssonar, forstjóra Ræsis hf. Móðir Tómasar var Guðný Hafliða- dóttir, systir Ólafar, móður Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Kona Hafliða var Guðfinna Pétursdóttir, b. í Engey Guðmundssonar, lang- afa Guðrúnar Pétursdóttur, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og tengdamóður Jóhannesar Zoëga. Steinunn, var dóttir Símonar, b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal, Jónssonar, b. á Efstabæ í Skorradal, Símonarsonar, sem Efstabæjarættin er kennd við, bróður Teits, á Hæli í Flókadal, langafa Helga Sigurðsson- ar, verkfræðings og fyrsta hitaveitu- stjórans í Reykjavík. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og prófi í vélaverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Berlín í Þýskalandi 1941. Hann vann við rannsókn- ir og störf í München í Þýskalandi á stríðsár- unum, var verkfræð- ingur hjá Hamri hf. í Reykjavík 1945–51, forstjóri Landssmiðj- unnar í Reykja- vík 1952–62 og hitaveitustjóri í Reykjavík á ár- unum 1962–87 og hafði m.a. um- sjón með lögn hitaveitu í Reykja- vík, Kópavogi, Hafn- arfirði og Garðabæ. Jóhannes var m.a. for- maður Verkfræðingafélags Íslands, formaður hitaveitunefndar Reykjavíkur, var ráðgjafi um jarðhit- anýtingu á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Tyrklandi og Kína. Eiginkona Jóhannesar var Guð- rún Benediktsdóttir, systir Bjarna forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm. Annar bróðir Guðrúnar var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, núver- andi formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Þá var Guðrún systir Kristjönu, móður Halldórs Blöndal, fyrrv. ráð- herra. Börn Jóhannesar og Guðrúnar eru Tómas, geðlæknir og yfirlæknir í Reykjavík; Guðrún, verkfræðingur, framkvæmdastjóri og fyrrv. borgar- fulltrúi; Benedikt, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri, og Sigurður hagfræðingur. O ttó Wathne fæddist í Man- dal í Noregi. Hann stund- aði síldveið- ar í Noregi en fram yfir miðja nítjándu öldina var um langt árabil mikil síldar- gengd innan skerja við vesturströnd Nor- egs. Þessi síld var eink- um veidd í landnætur og söltuð. Er síldin hvarf skyndilega við Noreg fréttist af mikilli síldargengd í íslensk- um fjörðum, einkum austan- og norðanlands. Nokkrir norskir síld- arsaltendur tóku sig þá upp, fluttu hingað til lands með nætur sínar, skip og báta og hófu hér síldveiðar og söltun. Flestir þeirra settust að á Austfjörðum en langþekktastur þeirra var afhafnamaðurinn Ottó Wathne. Ottó kom fyrst til Seyð- isfjarðar 1868 og hóf þar verslun og síldarút- gerð en gekk illa og hvarf af landi brott. Hann kom síðan aftur 1880, settist þá að á Seyðisfirði og starfrækti þar um nær tveggja áratuga skeið blómlega verslun og umfangsmikla síldar- og þorskút- gerð. Síðustu tveir ára- tugir nítjándu aldar voru miklir uppgangstímar á Seyðisfirði sem fékk kaupstaðarrétt- indi 1895. Það var ekki síst Ottó að þakka sem innleiddi þar ýmsar nýj- ungar í atvinnulíf og menningu og stórbætti samgöngur með lagningu vega og gufuskipaferðum. Tveimur árum eftir að Ottó lést reistu bæjarbúar honum minnis- varða sem stendur við Fjarðarárbrú. U nnur fæddist í Vorsabæ í Gaulverjahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hún var í Héraðsskólanum á Laug- arvatni, lauk húsmæðraskólaprófi frá Húsmæðraskóla Suðurlands 1970, stundaði almennt íþróttanám við Íþróttaháskólann í Sønderborg í Dan- mörku, útskrifaðist frá Fósturskóla Ís- lands 1974 og lauk framhaldsnámi við Fósturskóla Íslands í uppeldisfræði og stjórnun 1984 og námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2004. Unnur stundaði bústörf á búi for- eldra sinna, var aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1971–72, vann á leikskólanum Álfta- borg sem fóstra og forstöðumaður 1974–75, var umsjónarfóstra hjá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs 1979–82, starfaði við umferðarfræðslu barna hjá Umferðarráði sumrin 1983–85, var dagvistarfulltrúi á dagheimilum Rík- isspítalanna 1984–88, var verkefna- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu 1988– 91, kenndi hagnýta uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands, nú Háskóla Ís- lands, 1991–95, var skólastjóri í heilsu- leikskólanum Skólatröð í Kópavogi frá 1995 og síðar Urðarhóli sem var stofn- settur árið 2000 en um er að ræða 143 barna leikskóla, rekinn sem ein stofn- un í þremur húsum. Urðarhóll er fyrsti Heilsuleikskólinn á Íslandi. Unnur þróaði heilsustefnuna sem sautján leikskólar á landinu starfa nú eftir. Undanfarin ár var hún framkvæmda- stjóri Skóla ehf. sem starfrækja fimm leikskóla. Unnur var í ungmennafélaginu Samhygð og Héraðssambandinu Skarphéðni frá tólf ára aldri, keppti árum saman í frjálsum íþróttum og var í landsliði FRÍ í 