Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað É g vonaðist til að málinu yrði vísað frá en það gerðist ekki. Hann þarf því að mæta fyrir kviðdóm 2. nóvember. Þann- ig að óvissan heldur áfram,“ segir Hjördís Vilhjálms. móðir hins 25 ára Viktors Eyjólfssonar sem handtekinn var 9. september síð- astliðinn í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Viktor tók upp skammbyssu í sjálfsvörn eftir að hafa verið hótað lífláti, að eigin sögn, en maðurinn sem hótaði honum kærði hann fyr- ir vopnað rán. Viktor var í kjölfarið handtekinn, færður í járnum inn í lögreglubíl og haldið í tvo sólar- hringa í fangelsi. Í fyrstu var krafist sex milljóna króna í tryggingu svo hægt væri að leysa hann úr haldi en í ljós kom að nóg var að greiða 10 prósent af þeirri upphæð, eða sex hundruð þúsund krónur í reiðufé. Viðurlög við broti sem þessu geta varðað allt að 10 til 30 ára fangels- isvist í Missouri og er slíkt brot sett undir sama hatt og nauðganir og morð. Viktor fór fyrir dómara þann 23. september og bjuggust þau við að málinu yrði vísað frá, enda var lögfræðingurinn mjög bjartsýnn á það. Það vantar hins vegar enn gögn í málinu en vonast er til að þau verði til staðar 2. nóvember. Þá kemur að öllum líkindum í ljós hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. „Ég get drepið þig“ „Þessi maður réðst á Viktor og henti honum upp á bílhúdd og það voru vitni að því. Ekki nóg með að hann hótaði svo að drepa hann með hníf, sem hann sýndi reyndar ekki, en óttinn er til staðar, heldur sagði hann: Ég get drepið þig á tuttugu mismunandi vegu með hnífnum.“ Þannig lýsti Viktor málsatvikum fyrir móður sinni. Viktor sem er með byssuleyfi og á skammbyssu sem hann var með í fórum sínum, greip til hennar, beindi að mann- inum og sagði: „Farðu frá!“ Hjördís segir son sinn hafa verið hræddan um líf sitt og því hafi hann gripið til þessa örþrifaráðs. Hjördís segir þó að Viktor sé ekki í beint vandræðum vegna þess að hafa tekið upp skammbyssuna. Það hafi lögfræðingur tjáð honum. Heldur gerir byssan það að verk- um að kæran telst vera fyrir fyrstu gráðu glæp. Skipti við svikafyrirtæki Forsaga málsins er sú að Viktor, sem er nýfluttur til Missouri og stundar rafmagnsverkfræði í Uni- versity of Missouri í St. Louis, fékk lásasmið að heimili sínu til að lag- færa lás á útidyrahurð. Lásasmið- urinn lagfærði lásinn, að því er Viktor hélt, og greiddi hann fyrir þjónustuna. Þegar betur var að gáð sá Viktor hins vegar að ekki hafði verið gert við lásinn. Hann reyndi því að hafa samband við lásaþjón- ustuna til að kvarta en það gekk illa. Eftir að honum loksins tókst að leggja fram kvörtun birtist um- ræddur lásasmiður heima hjá hon- um og krafði Viktor hann um end- urgreiðslu. Lásasmiðurinn brást hins vegar ókvæða við og heimtaði rúmlega hundrað þúsund krónur fyrir frekari lásaviðgerðir sem Vikt- or kærði sig ekki um. Hjördís segir að í kjölfarið hafi einhver orðaskipti á milli sonar hennar og lásasmiðs- ins en sá síðarnefndi hafi orðið „al- veg trylltur“. Ástæðan fyrir því að Viktor var með byssuna, að sögn Hjördísar, var sú að honum leist ekki á lásasmiðinn og var búinn að heyra að fyrirtækið sem hann vann hjá fyrir væri líklega svikafyrirtæki. Hann tók því byssuna með sér út þegar lásasmiðurinn mætti heim til hans. Fékk ekki að láta vita af sér „Viktor bakkaði og þegar hann kom inn á lóðina var eins og gaur- inn kveikti á perunni og áttaði sig á að þá væri Viktor í algjörum rétti. Hann stoppaði því og elti hann ekki