Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 17
menn. „Við komum þarna að þegar sjúkraflutningamennirnir voru flún- ir,“ sagði hann. „Allur sjúkrabíll- inn var útataður í blóði.“ Þegar lög- reglumennirnir komu að manninum þurftu þeir að ná stjórn á aðstæðun- um og yfirbuga manninn. Bæði til að koma í veg fyrir að hann skaðaði sjálf- an sig og aðra. Allir lögreglumennirnir og sjúkra- liðarnir sem komu að þessu máli þurftu strax og málinu var lokið að fara á sterkan lyfjakúr við lifrarbólgu. Þeir þurfa líka að bíða í sex mánuði í óvissu áður en þeir fá úr því skorið hvort eiturlyfjasjúklingurinn smit- aði þá af lifrarbólgu. „Ég bara reikna núna með því að allir sem ég á við séu smitaðir af lifrarbólgu C eða HIV,“ sagði lögreglumaðurinn. „Ég kem ekki við neinn nema í hönskum.“ Á vaktinni voru margir sem vildu fá að taka í höndina á lögreglumönn- unum sem óku með blaðamann og ljósmyndara. „Nei, takk, ég veit ekk- ert hvar höndin á þér hefur verið,“ var svarið sem allir lögreglumenn- irnir þrír sem voru í bílnum gáfu þegar þeim var boðið handaband. Í framsæti lögreglubílsins var líka stór brúsi af sótthreinsandi geli sem lög- reglukonan í framsætinu sagði að væri staðalbúnaður hjá lögreglunni. „Við viljum ekki taka í höndina á ein- hverjum og lesa svo á bloggi á net- inu: Hey, vitið þið hvað ég gerði? Ég stakk hendinni upp í rassgatið á mér og heilsaði svo löggunni.“ „Það hefur gerst,“ sagði lögreglumaðurinn við stýrið. „Ojá, það hefur gerst.“ Hika ekki við að ráðast á lögguna Það eru margir sem ausa úr skál- um reiði sinnar yfir lögreglumenn á vakt í miðborginni. Blaðamaður fylgdist með mörgum tilraunum drukkinna einstaklinga til að sví- virða lögreglumenn. „Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að við erum líka fólk,“ sagði lögreglu- maðurinn þegar hann stöðvaði bíl- inn fyrir aftan annan lögreglubíl þar sem tvær drukknar stelpur voru að reyna að taka myndir af lögreglu- mönnum að störfum sem handtek- ið höfðu skemmdarvarg við Bæjar- ins bestu. Þegar ljósmyndari DV ætlaði út úr bílnum að taka mynd af stúlk- unum kom bersýnilega í ljós að fólk setur lögreglumenn ekki á sama stall og það setur sjálft sig. „Hvað ertu að gera? Eyddu myndinni. Ég er móðir,“ sagði ölvuð konan sem veittist að ljósmyndaranum þegar hann tók mynd af henni taka mynd af lögreglumönnum við skyldu- störf. Rúmlega tvítug lögreglukona sem sat í aftursætinu stökk þá á fæt- ur og kom í veg fyrir að ljósmyndar- inn yrði fyrir líkamsárás. „Sjáðu, eins og með þetta. Hún hélt örugglega að þú værir lög- reglumaður með myndavél en hik- aði samt ekki við að ráðast á þig,“ benti lögreglumaðurinn sem leiddi vaktina á. Átján ára í fangaklefa Tveir af þeim þremur lögreglu- mönnum sem blaðamaður fylgdi aðfaranótt sunnudags eru foreldrar. Ökumaður lögreglubílsins á son sem var að hefja nám í framhalds- skóla og átta mánaða barn en lög- reglukona, sem vann í banka til ársins 2008 áður en hún gekk í lög- regluna, á sextán ára dóttur. Á hverj- um degi eiga þau við börn á aldur við sín eigin. Það var ekki liðið langt á vaktina þegar boð kom frá bráða- móttökunni á Landspítalanum um að flytja þurfti mann til gistingar í fangageymslum lögreglunnar. Mað- urinn er fæddur árið 1993 og sagð- ist ekki hafa í önnur hús að venda þar sem fjölskylda hans hefði hent honum út fyrir tveimur árum vegna fíkniefnaneyslu. Hann fékk gistingu hjá lögreglunni þar sem hann átti bókaðan tíma hjá geðlækni daginn eftir. Hann sagðist sjálfur vera ónýt- ur af fíkniefnaneyslu. „Þetta er alltaf erfitt,“ sagði lögreglukonan aðspurð hvort það tæki ekki á að flytja svona ungan mann í fangageymslur. Á lögreglustöðinni við Hverfis- götu