Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 25
Viðtal | 25Helgarblað 30. september–2. október 2011 til London þar sem hann nam upptökufræði til BA-prófs. Í London gerði hann líka sína fyrstu plötu, Lonely Mountain. Hann segist hafa verið alveg ótrúlega blankur. Blankari geti menn varla orðið. „Ég hafði ekki efni á að leigja mér íbúð og gisti hreinlega hjá vinum og vandamönnum. Sérstaklega var Birgir Jón Birgisson hjálp- legur en það vor oft sem ég gisti á stofugólfinu hjá honum og Grétu, kærustunni hans. Ég skipti æði oft um dvalarstað og er þess vegna í dag vinmargur maður. Stundum mætti ég bara með rauðvínsflösku og bauð hana í staðinn fyrir gistingu.“ Fæddist sem söngvari á karókífylleríi Þegar Mugison var úti í London skildu foreldrar hans. Pabbi hans Guðmundur var þá að vinna úti í Malasíu og Mug- ison ákvað að heimsækja hann þangað og verja svolitlum tíma með honum. „Við fórum hringinn í kring- um Malasíu og ferðuðumst um. Hann var dýrkaður þarna úti. Fékk alls staðar frítt að drekka og sums staðar voru okkur líka boðnar konur,“ seg- ir hann og yppir öxlum eins og hann hafi ekkert haft með það að gera. „Hann var kom- inn með algjört kar ókí-æði og var alltaf að syngja Sin atra og svona eins og kallar gera. Ég kom honum upp á lagið með að syngja Whitney Houston í staðinn, mér fannst það svo fyndið,“ segir hann og skellir upp úr. „Að heyra svona bassa- karl syngja Whitney er alveg óborganlegt. Fram að þessu söng ég lítið. En fór að grípa í míkrófóninn með pabba, syngja með honum dúetta. Og innfæddir kölluðu pabba Mugi og vegna þess að ég var sonur hans fékk ég viðurnefnið Mug- ison. Mér fannst þetta ljóð- rænt. Að vera á þriggja vikna fylleríi með pabba sínum í ka- rókí og fæðast sem söngvari. Fram að þessu hafði ég ekki sungið neitt, ætlaði að verða svona elektrónískur listamað- ur.“ Sætasta stelpan í bænum Hann fór út sem Örn Elías og kom til baka til London sem Mugison og gekk vel að semja tónlist. Hélt áfram að passa hús fyrir vini sína, bjóða rauð- vínsflöskur fyrir gistingu og bjarga sér á máta sem hlýt- ur að hafa verið ómetanlegur undirbúningur fyrir íslenska kreppu. Hann segir að hugur- inn hafi dvalið við tónlistina en ekki námið á síðustu metr- unum. Það vissi pabbi hans sem var þá fluttur frá Malasíu til Ísafjarðar og hringdi í hann til London. „Pabbi hringdi og skipaði mér eiginlega að koma og vera hjá sér þar sem hann bjó á Ísa- firði: Þú þarft að koma og klára ritgerðina þína, komdu heim. Það er prentari hérna og þú mátt nota skrifstofuna mína. Þú verður að klára, sagði pabbi af svo mikilli festu að ég hlýddi. En ég fór til baka stoltur með mína fyrstu plötu í töskunni. Fór svo vestur til pabba að skrifa ritgerðina. Og þar hitti ég Rúnu,“ segir hann og brosir. „Hugsa sér ef ég hefði aldrei hitt hana,“ segir hann. „Ég hefði nefnilega aldrei hitt hana ef ég hefði ekki farið vestur til pabba. Því þótt hún hefði búið á Súðavík, þá hafði ég aldrei séð hana áður. Hún var sætasta stelpan í bænum og auðvitað fellur maður fyrir henni strax. Ég bjó til pikkköpplínu um að mig vantaði píanóleikara fyrir lag sem ég var að semja. Svo fengum við okkur kaffi saman og síðan hafa þeir bara orðið nokkuð margir skal ég segja þér.