Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 21
Erlent | 21Helgarblað 30. september–2. október 2011 H ann lítur ekki út eins og hann hafi búið í skóginum í lengri tíma,“ segir Thomas Neuen­ dorf, talsmaður lögreglunnar í Berlín í Þýskalandi, um dularfullt mál sem kom upp í byrjun mánað­ arins. Þá gekk sautján ára drengur inn í ráðhúsið í Berlín og tilkynnti að hann hefði búið í skógi suður af Berlín und­ anfarin fimm ár. Faðir hans hefði lát­ ist fyrir tveimur vikum og hann grafið hann einhvers staðar í skóglendinu. Lögregla hefur unnið að rannsókn málsins síðan en virðist vera engu nær um forsögu drengsins. Drengurinn segist heita Ray en er ekki með eftirnafn sitt á hreinu. Hann sagði við lögreglu að hann og faðir hans hefðu flust út í skóg í kjölfar dauða móður hans fyrir fimm árum og hann ætti enga aðra ættingja. „Tjaldið sem hann var með með­ ferðis var notað, já, en ekki jafn mik­ ið notað og maður myndi búast við eftir fimm ár í skóginum. Hann var líka hreinn og fötin hans voru til­ tölulega hrein. Neglurnar voru vel hirtar og hendurnar hans voru hreinar og mjúkar,“ hefur Telegraph eftir Neuendorf. Þá hefur lík föður hans ekki fundist. Neuendorf segir að drengur­ inn hafi ekki getað gefið upp nein­ ar staðreyndir sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. Hann geti ekki bent á neitt kennileiti sem gæti vís­ að á lík föður hans heldur endurtaki sífellt sömu söguna. „Hann sagð­ ist hafa gengið í tvær vikur en getur ekki sagt okkur neitt um ferðina eða af hverju hann kom í ráðhúsið,“ segir hann. Þá er ekki vitað frá hvaða landi drengurinn er. Hann talar ágæta ensku sem þó þykir ekki nógu góð til að vera móðurmál hans og þá talar hann nokkur orð í þýsku. Lögregla útvegaði drengnum lögmann og vonaði að með aðstoð almennings væri hægt að varpa frekara ljósi á sögu drengsins. Samkvæmt Neuen­ dorf hefur drengurinn hins vegar ekki viljað koma fram opinberlega og segist vilja halda áfram með líf sitt. einar@dv.is Lögregla efast um sögu „skógarstráks“ n Segist hafa búið í skóglendi suður af Berlín í fimm ár, en lögregla er engu nær Skógarstrákurinn Ray segist hafa búið í skóginum í fimm ár og hann virðist vita lítið sem ekkert um uppruna sinn. Lítill áhugi á Assange Ævisaga uppljóstrarans Julians Ass­ ange hjá Wikileaks seldist í einungis 644 eintökum fyrstu þrjá dagana eft­ ir að hún kom út í Bretlandi. Vinnsl­ an gekk ekki þrautalaust fyrir sig og vildu Assange og rithöfundurinn sem skrifaði bókina hætta við útgáfu hennar. Það vildi forlagið sem gefur út bókina, Canongate, hins vegar ekki og fór svo að bókin kom út síð­ asta föstudag. Nick Davies, útgáfu­ stjóri Canongate, segist búast við því að sala bókarinnar muni aukast jafnt og þétt. „Við erum stoltir af þessu verki þó að útgáfan hafi verið erfið og óvenjuleg,“ segir Davies. Pilla dregur úr ölvun Ölþyrstir geta brátt farið á pöbbarölt og fengið sér nokkra bjóra án þess að finna fyrir timburmönnum dag­ inn eftir. Vísindamenn vinna nú að þróun lyfs sem dregur úr áhrifum áfengis á heilann og hafa tilraunir gefið góða raun. Þannig var músum gefið lyfið og svo áfengi í talsverðu magni. Mýs sem fengu lyfið sýndu ekki merki um ölvun á meðan mýs sem ekki fengu lyfið stóðu varla í lappirnar. Frekari rannsókna er þó þörf en vísindamenn vonast til þess að lyfið komi á markað fyrir almenn­ ing innan fárra ára. Eins og að fá herpes Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf gegn HIV­veirunni sem dregið hefur milljónir manna til dauða undan­ farna áratugi. Vísindamenn hafa nú hafið prófanir á mönnum á lyfinu sem gengur undir nafninu MVA­B. Fyrstu niðurstöður þykja gefa góða raun því níu af hverjum tíu sem fengu lyfið voru ónæmir fyrir veir­ unni ári eftir að meðferð hófst. Það eru vísindamenn CSIC­stofnunar­ innar sem þróuðu lyfið og vonast þeir til þess að það að fá HIV­veiruna verði eins og að fá herpes. Veiran fari ekki úr líkamanum en líkaminn verði ónæmur. Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og gott! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.