eru nokkrir fangaklefar. Tveir fangaverðir standa þar vaktina auk lögreglumanns. Það er alltaf hægt að sjá hversu margir fangar eru í klefunum á því hversu mörg skópör eru fyrir framan þá. Þegar blaða- maður og ljósmyndari mættu á vaktina var aðeins eitt skópar fyrir utan klefa. Þegar vaktinni lauk voru þau orðin fimm. Hljóðið sem heyr- ist þegar klefunum er lokað er þungt og í raun yfirþyrmandi. „Þetta er hljóð sem enginn vill heyra,“ sagði varðstjórinn. Fréttir | 17Helgarblað 30. september–2. október 2011 í meira en eitt ár hafi á einhverjum tímapunkti þurft að finna lykt af rotnandi líki. „Svo allt í einu finnur maður þessa lykt heima þegar maður er að elda,“ sagði svo lögreglumaður- inn allt í einu. „Það er bara einhver lykt af kjötinu sem maður er að elda og þá bregður fyrir augun á manni einhverjum aðstæðum sem mað- ur upplifði í vinnunni. Þá er maður ekkert að fara að borða matinn.“ Lifrarbólgusmit daglegt brauð „Við förum inn í aðstæður sem aðrir flýja,“ sagði lögreglumaðurinn. Nefn- ir hann sem dæmi nýlegar aðstæð- ur þar sem eiturlyfjasjúklingur sem smitaður er af lifrarbólgu C, sem er ólæknandi smitsjúkdómur, var með opið sár og slóst við sjúkraflutninga- Leggja Líf sitt að veði á hverri vakt Launin hafa hækkað lítið:Yfirvinna togar launin uppLaun lögreglumanna hafa hækkað minna en laun annarra starfstétta. Útborguð laun til lögreglumanna eru þó að meðaltali hærri en hjá mörgum öðrum starfstéttum. Útskýrist það af ýmsum álagsgreiðslum, yfirvinnu og vaktagreiðslum sem margir lögreglu- menn fá. Til að fá raunverulega mynd af launum lögreglumanna er best að skoða hvað er á bak við þær álagsgreiðslur sem lögreglumenn fá. DV hefur undir höndum nokkra launaseðla lögreglumanna. Einn þeirra er launaseðill rannsóknarlögreglu- manns sem hefur starfað í lögreglunni um nokkurra ára skeið. Sá fær greiddar að jafnaði um 335 þúsund krónur í laun. Inni í þeirri greiðslu eru föst laun upp á rúmlega 295 þúsund krónur. Þrekálag upp á 18 þúsund krónur bætist svo ofan á það standist lögreglumaðurinn þrek- próf. Til viðbótar eru greiddar 15 þúsund krónur í sérstaka álagsgreiðslu. Í nýföllnum gerðardómi hækkuðu þessar greiðslur til lögreglumanna um nokkur þúsund krónur. Álagsgreiðslan var hækkuð um 13 þúsund krónur sem og föst laun lögreglumanna. Fengu lögreglumenn sambærilega hækkun á sínum launum og aðrar stéttir í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar. Lögreglumenn eru hins vegar afar ósáttir þar sem laun þeirra hafa ekki hækkað til jafns við laun annarra stétta. Í niðurstöðu kjaradóms kom meðal annars fram að dagvinnulaun starfsmanna innan BSRB hafi hækkað um 5,75 prósent á árunum 2001–2010 en laun innan Landssambands lögreglu- manna um 4,58 prósent. Föst mánaðarlaun 297.240 kr. Yfirvinna 8.952 kr. Orlof á yfirvinnu 1.167 kr. Þrekálag 18.000 kr. Sérstök álagsgreiðsla 15.000 kr. Dæmi um launaseðil lögreglumanns í ár: „Þú manst alltaf eftir því þegar þú finnur fyrst lykt af vikugömlu líki „Við förum inn í að- stæður sem aðrir flýja Þungt yfir lögreglu- mönnum Niðurstaða gerðardóms situr þungt í lögreglumönnum. Mynd EyÞór Árnason Ekkert óviðkomandi Lögreglan þarf að sinna ýmsum verkefnum. Allt frá því að sekta fólk sem pissar á hús til þess að skakka leikinn í hörðum slagsmálum. Þessi var að pissa utan í hús. Mynd EyÞór Árnason óljós viðbrögð Lögreglan hefur í nógu að snúast og þarf oft að eiga við fólk sem hún veit ekki hvernig bregst við afskiptunum. Mynd EyÞór Árnason Hika ekki við að gera árás Þessi kona réðst á ljósmyndarann um leið og hún áttaði sig á því að hann hafði stigið út úr lögreglubíl. Mynd EyÞór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.