inn á grasið. En hann hringdi lög- regluna, af einhverri undarlegri ástæðu sem enginn skilur, og kærði Viktor fyrir vopnað rán. Ég veit ekki hverju hann á að hafa rænt, því hann rændi engu, ætlaði sér ekki að ræna neinu og fékk ekki einu sinni endurgreitt,“ segir Hjördís. Nokkrum mínútum síðar hringdi lásasmiðurinn þó aftur og afpant- aði lögregluna en þá var það orðið of seint. „Það var bara beint í „jail- ið“, sími og belti tekið af honum og hann gat ekki einu sinni látið kær- ustuna sína vita. Hún hafði því ekki hugmynd um hvar hann var þegar hann kom ekki heim um nóttina.“ Viktor mátti svo dúsa í 48 klukku- tíma í klefa með harðsvíruðum glæpamönnum og var látinn sofa á stálbekk. Stolt af syninum Hjördís segist þrátt fyrir þetta vera þakklát fyrir að Viktor hafði byss- una á sér innanklæða þegar hann tók á móti lásasmiðnum. Hún seg- ist þó ekki vita hvort lásasmiðurinn var með hníf á sér eða ekki, en hót- unin var alvarleg og hann í miklu ójafnvægi. „Ef hann hefði verið með hníf og Viktor ekki með byssu þá væri ég kannski að flytja son minn látinn heim. Maður veit það ekki,“ segir Hjördís sem vill ekki hugsa þá hugsun til enda. „Mér finnst sonur minn bara hafa staðið sig rosalega vel og ég er mjög stolt af honum að hafa brugðist svona við.“ Mikill kostnaður Viktor fékk bandarískan lögfræð- ing með aðstoð sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og ræðismanns Íslands í Missouri og segir Hjör- dís aðstoð þeirra hafa verið ómet- anlega. Þá vill hún jafnframt taka fram að íslenska utanríkisráðu- neytið hafi reynst þeim vel. Viktor þarf hins vegar að greiða allan lög- fræðikostnað sjálfur og mun hann nema að minnsta kosti sex hundr- að þúsund krónum. Kostnaðurinn getur þó hæglega aukist dragist málið á langinn. Nú þegar er kostn- aður vegna málsins kominn upp í 1,2 milljónir króna með tryggingu og lögfræðikostnaði. „Það er hægt að þvælast mjög lengi með svona mál. Ég veit ekki hvort gögnin verða tilbúin 2. nóvember,“ segir Hjördís, en ef ekki mun kostnaðurinn strax verða meiri. Vantar björgunarsjóð Utanríkisráðuneytið tjáði Hjördísi að engir sjóðir væru til hér á landi til að aðstoða Íslendinga í vand- ræðum erlendis líkt og sonur henn- ar er í. Hún sá því ekki annan kost í stöðunni en að hrinda af stað söfn- un og sendi nýlega út dreifbréf til útvaldra aðila þar sem hún óskaði eftir fjárhagsaðstoð. Hjördís seg- ir söfnunina hafa farið ágætlega af stað en enn sé langt í land með að ná upp þann kostnað sem þeg- ar hefur af hlotist. Hún óskar eftir stuðningi bæði fyrirtækja og ein- staklinga. Þeir sem kunna að vilja leggja þeim lið geta haft samband við Hjördísi í gegn um netfangið h.vilhjalms@gmail.com. „Það hafa margir Íslendingar lent í svona í gegnum árin og marg- ir eiga eftir að lenda í þessu og ég vil biðja Alþingi um að að bæta réttar- stöðu íslenskra ríkisborgara á ferð- um sínum erlendis,“ segir Hjördís sem vill að komið verði á fót björg- unarsjóði fyrir Íslendinga í svip- aðri stöðu og Viktor er í. „Það þarf að vera hægt að hjálpa íslenskum ríkisborgurum. Ríkið er að borga til dæmis fyrir fangaflutninga fyrir erlenda fanga til útlanda,“ bendir Hjördís á og finnst óréttlátt að ekki sé hægt að styrkja hana svo hún komist til að vera hjá syni sínum 2. nóvember næstkomandi. „Ég upp- lifi þetta sem kviksyndi fjárkúgun- ar. Það geta allir lent í svona,“ seg- ir Hjördís. Hún skorar jafnframt á kreditkortafyrirtæki og trygginga- félög að hefja sölu á tryggingum sem ná yfir aðstoð við fólk