400 og 800 m. hlaupi, var formaður nemendafélags Fósturskóla Íslands 1973–74, ritari Fóstrufélags Íslands 1974–76, sat í stjórn Árnesingafélagsins í Reykja- vík 1979–85, var formaður Freyju, fé- lags framsóknarkvenna í Kópavogi, 1982–85, varaformaður og síðan for- maður Landssambands framsóknar- kvenna 1983–93, var gjaldkeri Fram- sóknarflokksins 1992–2000, átti sæti í miðstjórn, landsstjórn og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins á árunum 1985–2000, var varaþm. Framsóknarflokksins 1987–99, for- maður Íþróttaráðs Kópavogs 1984– 86, sat í varastjórn ÍSÍ 1990–96, sat í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands 1996–2002, sat í landsmótsnefnd UMFÍ 1994 og framkvæmdanefnd íþróttahátíðar ÍSÍ 2000, var varaformaður stjórnar Ríkis- spítalanna 1995–2000, var formaður verkefnanna Heilsuefling, 1995–99, og Græns lífsseðils, 1997–99, og sat í ýmsum nefndum um heilbrigðis- og íþróttamál á vegum ÍSÍ og ráðuneyta. Unnur var formaður Samtaka Heilsu- leikskóla sem voru stofnuð árið 2005. Unnur samdi barnabækurnar Fíu fjörkálf, 1985, og Ásu og Bínu, 1986, og skrifaði fjölda blaðagreina um íþróttir, uppeldi, ferða- og stjórnmál. Fjölskylda Unnur giftist 21.9. 1972 Hákoni Sigur- grímssyni, f. 15.8. 1937, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda og síðar skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Foreldrar hans: Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti í Stokkseyrarhreppi, og k.h., Unnur Jónsdóttir húsfreyja. Börn Unnar og Hákonar eru Finn- ur Hákonarson, f. 21.7. 1975, hljóð- tæknimaður en unnusta hans er Rósa Birgitta Ísfeld, f. 26.10. 1979, söng- kona og dóttir þeirra er Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir f. 17.4. 2009; Grímur Há- konarson, f. 8.3. 1977, kvikmyndaleik- stjóri en unnusta hans er Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 20.8. 1977, grafískur hönnuður; Harpa Dís Hákonardóttir, f. 8.4. 1993, rithöfundur og nemi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Systkini Unnar eru Helgi Stefáns- son, f. 26.4. 1945, bóndi og vörubílstjóri í Vorsabæ; Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 1.7. 1946, íþrótta- og grunnskólakenn- ari á Akureyri; Kristín Stefánsdóttir, f. 18.9. 1948, handmenntakennari og húsfreyja að Hurðarbaki í Flóahreppi; Sveinbjörg Stefánsdóttir, f. 17.8. 1956, bankastarfsmaður í Borgarnesi. Foreldrar Unnar voru Stefán Jas- onarson, f. 19.9. 1914, d. 19.2. 2004, bóndi í Vorsabæ, og k.h., Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1912, d. 8.7. 2000, húsfreyja. Ætt Stefán var sonur Jasonar, b. á Arnar- hóli í Flóa Eiríkssonar og Helgu Ívars- dóttur, b. í Vorsabæjarhjáleigu Guð- mundssonar, b. í Vorsabæjarhjáleigu Gestssonar, b. í Vorsabæ Guðnason- ar, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Dóttir Oddnýjar var Soffía, amma Magnús- ar Thoroddsen. Þá var Gestur langafi Kristínar, langömmu Kristjáns, föð- ur Magnúsar, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands. Bróðir Gests var Guðmundur, langafi Jóns, föður Guð- mundar, píanókennara. Móðir Guð- mundar Gestssonar var Sigríður Sig- urðardóttir, systir Bjarna Sívertsen riddara. Guðfinna var dóttir Guðmundar, b. í Túni í Hraungerðishreppi Bjarna- sonar, b. í Túni Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guðmundar í Vorsabæjarhjá- leigu. Móðir Guðfinnu var Ragnheið- ur, amma Svavars Sigmundssonar íslenskufræðings. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa Guðmundssonar, b. á Skeggjastöð- um, bróður Björns, langafa Ágústs Þorvaldssonar, alþm. á Brúnastöðum, föður Guðna, fyrrv. alþm., ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Guðmundur var sonur Þorvalds, b. í Auðsholti Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hagstofustjóra og Jóhönnu, ömmu Ævars Kvarans og Gísla Al- freðssonar, fyrrv. þjóðleikhússtjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galta- felli, faðir Höllu, langömmu hand- knattleiksmannanna Geirs, Arnar og Silvíu Hallsteinsbarna í Hafnarfirði. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarn- héðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holt- um, Einarssonar og konu hans, Guð- rúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragn- heiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egilssonar, prests í Útskálum, Eld- járnssonar, bróður Hallgríms, lang- afa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjárns. Útför Unnar fer fram frá Hall- grímskirkju föstudaginn 19.8. kl. 13.00. Unnur Stefánsdóttir Framkvæmdastjóri skólasviðs hjá Skólum ehf. f. 18.1. 1951 – d. 8.8. 2011 Jóhannes Zoëga Hitaveitustjóri í Reykjavík f. 14.8. 1917 – d. 21.9. 2004 Ottó Wathne Útgerðarmaður f. 13.8. 1843 – d. 1898 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.