Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 15
Fréttir | 15Helgarblað 30. september–2. október 2011 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Opið Mán - föstudaga 09:00-18:00 Laugardaga 11:00-16:00 Á TJALDVÖGNUM OG FELLIHÝSUMFJÖLDI TILBOÐA Á AUKAHLUTUM AFSLÁTTUR 500.000,- kr. af sýningarvögunum KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP TAKMARKAÐ MAGN AFSLÁTTU R400.0 00,- kr. af ÆGIS VAGNI 20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM AUKAHLUTUM FortjaldSóltjaldFerðaklósett Grjótgrind Stólar og borð -20% -50% -25% -30% -30% F leiri fjölskyldur í Hólmavík hafa lýst óánægju sinni með vinnubrögð félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhóla- hreppi, en DV birti á miðviku- dag frásögn hjóna sem saka félags- málastjórann um að hafa gengið fram með offorsi í starfi. DV hefur heimild- ir fyrir því að Hildur Jakobína Gísla- dóttir, félagsmálastjóri, hafi í tveimur tilvikum rætt við ung börn án vitund- ar foreldra þeirra og í einu tilfelli tek- ið sjö ára stúlku úr skóla og farið með hana til Reykjavíkur í viðtal í Barna- húsi án vitundar forráðamanns. Foreldrar ósáttir Í hinu tilfellinu komust foreldrar að fyrirætlun Hildar Jakobínu og fengu að fylgja barni sínu í Barnahús. Sam- kvæmt heimildum DV leiddu viðtölin við börnin í Barnahúsi ekki til frekari aðgerða. Bæði málin voru látin niður falla en þau snerust um meinta mis- notkun. Að sögn starfsmanns Barnahúss er afar sjaldgæft að börn séu tekin án vit- undar foreldra í viðtal, en í vissum til- fellum sé það nauðsynlegt svo ekki sé hægt að hafa áhrif á framburð barns- ins. Foreldrar annarrar stúlkunnar setja spurningarmerki við að félags- málastjóri megi taka dóttur þeirra á eintal án þeirra vitundar á skólatíma, með leyfi skólastjórans, og ræði við hana um viðkvæm mál sem komu stúlkunni í uppnám. Engin upptaka er til af samtali Hildar við stúlkuna og engin vitni voru að því. Enginn veit því hvað fór þeim á milli. Stúlkan er sex ára. Eins og fram kom í frétt DV á miðvikudag er Hildur Jakobína ekki með neina fagmenntun á sviði barna- verndar, en hún er með BA-gráðu í sálfræði og MBA-gráðu í viðskiptum. Setti út á göngulag stúlkunnar Foreldrar stúlkunnar fengu að sjá greinargerð sem Hildur Jakobína skrifaði um barnið, þar sem meðal annars var sett út á göngulag hennar. Þeim fannst lýsing Hildar ekki sam- svara raunveruleikanum og skrifuðu henni bréf og báðu hana um að rök- styðja það sem kæmi þar fram. Hildur Jakobína svaraði þeim á þann veg að lýsing hennar á stúlkunni þyrfti ekki að endurspegla raunveruleikann. „Það sem skrifað er í stuttri greinar- gerð sem þarf að hafa með tilvísunum í Barnahús er lýsing á því sem ég tók eftir, fékk að heyra og því sem barn- ið sagði. Sú lýsing þarf ekkert endi- lega að spegla raunveruleikann og er enginn að halda því fram. Þetta skjal er eingöngu notað í þeim tilgangi að lýsa aðstæðum og rökstyðja að þörf sé á að talað verði frekar við barnið. Það er vinnuskjal sem er ekki notað í neinum öðrum tilgangi.“ Í sama bréfi skrifar Hildur Jakob- ína: „Það sem er aðal atriðið þó hér er að það er mjög gott að ekkert slæmt kom út úr viðtalinu í Barnahúsi og málinu er því lokið af hálfu barna- verndaryfirvalda. Vonandi gengur allt vel í framtíðinni hjá ykkur og ég ítreka boð mitt um að veita ykkur sálfræði- aðstoð vegna reiði ykkar í garð skól- ans og barnaverndaryfirvalda.“ Samkvæmt heimildum DV hafa for- eldar á Hólmavík íhugað að fara af stað með undirskriftasöfnun til að mót- mæla vinnubrögðum félagsmálastjóra sem og skólastjóra grunnskólans. Fleiri foreldrar ósáttir á Hólmavík n Fleiri fjölskyldur á Hólmavík ósáttar við félagsmálastjóra n Barn fært til Reykjavíkur án vitundar foreldra Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Hólmavík Óánægja er meðal nokkurra foreldra með störf félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.