“ Lagið sem Mugison bað Rúnu um að spila undir með sér kom út á annarri plötu hans, Mugimama is this mon- key music?, og heitir: Chick en song. „Hún er í svona „sexy- time“ fíling í því lagi,“ segir hann og glottir. Amma lækkar stundum í tónlistinni Mugison heillaði ekki bara Rúnu heldur landann líka upp úr skónum. Blaðamenn voru farnir að hringja vestur og hann var farinn að skipuleggja túra út í heim. Mugimama, is this monkey music? vann til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem poppplata ársins og var lagið Murr Murr valið besta lagið ásamt því að Mugison var tilnefndur sem besti söngvari og besti flytjandi ársins. Mug- ison samdi um svipað leyti tónlistina við mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Niceland, og seinna við mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Hea- ven. Báðar plöturnar báru nafn kvikmyndanna. Fjórða plata hans var svo Mugiboogie. „Mugiboogie var frumsamin „best of“ plata, hún átti að vera svona eins og „best of“ plata hjá einhverjum rugludalli,“ seg- ir Mugison og segist hafa ver- ið hrifinn af safnplötum þegar hann gerði hana. Þess vegna hafi hún verið samsuða ýmissa stíla. „Haglél er allt öðruvísi. Það var lengi búið verið draumur hjá mér að gera plötu sem er eins týpulaus og mögu- legt er. Ég veit ekki hvort mér tókst það. Ég er líka með svo litla athyglisgáfu að mér tekst aldrei að halda út einhverja eina stemningu á einni plötu. Ef ég geri eitthvað of lengi í einu fæ ég svo mikinn leiða. Mér fannst líka eftirsóknarvert að hafa hana tímalausa. Á henni er einhver þjóðlagabragur hef ég heyrt. Mig langaði til að gera klassísk, íslensk dægurlög í anda sjöunda og áttunda ára- tugarins. Á þau á alltaf að vera hægt að hlusta, þau falla aldrei úr gildi. Mig langaði líka að gera plötu sem bæði mamma og amma gætu hlustað á. Sum lög hlustar amma náttúrlega ekki á,“ segir hann og kímir. „Ég hef spilað lög fyrir ömmu þar sem ég er að öskra og með orð- bragð og svona. Þá lækkar hún bara í laginu og býður mér upp á meira kaffi.“ Frænkan sem stakk Mugison af Lagið Stingum af er einna vin- sælast af plötunni Haglél. Sagan á bak við það lag er skemmtileg. Það varð til síðasta sumar, þá fór Mugison í jarðarför frænku sinnar sem hann var í sveit hjá þegar hann var lítill drengur. „Hún var ótrúlega flott kona. Hún var 65 ára þegar ég var í sveit hjá henni, hún var ógeðs- lega gömul í mínum augum en hún gat samt hlaupið hraðar en ég, stakk mig af, “ segir hann og skellir upp úr. „Hún var magnaður per- sónuleiki og hafði á mig mikil og varanleg áhrif. Hún safnaði ljóðabókum og átti stórt safn. Orðin hennar og sveitin í kring mögnuðu upp einhver ævin- týri og þaðan koma áhrifin og stemningin í laginu. Orðið and- vökubjart sem er í upphafi lags- ins er til dæmis orð í hennar anda. En þessi frænka mín átti líka svo fyndinn eiginmann. Ég man að stundum kom hann heim og opnaði einhverja ljóðabókina og sagði pirraður: Hvað er þetta eiginlega? Það er eru bara þrjár línur á hverri síðu, hvað ertu að borga fyr- ir þetta þegar það er hægt að prenta þetta allt á eina síðu?“ Hann segir lagið eiginlega hafa orðið til þarna í jarðar- förinni. Þegar hann hafi kom- ið heim úr sveitinni hafi hann síðan horft á strákana sína og rifjað enn frekar upp stemn- inguna. „Útilegur og ævintýri. Þetta er það sem við eigum að gera fyrir börnin okkar. Þetta er alvöru og mér þykir óskaplega vænt um þetta lag.“ Vill gera allt sjálfur Fyrr á árinu gaf Mugison lag- ið Haglél á heimasíðu sinni og það hlaut góðar viðtökur. „Það er blússkotið eins og Stingum af. Ég valdi nafnið Haglél yfir nokkur önnur. Ég fékk margar slæmar hugmyndir sem Rúna mín og vinur minn Pétur Ben töluðu mig ofan af. Þannig er það alltaf, það er einhver grín- flippari í mér,“ segir hann og brosir lúmskt. „Upphaflega hugmyndin var að hafa mynd af mér í kjólfötum fyrir fram- an Hörpuna, platan átti svo að heita Mugison og Sinfó. Þetta fannst mér voðalega fyndið en Rúna og Pétur og Biggi slógu þetta af. Sem betur fer. Ég var líka að hugsa um að nefna hana Þjóðarsálina en það var eitt- hvað rembingslegt. Og Stingum af – þá fannst mér ég vera að hvetja til allsherjar fólksflótta!