Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 39
Lífstíll | 39Helgarblað 30. september–2. október 2011 Opið mán. - fim. 12-18, fös. 12-16 • lau. lokað Sími 694 7911 • Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Stokkið kynlífið upp á nýtt 52 tromp sem kveikja hugmyndir og auka lostann M inn stíll er svolít­ ið rokk og pönk í bland við blúndur og þessa dagana er ég hrifin af öllu sem er með fjaðrir,“ segir Krista Hall nemi í grafískri hönnun og starfsmaður í versluninni Spútnik. Krista segir sinn stíl hafa þróast mikið með árun­ um. „Já, alveg helling. Á tíma­ bili var eins og regnbogi hefði ælt á mig – ég var svo litaglöð. Í dag er ég meira í svörtu leðri og rauðu. Ég er því orðin aðeins hógværari í litunum og skreyti mig frekar með skarti en föt­ unum sjálfum,“ segir Krista sem verslar aðallega í Spútn­ ik og Nostalgíu. „Þær búð­ ir eru í uppáhaldi hjá mér en svo versla ég líka mikið í Top­ shop. Ég bjó í London um tíma og alltaf þegar ég fer þang­ að heimsæki ég þessar ódýru búðir eins og Primark og kíki líka á „vintage“­markaðina.“ Krista segist einnig hrifin af íslenskri hönnun. „Það er ótrúlega margt skemmtilegt að gerast og margir ungir og upprennandi hönnuðir sem eru að gera góða hluti. Ég er mjög hrifin af Kalda og á of­ boðslega flottan kjól þaðan sem er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir hún og bætir við að á erlendri grund horfi hún mest upp til Vivienne West­ wood. „Vivienne Westwood hefur verið í uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina en svo er margt annað sem ég er að fíla eins og Stine Goya. Málið er bara að ég hef ekkert efni á að kaupa mér dýr hönnun­ armerki en er meira í því að skoða og láta mig dreyma. Ég fæ líka miklu frekar innblást­ ur frá fólkinu í kringum mig og sérstaklega vinkonunum en er ekkert endilega að eltast við að eignast rándýrar flíkur,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf haft gaman af því að fylgjast með tísku. „Vinn­ unnar vegna fylgist ég með því sem er að gerast hverju sinni en ég reyni frekar að klæða mig í það sem fer mér og mínu vaxtarlagi betur en að elta það sem er í gangi. Annars hef ég ofsalega gam­ an af því að eiga huggulega kvöldstund á kaffihúsi með tískublöðunum.“ Krista viðurkennir að hafa gert fjölda tísku­ mistaka í gegnum tíð­ ina. „Ég hef oft keypt eitt­ hvað sem ég svo nota ekki en í seinni tíð er ég farin að vita betur hvað ég vil. Ég er líka búin að læra að mamma veit alltaf best. Ég lærði það sem unglingur því þau föt sem voru mistök og héngu ónotuð inn í skáp voru þau sem mamma hafði sagt mér að ég ætti aldrei eft­ ir að nota.“ indiana@dv.is Krista Hall vekur alltaf athygli fyrir flottan stíl en Krista velur föt sem henta hennar vaxtarlagi í stað þess að elta tískuna. Skoða og læt mig dreyma Rokk, pönk og blúndur „Ég fékk skyrtuna í Spútnik en gallabuxurnar keypti ég af vinkonu minni. Hælaskórnir eru úr Maníu en skartið úr Spútnik.“ Uppáhalds Krista gerði pilsið úr kjól sem hún fékk í Spútnik en leður- jakkann fékk hún í London. „Svo er það uppáhaldshluturinn minn, silfurrefurinn. Hann er nánast límdur við mig og það er mikið gert grín að mér – að ég sé alltaf með hann.“ Uppáhalds- jakkinn Þessi jakki er í miklu uppáhaldi hjá Kristu. Fjaðrir „Ég held mikið upp á stóra fjaðraeyrna- lokka sem ég spenni í hárið og nota sem hárskraut.“ Diskó „Ég ætla að vera í þessum kjól í afmæli hjá Óla Hirti vini mínum á laugardaginn.“ „Á tímabili var eins og regnbogi hefði ælt á mig – ég var svo litaglöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.