Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 30. september–2. október 2011 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Opið Mán - föstudaga 09:00-18:00 Laugardaga 11:00-16:00 Á TJALDVÖGNUM OG FELLIHÝSUMFJÖLDI TILBOÐA Á AUKAHLUTUM AFSLÁTTUR 500.000,- kr. af sýningarvögunum KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP TAKMARKAÐ MAGN AFSLÁTTU R400.0 00,- kr. af ÆGIS VAGNI 20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM AUKAHLUTUM FortjaldSóltjaldFerðaklósett Grjótgrind Stólar og borð -20% -50% -25% -30% -30% F leiri fjölskyldur í Hólmavík hafa lýst óánægju sinni með vinnubrögð félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhóla- hreppi, en DV birti á miðviku- dag frásögn hjóna sem saka félags- málastjórann um að hafa gengið fram með offorsi í starfi. DV hefur heimild- ir fyrir því að Hildur Jakobína Gísla- dóttir, félagsmálastjóri, hafi í tveimur tilvikum rætt við ung börn án vitund- ar foreldra þeirra og í einu tilfelli tek- ið sjö ára stúlku úr skóla og farið með hana til Reykjavíkur í viðtal í Barna- húsi án vitundar forráðamanns. Foreldrar ósáttir Í hinu tilfellinu komust foreldrar að fyrirætlun Hildar Jakobínu og fengu að fylgja barni sínu í Barnahús. Sam- kvæmt heimildum DV leiddu viðtölin við börnin í Barnahúsi ekki til frekari aðgerða. Bæði málin voru látin niður falla en þau snerust um meinta mis- notkun. Að sögn starfsmanns Barnahúss er afar sjaldgæft að börn séu tekin án vit- undar foreldra í viðtal, en í vissum til- fellum sé það nauðsynlegt svo ekki sé hægt að hafa áhrif á framburð barns- ins. Foreldrar annarrar stúlkunnar setja spurningarmerki við að félags- málastjóri megi taka dóttur þeirra á eintal án þeirra vitundar á skólatíma, með leyfi skólastjórans, og ræði við hana um viðkvæm mál sem komu stúlkunni í uppnám. Engin upptaka er til af samtali Hildar við stúlkuna og engin vitni voru að því. Enginn veit því hvað fór þeim á milli. Stúlkan er sex ára. Eins og fram kom í frétt DV á miðvikudag er Hildur Jakobína ekki með neina fagmenntun á sviði barna- verndar, en hún er með BA-gráðu í sálfræði og MBA-gráðu í viðskiptum. Setti út á göngulag stúlkunnar Foreldrar stúlkunnar fengu að sjá greinargerð sem Hildur Jakobína skrifaði um barnið, þar sem meðal annars var sett út á göngulag hennar. Þeim fannst lýsing Hildar ekki sam- svara raunveruleikanum og skrifuðu henni bréf og báðu hana um að rök- styðja það sem kæmi þar fram. Hildur Jakobína svaraði þeim á þann veg að lýsing hennar á stúlkunni þyrfti ekki að endurspegla raunveruleikann. „Það sem skrifað er í stuttri greinar- gerð sem þarf að hafa með tilvísunum í Barnahús er lýsing á því sem ég tók eftir, fékk að heyra og því sem barn- ið sagði. Sú lýsing þarf ekkert endi- lega að spegla raunveruleikann og er enginn að halda því fram. Þetta skjal er eingöngu notað í þeim tilgangi að lýsa aðstæðum og rökstyðja að þörf sé á að talað verði frekar við barnið. Það er vinnuskjal sem er ekki notað í neinum öðrum tilgangi.“ Í sama bréfi skrifar Hildur Jakob- ína: „Það sem er aðal atriðið þó hér er að það er mjög gott að ekkert slæmt kom út úr viðtalinu í Barnahúsi og málinu er því lokið af hálfu barna- verndaryfirvalda. Vonandi gengur allt vel í framtíðinni hjá ykkur og ég ítreka boð mitt um að veita ykkur sálfræði- aðstoð vegna reiði ykkar í garð skól- ans og barnaverndaryfirvalda.“ Samkvæmt heimildum DV hafa for- eldar á Hólmavík íhugað að fara af stað með undirskriftasöfnun til að mót- mæla vinnubrögðum félagsmálastjóra sem og skólastjóra grunnskólans. Fleiri foreldrar ósáttir á Hólmavík n Fleiri fjölskyldur á Hólmavík ósáttar við félagsmálastjóra n Barn fært til Reykjavíkur án vitundar foreldra Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Hólmavík Óánægja er meðal nokkurra foreldra með störf félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.