“ Honum finnst nafnið Hagl- él fallegt. „Við eigum svo mörg falleg orð yfir snjó og úrkomu. Þetta er fallegt, íslenskt orð. Þetta er orð yfir eitthvað ástand. Það er gaman að því.“ Og nú tekur Mugison loks- ins plötuna eins og fram úr annarri erminni eða það sýnd- ist blaðamanni allavega. Plötuumslagið vekur at- hygli. Mugison brýtur þau sjálf- ur saman og áferðin utan á er eins og það hafi verið teiknað á þau með blýanti. Þegar strokið er yfir umslagið kemur þó í ljós að blýantsstrokurnar eru prent- aðar á. Afar látlaust og fallegt. Alli metall og Jónas Val hönn- uðu umslagið með Mugison og hann átti einnig í samstarfi við prentarana í Prentsmiðjunni Odda um umslagið og fannst gaman að grúska og pæla með þeim. „Þetta eru magnaðir karlar og miklir fagmenn, ég er auðvitað með ótal hugmynd- ir. Þeir höfðu mikla þolinmæði fyrir mér,“ segir hann. Hann brýtur saman diskana sjálfur með aðstoð vanda- manna. Honum finnst það betra, það gerir afrakstur vinn- unnar svo áþreifanlegan, að ljúka frágangi á sinni eigin vöru. Og þegar fjölskylda og vinir taka þátt er það eins og svolítil tónlistarvertíð. „Ég hef gaman af því að gera sem mest sjálfur, það á eigin- lega við um allt ferlið. Í dag sel ég svo diskana sjálfur á heima- síðunni minni, mugison.is. Tónlist beint frá býli,“ gantast hann með. Mugison og mirstrumentið Það er ekki skrýtið að Mugison hafi fallið svona fyrir gömlu meisturunum í prentsmiðj- unni. Honum finnst gaman að grúska sjálfum og gera eitthvað í höndunum. Blaðamaður tek- ur eftir því að fingurnir eru risp- aðir, skítugir jafnvel. Það kemur í ljós að hann var að brasa við nýja hljóðfærið sitt, sem hann kallar mirstrument. „Mér finnst eiginlega ekk- ert skemmtilegra en að vinna með höndunum en þetta bras mitt er gamall draumur sem ég ákvað að láta verða að veru- leika. Það var fyrir tveimur árum sem mér datt í hug að búa til eina allsherjargræju í stað- inn fyrir allt þetta drasl sem ég er alltaf að burðast með með mér á tónleikum. Það er ekk- ert gaman að horfa á tónlist- armann sem er endalaust að stilla alls konar drasl á sviðinu. Vinur minn Palli Einars gerði þetta með mér. Við fundum svona hljómborð frá framleið- anda sem heitir C-Thru Music og þetta byggir á einhverju sem heitir The Natural Harmonic Table. Við settum það í nýjan búning og notum svo hugbún- að sem kallast Reactor. Það er gaman að leika sér með þetta, hugmyndin var líka svo að að ég gæti tekið með mér mirstru- mentið og tekið gigg. Bara ég og mirstrumentið. Handhægt,“ segir hann og sveiflar hendinni upp í loft. „Tónlistarmenn vita allir hvað það er dýrt að fara í tón- leikaferðalög með bandi, all- ir þessir flugmiðar, öll þessi hótelherbergi, bílar og flug-Pabbi Langsokkur „Hún hafði fengið að heyra að uppátæki mitt gæti verið byrj- unin á löngum af- brotaferli og hún tók það alvarlega. „Mér fannst þetta ljóð- rænt. Að vera á þriggja vikna fylleríi með pabba sínum í karóki og fæðast sem söngvari. M y n d ir E y þ ó r Á r n A S o n Strákarnir biðja um rokkpabba „Þeir eru ekkert sérstaklega að kveikja á væmna pabba,“ segir Mugison.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.