Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Skrúfuðu upp viðskiptavildina Ú tgáfufélagið Vefpressan skil- aði níu milljóna tapi árið 2010. Er það nokkuð betri árangur en árið áður þeg- ar félagið skilaði 30 millj- ón króna tapi. Hefur félagið meira en fjórfaldast að stærð á milli ára. Fara eignir félagsins úr 25 milljón- um króna árið 2009 í 110 milljónir króna ári síðar. Athyglisvert er að sjá að Vef- pressan uppfærir viðskiptavild sína úr engu árið 2009 í yfir 20 milljónir króna árið 2010. Líkt og flestir þekkja voru slíkar aðferðir notaðar til að fegra stöðu útrásar- fyrirtækja við skuldsettar yfirtök- ur fyrir bankahrunið. Þannig var hægt að fela óhóflega mikla skuld- setningu þeirra. Þó viðskiptavild útgáfufélags Björns Inga Hrafns- sonar nemi nú 20 prósentum af eignum félagsins á Vefpressan þó langt í land með að ná 365 miðlum í þeim efnum þar sem viðskipta- vildin nemur heilum 60 prósentum af eignum. DV sagði frá því fyrr í þessum mánuði að Vefpressan hefði gripið til þess ráðs að leita til fyrirtækja- ráðgjafar Íslandsbanka í þeirri von að bankinn geti aflað félaginu auk- ið hlutafé. Vefpressan heldur sem kunnugt er úti netmiðlunum Eyj- unni, Pressunni, bleikt.is, menn.is, auk þess að reka netverslanirnar Mónu og Bútík. VÍS og Salt Investments stórminnka hlut sinn Töluverð breyting hefur orðið í hluthafahópi Vefpressunnar á milli ára. Lengi vel var hluthafa- hópur Vefpressunnar á huldu. Síðar var upplýst að félög útrásar- víkinga væru í hluthafahópnum. Þannig átti VÍS 33 prósent í Vef- pressunni en þegar VÍS lagði fram hlutafé í Vefpressuna höfðu þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir en ítök hjá Exista, aðaleiganda VÍS. Exista heitir víst Klakki ehf. í dag. Hlutur VÍS í Vefpressunni hefur nú minnkað úr 33 prósentum í 18 prósent. Salt Investments, fjárfest- ingafélag Róberts Wessmann hef- ur síðan minnkað hlut sinn í Vef- pressunni úr 23 prósentum í ellefu prósent. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna VÍS og félag Róberts Wess- mann hafa minnkað hlut sinn í út- gáfufélagi Björns Inga um meira en helming. Stofnuðu einkahlutafélög Svo virðist sem tvö önnur félög sem heita AB10 og AB11 hafi keypt það hlutafé sem VÍS og félag Ró- berts Wessmann losuðu sig við. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar, og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri sama félags, stofnuðu AB10 árið 2010. Er Arnar titlaður framkvæmdastjóri þess og eru Björn Ingi og fyrrverandi eigin- kona hans skráð í stjórn þess. Þeir eru báðir prókúruhafar félagsins en Arnar er framkvæmdastjóri þess. AB11 var síðan stofnað af Birni Inga árið 2011 og er hann sjálfur skráður framkvæmdastjóri þess og prókúru- hafi. Saman eiga þeir Björn Ingi og Arnar liðlega 57 prósenta hlut í Vef- pressunni, ýmist í eigin nafni eða félaganna tveggja. Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. „DV sagði frá því fyrr í þessum mán- uði að Vefpressan hefði gripið til þess ráðs að leita til fyrirtækjaráðgjaf- ar Íslandsbanka í þeirri von að bankinn geti aflað félaginu aukið hlutafé. Eigendur Vefpressunnar 33% VÍS, Vátryggingafélag Íslands 26% Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar. 23% Róbert Wessmann (Salt Investments) 18% Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar. 2009 18,4% VÍS, Vátryggingafélag Íslands 18,3% Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar. 14,2% Arnar Ægisson 13,9% AB10 ehf. (Í eigu Björns og Arnars) 11% Salt Investments 10,4% AB11 ehf. (Í eigu Björns Inga) 2010 Viðskiptavild uppfærð úr engu Vefpressan uppfærir viðskiptavild sína úr engu árið 2009 í yfir 20 milljónir árið 