í aðstæð- um líkt og Viktor er í. Kennararnir sýna skilning „Ég er mamma hans og ég vil auð- vitað fara til hans,“ segir Hjördís, en óvissan er henni erfiðust. Hún veit ekki hvað verður en er þó vongóð og telur miklar líkur á því að málið verði að lokum fellt niður. Hjördís segir Viktor allan að koma til eftir atvikið og að hann reyni að mæta skólann. Í fyrstu reyndist það hon- um erfitt en hún hvatti hann til að mæta svo hann myndi ekki falla á önninni. Viktor ákvað jafnframt að upplýsa kennarana sína um stöð- una og segir Hjördís að þeir sýni honum mikinn skilning vegna málsins sem og allir aðrir sem til málsins þekkja. Hjördís vill að lokum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa stutt hana og son hennar á þessum erfiðu tímum. Íslendingur kærður fyrir vopnað rán „Ef hann hefði verið með hníf og Viktor ekki með byssu þá væri ég kannski að flytja son minn látinn heim. Maður veit það ekki. n Viktor Eyjólfsson tók upp skammbyssu í sjálfsvörn og var kærður n Var hótað lífláti n Mátti dúsa í klefa með harðsvíruðum glæpamönnum n Móðir hans hrindir af stað söfnun Sjálfsvörn Viktor tók upp skamm- byssu í sjálfsvörn eftir að hafa verð hótað lífláti. Hann var í kjölfarið handtekinn og sat í fangelsi í tvo daga þangað til hann var leystur út. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Safnar fyrir soninn Hjördís hefur hrundið af stað söfnun fyrir son sinn en kostnaður vegna málsins er þegar orðin 1,2 milljónir króna. Dómstóll í St. Louis í Missouri Viktor bíður þess að réttað verði yfir honum. Hann er borinn þungum sökum en segist hafa verið að verjast árás. Vill vinna Útsvar Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, virðist hafa mikinn metnað fyrir spurningaþættinum Útsvari í Sjón- varpinu. Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku lagði Ómar fram eftirfarandi bókun: „Það er mikilvægt að í Út- svarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbú- um í tilvonandi sigurlið bæjarins.“ Raunar féll bókunin um sig sjálfa því Útsvars lið Kópavogsbæjar hefur þegar verið valið. Mynda vinnuhóp Fulltrúar Landssambands lögreglu- manna, ásamt fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum forsætis-, fjár- mála- og innanríkisráðuneytisins, meðlimum samninganefndarinn- ar og aðstoðarmanni fjármálaráð- herra, funduðu á fimmtudag til þess að reyna að finna lausn á málefn- um lögreglumanna. Fundurinn var haldinn að ósk lögreglumanna og brást ráðuneytið fljótt við umleitan þeirra. Á fundinum munu báðir að- ilar hafa reifað sjónarmið sín opin- skátt og deilt áhyggjum sínum af stöðu mála. Niðurstaða fundarins var sú að mynda vinnuhóp sem hefur störf í dag, föstudag, með það að markmiði að þoka málum áfram í réttan farveg. Fangi grunað- ur um nauðgun Fangi á Litla-Hrauni er grunaður um að hafa byrlað samfanga sínum ólyfjan og nauðgað honum. Maður- inn var fluttur í fangelsið á Akureyri í vor. Hann afplánar 14 ára fangels- isdóm og hefur tvisvar áður verið grunaður um að hafa misnotað samfanga sína. Reynt var að leysa úr málinu á Litla-Hrauni, en það gekk ekki og var maðurinn því flutt- ur til. Páll Winkel fangelsismála- stjóri segir úrræði og aðstöðu vanta til þess að takast á við kynferðisbrot í fangelsum landsins. Hægt sé að veita fórnarlömbunum sálfræðiað- stoð og málin eru kærð til lögreglu. Erfitt er hins vegar að skilja gerend- ur frá fórnarlömbum þar sem lítið pláss er í fangelsum landsins. RÚV greindi frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.