Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Blaðsíða 19
D agbjartur Heiðar Arnars- son stundaði nám í Grunn- skólanum í Sandgerði. Hann var ellefu ára gamall þegar hann svipti sig lífi síðast- liðinn föstudag en hann hafði verið fórnar lamb eineltis frá sex ára aldri og glímdi við geðraskanir og þunglyndi. Í úttekt menntamálaráðuneytis- ins á Grunnskólanum í Sandgerði frá því í vetur kemur fram að faglegt starf fari fram í skólanum en gildin vin- átta, vöxtur, vilji og virðing eru leiðar- ljós skólans. Engu að síður er ljóst að ákveðnum nemendum líður ekki vel og að félagsleg staða margra er slæm. Þá hefur reynst erfitt að fá foreldra til þess að vinna með skólanum. Erfitt að virkja foreldra Niðurstaðan er sú að skólinn hefur skýra stefnu og uppeldislega sýn, sterka faglega leiðtoga með mikinn metnað. Í fyrsta sinn í áratugi hafi allir kennarar réttindi og starfsandi í skól- anum er góður. Fleira þykir jákvætt. Foreldrar eru almennt ánægðir með skólann og líð- an barna sinna. En þar sem skilning- ur þeirra á mikilvægi menntunar virð- ist ekki nægilegur í samfélaginu hefur gengið erfiðlega að virkja foreldra til samstarfs við skólann. Skólaráð starfar ekki sem skyldi í samræmi við lög um grunnskóla og nemendafélag er ekki virkt í skólan- um. Þó virðist sem aðgerðir skólans, sveitarfélags og foreldrafélags í þá veru hafi meðal annars skilað meiri áhuga foreldra á setu í stjórn foreldra- félagsins og mætingu á viðburði inn- an skólans. Einelti jókst lítillega Í úttektinni segir meðal annars að frumábyrgð á uppeldi og menntun hvíli á foreldrum en skólinn eigi í sam- starfi við heimilin að veita börnum og unglingum einstaklingsmiðaða menntun til að takast á við líf og starf. Hlutverk skólans sé einna helst að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Í úttektinni kemur einnig fram að sérstök áhersla sé lögð á Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga og Olweusaráætlun, en skólinn hef- ur unnið eftir þeirri áætlun að því að fyrirbyggja einelti og andfélagslega hegðun. Samkvæmt könnunum jókst einelti árið 2010 í 13% miðað við 11% árið áður. Skólastjórnendur og starfs- menn skólans töldu að það mætti skýra með því að mikil umræða hefði verið um einelti þegar könnunin fór fram og því mögulegt að hegðun sem ekki væri einelti hefði verið skilgreind sem slík. Engu að síður voru gerðar aðgerðaráætlanir og eineltisáætlanir. Yngri drengjum líður ekki vel Í sjálfsmati skólans kemur einnig fram að líðan meðal hóps yngri drengja sé ekki góð og að stórum hluta þeirra finnist ekki gaman í skólanum. Félagsleg staða margra nemenda er sögð slæm. Og þar sem sjálfsálit nem- enda skólans og stjórn á eigin lífi, van- líðan og fjarvistir, er heldur lakara en á landsvísu, sérstaklega á unglingastigi, hefur skólinn einnig leitað leiða til úr- bóta. Ekki síst með það að marki að gera börnum og unglingum kleift að fá jákvæða þjálfun í samskiptum. Bekkjarfundir eru til að mynda haldnir vikulega, þar ræða nemend- ur um hvernig gengur, líðan, hvað hafi gerst í frímínútum og fleira. Hjá þeim kom fram að Uppeldi til ábyrgð- ar hefði breytt hegðun, „komum ekki lengur illa fram við strák“. Sögðu þeir að allir væru jafnir, lítið væri um ein- elti, skólinn væri með Olweusaráætl- un og mikið væri búið að vinna með einelti og það hefði hjálpað þeim. Unnið með agavandamál Agi í skólanum þykir óásættanlegur en átta prósent foreldra sögðust mjög og frekar óánægð með agann. Verið er að vinna með þessa þætti. Skólaárið 2007–2008 var til dæmis sett af stað verkefnið Riddaragarður þar sem markvisst er unnið með nem- endur í fyrsta til fjórða bekk sem þurfa á sérstöku úrræði að halda vegna hegðunarfrávika. Verkefnið gekk vel og haustið 2010 var ákveðið að starf- semin tæki yfir bæði yngra og miðstig. Fjöldi nemenda með greiningu Þá kemur fram að Grunnskólinn í Sandgerði sé „þungur“ skóli, en um 20% nemenda eru með einhvers kon- ar greiningar, sem er hærra hlutfall en hjá öðrum skólum á Suðurnesjum. Að mati kennara skólans tefst greiningin hjá skólasálfræðingi, þeir eru ánægð- ir með ráðgjöfina en telja að hún taki of langan tíma og taka dæmi um að mál hafi farið til skólasálfræðings að hausti en niðurstaða hafi ekki kom- ið fyrr en undir vor. Það hefur skapað álag í bekkjum og óþægindi fyrir við- komandi nemanda, kennara og for- eldra. Áhersla lögð á að stöðva einelti Tillögur til umbóta felast meðal ann- ars í því að auka ánægju nemenda í skólanum, sérstaklega drengja, að stöðva einelti, gera alla nemendur ábyrga fyrir hegðun sinni og vinna markvisst að því að auka jákvæða hegðun og aga, samviskusemi og metnað. Til þess að uppfylla þær kröfur sem úttekt þessi leggur áherslu á þarf skólinn að mati úttektaraðila að gera ráðstafanir varðandi nítján atriði. Þar á meðal eru atriði eins og að virkja skólaráð betur sem samráðsvett- vang, efla nemendaráð, bæta árangur nemenda á samræmdum könnunar- prófum og PISA, rýna vel í kannanir á líðan, fjarvistir, aga og einelti, auka áhrif nemenda á skólastarfið, bæta samstarf heimilis og skóla, tryggja að greiningar nemenda með sérþarf- ir taki ekki of langan tíma og efla að- komu heilsugæslu að málum nem- enda með geðrænan vanda. Að lokum er bent á að í ljósi lágs menntunarstigs í sveitarfélaginu, sem virðist hafa einhver áhrif á skóla- starfið, gæti sveitarfélagið kannað leiðir í samstarfi við menntastofn- anir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fræðslumiðstöð Suðurnesja til að hækka menntunarstigið. Fréttir | 19Helgarblað 30. september–2. október 2011 „Agi í skólanum þykir óásættan- legur en átta prósent foreldra sögðust mjög og frekar óánægð með agann. Verið er að vinna með þessa þætti. Vanlíðan skóladrengja í Sandgerði n Menntamálaráðuneytið gerði úttekt 2011 n Lægra sjálfsálit og stjórn á eigin lífi minni en á landsvísu n Eineltisáætlun sögð skila árangri: „Komum ekki lengur illa fram við strák,“ segja nemendur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Skýrsla Grunnskólinn í Sandgerði Fær almennt góða einkunn í úttekt ráðuneytisins þó að þar þurfi ýmislegt að bæta. Nemendur sögðu að allir væru jafnir, lítið væri um einelti og að þeir kæmu ekki lengur „illa fram við strák“. Einelti jókst þó lítillega á milli ára, fór úr 11% árið 2009 í 13% 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.