2010. Slíkar aðferðir voru notaðar til að fegra stöðu útrásarfyrir- tækja við skuldsettar yfirtökur. n Skilaði níu milljóna króna tapi 2010 n Björn Ingi og Arnar keyptu út Robert Wessmann Aðkoma Halldórs Valek Jóhanns- sonar, lögreglumanns hjá embætti ríkislögreglustjóra, virðist vera í mun meiri viðskiptum við lögregluna en fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Halldór er framkvæmda- stjóri í félaginu Trademark ehf., sem seldi lögreglunni ýmsan búnað frá janúar 2008 til apríl 2011 fyrir rúmar 39 milljónir króna. Á sama tíma var hann lögreglumaður hjá embættinu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur einungis fram að félagið sé í eigu eig- inkonu hans, en samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2010, sem sóttur var hjá Creditinfo, er hann, auk þess að vera framkvæmdastjóri, skráður helmingseigandi í félaginu á móti eiginkonu sinni. Á tímabilinu sem Ríkisendurskoðun skoðaði seldi fyrirtækið ríkislögreglustjóra búnað fyrir alls 26,3 milljónir króna á tíma- bilinu sem um ræðir. Þá seldi fyrir- tækið Lögregluskóla ríkisins, sem óeirðalögreglan notar, búnað fyrir 12,7 milljónir króna á tímabilinu. Halldór Valek gegnir ekki stjórn- unarstöðu hjá embættinu, sam- kvæmt starfsmannaskrá ríkis- lögreglustjóra. Viðskiptum sem embættið átti við félag lögreglu- mannsins í desember 2009 var skipt á þrjá reikninga, 4,9 milljónir, 5 millj- ónir og 3,7 milljónir en Ríkisendur- skoðun telur að það sé óheimilt að skipta viðskiptunum upp í því skyni að þau verði undir viðmiðunarmörk- um útboðsskyldu. RLS féllst ekki á þetta og benti á að félag lögreglu- mannsins hefði keypt búnaðinn af þremur ólíkum birgjum og því hafi verið um þrenn kaup að ræða. Rík- isendurskoðun vísar hins vegar í flokkunarkerfi Evrópusambandsins, en samkvæmt því falla allar lögreglu- vörur í sama flokk og því hefði átt að bjóða kaupin út, sem ekki var gert. Lögreglumaður einnig framkvæmdastjóri félags sem seldi lögreglunni varning: Hann stýrði félaginu Vafasamt Lögreglumaðurinn segir um þrenn kaup að ræða. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Arges PROFESSIONAL Einfasa rafstöð HD3800 Bensín m/rafstarti 3,2KW 87.900,- Ryk/blautsuga 15 lítrar HKV 1000w 18.900,- Slípirokkur HDA 436 1050w 7.490,- Rafhlöðuborvél, HDA2544 17.900,- Rafmagnsborvél, HDA 310 11.990,- Garðsapótek ódýrast Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudag- inn 26. september. Árbæjarapótek í Hraunbæ var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar kemur fram að verðmunur á lausa- sölulyfjum hafi verið frá 23 prósent- um upp í 93 prósent en í flestum til- vikum var munur á hæsta og lægsta verði 30 til 60 prósent. Kannað var verð á 36 algengum lausasölulyfj- um, sem eru seld án lyfseðils. Farið var í apótek víðsvegar um landið en Ólafsvíkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. Átta tíma seinkun Farþegar sem bókað áttu flug með vél Icelandair til Glasgow í Skotlandi klukkan átta á fimmtudag máttu bíða í tæplega átta klukkustundir áður en vélin fór í loftið. Það óvenjulega atvik átti sér stað að vélin skemmdist þegar búið var að koma farangri farþeganna fyrir og allt var að verða klárt fyrir flugtak. „Þegar verið var að taka töskufæri- band úr lest vélarinnar fór það utan í og olli lítilsháttar skemmdum sem nauðsynlegt var að gera við og það orsakaði þessa seinkun,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við DV. Vélin átti sem fyrr segir að leggja af stað klukk- an átta um morguninn. Guðjón segir að ákveðið hafi verið að fara með vélina í flugskýli þar sem gert var við skemmdirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.